Þjóðviljinn - 18.08.1972, Side 1
DJÚDVIUINN
Föstudagur 18. ágúst — 37. árgangur —183. tölublað
Alþýðubankinn hff
ykkar hagur
okkar metnaöur
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA í KRON
Urskurðurinn
skiptir engu
Stórhugur í Norðfirðingum:
l>etta skip er Slldarvinnslan á NorAfirði að
kaupa frá Noregi. t>að á að heita Börkur.
Þ jóðviljinn sneri sér i gær
til Einars Ágústssonar
"utanrikisráöherra vegna
þessa máls og sagði hann
eitthvað á þessa leið:
— Rikisstjórnin mun halda
fund um málið i fyrramálið. A
þessu stigi málsins get ég látið
koma fram — sem raunar hefur
alltaf verið sagt áður — að við
teljum að Alþjóðadómstóllinn
hafi enga lögsögu i landhelgis-
málinu og þess vegna hafi úr-
skurður hans ekkert að segja.
Við munum þvi halda okkar
stefnu i landhelgismálinu hvað
sem þessum úrskurði liður.
Kaupa 1000 tonna skip til
nóta- og flotvörpuveiða
Norðfirðingar eru nú í
óðaönn að endurnýja fiski-
skipaflota Sildarvinnslunn-
ar. Fyrirum það bil tveim-
ur árum keyptu þeir skut-
togarann Barða, í vetur
undirrituðu þeir kaup-
samninga um stóran skut-
togara frá Japan,og nú ný-
verið gengu forráðamenn
Síldarvinnslunnar frá
kaupum á 1000 tonna skipi
frá Noregi.
Samhliða þessu hafa þeir
selt tvo af 250 tonna bátum
sínum, Barða og Bjart, og
fyrirhugað er að selja þá
tvo sem enn eru eftir af
þessari stærð, Birting og
Börk.
Eins og að ofan segir er nýja
skip Sildarvinnslunnar 1000 tonn
að stærð. Eins og nú standa sakir
er i skipinu sildarverksmiðja,
Skákæði
segir til sín:
Skákæðið sem gengið hefur
yfir island, eftir að HM ein-
vigið hófst, hefur vist ekki
farið framhjá neinum. En það
er ekki vist að menn geri sér
grein fyrir þvi;að þetta er að
verða meira en æði; hér er um
hreinan faraldur að ræða. Nú
er svo komið að töfl eru að
verða uppseld i landinu og
verzlunarstjórar hjá þeim
verzlunum sem selja töfl og
skákklukkur segjaað öðru eins
hafi þeir aldrei kynnzt.
Sigriöur Sigurðardóttir
verzlunarstjóri hjá ritfanga-
verzlun Isafoldar sagði, að töfl
hefðu alltaf selzt vel á Islandi
og að fyrir jólin væri að
jafnaði mikil sala i töflum-,„en
ég hefði aldrei getað imyndað
mér annað eins og gengiö
hefur á i taflsölu undanfarnar
Þær selja mikið af töflum eins og gerist í öllum verzlunum
um þessar mundir. Myndin er tekin í bókabúð Máls og menningar.
Töfl eru að verða
uppseld á Islandi
vikur. Ég pantaði inn i vetur
eða vor það sem ég áleit að
myndi duga fyrir þetta ár og
þá að jólasölu meðtalinni, en
þetta hvarf allt saman eins og
dögg fyrir sólu eftir að ein-
vigið byrjaði. Sem dæmi get
ég sagt þér, að við seldum yfir
150 vasatöfl á einum degi um
daginn og nú er engin leið að
fá vasatöfl lengur”.
— Hvaö eruð þið búin að
selja mörg töfl eftir að ein-
vigið byrjaði?
— Ég veit það ekki
nákvæmlega,en þau eru fleiri
en nokkur getur imyndað
sér.
— Þúsund?
— Miklu meira.
1 bókaverzlun Máls og
menningar sagði verzlunar-
stjórinn Jónsteinn Haralds-
son, að hann hefði ekki trúað
þvi, að hægt væri að selja
annað eins af töflum og
klukkum á tslandi á jafn
skömmum tima og þau hefðu
gert hjá MM undanfarið. ,,0g
þaö merkilega er,” sagði Jón-
steinn ,, að við seljum enn jafn
mikið .og fyrstu dagana eftir
að einvigið hófst. Nei, ég hef
ekki tekið það saman hvað við
erum búin að selja af töflum,
en það er miklu meira en
nokkru sinni áður”.
t Ritfangaverzlun VBK var
okkur sagt aö áður en einvigiö
hófst hefðu þar verið seld
svona 2-3 töfl á viku, en nú
Framhald á 11. siðu.
lestarnar með millidekki, en
ætlunin er að breyta þvi i tank-
skip. Sildarverksmiðjan verður
seld, en hún malar um 100 tonn á
sólarhring.
Skipið er ætlað til nóta- og flot-
vörpuveiði. Lestarnar verða
áfram með millidekki, en þær
verða einangraðar þannig að i
þeim verði unnt að geyma ferska
sild, loðnu og kolmunna.
Skipið er ætlað til loðnuveiða
siðari hluta vetrar; einnig er
hugsanlega hægt að senda það til
sildveiða i Norðursjó, og gæti það
hvort tveggja gert, að geyma
sildina ferska i tönkunum og isað
hana i kassa vegna tviskiptingar
lestanna. Kolmunnaveiðar hafa
litið sem ekki verið stundaðar hér
við land hingað til, en mikiö magn
kolmunna hefur fundizt við
landiö, svo aö Norðfirðingar hafa
fulla ástæðu til að vera bjartsýnir
á, að flotvörpuveiðar á kolmunna
beri góðan árangur.
Aætlað er að breytingum á
skipinu verði lokið um áramótin,
en nú et- verið að vinna að útboði á
þeim breytingum sem gerðar
verða á þvi.
Þetta nýja skip, sem ákveðið er
að skýra Börk, mun bera 1100
tonn. Það er með 1200 hestafla
Vikkman-vél, og þrem ljósavél-
um, hverri 178hestöfl. öll aðstaða
fyrir áhöfn er fyrsta flokks.
Kaupverð skipsins er 69,9
miljónir, en áætlað verð
breytinga er 27 miljónir, og eru
þá meötaldar breytingar sem
geröar verða á lestunum, flot-
vörpuútbúnaður, tromma fyrir
flotvörpu og auka-radar.
,,Við erum að kaupa þetta skip
til að þjóna verksmiöju okkar
hér”, sagði Jóhann K.
Sigurðsson, útgeröarstjóri Sildar-
vinnslunnar, sem gaf okkur allar
upplýsingar um nýja skipið. Enn-
fremur sagði Jóhann;
„Við höfum þurft aö sækja tölu-
vert langt á okkar bátum. Þeir
hafa sótt á mið sem 16-18 tima
stim hefur verið á. Með sliku er-
um við bæöi að skaöa útgerð og
fólkiö. Meö kaupum á þessu skipi,
sem ber 1100 tonn, breytist þessi
aðstaöa öll, og hagnaðurinn er
tvimælalaust fyrir alla aðila.”
Þess má geta i lokin að nýi
togarinn, sem afhentur verður i
Japan um áramótin, á að heita
Bjartur NK 121, svo hinum
happasælu nöfnum, Berki,
Bjarti og Barða, verður öllum við
haldið. —úþ
Einar AgÚRtnon.
Úrskurður
Alþjóða-
dómstólsins
Utanrikisráðuneytinu barst
skeyti i gærmorgun um úr-
skurð Alþjóðadómstólsins,
Þar segir að Alþjóðadómstóll-
inn hafi samþykkt með 14 at-
kvæðum gegn einu að til
bráðabirgða skuli eftirfarandi
úrskurður gilda (lauslega
þýtt):
a) Rikisstjórnir Islands og
Bretlands tryggi að ekkert
veröi gert sem dýpki eða auki
viö þá deilu sem er fyrir rétt-
inum;
b) ekkert verði gertsem skaði
möguleika annars aðilans til
þess að framkvæma þær
ákvarðanir sem kunna aö
veröa teknar;
c) lslendingar framkvæmi
ekki reglugerðina frá 14. júli
1972 gagnvart skipum Breta
sem eru á veiðum utan 12
milna landhelginnar umhverf-
is Islands;
d) tslendingar gripi ekki til
neinna aðgerða gegn skipum
sem skráð eru i Bretlandi,
áhöfnum þeirra eða öðrum
þeim tengdum einstaklingum,
enda þótt stundaöar séu
fiskveiðar við ísland utan 12
milna fiskveiðimarkanna.
e) Bretar tryggi að skip
þeirra veiði ekki meira en 170
þúsund tonn árlega 3 hafinu
umhverfis tsland.
f) Bretar sjái tslendingum
fyrir skrám og upplýsingum
til þess að framkvæma eftirlit
með fiskveiðum á svæðunum
umhverfis tsland.
Hafi rétturinn ekki lagt
fram lokaúrskurð sinn fyrir
15. ágúst 1973, getur hvor aðili
um sig farið fram á breyt-
ingar.
Skilaboð
NEW YORK 17/8. Pierre
Salinger, fyrrum blaðafulltrúi
Kennedys forseta, skýrði frá þvi i
gærkvöld að hann hefði átt við-
ræður við fulltrúa Norður-
Vietnama i Paris i nafni
McGoverns, forsetaefnis
Demókrata.
Hefði hann vitnað til afstöðu
McGoverns til Vietnam-
striðsins, en lagt um leið áherzlu
á að Vietnamir leituðu sem
fastast eftir friöi án þess að biöa
eftir hugsanlegum stjórnarskipt-
um i Bandarikjunum eftir
kosningarnar i haust.