Þjóðviljinn - 10.08.1972, Page 1

Þjóðviljinn - 10.08.1972, Page 1
UOmiUINN Fimmtudagur lO.ágúst 1972 — 37. árangur —176. tölublað Alþýóubankinn hf ykkar hagur okkar metnaður ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON Látið vita um einkenni Gunnar Stcinn. Bílslys í Kömbum Upp úr miðjum degi i gær vildi það slys til í Kömbun- um að hemlar oliubíls bil- uðu og rann bíllinn stjórn- laust áfram niður Kamba Neöar i Kömbunum stóö mann- laus jeppi, en þeir sem i honum höföu veriö voru nýstignir úr hon- um til aö taka félaga sina tali, sem þar voru á ferð i öörum bil. Oliubillinn lenti á mannlausa jeppanum, en við það valt oliu- billinn margar veltur niður hlið- arnar og er næsta ónýtur að sögn lögreglunnar á Selfossi. Bilstjóri oliubilsins kastaðist úr honum við velturnar og var hann fluttur á Slysavaröstofuna i Reykjavik, en samkvæmt upplýs- ingum þaöan i gærkveldi hafði hann ekki hlotið alvarleg meiðsl lokið á Bárðar- bungu Borun á Báröarbungu mun nú vera lokið, og komið er i gegn um jökulinn en siðustu viku liefur boruninni miðað mjög vel, eða um 200 metra, sem er jafn mikið og 7 vikurn- ar á undan. Þessi aukni borhraði er einkum aö þakka nýjum kapli sem jöklafararnir fengu, en sá sem þeir höfðu notazt við til þess tima hafði reynzt þeim miður vel. Einnig eiga endur- bætur þær, sem jöklafararnir hafa gert á bornum sinn þátt i þessum árangri. Blaðinu tókst ekki að ná tal- sambandi upp á Vatnajökul i gær, en búizt er við að leiðang- ursmenn komi niður i byggð öðru hvoru megin við helgina. Upphaflega mun ætlunin hafa verið að rannsaka bergið undir jökhnum, en hvort af þvi verður, eða hvenær það þá yrði, er ekki vitað. legar skattaálögur greiða þær sem árlegt nöld- ur, sem ekkert mark sé tak- andi á, og fjari út og verði loks að engu? Blaðið hafði samband við skatt- rannsóknarstjóra og spurði hann þessara spurninga. Ekki vildi hann gefa ákveðin svör, heldur sagði aðeins að þeir á skattrannsóknardeildinni læsu blööin, og veittu þar eftirtekt þvi, sem um skattamálin væri skrifað. Það er þvi fullkomin ástæða til að hvetja fólk til að senda upplýs- ingar um einkennilega sköttun, hvort sem hún er einkennileg vegna þess hve há hún er, eða lág, óeðlilegt misræmi milli útsvars og tekjuskatts eða að einhverju öðru leyti áhugaverð. Slikar upplýsingar geta einmitt orðið til þess að hafin verði rann- sókn á fjárreiðum manna, eða þá flýtt fyrir þvi að slik rannsókn hefjist, og er i þvi sambandi skemmst að minnast skrifa Þjóð- viljans um fjárreiður forstjóra Bifreiða og Landbúnaðarvéla, en skattalögreglan tók það mál ein- Framhald á bls. 11. Hvaö verður af upplýs- gefa um skatta og gjöld skattayfirvöld þær sem ingum þeim sem blööin einstakra gjaldenda? Láta vind um eyrun þjóta, og af- KVÖLD í REYKJAVÍK Sœmileg síld í Norðursjó Fátt fréttist af síldveiði- bátunum í Noröursjó þessa dagana, annað en þaö aö veiðin er eitthvað að glæðast, og síldarverð- ið fer hækkandi. Þjóðviljinn náði tal- stöðvarsambandi við m/b Birting frá Neskaupstað í gær og spurðist frétta hjá skipstjóranum isak Valdemarssyni. — Það er ósköp litið að frétta hjá okkur. Við erum að koma frá Skagen i Danmörku og á leið á miðin. — Hvernig var salan? — Við seldum fyrir tæpar 100 þúsund danskar. — Hvað voruð þið með mikla sild? — Við vorum með 1850 kassa. — Er þetta þá sæmileg sala? — 1200 þúsund islenzkar. Já, þetta er svona dágott. — Er verðið eitthvað að auk- ast á sildinni? — Það er jafnara núna en það hefur verið i sumar,já. — Sigla bátarnir eitthvað á Þýzkaland? — Þeir hafa litið gert af þvi, og ég hef engar fréttir af sölum þar. — Hvar hafa veiðarnar mest verið i sumar? — Þær hafa verið að færast vestur eftir núna siðustu vik- urnar, annars hafa þær mest verið niðri i Skagerak. — Er þetta sæmileg sild? — Hún er misjöfn. — Er makrill i henni? — Nei, það er nú ekki. Hún er bara svona blönduð. Stundum fáum við sæmilega góða sild, annars er tröppugangur á þvi. — Eru Danirnir nokkur reiðir við ykkur yfir veiðunum? — Það ber ekki á þvi. — En Færeyingarnir? — Við höfum ekkert hitt á þá hér. Þeir eru mest i Hirtshals, en við hins vegar i Skagen, svo ég get litið sagt þér af þeim. — Hvað eruö þið búnir að selja fyrir mikið i sumar? — Ég hef nú ekki tekið það nákvæmlega saman, en það er einhvers staðar á milli 8,5 og 9 milljónir króna. — Hvað var það i fyrra, 10,5 milljón? — Jú, eitthvað nálægt þvi. — Hvað er eftir mikið af veiðitimabilinu? — Það stendur fram i miðjan september. — Hafa strákarnir eitthvað farið heim i fri, eða hefur fólkið þeirra komið út? — Þeir hafa eitthvað gert af þvi að fara i fri, og einhverjir hafa fengið konurnar hingað niðureftir. Þeir hafa þó ekki far- Þessi mynd af Birtingi NK er kom hlaðinn loðnu í heimahöfn, var tekin á Norðfirði að vetrarlagi. ið neitt i fri hérna á Birtingi, né konurnar komið, en það er þó dálitið um það i hinum bátun- um. — Hafið þið kannski siglt eitt- hvað heim? — Ekki ennþá. — Og ekki á döfinni? — Maður veit aldrei neitt um það, það er ekki ákveðið. — Hvað haldið þið lengi út, veiztu það? — Nei, ætli það verði þó ekki fram i miðjan september, fyrra úthaldið, hvað sem svo verður. — Nokkuð annars nýtt að frétta af miðunum? —Ég hef ósköp litlar fréttir af veiði þessa stundina. Annars hefur verið einhver veiði, en hún hefur verið á grunnu vatni og leiöinlegt að eiga við hana og mikill straumur. — ú.þ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.