Þjóðviljinn - 18.08.1972, Page 8

Þjóðviljinn - 18.08.1972, Page 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Köstudagur 18. ágúst 1872 EVA RAAAM: AAANNFALL OG AAEYJAVAL — Forseti! sagði Persrud. En nú lét Gunda sér ekki nægja að berja hamrinum i borðið, nú lét hún allan lófann fylgja með. — Kemur ekki til mála. Nú er það ég sem hef orðið. Og svo að við snúum okkur aftur að málinu — sem er alveg komið á kamar- inn — þá ætla ég aö segja öllum þeim, sem eru svo hræddir um að bæjarfélagið hafi ekki efni á að leggja vatn og klóak i norðurbæ- inn, að það er allt saman á hreinu. fcg get lýst þvi yfir undir eins að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár mun Káti kvennaflokk- urinn i Totta beita sér fyrir þvi að áætlun um bilastæði á Græna- vangi verði felld niður, og við það fáum við næga peninga til að sjá norðurbænum fyrir vatni og kló- aki. Og þar með finnst mér að við ættum að binda enda á þessar umræður og snúa okkur að þvi hver á að taka að sér verkið, ef tillagan verður samþykkt. Full- trúarnir geta fengið að lita á til- boðin, en á þeim munar 497,50 krónum. Tilboðshafar eru beðnir að vikja úr salnum meðan á um- ræðum stendur. þar sem þeir hafa ekki atkvæðisrétt i málinu. Vatneog llvistendahl röltu með semingi fram á ganginn, þar sem þeirstóðu og gutu augum hver til annars og nöguðu á sér negl- urnar, meðan raddirnar að innan náðu til þeirra eins og fjarlægar stórskotadrunur. Jens Storhaug hafði lyppazt niður i stólinn eins og eftir rot- högg þegar hann heyrði tiðindin um bilastæðið á Grænavangi, og hann mælti ekki orð af munni það sem el'tir var íundarins. Það var eins og andi hans heföi yfirgefið likamann ogsvifi eirðarlaus um i skelfilegu tómrúmi, meðan likami hans sat eftir eins og eins konar varðmaður. Og umræð- urnar héldu áfram án þátttöku hans. — Tilboð Vatnes er óneitanlega lægra, upplýsti Gunda, —• en á hinn bóginn hefur Hvistendahl lofað framkvæmdum á skemmri tima. Fiskevann ungi fékk orðið og reis á fætur taugaóstyrkur og stakk visifingri inn fyrir flibb- ann. Þetta var jómfrúræða hans i bæjarstjórn, og þetta var stærsta stundin i lifi hans til þessa, eld- raun og takmark. — Tja, ég er ekki sérlega þjálf- aður i þessum hlutum i saman- burði við aðra hér inni, byrjaði hann og brosti afsakandi til hægri og vinstri — en mér finnst rétt aö þeir yngri láti lika til sin heyra. Mér hefur skilizt að það muni allt að 500 krónum á tilboði Vatnes og Hvistendahls. Ég vil leggja til að lægra tilboöinu verði tekið, en það hefur Vatnes pipulagningameist- ari lagt fram. Fimm hundruð krónur eru lika peningar, og það er ástæðulaust að sóa fimm hundruð krónum að óþörfu: kapitalistar hafa kannski efni á þvi, en ekki við verkafólkið. Hann þagnaði andartak og horfði fram fyrir sig fjarrænum augum eins og hann væri að reyna að muna hvað hann hefði átt að segja. — Fimm hundruð krónur eru miklir peningar i augum margra félaga okkar: hugsið bara til þreyttra og útslitinna sjó- mannanna langt fyrir norðan og kotbænda um allar jarðir. Enda- þótt stjórnin geri það sem i henn- ar valdi stendur til að bæta hag þeirra á allra handa máta, þá er erfitt að bæta fyrir óstjórnina á fjórða áratugnum og — Ein minúta er liðin, sagði Gunda. Fiskevann ungi hneig þreytu- lega niður á stólinn og skotraði augunum til flokksbræðra sinna eins og hann vildi spurja hvernig hann hel'ði staðið sig. Hafði hann túlkað mál sitt sómasamlega? Þeir kinkuðu til hans kolli og brostu, já, þetta hafði vist bjarg- azt alll saman. Hann hallaði sér feginsamlega aftur á bak i slólinn, nú gat honum svo sem staðið á sama hvernig allt fór. — l>á er röðin komin að Kjemperud kaupmanni, tilkynnti Gunda. Meðan Kjepmerud mælti með tilboðillvistendahls — (497,50 var svo sem engin fjárhæð, sagði hann, það er útsöluverðið á svo sem 70 kiloum af þorskhrognum ) - sat Gunda og nagaði blýantinn og hugsaði baki brotnu. Hún varð að komast heim sem allra fyrst, hamingjan mátti vita hvað strák- arnir voru að bauka, og hún var búin að taka það i sig að kamra- málið i norðurbænum yrði leyst i dag. Það l'lögraði ekki að henni að fresta málinu; hún þoldi ekki taf- ir, allur seinagangur fór i taug- arnar á hcnni, hún fékk kláða og hjartslátt og hitakóf.Og iþessari pressu bár heilastarfsemi Gundu nokkurn árangur; hún notfærði sér reynslu sina frá dælunni, þar sem hún setti upp sundurliðaða reikninga. (An 20 litrar bensin, an 1 litri olia og þar fram eftir götun- um). Þetta kerfi heimfærði hún af miklum klókindum upp á kamr- ana i norðurbæ og þegar minúta var liðin. stöðvaði hún kaup- manninn og sagði um leið og hún heiðraði Henriksen bæjarfulltrúa litið eitt af hjartagæzku sinni: — Eins og Henriksen sagði réttilega hérna áðan, þá eru tvær hliðar á þessu máli. Já, þær eru ekki aðeins tvær, heldur þrjár. t fyrsta lagi sú hvort norðurbær eigi að fá vatn og klóak eða ekki. t öðru lagi hvort Vatne pípulagn- ingameistari eigi að fá djobbið eða ekki og i þriðja lagi hvort Hvistendahl pipulagninga- meistari eigi að fá djobbið eða ekki. Nú legg ég til að við hættum þessum umræðum og göngum til atkvæða. Við greiðum atkvæði um hvert atriði fyrir sig. Jæja þá: Á norðurbærinn aö fá vatn og klóak eða ekki? Þeir sem eru með þvi, sitja kyrrir, hinir rétta upp hönd. Greiðið nú atkvæði. Karlmennirnir hristu höfuðin með vanþókun; þessi æðibunu- gangur eyðilagði alveg and- rúmsloftið i bæjarþingsalnum. En þeir sátu kyrrir næstum allir, þvi að þeir vissu að meirihluti Gundu myndi ráða úrslitum og þeir gætu eins greitt atkvæði með þess vegna. Seinna væri hægt að segja; við höfum alltaf greitt at- kvæði með vatni og klóaki i norð- urbæinn, og viö höfum verið þessu fylgjandi allt frá upphafi, viðviljum alltaf framfarir, það er alkunna, litið bara á fundargerð- irnar. Persrud einn rétti hetju- lega upp hönd og sýndi með þvi að hann væri maður fyrir sinn hatt, stæði einn gegn öllum, og ef norð- urbærinn fengi klóak, þá yrði það yfir likið af honum. Nú barði Gunda með hamrinum i borðið og tilkynnti að það hefði verið samþykkt með öllum at- kvæðum gegn einu að leggja vatn og klóak i norðurbæinn. — Og nú greiðum við atkvæði um það hvort Vatne pipulagninga meistari á að fá djobbið og siðan um Hvistendahl — — F’orseti! — Gerið svo vel, frú Hammer- heim! — Ég legg til að við kjósum milli þeirra i einu lagi. — Þaö var og, sagði Gunda. — Alveg eins og þér viljið. Biðið að- eins andartak, ég þarf að skreppa fram og sækja vasaklút. Hún flýtti sér út i ganginn og sótti bæjarmálabókina i skjóðu sina. Hún var svört og sótug eftir dvölina i kokshlaðanum. Hún fletti upp kosningum, las i skyndi nokkra kafla og þaut aftur inn. — Já, við kjósum þá i milli þeirra. Þeir sem greiða Vatne at- kvæði sitja kyrrir, þeir sem kjósa Hvistendahl rétta upp hönd. Nú kjósum við. Útkoman voru ellefu atvkæði á Hvistendahl og ellefu á Vatne, meðan tilboðshafarnir tveir stóðu frammi á gangi og voru ógildir. Persrud hafði laumazt burt af fundi. — Við skulum endurtaka kosn- inguna, sagði Gunda. Endurkosningin gaf sama árangur. — Hamingjan sanna, þú talar eins og þú hafir verið forseti i mörg ár, hvíslaði Brita hrifin. — Ein hvað eigum við nú að gera, Gunda? Ekki geta báðir fengið verkið! Gunda horfði ihugandi á hana. — Ekki það? Hún rýndi stundarkorn i tilboð- in, siðan barði hún hamrinum i borðið. — t þessu máli virðist ekki vera neitt annaðhvort eða, heldur bæði og. Varaforsetinn og ég höf- um komizt að þeirri niðurstöðu el'tir nákvæma yfirvegun og at- hugun á gögnum, að ekkert mæli á móti þvi að skipta verkinu og láta Hvistendahl og Vatne fá sinn hvorn hlutann. Á þann hátt geng- ur verkið helmingi fljótar og það kostar okkur það sama. Ég legg til að við skiptum upp verkinu og deilum þvi milli Vatne og Hvistendahls. Nokkur á móti? Jens Storhaug vaknaði að nokkru til lifsins og opnaði munn- inn til að andmæla þessari ósæmilegu tillögu, en áður en hann gat komið upp hljóði, barði Gunda hamrinum i borðið: — Samþykkt samhljóða! Storhaug lokaði munninum aftur i uppgjöf. — Og svo slúttum við þessu i dag, sagði Gunda. — Við höfum vist öll nóg að gera heima lika, mætti segja mér. Jæja, þökk fyrir i dag og hittumst heil aftur. Fundi er slitið! XVIII Marz byrjaði og endaði, en Totta stóð enn þrátt fyrir manna- skiptin i bæjarstjórninni. Engir ógnvekjandi viðburðir höfðu átt sér stað; þvert á móti fannst hin- um almenna borgara sem full- ástæða væri til að gleðjast yfir gangi mála. Ýmsar umbætur höfðu þegar átt sér stað og frá þeim var sagt i bæjarmáladálk- um Tottatiðinda. Það varrétteins og nýji forsetinn fylgdi hverju at- riði i stefnuskrá kvennaflokksins með fingrinum og krossaði við jafnóðum og hún kæmi einhverju i verk. Þannig var þvi komið i kring að tæma ruslatunnurnar tvisvar i viku og sett var á stofn nefnd til að undirbúa skipti á gömlu tunnunum fyrir nýtizku- legri sorpilát. Tvö veitinghús i Totta fengu leyfi til að selja sterkt öl; Sererinsen garðyrkjumaður var að skipuleggja skreytingu á torginu; nefnd hafði verið sett á stofn til að athuga möguleikana á fleiri leikvöllum fyrir litlu börnin, Húsbyggjendur — Verktakar Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina. Stálborgh.f. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480. FÖSTUDAGUR 18. ágúst 1972 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðjón Sveinsson les framhald sögu sinnar um ,,Gussa á Hamri” (3). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Tónleikar kl. 10.25: Jacques Abram og hljómsveitin Fiharmónia i Lundúnum leika Páinókon- sert nr. 1. i D-dúr op. 13 eftir Benjamin Britten: Herbert Menges stjórnar. Fréttir kl. 11.00. Hússnesk tónlist: Susse Romande hljóm- sveitin leikur Prelúdiu og Dans persnesku þrælanna eftir Mússorgský: Ernest Ansermet stj. / Boris Christoff syngur nokkur lög eftir Glinka/Hljómsveitin Fiharmónia leikur „Francesca da Rimini”, hljómsveitarfantasiu op. 32 eftir Tsjaikovský: Carlo Maria Giulini stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Síðdegissagan: „Þrútið loft” eftir P.G. Wodehouse Jón Aðils leikari les (5). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: Bandarisk tónlistColumbiu- hljómsveitin leikur ,,E1 Salón México”, hljóm- sveitarverk eftir Aaron Copland: Leonard Bern- stein stj. Hátiðarhljóm- sveitin i Lundúnum leikur „Grand Canyon” eftir Ferdé Grofé: Stanley Black stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Ferðabókarlestur: Frá c y ð i m ö r k u m M i ð - A s í u Rannveig Tómasdóttir les úr bók sinni „Andlit Asiu”. 18.00 Fréttir á cnsku 18.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill 19.45 Við bókaskápinn Jónas Sigurðsson skólastjóri talar. 20.00 Éinsöngur: Leonie Rysanek syngur óperuariur eftir Giordano, Mascagni, Puccini o.fl. 20.30 Mál til meðferðar Arni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 21.00 Strengjakvartett i C-dúr op. 59 nr. 3 eftir Beethoven Amadeuskvartettinn leikur. 21.30 Útvarpssagan: „Dala- líf" eftir Guðrúnu frá Lundi Valdimar Lárusson les (12). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Maðurinn, sem breytti utn andlit’’ eftir Marcel AyméKristinn Reyr les (11). 22.35 Danslög i 300 ár Jón Gröndal kynnir. 23.05 Á tólfta timanum Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 18. ágúst. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Gömlu skipin Mynd frá danska sjónvarpinu um varðveizlu og endursmíð gamalla tréskipa. Sýnd eru skip ýmissa tegunda og rætt við skipasmiðinn, sem haft hefur forgöngu um að bjarga þessum minjum gamalla tima frá glötun. (Nordvision —Danska sjón- varpið) Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 20.55 Einleikur i sjónvarpssal Rögnvaldur Sigurjónsson leikur á pianó verk eftir Hummel, Schumann, Chop- in og Prókoffieff. 21.20 Ironside Mcrktur fyrir morð Þýðandi Sigriður Ragnarsdóttir. 22.10 Erlend málefni Um- sjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.40 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák Umsjónar- maður Friðrik Ölafsson. 23.00 Dagskrárlok Kúlulegasalan h.f. er flutt úr Garðastræti 2 að Suðurlandsbraut 20 , Simar óbreyttir: Verzlunin 13991 og 38650. Skrifstofan 22755. Verzlunin verður opin mánudaga til föstu- daga kl. 8 til 6, laugardaga 10 til 12. Næg bilastæði og greið aðkeyrsla. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. LJÖSASTILLINGAR HJÓLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR Látiö stilla i tíma. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.