Þjóðviljinn - 18.08.1972, Side 11
Föstudagur 18. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11.
sumar þó að rysjótt tið hamlaði
nokkuð, en varðsk. Albert er sem
kunnugt er litið skip með tak-
markað úthald.
Starfið gat ekki haldið áfram
lengur i sumar þar sem Albert
verður að vera til taks vegna
landhelgisgæzlunnar, en vonazt
er til að rannsóknarstarfið geti
haldið áfram að ári.
Kópavogur
Höfum opnað aftur gæzluvellina við
Hábraut og Hliðargarð, eftir gagngerðar
breytingar.
Félagsmálaráð.
Rannsóknir
Framhald af bls. 3.
innar. Rikisstjórnin samþykkti að
verja 12,8 milj. kr. til landgrunns-
rannsókna á þessu ári og færi
helmingurinn af þvi til útgerðar á
skipi, en hitt til kaupa á tækjum
o.fl.
Rannsóknirnar gengu allvel i
Fjölbreytt úrval af fatnaði og matvörum á
einum stað á einni hæð á 1100 fermetra
gólffleti.
OPH) TIL KL. 10 Á ÞRIÐJUDAGS-
OG FÖSTUDAGSKVÖLDUM
.MiiMiiHMiS HM|iimiimiii(iiiiiiiiiiiiH||HhiiimiliHi
iiiiiniiiimil ^^WWiiiiiiiiiii-ii-<imimii^BH^^fc»m»mi»t»t
itiiiiiiiimiifi - .-‘v -■■'»‘«»•»»«£5
«»immm»i>l 1 * ^iiiiiimmmmh
I••I••I•I|||••»|S AI A ( A | 'f W I ■ I H ■••immimimim
miiiiiiiinml ■ I L\T I TjuMHiMWHHt
. tíCÉmeiiiimí j'", BhHiiIIIIIMIIMMI
iiiiiiiiiuiiii|^H|^MM^^^HOTH HHíimihiiiiiiii
•i>i>iiii*iii^HKiiiiiil|iiiimii>iliii'iiS|[ HHmillHlllM'
»»»i»<iim«mi*Samiliiimmi<mil»mmii1ww.W»»WmiH*M»r
’illmfllMIUMtMMIIMMIMMIIMIIIIM.milimillllM'^H*
SKEIFUNNI 15
Tilkynning um
lögtaksúrskurð
Þann 16. ágúst var.úrskurðað, að lögtök
geti farið fram vegna gjaldfallins en
ógreidds söluskatts fyrir mánuðina mai og
júni 1972, nýálögðum hækkunum vegna
eldri timabila og nýálögðum hækkunum
þinggjalda, allt ásamt kostnaði og
dráttarvöxtum.
Lögtök fyrir gjöldum þessum fara fram að
liðnum átta dögum frá birtingu auglýs-
ingar þessarar, ef ekki verða gerð skil fyr-
ir þann tima.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Sýslumaðurinn i Gullbringu- og
Kjósarsýslu.
Skákæði
Framhald af bls. 1.
væri það yfir 20 á dag. ,,Æði?
Já meira en það, þetta er far-
aldur”, var svarið.
Sigriður i tsafold sagði að nú
væru öll töfl uppseld, nema
allra dýrustu töflin, og að ekki
væri hægt að fá fleiri töfl fyrr
en eftir mánuð eða svo.
„Hjá okkur eru töfl að verða
uppseld,” var svarið i
Pennanum. „Þó áttum við 17
tegundir uppá mörg hundruð
einingar, en þetta er allt að
verða búið”. Þeir hjá Penn-
anum töldu að þann tima, sem
einvigið hefur staðið, hefði
salan verið að minnsta kosti
þreföld árssala ef ekki meira.
,,Ég segi ekki að við höfum
selt þúsundir, en þau skipta
mörgum húndruðum töflin
sem við höfum selt að undan-
förnu,” sagði lagermaðurinn
hiá Pennanum.
S.dór.
Skák
Framhald af bls. 1.
31. Kcl Da5
32. Dh8 Ka7
33. a4 Rd3
34. Bxd3 Hxd3
35. Kc2 Hd5
36. He4 Hd8
37. Dg7 Df5
38. Kb3 Dd5
39. Ka3 Dd2
40. Hb4 DcH-
Biðskák.
Ólafur Björnsson.
Kissinger
SAIGON 17/8. Kissinger, ráð-
gjafi Nixons forseta i öryggismál-
um,' ræddi i dag við yfirmenn
bandariska hersins i Vietnam og
átti seinna að ræða við Thieu for-
seta Saigonstjórnar. Kissinger
átti fyrr i vikunni leyniviðræður
við hátt setta stjórnarfulltrúa frá
Norður-Vietnam i Paris, sem nú
eru komnir heim til Hanoi.
Ferðalög þessi hafa mjög ýtt
undir vangaveltur um að ein-
hvers konar friðartillögur kunni
að vera á döfinni.
RÝMINGARÚTSALA
HJÁ YERZLUN H. TOFT
Þar sem verzlunin hættir i haust að vera til sem almenn vefnaðarvöru-
verzlun, verða nú allar vörubirgðir, nema smávörur til fatasauma seldar
með 20% afslætti á meðan birgðirnar endast.
Ath. Vöruvalið er mikið og verðið er mjög hagstætt.
1. okt. verður svo verzlunin flutt að Baldursgötu 39 og verður þar ein-
göngu verzlað með alls konar smávörur til fatasauma.
VERZLUIV H. TOFT
Skólavörðustíg 8
S.Á.L.
Samtök áhugafólks um leik-
listarnám hafa opnað að Berg-
staðastræti lla (Félag isl.
leikara). Skrifstofan er opin
mánudaga til föstudaga kl.
18.00 — 19.00. Siminn er 26040.
Litið inn!
Sendimaður
Landspitalinn óskar eftir að ráða karl-
mann eða stúlku til sendistarfa innan
spitalans og á spitalalóðinni.
Umsóknir á eyðublöðum rikisspitalanna
sendist skrifstofunni Eiriksgötu 5, fyrir 26.
þ.m.
Reykjavik, 16. ágúst 1972
Skrifstofa rikisspitalanna.
Nesprestakall
Sr. Páll Pálsson, sem er einn af fjórum
umsækjendum um prestakallið,messar i
Neskirkju n.k. sunnudag 20. ágúst kl. 11
f.h. Útvarpað verður á miðbylgju, 212
metrar eða 1412 k. Hz.
Sóknarnefndin
Dagsbrúnarmenn —
Dagsbrúnarmenn
Á næstunni verða samningar Dagsbrúnar
sendir heim til félagsmanna. Þeir félags-
menn, sem hafa flutt á s.l. ári eða á þessu
ár, eru beðnir að tilkynna það skrifstofu
Dagsbrúnar hið fyrsta. Einnig eru þeir,
sem ekki hafa fengið kauptaxtana reglu-
lega, beðnir að hafa samband við skrif-
stofuna.
Verkamannafélagið Dagsbrún,
simar 13724, 18392 og 19177.