Þjóðviljinn - 05.08.1972, Blaðsíða 12
1OÐVIUINN
Kvöldvarzla lyfjabúða vikuna
29. júli til 4. ágúst er i Lyfja-
búðinni Iðunni og Garðs
Apóteki. Næturvarzla er i Stór-
holti 1.
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar i simsvara
Læknafélags Reykjavfkur,
simi 18888.
Laugardagur 5. ágúst 1972
Slysavarðstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn. Simi 81212.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
vakt á heilsuvernarstöðinni.
Simi 21230.
Muskie vara-
forsetaefni
demókrata?
WASHINGTON 4/8.
George McGovern forseta-
efni demókrata sagði i gær-
kvöld/ aö hann mundi ekki
taka ákvörðun um það,
hver yrði varaforsetaefni
hans fyrr en hann hefði
ráðfært sig rækilega við
Edmond Muskie öldungar-
deildarþingmann.
McGorvern skýrði frá þessu
eftir að öldungardeildarþing-
mennirnir Hubert Humphrey,
Kdward Kennedy og Abraham
Ribicoff höfðu allir hafnað tilboöi
um að bjóða sig fram til varafor-
seta.
Muskie, sem átti allmiklu fylgi
að fagna meðal demókrata sem
forsetaeíni, hefur sagt, að
McGovern hafi ekki enn spurt sig
að þvi hvort hann vilji i framboð.
Ætluðu að
ræna syni
Kennedys?
AÞENU 4/8. Saksóknari leggur til
að meintur foringi átta manna
hóps griskra stjórnarandstæð-
inga verði dæmdur i fjögurra ára
fangelsi i'yrir á.'orm um ólög-
mætar athafnir. Andspyrnuhópur
þessi er meðal annars sakaður
um áform um að ræna ellefu ára
gömlum syni Johns F. Kennedys
og Jacqueline Onassis. Saksókn-
arinn heldur þvi l'ram, að hópur
þessi hai'i viljað elna til borgar-
skæruhernaðar á Grikklandi i
anda Tupamaroshreyfingarinnar
i Uruguay.
Ólíkt mat á
heimsendingu
KAIRO 4/8. Heykal, ritstjóri hins
hálfopinbera blaðs A1 Ahram,
segir i blaði sinu i dag, að sú
ákvörðun Egypta að senda heim
sovézka hernaðarráðunauta hafi
áreiðanlega leitt til hvassra
deilna meðal ýmissa æðstu ráða-
manna i Moskvu.
Heykal telur sig vita, að lengi
hafi rikt allmikill ágreiningur
innan stjórnar sovézka kommún-
istaflokksins um ástand og
stefnumið i Austurlöndum nær.
Samdægurs berast þær fréttir,
að egypzk blöð hafi þakkað
sovézkum hernaðarráðunautum
fyrir framlag þeirra til uppbygg-
ingar egypzkra landvarna og þá
einkum flughersins.
Neyðar-
ástand á
Bretlandi
LONDON 4/8.Tillögum sátta-
nefndar i máli brezkra hafnar-
verkamanna var i dag hafnað af
stjórn sambands þeirra með 38
atkvæðum gegn 28 en 18 sátu hjá.
Fulltrúar brezku stjórnarinnar
létu i dag i ljós vonir um að hægt
veröi að ljúka verkíallinu i næstu
viku.
Neyðarástandi var um mið-
nætti lýst yfir i landinu vegna
verkfallsins. Enn er enginn mat-
vælaskortur i landinu, en bændur
kvarta mjög yfir skorti á fóður-
vöru.
Siðari fréttir: Þeir Muskie og
McGovern ræddust við einslega i
um það bil tvær stundir i dag, og
eru flestir fréttaskýrendur á einu
máli um það, að flest bendi til
þess að Muskie verði i framboði.
Hann hefur allgóð sambönd við
bandariska verklýðshreyfingu,
sem hingað til hefur veitt
McGovern mjög dræman
stuðning.
Muskir
Loftárásir á stiflugarða:
Kennedy
ákærirNixon
stjórnina
WASIiINGTON 4/8.
Edward Kennedy öld-
unga-deildarþingmaður
ásakaði i dag Nixon og
ráðunauta hans fyrir að
Miljón fyrir að
ganga með barn
PHILADELPHIA 4/8.
Hjón ein i Philadelphíu i
Bandaríkjunum, sem
ekki geta sjálf átt barn,
hafa boöið þeirri konu 10
þús. dollara sem fæst til
að eiga barn með eigin-
manninum.
Auk þess vilja hjónin greiða
ýmisleg útgjöld fyrir konuna i
átján mánuði og veita henni
námsstyrk ef vill.
Auglýsing um þetta efni
kom i blaði einu i Philadelpiu
og svöruðu 20 konur játandi,
en aðeins fjórar munu hafa
mætt til að tala við fulltrúa
hjónanna. Hjónin hafa ekki
gert það upp við sig enn,
hverja þau ætla að ráða til
þessa starfa.
Ekki er annað vitað um
barnlausu hjónin en að eigin-
maðurinn mun rúmlega
þritugur og gyðingatrúar. Þau
vildu að umsækjendur væru
ekki eldri en 26 ára og hefði
nokkra menntun að baki.
Öldungadeild Bandaríkj aþings:
Samkomulag um
eldflaugavarnir
staðfest
WASIIINGTON 4/8.
Bandariska öldunga-
deildin samþykkti i gær
með yfirgnæfandi meiri
hluta atkvæða samning
milli Sovétrikjanna og
Bandarikjanna um tak-
markanir á smiði gagn-
eldflaugakerfa. Aðeins
Iveir þingmcnn greiddu
atkvæöi gegn samkomu-
laginu, sem lýtur að þvi,
að livorugt landið komi
sér upp nema tveim
varnarkerfum gegn eld-
flauguin.
Frestað var tii mánudags at-
kvæðagreiðslu um samkomulagið
um takmörkun á fjölda árásar-
eldflauga, vegna framkominna
breytingartillagna. Lúta þær að
þvi, að Sovétrikin seu vöruð við
að smiða eldflaugar með fleiri en
einum kjarnaoddi. William Ful-
bright, formaður utanrikismála-
nefndar deildarinnar, lagðist
mjög gegn þessum tillögum og
sagði, að nú sem stæði væri visst
valdajafnvægi milli risaveldanna
á þessum sviðum vigbúnaðar.
standa að loftárásum á
stiflugarða i Norður-
Vietnam af ásettu ráði.
Kennedy bar fram ásakanir
sinar i sambandi við umræðu i
öldunga-deildinni um tillögu frá
fimm demókrötum um fordæm-
ingu á loftárásum á áveitukerfi
Norður-Vietnams.
Hugh Scott, talsmaður
Repúblikana í deildinni, sagði, að
staðhæfingar um loftárásir á
stiflugarðana væri uppspuni og
áróður, sem kæmi annaðhvort frá
Hanoi, Paris eða Stokkhólmi.
Kennedy visaði til tilkynninga
utanrikisráðuneytisins um að
nokkrir garðar hefðu orðið fyrir
sprengjum vegna þess, að þeir
væru nálægt mannvirkjum sem
Bandarikjamenn teldu sig hafa
rétt til að sprengja. Þar með væri
ljóst, sagði Kennedy, að stjórnin
teldi sig hafa rétt til að gera loft-
árásir án tillits til þess hvaða
áhrif þær höfðu á áveitukerfið.
MANILA 4/8. Kólera hefur brotizt
út á eynni Luzon á Filippseyjum,
en þar hafa um 2 miljónir manna
orðið fyrir barðinu á verstu flóð-
um i sögu landsins.Fjórirhafa lát-
izt úr veikinni og 1700 eru komnir
á sjúkrahús
Flóðin hafa þegar kostað 400
mannslif, en tugþúsundir manna
eiga hungursneyð yfir höfði sér.
Matvælabirgðir eru nokkrar en
samgöngur i ólestri. Marcos for-
seti hefur aflýst þátttöku Filipps-
eyja í öllum alþjóðaráðstefnum
vegna flóðanna og einnig farið
þess á leit, að hætt verði við þátt-
töku i Ólympiuleikunum
Síðari fréttir herma, að fólk á
Luzon sé neytt til að éta ketti,
rottur og slöngur til að halda i sér
lifi.
Andstaða og stuðningur við
EBE vega salt í Noregi
OSLO 4/8. Skoðana-
könnun Evrópuhreyfingar-
innar svonefndu i Noregi
bendir til þess, að 45%
Norðmanna telji að
Noregur eigi að ganga í
Efnahagsbandalagið ef að
Danmörk og England
ganga i það.40% eru á móti
en 15% hafa ekki ákveðið
sig enn.
Tölur þessar hafa litið breytzt
siðustu mánuðina, en i janúar
svöruðu 44% spurningunni ját-
andi en 45% neitandi. Andstaðan
gegn aðild er mest i Norður-
Noregi, en þar svöruðu 57% neit-
andi, en stuðningur við EBE
mestur i Oslo, þar sem 59%
svöruðu játandi. Yfirgnæfandi
meirihluti stuöningsmanna Mið-
flokksins og Sósialiska alþýðu-
flokksins eru andvigir aðild og
um helmingur stuðningsmanna
Vinstri flokksins.
Fyrsta kvikmynd
á grœnlenzku
KUDLIGSSAT, Grænlandi.
Verið er að taka fyrstu leiknu
kvikmyndina á grænlenzku,
og fjaliar liún um lif og starf
fjölskyldu frá námabæn-
uin Kutdligssat á norður-
strönd Diskoeyjar, sem nú er
verið að leggja i eyöi.
Á Disko hefur um áratuga
skeið verið starfrækt kola-
náma, en nú hafa yfirvöld
Grænlandsmála ákveðið að
hætta rekstrinum og flytja
1.400 ibúa Kudligssats á brott.
Danski kvikmyndastjórinn
Per Kirkeby og Græn-
lendingurinn Arkaluk Lynge
vinna saman að gerð
myndarinnar. Fjölskyldan,
sem ..leikur” sjálfa sig i
myndinni, vildi fyrst ekki að
danskir menn kæmu inn fyrir
dyr hjá sér, enda sjálf ekki
vön heimboðum af hálfu
danskra manna á Grænlandi.
En nú er samstarfsvandamál
leyst og unnið af kappi að gerð
myndarinnar.
Myndin mun að likindum
sýnd i danska sjónvarpinu
áður en langt um liður.
Kvikmyndaupptaka á stöðinni við Kutdligssat: 16 fjölskyldur yfir-
gefa staðinn fyrir fullt og allt.