Þjóðviljinn - 07.09.1972, Síða 1

Þjóðviljinn - 07.09.1972, Síða 1
múDvunNN Fimmtudagur 7. september — 37. árg. — 200. tbl. Alþýóubankinn hf ykkar hagur okkar metnaður ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KROM Lafðin stóð við orð sín Brezka freigátan Áróra kemur til íslands í dag Brezka freigátan Áróra er væntanleg á fiskimiðin við is- land í dag til þess að vernda hina brezku vciðiþjófa, þannig að lafði Tweedsmuir stendur við hótanir sinar og virðist orðhcldin kona. Samkvæmt siðustu talningu Landhelgisgæzlunnar voru 85 fiskiskip að veiðum umhverfis landið og þar af 69 brezkir tog- arar fyrir vestan, norðan og út af Suðausturlandi. Heldur fer þeim brezku togurum fækk- andi er leyna nafni og númeri eins og sjóræningjar á höfun- um, þó að þeir komi yfirlcitt upp um sig er þeir leika Rule Britannia. Og nú er fyrsta her- skipið komið á miðin síðan fiskveiðimörkin voru færð út i 50 milur 1. scptember. Brezka freigátan Áróra lagði úr höfn i gærmorgun úr flotahöfn nálægt Edinborg og telst til þeirra herskipa brezkra er hafa vörzlu á Norður Atlanzhafi. Það er 2500 tonn að stærð og er búið tveim fallbyssum og tveim loft- varnabyssum. Með vissu millibili fara brezku herskipin i eftirlitsferð- ir um Norður Atlanzhaf 'og leggja þá leiðsina norður fyrir tsland, þá til Færeyja og Noregs. Var slik freigáta siö- ast á ferð i mai i vor og kom þá hér á miðin og leitaði einu sinni hafnar i Reykjavik til þess að taka vatn og oliu. Ekki var komið að þeim tima, að slik freigáta ætti að fara i slika eftirlitsferð, og mun lafðin hafa látið undan kröfum brezkra togaraeig- enda að flýta för Aróru á is- lenzku fiskimiðin til þess aö hleypa vindi á nýjan leik i brezka togaraeigendur. Lizt þeim ekki á virklippu Land- helgisgæzlunnar og kalla hana sumir „navy cut”. I gær áréttaði Hafsteinn Hafsteinsson, blaðafulltrúi gæzlunnar, að varðskipin héldu áfram óbreyttum að- geröum og væri vitaskuld ekki gefið upp, hvenær og hvar hnifnum yrði beitt næst. t gær komu fyrirmæli frá Miröndu til brezkra togara að mála aftur yfir nöfn og númer, þar sem islenzku varðskipin þekki togarana. Nokkrar orðahnippingar urðu við brezka togaraskipstjóra. Góð samstaðá er milli is- lenzku varðskipanna og is- lenzkra báta. Þannig sáu færasjómenn á Akraborginni tvo brezka togara á slógi inn- an 12 milna markanna. Sagði Baldur Sveinbjörnsson, stýri- maöur á Akraborginni, að þeir hefðu þegar haft samband við islenzkt varðskip og látið það vita um togarana. Voru þeir tiu milur út áf Glettingi i gær. Vestur-þýzka eftirlitsskipið hefur hér lagt frá höfn á tsafiröi. Mynd: Haukur Sigurðsson. Þorðu ekki inn með slasaðan sjómann Vestur-þýzkt skip tók til hafnar sjómann, sem var nœr dauða en lífi vegna hiks Bretanna Sá sem hefur vondan málstaö að verja er oft hræddur. Þetta sannaðist enn einu sinni í gærmorg- un, þegar Englendingar þorðu ekki inn til isafjarðar með slasaðan togarasjó- mann, en fengu þess í stað þýzkt eftirlitsskip til að sigla með hann inn til isa- fjarðar, þarsem hann fékk viðeigandi læknismeðferð. Enski sjómaðurinn, sem heitir Barnard Carrol og er 47 ára gam- all skipverji á brezka togaranum Fallstaf H 107, sem er einn af tog- urum Hellyers-bræðra í Hull og er tæp 900 tonn að stærð, var svo mikið slasaður á handlegg, að taka varð hann af rétt fyrir ofan olnboga. Clfur Gunnarsson yfir- læknir á sjúkrahúsinu á tsafirði sagöi Þjóðviljanum í gær, að eftir atvikum væri liðan mannsins góð. Hann hefði einnig verið nokkuð marinn á brjósti, en ekki alvar- Framhald á bls. 11. Fyrsta og eina einkaviðtal við Spasski í íslenzku dagblaði Boris Spasskí hefur nú verið á islandi um 11 vikna skeiö. 1 dag heldur hann hcimlciðis. i gærmorgun fékk Svavar Gestsson tækifæri,tíl þess að ræða við stórmeistarann, og cr viðtal þeirra birt á 3ju slðu blaösins i dag. Viðtal það við Spasski sem hér birtist, er fyrsta og cina einkaviðtalið sem birzt hcfur við stórmeistarann frá þvi að hann kom hingað til lands i þetta sinn. Sjá síðuQ Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstœðisflokksins: Gefur Bretum í skyn að lítið beri á milli! Sá furðulegi atburður gerðist í gær — á sama tima og Bretar troða yfir fiskveiðilögsögu íslend- inga — að formaður Sjálfstæðisflokksins birtir grein i Morgun- blaðinu þar sem hann staðhæfir að svo lítið beri á milli Breta og islendinga i landhelgis- málinu að samningar eigi að geta tekizt. Slik skrif eru pólitiskt stór- hneyksli á sama tíma og íslendingar eiga i harðri deilu við Breta. t Morgunblaðsgreininni kemst Jóhann Hafstein aö þessari fróðlegu niðurstöðu: „Þegar framangreint er at- hugað, sést að sáralítiö ber á milli islenzku rikisstjórnar- innar og Breta”. Þessi kostulega niðurstaða Jóhanns Hafsteins er einstak- ur stjórnmála viðburður. Formaður stærsta stjórn- málaflokksins gerir sér ekki grein fyrir þvi, að það sem ber á milli tslendinga og Breta er að við viljum að Bretar viður- kcnni okkar lögsögu yfir land- helginni, en Bretar neita þvi. Ágrciningurinn er þessi, og hann er enn risavaxinn. Vcit hann ekki að deilumáliö snýst um það að islendingar vilja fá viöurkenningu fisk- veiðilögsögu sinnar, en Bretar neita að viðurkenna? Bretar hafa auk þess eftir aö landhelgin varð 50 milur gert allt sem þeir geta til þess að auka þennan ágreining: Þeir hafa stefnt hingaö á Islands- mið fleiri brezkum togurum en nokkru sinni fyrr. Þeir hafa sent hingað á miðin herskip sem kemur hingað á tslands- mið i fyrramálið. A sama tima og þetta gerist skrifar Jóhann Hafstein grein og kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert beri á milli aðila. Hér er Jóhann ekki að karpa um samningana frá 1961. Hér er ekki verið að rifja upp gam- alt ágreiningsmál. Hér er for- maður Sjálfstæöisflokksins að gefa Bretum I skyn að þeir geti náö með samningum öllu þvl sem þeir hafa farið fram á — og það strax! Þvi miður er ekki einungis unnt að lita á skrif Jóhanns Hafsteins sem ómerkings- skrif. Þau túlka vafalaust við- horf innstu klikunnar i Sjálf- stæðisflokknum. En vist er að allur þorri tslendinga er and- vigur þessum sjónarmiðum Jóhanns Hafsteins, þau eru fordæmanleg og eiga engan hljómgrunn meðal lslendinga. Þjóðviljinn varar tslendinga alvarlega við þvi að taka mark á ákrifum Jóhanns, vegna þess að enn er griðar- vegur milli sjónarmiða deilu- aðila i landhelgismálinu. Þjóðviljinn ber fram aðvörun sina af miklum þunga vegna þess að hér er alvörumál á ferðum sem getur ráðið úrslit- um um farsæla lausn erfiðra mála og flókinna. Landhelgin er þegar 50 mil- ur, og það á ekki að semja við ribbalda sem brjóta islenzk lög um verðlaun fyrir ribbaldaháttinn. Það er við- horf þorra tslendinga i dag. — sv.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.