Þjóðviljinn - 10.08.1972, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 10. ágúst 1972
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSlALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljana.
Framkvæmdastjórl: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur).
Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
EKKI VEGNA KRÓKÓDÍLSTÁRA RITSTJÓRA MORGUNBLAÐSINS
Þegar skattskráin kom út 1964 varð úr
mikil og umtalsverð óánægja meðal skatt-
greiðenda. Þeir ráku upp ramakvein und-
an skattpíningarstefnu viðreisnarflokk-
anna og krafizt var úrbóta hástöfum i dag-
blöðum stjórnarandstöðunnar. Svo rammt
kvað að skattpiningunni að það komst á
dagskrá hvort opinberir aðilar ættu ekki
að hlutast til um að almenningur fengi lán
til þess að borga skattana; skattavixla. Af
þvi varð þó ekki, en þessi staðreynd er
rif juð upp hér til þess að minna á mismun
i afstöðu stjórnarvalda þá og nú til gagn
rýni almennings. Þá vildu stjórnarvöld
alls ekki ljá máls á úrbótum i skatta
málum, þá 'vörðu stjórnarblöðin, Morgun-
blaðið, Visir og Alþýðublaðið, skatta-
stefnu rikisstjórnarinnar í lif og blóð.enda
þótt hún augljóslega hefði afar slæm áhrif
á alla afkomu almennings i landinu.
Nú er við völd á Islandi stjórn, sem
leggur áherzlu á að bæta afkomu almenn-
ings með félagslegum úrbótum eða með
auknum kaupmætti launa. Þess vegna
beitti núverandi rikisstjórn sér fyrir þvi
að breyta skattalögunum á þann veg að
þeir sem hafa miðlungstekjur og þaðan af
lægri munu lækka i sköttum vegna þess að
svonefndir persónuskattar eru felldir
niður. Það sést bezt hversu þýðingarmikil
niðurfelling persónuskattanna er fyrir
almenning ef haft er i huga að meira en
helmingur skattgreiðenda hafði 300 þús-
und krónur eða lægra á siðasta ári.Sér-
staklega þessu lágtekjufólki kemur niður-
felling persónuskattanna til góða. í þessu
sambandi má og benda á að allir persónu-
skattarnir á þessu ári hefðu numið að
óbreyttu yfir 1200 miljónum króna. Álagn-
ing persónuskatta hefði numið um 22 þús-
und krónum á hver skattskyld hjón og 16
þúsund á einstakling. Hjón með tvö börn
eldri en 16 ára i skóla hefðu þannig þurft
að greiða yfir 50 þúsund krónur i persónu-
skattana eina. En nú hafa þeir verið
afnumdir. Þegar skattgreiðendur bera
saman skatta sina i ár og i fyrra, verða
þeir i fyrsta lagi að taka tillit til tekna-
breytinga og i öðru lagi að taka tillit til
þess að nefskattarnir hafa verið felldir
niður. Þannig eru skattarnir sambærilegir
milli ára — og sá samanburður er núver-
andi skattakerfi i flestum tilfellum hag-
stæður.
Enda hefur skattakerfið i heild ekki
verið gagnrýnt nema i tveimur veigamikl-
um atriðum. í fyrsta lagi hefur það verið
gagnrýnt að enn sleppi stóreigna- og stór-
tekjumenn allt of vel. Fjármálaráðherra
hefur gert ráðstafanir til þess að efla
skattalögregluna og hann hefur lýst þvi
yfir i blaðaviðtölum að koma verði i veg
fyrir að einstaka menn geti „hagrætt”
framtölum sinum eins og það er stundum
kallað. Þessum yfirlýsingum fagnar Þjóð-
viljinn einlæglega. í öðru lagi hefur það
svo verið gagnrýnt að ákveðinn hluti aldr-
aðra — minni hluti- hafi nú fengið allháa
skatta, en samanburður á sköttum aldr-
aðra almennt og afkomu þeirra er þó
vafalaust hagstæður núverandi rikis-
stjórn. Þrátt fyrir það hefur rikisstjórnin
ákveðið að laga skattakerfið strax öldr-
uðum i vil, og er gert ráð fyrir tilkynn-
ingum um þær lagfæringar á næstunni.
Þannig tekur núverandi rikisstjórn fullt
tillit til réttmætrar gagnrýni; stjórnarvöld
í dag lita ekki hrokafullum augum niður á
almenning i landinu eins og fyrri stjórnar-
völd. Núverandi stjórnarvöld munu ekki
breyta skattaálögum með tilliti til aldr-
aðra vegna þeirra krókódilstára sem falla
á filabeinsborðin á skrifstofum Morgun-
blaðsins. Þeim álögum verður breytt
vegna þess að eðlileg gagnrýni hefur
komið fram frá almenningi meðal annars
i stjórnarblöðunum sjálfum, til dæmis i
lesendabréfum hér i Þjóðviljanum.
Þjóðviljinn fagnar þvi að fyrirhuguð er
breyting á skattaálögum á aldraða. Sú
breyting þarf að vera myndarleg, en siðan
verður endurskoðun alls skattakerfisins
að halda áfram.
Réttarhöld i Tékhóslóvakiu:
Ótti við nýja andstöðu
hreyfingu?
Þrátt fyrir loforð Husáks hafa rúmlega 30 stjórn-
arandstæðingar verið dæmdir til fangelsisvistar á
nokkrum dögum. Hér segir nokkuð frá hinum
ákærða, ákæruatriðum og hugsanlegum forsendum
réttarhaldanna.
AF ERLENDUM
VETTVANGI
Sextiu ár
Gustav llusák som hel'ur verif)
lormahur Kommúnistaflokks
Tékkóslóvakíu sióan hann var
,,f;eróur i eólilegt horf’ i april
19f>9. hefur heldur hetur loíaó upp
i ermina á sér. Hann hitti i
febrúar leió aó máli Holand Ler-
oy. frá mióstjórn Kommúnista-
flokks Frakklands og sagói vió
hann: ..Enginn hefur verió hand-
tekinn og d;emdur i Tékkósló-
vakiu l'yrir pólitiskar skoóanir og
aógeróir sem fram komu árin
HlfiHog 19(>9, og til þess mun held-
ur ekki koma".
En þar til i sióustu viku höfóu
lokaóir dómstólar i Hrag og Brno
;i sextán dögum dæmt :il and-
st;eóing Ilusáks, þeirra á meóal
þekkta kommúnista úr Dubeck-
arminum. til alls um sextiu ðra
langelsis. Nýlega hófust áttundu
réttarhöldin i Brno. og er þar
helzti sakborningur Jaroclav
Sabata. fyrrum aóalritari flokks-
deildarinnar iBrno.Von er á enn
fleiri réttarhöldum.
Tvö umslög
Eorsaga margra þessara hand-
takna var handtaka italska
blaóamannsins Valerio Ochetto á
flugvellinum i Frag. Ochetto
hafói meóferóis tvii umslög meó
skjölum. sem birtast áttu á
Italiu. Sá sem hafói látió hann
hafa þessa pappira var Milan
llilbl. fyrrum rektor Elokkshá-
skólans i Erag. fyrrum meólimur
mióstjórnar. fyrrum vinur Hus-
áks og aóalsakborningurinn i sjö-
undu réttarhöldunum i ár.
Um niðurlægingu formannsins
og leikinn með hann
Á ferðum um landiö kemur
glöggt i Ijós hversu mikil niður-
læging forustu Sjálfstæöisflokks-
ins er. Hvar sem menn eru teknir
tali og rætt um stjórnmál. kemur
i ljós, að fólki finnst ömurlegt að
formaður Sjáfstæðisflokksins
skuli láta aóra um að ráöa ferð-
inni i flestum málum. Harkalega
hefur formaöurinn verið leikinn
og auðvitað helzt af þeim mann-
inum sem til þess var líklegastur,
Gunnari Thoroddsen.
Auövitað veldur geðleysi for-
mannsins áhyggjum. Hrakfarir
hans eru hörmulegar, enda vita
allir aö hann er veikur fyrir
Gunnari. Geir hefur að visu verið
settur til höfuös formanninum og
af reynslunni trúa menn þvi vart
aö Jóhann muni hafa geð i sér til
þess aö taka þátt i þeirri ósvinnu
aö bregðast Geir Hallgrimssyni.
sem hefur vel efni á þvi að verða
reiður oftar.
— Heimildin fyrir ofanrituöu er
Keykjavikurbréf Morgunblaðsins
sunnudaginn 6. ágúst. 8. -10.
dálkur. Þar birtast kaflarnir
..Niðurlæging Eramsóknar" og
..Leikurinn með utanrikisráð-
herra". Lesendur vita um efni
þessara kafla eftir fyrirsögn-
unum — en innihald þeirra á sér
grundvöll og baksvið i innan-
flokksátökunum i Sjálfstæðis-
flokknum. Fjalar.
Ochetto var látinn laus i feb-
rúar, en meðan hann sat inni
hafði lögreglan handtekið um það
bil 150 menn, þeirra á meðal
Milan Híibl. Meðal þeirra sem
voru handteknir voru Karel
Kyncl. áður starfsmaður út-
varpsins, sagnfræðingurinn
Kasel Bartosek, áður ráðunautur
Smrkovskys. fyrrum þingforseta
og blaðamennirnir Jiri Hochman
og Vladimir Nepras, sem báðir
skrifuðu fyrir hið djarfmælta og
gagnrýna blað Reporter.
Þeir fyrstu þrettán komu fyrir
rétt i þrem áföngum, meðal
þeirra dr. Jan Tesar. sérfræð-
ingur i hernaðarsögu, dr. Rudolf
Battek félagsfræðingur og Jiri
Möller, áður einn af foringjum
stúdenta.
Tesar gekk i réttarsalinn bros-
andi og heilsaði með krepptum
hnefa (Rot front kveðjan frá
millistriðsárunum t. MUller og
Battek voru ákærðir fyrir að hafa
sett saman ólögleg ávörp ti!
almennings. Og þeir höfðu i raun
og veru minnt samborgara sina á
það i flugritumi nóvember i fyrra,
að þeir hefðu stjórnarskrárbund-
inn rétt til þess aö taka ekki þátt i
þeim kosningum sem þá varefnt
til.
Þann 25. júli da'mdi dómstóll i
Hrag prestinn Dus. sem tilheyrir
svonefndum Bæheimsbræðrum
lyrir ..undirróður gegn rikinu" og
Hejdanek. kristinn heimspeking,
fyrir að ..hvetja til undirróðurs".
Um sama leyti fór fram i Brno
réttarhöld gegn sex mönnum sem
áttu að hafa stofnað árið 1970
ólöglegan hóp með það fyrir
augum að steypa lýðveldinu.
Þann 27. júli voru synir Sabata,
Jan og Václav, dæmdir. Þeir og
lelagar þeirra höfðu einnig dreift
„flugritum f jandsamlegum
rikinu".
Næstliðinn mánudag hófust svo
loks réttarhöld gegn hinum
Gustav Ilusak: Þið getið ekki
steypt mér eins og þið steyptuð
Novotný...
Ilochman: lleilsað með Rot front
þekktustu þessara óhlýðnu borg-
ara — Höbl. Kyncl og Bartosek.
Meðal þess. sem Híibl er einkum
ákærður fyrir. er starf fyrir ólög-
legt blað sem heitir ..Pólitiskt
mánaðarrit" og svo sambönd við
Kommúnistaflokk Italiu.
Afstaða til leiðtoga
i byrjun siðasta áratugs hafði
Milan Hubl beitt sér fyrir þvi að
Gustav Husák fengi uppreisn
æru. en hann hafði á sinum tima
verið dæmdur i ævilangt fangelsi
fyrir „slóvakiska borgaralega
Framhald á bls. 11.