Þjóðviljinn - 05.08.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.08.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11. Alheimsskákmótið Framhald af bls. 7. öllum heimshornum á mót, þar sem svona heimsmeistarar keppa. Hundruð þúsunda manna munu streyma til Vasjúki. Auðugra manna. Það verður ekki hægt að flytja allan þennan f jölda með fljótaskipum. Og þar af leiðandi mun Samgöngumála- ráðuneytið láta leggja hraðjárn- brautina Moskva — Vasjúki. Þetta er eitt. Annað er hótel og skýjakíúfar fyrir gestina. t þriðja lagi stórfelld aukning land- búnaðarframleiðslu á svæði með þúsund km. radiusi út frá Vasjúki; þaö þarf að sjá gestun- um fyrir næringu, grænmeti, ávextir, styrjuhrogn, konfekt. Höllin þar sem mótið fer fram — það var i fjórða lagi. Fimm: bygging bilskúra fyrir bifreiðar gestanna. Til að senda út um allan heim fréttir af ótrúlegustu úrslitum þarf að reisa sérstaka útvarpsstöð af yfirmáta styrk- leika. Það var i sjötta lagi. Og hvað viðvikur harðbrautinni Moskva — Vasjúki, þá er enginn vafi á þvi, að hún annar ekki að flytja alla sem þess óska til Vasjúki. Og af þvi leiðirað byggja verður flugvöllinn Stóra-Vasjúki, og þaðan mun haldiö reglubundn- um áætlunarferðum með póst og fólk um allan heim og þar með taldarLos Angelos og Melbourne. Blindandi framtiðarhorfur lukust upp fyrir skákáhuga- mönnunum i Vasjúki — af rústum félagsheimilisins hóf sig til himins þrjátiu og þriggja hæða skýjakljúfur úr gleri: Skáklistar- höllin. 1 hverjum sal, i hverju herbergi og meira að segja i lyftunum, sem þutu á ofsahraða upp og niður, sat fólk i djúpum hugsunum og lék skák á skinandi skákborðum... Marmaratröppur lágu niður að blárri Volgu. Á ánni stóðu úthafs- skip. Hvaðanæva að streymdu i borgina skeggjaðir útlendingar, skákleidiur, ástralskir aðdáendur indverskrar varnar, Indverjar með hvita túrbana, ákafamenn um spánskan leik, Þjóðverjar, Frakkar, Nýsjálendingar, ibúar óshólma Amason, og öfundsjúkir ibúar frá Moskvu, Leningrad, Kiev, Siberiu og Odessu. Allt i einu stöðvaðist öll umferð. Út úr töfrahvitu hótelinu „Fram- hlaupspeð” sté heimsmeistarinn sjálfur: José Raul Capablanca. Fagrar konur fylgdu honum. Lög- regluþjónn klæddur i sérstakan skákbúning heilsaði með heiðurs- kveðju. Eineygður formaður vasjúkinska skákklúbbsins „Riddararnir fjórir” gekk virðu- lega til móts við heims- meistarann. Samtal þeirra truflaðist við flugvélarlendingu, en þar voru komnir þeir doktor Grigoréf og tilvonandi heims- meistari Aljokin. Grigoréf þaut niður marmara- stigann, sem rennt var að flug- vélinni, veifaöi með nýjum hatti sinum og ræddi á hlaupum við fréttamenn og hafði mestan áhuga á að spjalla um hugsan- legan afleik Capablanca i til- vonandi skák hans við Aljokin. Allt i einu sást svartur depill út við sjóndeildarhring. Hún nálgaðist hraðfara og stækkaði óðum og brátt sást að þetta var fallhlif. Neðan i henni hékk maður með tösku. . — Þetta er hann, hrópaði sá eineygði upp yfir sig — þetta er hann. Hurra, húrra, húrra! Ég þekki hinn mikla heimsspeking og skáksnilling doktor Lasker. Hann er eini maðurinn i Heimin um, sem gengur i svona grænum sokkum. José Raul Capablanca hlepti aftur i brúnir. Lasker steig niður á marmara- tröppurnar og dustaði rykkorn af vinstri jakkaerminni, en þar hafði það sezt á ferð hans yfir Slesiu — og féll i faðm hins ein- eygða. Hinn eineygði tók um mitti Laskers, leiddi hann til heims- meistarans og sagði: — Sættizt! Eg skora á ykkur að sættast. 1 nafni allrar alþýðu i Vasjúki: Sættizt! José Raul stundi hátt.rétti hin- um aldna kappa höndina og sagði: — Ég hef alltaf dáðst að þeirri hugmynd yðar i spánskri vörn að leika biskupnum af b5 á 'c4. —Húrra, hrópaði sá eineygði. Einfalt og sannfærandi, i stil heimsmeistarans. Og manngrúinn tók undir: Húrra! Húrra! Húrra!..... — Hafið engar áhyggjur, sagði Ostap, áætlun min tryggir borg- inni ykkar óheyrilegar framfarir i framleiðsluöflunum. Hugleiðið hvað gerist, þegar mótinu er lokið og allir gestirnir hverfa á burt. Moskvubúar, sem eru aðþrengdir af húsnæðisvandræðunum flykkjast i borgina ykkar. Höfuð- borgin flyzt sjálfkrafa til Vasjúki. New Noskva verður skjótlega glæsilegasta miðstöð Evrópu og fyrr en varir allrar heims- byggðarinnar. Allrar heimsbyggðarinnar, stundu vankaðir Vasjúkarnir. — Já og síðan algeimsins. Skákhugsunin sem breytt hefur afskekktu þorpi i höfuðborg heimsins breytist i raunvisindi og finnur upp aðferð til að koma á sambandi milli plánetanna! Frá Vasjúki flúga merki til Mars, Júpiters og Venusar. Og hver veit — eftir svona átta ár verður hér i Vasjúki haldið fyrsta milli- plánetamót i sögu mannkynsins. Ostap þurrkaði af göfugleitu enni sinu. Hann var svo glor- hungraður, að hann hefði með ánægju étið steikta taflmenn. — Jaaaá — kom sá eineygði upp úr sér og augað hvarflaði um ryk- uga herbergiskytruna með einkennilegum glampa. — En hvernig eigum við að hrinda þessari hugmynd i fram- kvæmd? Koma henni á traustan grundvöll, ef svo mætti segja? Allir viðstaddir störðu á stór- meistarann með öndina i hálsin- um. — Ég itreka það sem ég sagði áðan. t raun og veru eru fram- kvæmdir aðeins komnar undir áhugastarfi ykkar sjálfra. Efna- hagsleg útgjöld verða engin, ef simskeytakostnaður er ekki tek- inn með i reikninginn. — Hvað ætli þurfi mikið i sim- skeyti? — Þaö er hlægilega litið, svar- aði Ostap, — hundrað rúblur. — En við eigum ekki nema tutt- ugu og eina rúblu og sextán kópeka i sjóði. Við skiljum vel að þetta er auðvitað engan veginn fullnægjandi... En stórmeistarinn reyndist vera frábær skipuleggjandi. — Skitt með það, sagði hann. Komið með þessar tuttugu rúblur. —■ En er það nóg? spurði sá ein- eygði? — I undirbúnings-skeytin er þetta nóg. Og siðan fara fjár- framlögin að streyma inn og eng- inn veit, hvað á að gera við alla þessa peninga. Um leið og stórmeistarinn stakk rúblunum i vasann minnti hann alla viðstadda á fyrirlestur- inn og fjölteflið á hundrað og sextiu borðum, kvaddi kurteis- lega og hélt hraðfara á fund Ippolits Matveevistj Voro- bjaninofs sem stóð i afgreiðslunni i félagsheimilinu. — Ég er glorhungraður, sagði Vorobjaninof munaðarleysislega. Hann var búinn að sitja lengi i afgreiðslunni en hafði ekki selt einn einasta miða. — Heyrið nú, Vorobjaninof, hrópaði Ostap — gerið nú klukku- timahlé á miðasölunni. Komum og fáum okkur i svanginn. Ég lýsi stöðunni á leiðinni. Meðal ann- arra orða, þér verðið að raka yður og þvo. Stórmeistarinn getur ekki átt svona grunsamlega kunningja. — Ég er ekki búinn að selja einn einasta miða — tilkynnti Ippolit Matveevitsj. — Það gerir ekkert til. Þeir koma i striðum straumum i kvöld. Borgarbúar hafa þegar fengið mér i hendur tuttugu rúblna framlag til að skipuleggja alþjóðlegt skákmót i borginni. — Og hvers vegna þá fjöltefli? hvislaði miðasalinn. Þeir gætu unnið. En með tuttugu rúblur i vasanum getum við strax keypt okkur far með fljótabátnum. A fastandimaga er ómögulegt að hlýða á svona bölvaða vitleysu. Fyrir tuttúgu rúblur komumst við kannski áleiðis, en fyrir hvað eig- um við þá að kaupa mat. Vitamin, kæri framleiðandi, eru ekki gefin ókeypis. Vasjúkinar eru reiðu- búnir að punga út með 30 rúblur i viðbót — til að hlusta á fyrirlest- urinn. — Þeir lúskra áreiðanlega á okkur, sagði Vorobjaninof beisk- lega. — Auðvitað er þarna ákveðin áhætta. En ég hef smáhugmynd, sem tryggir öryggi yðar, hvað sem öðru liður. En meira um það seinna.. (Framhald i næsta blaði). Athugasemd 1 Þjóðviljanum i gær, föstudag, birtist frétt i tilefni af ársskýrslu Búnaðarbankans. Á það hefur verið bent að bankastjórar væru fleiri viö Búnaðarbankann en aðra banka. Þetta er ekki rétt. Bankastjórar eru tveir við Búnaðarbankann og þar er eng- inn aðstoðarbankastjóri. Útibús-> stjórar bankans i Reykjavik eru ekki bankastjórar; þeir starfa sem deildarstjórar og taka laán samkvæmt þvi. Búnaðarbankinn er næststærsti bankinn i landinu og hefur samt færri bankastj. en aðrir bankar, jafnvel þótt þeir séu minni en Búnaðarbankinn. Það er þvi ekki ástæða til þess að nefna Búnaðar- bankann fyrstan i sambandi við þenslu i stjórnkerfi bankanna. Þrjárnýjar kennslu- bækur í íslenzku Bókaútgáfan Valfell hefur gefið út þrjár kennslubækur i íslenzku eftir Gunnar Finnbogason cand. mag. Tvær þeirra heita einkenni- legum nöfnum — Listvör og Rit- vör , en höfundur sagði á blaða- mannafundi i gær, að hann teldi meira i anda timans að velja kennslubókum heiti i ætt við út- breidd kvennanöfn en að fylgja fyrri háttum. Þessar bækur eru skyldar að efni, nema hvað hin siðarnefnda er nokkuð auðveldari hinni fyrri. Listvör er kennslubók i ritgerðasmið og fylgir nokkur þjálfun i stafsetningu. Höfundur hugsar sér þessa bók fyrir fyrsta námsár i menntaskólum, kennaraskólum og framhalds- deildum. Ritvör er ætluð sérskól- um ýmiskonar — þar er byrjað á stafsetningu, en siðan farið út I ritgerðasmið og ýmsar æfingar er varða framsetningu i rituðu máli. Málið initt heitir þriðja bók Gunnars og spannar víðara svið. Þar er fjallað um málnotkun (merkingafræði, orðaforða o.fl.), bragfræði, og Ijóðalestur (þ.á.m. nútimaljóð), þá eru rifjuð upp uokkur atriði úr málfræði og setn- ingarfræði, einkum frá hagnýtu sjónarmiði, nokkuð farið inn á liíjóðfræði og orðmyndun. Bæk- urnar eru allar um 1B0 bls. aö stærð. 77 erlendir togarar á veiðum 1. 8. 1. ágúst voru aö veiðum hér við' land 54 brezkir togarar, 18 vestur- þýzkir, 3 færeyskir, 1 belgiskur og 1 franskur, samtals 77 togarar. Lítil sala í „ríkinu” í gœrdag t gær bjuggumst við hér á blaðinu við þvi, að fullt væri útúr dyrum i afgreiðslubúðum Áfengisverzlunarinnar. En þegar að var komiö (aðeins i fréttaleit) var þar engan mann að finna, nema afgreiðslumennina. Þeir sögðu að óvenju litið hefði verið að gera i gær, en hinsvegar hefði sala verið söm og jöfn alla siðustu viku. —S.dór Sfór sending ó kynningarverÓi! Kr. 1.590- staerð 560- 13/4 Kr. 1.775- Kr. 2.970- stærð 560-15/4 Höfum fengið sfóra sendingu af BARUM hjólbörðum i flestum stærðum ó ótrúlega hagstæðu verði, eins og þessi verðdæmi sanna. BARUM KOSTAR MINNA — EN KEMST LENGRA stærð 650- 16/6 fÉKKNESKA BIFREIDAUMBODIO A ÍSLANDI H.F. SOLUSTAÐIR: GARÐAHREPPI SlMI 50606 (öður Hjólbarðaverkstæði Garðahrepps Sunnan við lækinn, gengt benzínstöð BP) Shooh ® BÚDIN AUÐBREKKU 44-46, KÖPAVOGI — SlMI 42606 AUGLÝSING um gjalddaga og innheimtu þinggjalda í Kópavogi Skattskrá fyrir árið 1972 hefur verið lögð fram i Kópavogi og hefur gjaldendum ver- ið sendur álagningarseðill, þar sem til- greind eru gjöld þau, sem greiða ber sam- kvæmt álagningu 1972. Þinggjöld, sem greiða ber 1972, eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, kirkjugjald, slysatryggingargjald vegna heimilis- starfa, iðnaðargjald, slysatryggingar- gjald atvinnurekenda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971, lifeyristryggingagjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald, alm. launaskattur, sérstakur launaskatt- ur, kirkjugarðsgjald og iðnlánasjóðsgjald. Samkvæmt ákvæðum i reglugerð nr. 245- /1963 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. lög nr. 68/1971 og lög nr. 7/1972, ber hverj- um gjaldanda að greiða álögð gjöld, að þvi frádregnu sem greitt hefur verið fyrir- fram, með 5 jöfnum greiðslum 1. ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv., og 1. desember. Van- skil að hluta skv. framansögðu valda þvi, að allir skattar gjaldandans á gjaldárinu falla i eindaga 15 dögum eftir gjalddagann og eru lögtakskræfir ásamt kostnaði þ.á.m. dráttarvöxtum. Gjaldendum er skylt að sæta þvi, að kaup- greiðendur haldi eftir af kaupi þeirra til- skyldum mánaðarlegum greiðslum, enda er hverjum kaupgreiðanda skylt að ann- ast slikan afdrátt af kaupi, að viðlagðri eigin ábyrgð á skattskuldum starfsmanns. Kópavogi, 2. ágúst 1972. Bæjarfógetinn i Kópavogi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.