Þjóðviljinn - 05.08.1972, Side 4

Þjóðviljinn - 05.08.1972, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. ágúst 1!>72 DJÓBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. TVEIR MEGINGALLAR SEM VERÐUR AÐ LAGFÆRA Eftir að skattseðlarnir komu út hefur Þjóðviljinn bent á tvö atriði, sem laga verður i sambandi við endurskoðun skattalaganna, annað atriðið verður raunar að laga tafarlaust. Hið fyrra er, að augljóslega hefur ekki tekizt nógu vel að ná til þeirra sem breiðust hafa bökin. Kveður svo rammt að þessu að jafnvel málgagn auðstéttarinnar hefur látið koma greinilega fram að það telur að auðstéttin geti borið hærri skatta, jafnvel svo um munar. Þjóðviljinn birti þrjú skattadæmi i gær sem sýna ákaflega vel að nauðsynlegt er að breyta skattalögunum i þá átt að betur nái til þeirra sem fjármagnið hafa. Þessi dæmi eru: Einn rikasti útgerðarmaður landsins — ineð viðurnefnið ,,riki” — telur fram eignir að matsverði fyrir 75—80 miljónir króna og tekjur sem nema — samkvæmt úlsvarinu — um tveimur miljónum króna. En þessi riki útgerðarmaður borgar engan tekjuskatt. Annar útgerðarmaður telur fram tekjur upp á 000 þúsundir króna en hann hefur þvilikan vaxtafrádrátt að hann greiðir lieldur engan lekjuskatt! Kaupmaður hér i borg, fyrrum borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiðir aðeins liðlega 20 þúsund krónur i útsvar, samkvæmt þvi virðist liann hafa tekið laun samkvæmt öðrum taxta Dagsbrúnar — en kunnugir vita betur, og útsvar hans sannar aðeins möguleika kaupmanna- stéttarinnar til þess að koma írain við lagabókslafinn á hagkvæman og ódýran hátt. Þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd, benda ótvirætt til þess að skattalögin verður að endurskoða með tilliti til þess að breiðu bökin beri byrðar af sama þunga og aðrir— sem þáu gera enn ekki, þó að fast- eignaskatturinn hafi verið mjög til bóta og nái til eigna þessara manna i rikari mæli en áður hefur verið. Ilitt atriði skattalaganna sem verður að laga og það tafarlaust eru ákvæðin sem snerta skattagreiðslur aldraðra. Þar verður að tryggja, að aldraðir 'fái léttari skatta en þeir sem eru á góðum aldri og við góða heilsu. Að visu eru skattalögin þannig að aðeins minnihluti aldraðra ber tekjuskatt — eða um 1/2 aldraðra — en skattalögin verður að útbúa þannig að þessi minnihluti fái viðunandi útkomu. Þjóðv. leggur áherzlu á það enn einu sinni, að mistök hafa verið gerð að því er varðar skattlagningu aldraðra, mistök Þegar landhelgin verður færð út við ísland, 1. september, renna út neyðará- standslögin sem Elisabet Bretadrottning undirritaði i fyrradag. Þetta er i fjórða sinn á þessu ári sem ihaldsstjórn Edwards Heaths lýsir yfir neyðarástandi i landinu — en neyðarástandi er lýst vegna þess að rikisstjórn Bretlands á sifellt i höggi við verkalýðinn i landinu, sem unir ekki sem verður að leiðrétta.Það þarf karl- mennsku til þess að viðurkenna mistök, en það þarf enn meiri styrk til þess að leið- rétta mistökin. Stjórnarvöldum hafa oft orðið á mistök, og flokkar rikisstjórnar hafa ævinlega fallið i þá gryfju að verja hverskyns vitleysur — jafnvel augljósar vitleysur — i eld og blóð. Þarf ekki að rifja upp fyrir blaðalesendum þess konar dæmi frá tið viðreisnarstjórnarinnar. Núverandi stjórnarflokkar mega ekki og munu ekki falla i gryfju hins óbilgjarna sjálfbirgingsáróðurs. Verði nú á næstunni gerðar breytingar á skattaákvæðum með tilliti til aldraðra, telur Þjóðviljinn, að um leið ætti að nota tækifærið til þess að færa byrðarnar yfir á þá sem breiðust hafa bökin, til dæmis þá þrjá skattgreiðendur, sem greint var frá hér i blaðinu i gær. Þannig yrðu lagfærðir tveir megingallar nýju skattalaganna. afarkostum ihaldsstjórnarinnar. íslenzkt verkafólk hefur fulla samúð með verka- fólki i Bretlandi, en Þjóðviljinn bendir i fullri vinsemd á, að rikisstjórn sem ekki getur ráðið við ástandið i sinu eigin landi — nema með neyðarástandslögum — ætti ekki að vera að skipta sér af innanlands- málum annarra þjóða, til dæmis land- helgismáli islendinga. HEATH, LEYSTU ÞÍN VANDAMÁL OG LÁTTU OKKUR 1 FRIÐI! Fyrrum bœjarstjóri verður konrektor RÍFA BERNHÖFTSTORFUNA? Á fundi borgarráðs s.l. þríðjudag var lagt fram bréf forsætisráðuneytisins, dags. 26. f.m., um itrekun á boði rikisstjórnarinnar frá 1964 um að gefa Árbæjar- safni tvö gömul hús, Bernhöftsbakari, ásamt til- heyrandi geymsluhúsum, og hús það, sem nefnt var Gunnlögsenshús eða Smithshús. Enn fremur að ríkissjóður muni kosta flutning og uppsetningu húsanna við Árbæ. v;ití vcriö aö leita eltir hvort borgaryl'irvöld vildu þiggja þetta boö. ..Þetta heíur veriö i deiglunni lengi," sagöi Guðmundur. ,,þvi um þetta hafa verið skiptar skoöanir, en þær veröa þarna borgarráhs, og það veröur aö ráð þaö viö sig hvort þaö vill taka þessu boöi eöa ekki." Hjálmar Ólafsson, mennta- skólakennari (fyrrum bæjarstjóri i Kópavogi) hefur verið ráðinn aðstoöaskólastjóri, öðru nafni konrektor, menntaskólans i Hamrahlið frá 1. júli s.l. að telja. Starf konrektors er nýtt við menntaskólana, en á fjárlögum þessa árs var veitt fé til þess að ráða konrektor við stærstu menntaskólana. Yfir 16 þús. erlendir gestir hér í síðasta mánuði Blaðið náði tali af Guðmundi Benediktssyni, ráðuneytisstjóra i forsætisráðuneytinu, til að spyrj- ast frekar fyrir um málið. Sagði Guðmundur að ráðu- neytið hefði með þessu bréfi sinu viljað itreka aö boð stjórnvalda frá 1964 stæði enn, og með þvi Yfir 1(> þúsund út- lendingar komu liingað til lands i siðasta inánuði samkvæmt yfir- liti útlendingaeftir- litsins, sem blaðinu hefur borizt. Erlendu gestirnir voru frá 64 löndum i öllum heims- álfuin. Langflestir komu frá Banda- rikjunum eða 4554, þá frá Vestur- Þýzkalandi, Stóra-Bretlandi, Svi- þjóð, Danmörku og Noregi. Fleiri en 100 ferðamenn komu ennfrem- ur frá Finnlandi, Austurriki, Belgiu. Frakklandi, Hollandi, trlandi. Italiu, Kanada, Sviss. Einn eða tveir ferðamenn komu frá þessum löndum: Afganistan, Boliviu, Búlgariu, Kambódiu, Egyptalandi, Ekvador, Fillippseyjum, Nikaragúa, Nigeriu, Sádi-Arabiu, Singapúr, Trinidad/Tobago, Túnis, Uruguay, Sómaliu, Hong Kong.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.