Þjóðviljinn - 10.08.1972, Síða 5

Þjóðviljinn - 10.08.1972, Síða 5
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5. Fimmtudagur 10. ágúst 1972 Fréttir af fiskveiðum og fiskvinnslu erlendis fiskimál ^eftir Jóhann J. E. Kúld^ Neðansjávarútvarp við fiskveiðar Ný-Sjálendingar eru ekki mikil fiskveiðiþjóð, og aðeins fáar dýrar fisktegundir, svo sem hum- ar, krabbi og túnfiskur hafa verið nýttar þar á miðum fram að þessu af landsmönnum sjálfum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir þá hafa ný-sjálenzkir fiskimenn tekið nýlega i þjónustu sina al- gjörlega nýja og áður óþekkta tækni við túnfiskveiðar. Þessi nýja tækni er i þvi fólgin, að þeim heí'ur tekizt að taka upp á segul- band hljóð þau sem túnfiskurinn gefur frá sér neðansjávar, þar sem hann kemst i æti. Túnfiskveiðiskip notar svo hljóðupptökuna á eftirfarandi hátt, þar sem túnfisks verður vart á miðum; Settur erá flot Iéttbátur frá veiðiskipinu, búinn tæki sem endurvarpar hljóðupptöku tún- fiskanna gegnum hátalara sem sökkt er niður i hafið. Tún- fiskurinn rennur á hljóðiö og myndar torfu eins og um mikinn ætisblett i hafinu væri að ræða. Þegar hér er komið sögu, þá fer veiðiskipið af stað og umhringar torfuna. en túnfiskurinn biður ró- legur á blettinum og áttar sig ekki á þessum vélbrögðum mannanna. Rekstur verksmiðjutogara virðist ganga vel Bráðlega kemur á markað i Bretlandi nýtt vörumerki á frosn- um fiskflökum, sem ber heitið ..Seafridge". Þetta vörumerki var nýlega skrásett af Brekkes/Seafridge Ltd. sem er eins konar systurfélag Newington Trawlers of Hull. En það félag hefur nýlega gengiö til samvinnu við norsku verksmiðjutogaraút- gerðina Gadus AS i Haugasundi og kanadiska félagið Mapleship Ltd. Fyrsti verksmiðjutogari þessarar samsteypu, algjörlega nýtt skip, smtðað hjá A.M. Liaaen AS i Álasundi, er nú kominn út i fyrstu veiðiferðina og ber það nafnið Seafridge Osprey. Skipið fór á miðin i vor og áætlun skips- ráðenda er sú, að losa farm af frosnum flökum einhverntima i ágústmánuði i Hull. Annar verksmiðjutogarinn i röðinni átti að sjósetjast nú i júli- mánuöi. Þriðja verksmiöjutogara þessarar samsteypu á svo að hleypa af stokkunum i janúar n.k. Þetta eru allt skip smiðuð eftir sömu teikningu, hjá A.M. Liaaen AS i Álasundi. Sagt er, að allir þessir þrir verksmiðjutogarar séu eign hins norska og hins kanadiska félags og hafi verið meiningin i upphafi að þeir yrðu gerðir út frá Noregi, en þar sem ekki náðust samningar við norsk yfirvöld, sem eigendur töldu við- unandi, þá var tekin upp sam- vinna við hið brezka útgerðar- félag og sigla skipin undir brezku flaggi. Þess má geta að norska út- gerðarfélagiö Gadus AS á og rek- ur tvo verksmiðjutogara frá Noregi, sem vinna fiskinn um borð i blokk, sem siðan hefur verið söguð niður i neytendaum- búðir hjá frystifyrirtækinu Iglo i Haugasundi. En hjá þvi fyrirtæki hafa að jafnaði unnið um fjörutiu manns, sem breyta blokkunum sem hinir tveir verksmiðju- togarar Gadusútgerðarinnar koma með að landi. i verðmeiri framleiðslu. Fmdus notar kassa undir allan fisk Ég var spurður að þvi nýlega af málsmetandi manni i sjávarút- vegsmálum, hvort það væri rétt, að hið mikla fiskiðjuver sem Findus rekur i Hammerfest i Noregi, væri hætt að nota kassa til geymslu á tsvörðum fiski um borð i skuttogurum sinum. Ég gat frætt þennan mann á þvi, að þetta er ekki rétt og hefur við engin rök að styðjast. Þessu til staðfestingar get ég upplýst, að nýjasti Findustogarinn sem af- hentur var fyrirtækinu i s.l. júni- mánuði frá skipasmiðastöð i Kristianssundi hann var með inn- réttaða fiskilest fyrir kassa, sem raðaö er á uppskipunarfleka um leiö og fiskur er isaður i kassana. Ég tel rétt að þetta komi fram, þvi fleiri hafa spurt mig þessarar sömu spurningar. Þá er einnig rétt að það komi fram, að það er reglugerðarákvæði i Noregi, að fiskur skuli geymdur isvarinn i kössum i fiskilest veiðiskipa meðan á veiðiferð stendur og skipast upp i kössum sem settir eru inn i kældar geymslur og þannig biða vinnslunnar. Findus-iðjuverið i Hammerfest var eitt af fyrstu fyrirtækjunum i Noregi sem byrjaði aö geyma isvarinn fisk i kössum, bæði um borð i skipunum og eins i landi, áður en þessi geymsluaðferð var lögleidd i Noregi, svo þetta fyrir- tæki hefur langa reynslu að baki i þessum efnum. Fiskafurðaútflutningur Norðmanna 1972 Samkvæmt norskum toll- skýrslum var fiskafurðaút- flutningur frá 1. janúar til 17. júni i ár þessi, á eftirtöldum sjávar- afurðum: Hraðfryst fiskflök, ýmsar tegundir 44,627 tonn Heilfrystur fiskur, ýmsar tegundir 8,520 tonn Óverkaður saltfiskur (þorsk- ur) 28,581 tonn Fullverkaður saltfiskur, ýmsar tegundir 25,691 tonn Skreið, ýmsar tegundir 3,880 tonn Niðursoðnar og niöurlagðar fisk- afurðir 12,494 tonn Þegar athuguð eru markaðs- löndin þá kemur þetta i ljós: Bandarikin kaupa langstærsta hluta fiskflakanna, þar næst kem- ur Bretland og Norður-trland, þriðja markaðslandið í röðinni er Sviþjóð og hið fjórða Finnland. En fimmtán lönd eru skráð sem kaupendur norskra hraðfrystra fiskflaka. Stærstu kaupendur heilfrosins fisks eru Vestúr-Þýzkaland og Japan, en ellefu lönd eru skráð sem kaupendur að þeirri vöru- tegund. Stærstu kaupendur óverkaðs saltfisks eru: Spánn, Frakkland og ttalia, en alls eru markaðslöndin tiu. Stærsti kaup- andi að fullverkuðum norskum saltfiski er Brasilia, næst koma svo Portúgal, Jamaica, Dominiknska lýðveldið, og Portúgalska vestur Afrika, en alls eru átján lönd skráð, sem kaupa fullverkaðan saltfisk frá Noregi. Stærsti kaupandi norskrar skreiðar er ttalia, en annars dreifist skreiðarút- flutningurinn á tólf lönd. Framhald á bls. 11. Kaupfélag Eyfirðinga býður upp á alhliða þjónustu. Það er því ekki nauðsynlegt að íþyngja sér með of miklum farangri i sumarleyfisferð til Akureyrar. Hinar ýmsu við- skiptadeildir KEA sjá yður jöfnum höndum fyrir öllu, sem viðkemur ferðalögum, hvort sem um er að ræða útivist og tjaldbúðalíf, eða húsnæði og fæði í bænum. í öllum bæjarhverfum finnið þér kjörbúðir vorar, sem fúslega aðstoða yður við val lystugra og nærandi matvæla í nest- ið. Og mörgum þykir handhægt og gott að fá sér heitan mat á Matstofu KEA og nýlagaðan kaffisopa. Þeir, sem hærri kröfur gera, kjósa að búa á Hótel KEA og neyta þar veizlumatar að eigin vali. Kaupfélag Eyfirðinga óskar yður góðs og endurnærandi sumarleyfis og vill með þjónustu sinni stuðla að þv(, að svo megi verða. KAUPFELAG EYFIRÐINGA AKUREYRI AÐALSKRIFSTOFA: HAFNARSTRÆTI 91-93 - SlMI (96)21400 (SAMBAND VID ALLAR DEILDIR) Sumarleyfi eru hverjum manni nauðsynleg tilbreyting frá önn og áhyggjum. Það er því mikilvægt, að þau verði fólki til sem mestrar ánægju og hressingar. Fá héruð eru veðursælli en Eyjafjörður. Fleisuleg bænda- býli vekja ferðamanninum nýja trú á glæsta framtíð ís- lands. Akureyri er hin sjálfkjörna bækistöð gesta héraðsins, og hefur upp á flest það að bjóða, sem hugurinn girnist.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.