Þjóðviljinn - 10.08.1972, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 10.08.1972, Qupperneq 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. ágúst 1972 26 EVA RAAAM: AAANNFALL OG AAEYJAVAL kynningu um að allt vatn yrði að sjöða fyrir neyzlu, þar til málið hefði verið athugað nánar. En undarlegt var þetta, hafði Vest- enberg læknir sagt. Að visu hafði ekki alltof mikið verið gert af þvi að senda inn sýnishorn frá þess- um vantsbólum, — þaö var svo sem nóg annað að gera! — en það var staðreynd að ööru hverju höfðu sýnishorn verið tekin án þess að hægt væri að sýna fram á þarmabakteriur eða önnur mein- dýr, hvað þá hvali eða sæslöngur. — Mjög hentugt, virðist mér, sagði bilasmiðurinn ólundarlega við eiginkonu sina eitt kvöldið þegar þau voru að fara i háttinn. — Ef ég þekkti þig ekki svona vel og vissi að slikt myndirðu aidrei gera, hefði mér jafnvel dottið i hug að þú hefðir samið við ein- hvern um að la'ma skitaskólp i vatnsbólin þarna upplrá. En það myndirðu aldrei gera, Gunda, er það? Gunda burstaði hárið með ró- legum strokum. Ég? Hvernig getur þér dottið það i hug? Eg veit ekki hvað ég á að halda! Farðu i hrein náttlöt.þau eru i kommóðuskúffunni. Ilún mjakaði sér úr fötunum og i stutlan og dálitið krypplaðan náttkjól. berfætt og með slegið hár sýndist hún svo ung og sak- laus og indæl, að Hermann varð að kyngja bitur i bragði. Þegar hún var sezt upp i rúmið, leit hún á hann alvarlegum svip: Hefði ég ekki þekkt þig svona vel og vitað að slikt mynd- irðu aldrei gera, hefði ég getað haldið að þú stæðir persónulega á bakvið sumt af þessum kjaftasög- um. En þú myndir aldrei leggja þig niður við slikt, er það, Her- mann? Ilermann roðnaði. Ég er sammála stjórnar- andstæðingum um það, aö vinstri stjórnin hafi staðið sig slælega i skattamálum. Þvert á öll loforð og fyrir- heit. Þvert á einlæga ósk flestra landsmanna, sem horft hafa á óréttlætið magnast með hverju árinu undir ,,viðreisn", bera peningamenn þjóðfélags- ins vinnukonugjöld, enn einu sinni. Eina huggunin er sú, að stjórnin hefur heitið áfram- haldandi lagfæringum áskatta lögunum, og þá verða athuga- semdir Moggans um „breiðu bökin” vonandi teknar til greina. Kannske að við eigum eftir að upplifa það, að þeir, sem örlátastir eru i kosningasjóði ihaldssins, verði látnir beina 'örlæti sinu i aðra sjóði og þarfari. — Hvernig getur þér dottið það i hug? Þau horfðu hvort á annað stundarkorn og Gunda brosti i til- raunaskyni. En Hermann beit saman vörunum og steig upp i rúmið, þungur á brún. Þar sneri hann baki við henni og greip bók um sigurgöngu sósialismans sem lá á náttborðinu. Gunda andvarp- aði og bjóst tii að sofna. En Her- mann lá kyrr og staröi á bókina án þess að lesa eitt einasta orð og það var ljótur vafi i hjarta hans. Hafði hún gert það eða hafði hún ekki gert það? Hánn óttaðist að hann fengi aldrei svar við þeirri spurningu. Eftir hneykslið i norðurbæ fór Gallupkönnunin hans Bangs rit- stjóra að haga sér óskemmtilega enn á ný, rétt eins og hitalinurit hjá sjúklingi með alvarlegan sjúkdóm á hættulegasta stigi. Prósentusúlurnar hækkuðu geig- vænlega, bæði hjá körlum og kon- um sem gætu hugsað ser að greiöa Káta kvennaflokknum at- kvæöi. Og einn af siðustu dögun- um íyrir kosningarnar stigu þær himinhátt; það var þegar Liva Torén hélt ra'ðu á torginu með splunkunýja, eirrauða hárkollu. Hún stóð á smjörlikiskassa, sem hún haföi haft.með sér, og talaði af eldmóði um óstjórn karlmann- anna. Llmhverfis hana stóðu kyn- systur hennar og klöppuðu af hrifningu og fólk flykktist að þetta kyrrláta septemberkvöld. ()g Liva Torén fletti ofan af ýmsu! Hún talaði um alla skatt- svikarana meðal máttarstólpa ba-jarins — einn þeirra sat meira að segja i bæjarstjórn og lagði byrðar á aðra, og svo var ætlazt til þess að almenningur bæri virð- ingu fyrir þessum mönnum. — Ætli ég þekki þá ekki, hróp- aði Liva, — 6g veit hvað þeir eiga til og hvaða smáupphæðir þeir greiða til bæjarfélagsins! Er ég kannski ekki gift bankastjóra — sem er bundinn þagnarskyldu? Að þessu bitra háði hlógu kon- urnar dátt,og Liva hélt áfram ó- trauð: Hvað hafa karlmennirnir fram yfir okkur? Vit og skyn- semi? Við höfum hvort tveggja. Og við höfum lika vilja og hæfi- leika til að koma lagi a ringul- reiðina. Karlmennirnir geta það ekki. þeir eru þrælbundnir af til- litssemi hver við annan. Þeir þora ekki að afhjúpa hver annan eða kjósa hver gegn öðrum. þvi að þá eiga þéir á hættu hindranir við næstu krossgötur! Nei, kjósið Káta kvennaflokkinn i Totta. Við horfum ferskum augum á þjóðfé- lagið, við bindum enda á skatt- svikin; við framkvæmum mikil- væg mál og óttumst hvorki hægri né vinstri. Já, góðir tilheyrendur sagði Liva að lokum með glóð i röddinni. — treystið konunni! Gefið Adam frf— og leyfið Evu að komast að! Loks rann kosningadagurinn upp, léttskýjaður haustdagur með mistur i lofti og vott affrosti. Á Tottafirðinum mátti i morguns- árið sjá örþunna ishimnu, en hún eyddist um leið og sólin fór að skfna að gagni. 011 lauftré höföu iklæðzt hátiðaskrúði i tilefni dagsins og á Grænavangi breiddi grasið ur sér, hvanngrænt og ferskt eftir fyrstu frostnóttina; nú mátti telja dagana þar til það visnaði og dæi. En það var um að gera að nota timann sem eftir var, lifa lifinu meðan hægt var, halda skilnaðarhátið. Það hefði mátt halda að Klikk- uðu Kerlingarnar hugsuðu eins. Kosningadagurinn var að jafnaði virðulegur og friösamlegur dag- ur, þegar Tottabúar gerðu skyldu sina i kjörklefunum i hinum ýmsu kjördeildum. Með hljóðum virðu- leik eins og viö jarðarför var gengið að verki; fólk tók þögult við kjörgögnum og hvislaði nafn sitt i lágum hljóðum að kjör- stjórninni. Náðarsamleg höfuð- beyging formannsins gaf til kynna að heimilt væri að stiga inn i kjörklefann. En i ár! Hvað urðu ekki Totta- búar að þola! Klukkan sjö að morgni, þegar obbinn af Tottabú- um lá i fastasvefni, kvað við söngur og hljóðfærasláttur; það voru tuttugu eða þrjátiu félagar úr Káta Kvennaflokknum sem stikuðu glaðar og morgunhressar um göturnar meö skilti sin og sungu baráttusönginn: HVER ER AÐ KOMA? HVER KEMUR ÞAR? JA HVER KEMUR ÞAR? — Þessar kolvitlausu kerling- ar, svaraði Sivert Kroken sár- gramur bak við gluggatjaldið á Stórgötu 12 og hringdi i númer lögreglunnar. Og Sakariassen lögreglufulltrúi flýtir sér á vettvang og stöðvar gauraganginn með miklum myndugleik: — Vitið þið ekki, konur minar, að allur áróður er harðbannaður á kjördag? Eitt bofs enn og þið lendið i steininum! Svona, hypjið ykkur nú heim og leggið spjöldin frá ykkur; getið þið ekki bakaö kökur eða þvegið þvott eða gert eitthvað annað skikkanlegt? Það er ekki seytjándi maí \ dag, skiljið þið það ekki! — Uss, þetta er ljóta landið sem við lifum, sagði Brita óánægð. — Við megum ekki neitt! Dálitill söngur og hljóðfæraleikur ætti ekki að skaða neinn, eða hvað? — Allur áróður bannaður, eins og ég hef sagt, sagði Sakariassen gallharður. Gunda var föl og tekin i andliti af taugaspennu. Hún ók um á vél- hjólinu og heimsótti listaberana og spurði með titrandi röddu hvort nokkur yfirleitt tæki lista Kvennaflokksins? Þessa stundina fannst henni sem enginn, alls enginn, vildi lita við lista Kvenna- flokksins; allir strunsuöu fram- hjá honum og gáfu atkvæði sitt hinum vanalegu flokkum með giimlu nöfnin, sem höfðu traust- leg karlmannanöfn á listum sin- um en ekki óendanlega röð af kvenkynsorðum. Fyrir utan kjörstaðinn i norður- bæ uppgötvaði hún Lillugullu og Ivar Kroken sem listabera, Lilla- gulla fyrir kvennaflokkinn og Ivar fyrir Verkamannaílokkinn. Þau stóðu þétt saman og horfðust alsæl i augu. og þegar einhver tók lista verkamannaflokksins, sagði Ivar: — Viljið þér ekki heldur lista Kvennaflokksins? Og tæki einhver lista kvenna- flokksins, kvakaði Lillagulla með augun limd á Ivari: — Kjósið Verkamannaflokk- inn! Gunda horfði vanþóknunaraug- um á hinn unga merkisbera sinn, en þegar hún hafði ræst vélina nokkrum sinnum án þess að þau yrðu hennar vör yfirleitt, yppti hún öxlum og hélt sina leið. Hvað sem öllum atkvæðum leið, þá gat hún ekki fengið af sér að eyði- leggja vel heppnað stefnumót. Veslings Lillagulla og veslings Ivar sem fengu ekki að hittast vegna frekjunnar i Sivert Kroken, hugsaði hún með samúð. Lilla- gulla hafði sárbænt um að fá að bera lista i norðurbænum, fyrst Ivar var þar, og nú höfðu þau all- an kosningadaginn til að éta hvort annað með augunum, snerta hvort annað meö höndunum og kyssast i laumi. En þótt Lillagulla brygðist svo hrapallega skyldum sinum, voru aðrir listaberar brennandi i and- anum. Með háar kokkahúfur á höfðunum, semá var letrað Káti Kvennaflokkurinn með eldrauð- um bókstöfum, stóðu þær og ot- uðu seðlum sinum að fólki, glaöar i bragöi og rifu af sér brandar- ana. Þær létu svo sannarlega á sér bera,og það var ómögulegt að loka augunum fyrir þeim. Og til að kóróna allt þetta himdu strák- arnir bilasmiðsins, Arild og Bárð- ur, fyrir utan kjörstaðina, og hvöttu alla til að kjósa Káta Kvennaflokkinn og ,,hana mömmu". Þetta var nú dagur i lagi. FIMMTUDAGUR 10. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forystugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimikl. 7.50 Morgunstund barnannakl. 8.45: Jónina Steinþórsdóttir les „óskadraum Lassa” eftir Onnu-Lisu Almquist (4). Tilkynningar kl 9.30. Létt lög milli liða. Tónleikar kl. 10.25: Triest-trióið leikur Trió i B-dúr fyrir pianó, fiðlu og selló. „Erkihertoga- trióið ” op. 97 eftir Beethov- en. Fréttir kl. 11.00. Tón- leikar: Fílharmóniusveitin i Stokkhólmi leikur Serenötu i F-dúr, op 31 eftir Wilhelm Stenhammar; Rafael Kube- lik stjórnar / Birgit Nilsson syngur fjögur lög eftir Ture Rangström; hljómsveit Rikisóperunnar i Vin leikur með; Bertil Bockstedt stjórnar / Stúdiuhljómsveit- in i Berlin leikur Uppsala- rapsódiu op. 24, eftir Hugo Alfvén, Stig Rybrant stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Á Irivaktinni. Eydis Ey- þórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan; „Loft- vogin fellur” eftir Richard Hughes.Bárður Jakobsson les þýðingu sina. (9). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdcgistónleikar: Gömul tónlist. Ernst Gunt- hert leikur orgelverk eftir Georg Muffat. Jan Tomas- ow leikur á fiðlu og Anton Heiller á sembal Sónötu i D- dúr op. 1 nr. 1 eftir Benetto Marcello. Sönglög eftir John Dowland. I Musici leika Konsertinu nr. 6 i B-dúr eftir Pergolesi. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Heimsmeistara- einvigið i skák. 17.30 Nýþýtt efni: „Æskuár mín” eftir Christy Brown, Þórunn Jónsdóttir þýddi Ragnar Aðalsteinsson les (2). 18.00 Fréttir á cnsku. 18.10 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Þegninn og þjóðfélagið. Ragnar Aðalsteinsson sér um þáttinn. — 19.55 Listaliátið i Reykjavik 1972: Kammertónleikar i Áusturbæjarbiói 11. júni. Flytjendur: Halldór Haralds- son, Ingvar Jónasson, Haf- liöi Hallgrimsson, Jón H. Sigurbjörnsson, Kristján Þ. Stephensen, Gunnar Egil- son, Sigurður Markússon, Stefán Stephensen, Elisabet Erlingsdóttir og Reynir Sig- urðsson. a. Sonorities nr. III fyrir pianó og segulband eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson. b. Dúó fyrir lág- fiðlu og selió eftir Hafliða Hallgrimsson. c. Kvintett eftir Jónas Tómasson. d. Fjórir söngvar eftir Pál P. Pálsson við ljóð eftir Ninu Björk. 20.35 Leikrit: „Þar sem froskarnir fljúga” eftir Helge llagcrup. Þýðandi: Heimir Pálsson. Leikstjóri: Sigmundur örn Arngrims- son. Persónur og leikendur: Hún ...Þuriður Friðjóns- dóttir Hann ...Hákon Waage, 1. áhorfandi ...Inga Þórðardóttir, 2. áhorfandi, Róbert Arnfinnsson, Rödd i sjónvarpi ...Þórhallur Sig- urðsson, Ung stúlka ...Rósa Ingólfsdóttir, Ungur piltur ...Einar Þorbergsson. 21.45 Pistill frá Helsinki: Hugleiðingar um tunguna og fleira. Kristinn Jóhannesson, Sigurður Harðarson og Hrafn Hall- grimsson tóku saman. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Maðurinn, sem breytti um andlit” eftir Marcel Aymé. Karl tsfeld islenzkaði. Kristinn Reyr les (6). 22.35 Stundarbil. Freyr Þór- arinsson kynnir á ný hljóm- sveitina „Mothers of Invention”. 23.10Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Bitur ádeila á „innrætinguna” Leikritiö á fimmtudaginn, Þar sem froskarnir fljúga, eftir Helge Hagerup er bitur ádeila á það sem oft hefur verið kallað „inn- ræting", eða það þegar ein kyn- slóð sættir aðra við ástand, sem henni hefur fundizt óþolandi. Leikritið, sem útvarpið verður undir stjórn Sigmundar Arnar Arngrimssonar, er þýtt af Heimi Pálssyni og upplýsingar, sem hér eru um það og höfundinn, eru eft- ir honum hafðar. Persónur leikritsins eru sjö, en fara — ef svo mætti segja — ham- förum i verkinu. Skipta oft um hlutverk og bregöa sér i alls konar gervi. Væri þvi ekki úr vegi að benda fólki á að hlusta með at- hygli og hafa öll skilningarvit opin. Verkið gefur ekki miklar vonir um betra ástand i þessum málum i framtiðinni, þvi að þaö endar á nákvæmlega sömu orð- unum og það hefst á. Heimir Pálsson þýðandi ieik- ritsins hefur gefið blaöinu þær upplýsingar um höfundinn, að hann sé ungur norskur rithöf- undur, sem hafi samið dálitið af leikritum, en einnig sent frá sér ljóð og annars konar prósa og get- ið sér gott orð i heimalandi sínu. Bróðir hans er einnig orðaður við skáldskap, en móðir þeirra, Inger Hagerup, er mjög þekkt ljóðskáld i gömlum, hefðbundnum stil. RITARASTARF Vér viljum ráða stúlku til bréfaskrifta og annarra vélritunarstarfa. Nokkur málakunnátta og reynsla i starfi æskileg. Upplýsingar gefur Gunnar Grimsson i sima 17080. Starfsmannahald Sambandsins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.