Þjóðviljinn - 07.09.1972, Page 6

Þjóðviljinn - 07.09.1972, Page 6
6. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Kimmtudagur 7. september 1972 Nú þegar lslendingar taka i ti- unda sinn þátt i Olympiuleikum er ekki úr vegi aö minnast þess þegar tslendingár tóku i fyrsta sinn þátt i leikunum, en það var á 4. Olympiuleikunum 1908 i Lond- on. Til þeirra leika fóru sjö ts- lendingar á vegum ungmennafé- laganna til þess að sýna islenzku glimuna og einn þeirra, Jóhannes Jósefsson, tók einnig þátt i grisk- rómverskri glimu. Jóhannes, sem á þessum árum var einn frækn- asti iþróttamaður þjóðarinnar og aðalhvatamaður að stofnun fyrsta ungmennafólagsins á tsr landi og siðar Ungmennafólags íslands, var þvi fyrstur tslend- inga til þess að taka þátt i Olym- piuleikunum. Uessi fyrsta þátttaka tslend- inga á Olympiuleikunum hefur af sonar á fyrstu árshátið Ung- mennafélags Akureyrar (UMKA) árið 1907 ,,að koma þvi til leiðar, að vér tslendingar stöndum eigi verrað vigi til sæmdarvænlegrar þátttöku i hinum olympisku leik- um innan fimm ára hóðan i frá, en aðrar þjóðir að tiltölu,” ella telja sig minni heita mega, kom fólögum hans mjög á óvart enda þótt Uórhallur ætti i rauninni við leikana 1912 en ekki 1908. Uessi heitstrenging t->órhalls var upp- hafið á undirbúningi og þátttöku lslendinga i Olympiuleikunum 1908, sem Jóhannes Jósefsson sá þó um að öllu leyti, en ekki t>ór- hallur. Uað var engin tilviljun, að hug- myndin að þátttöku íslendinga i Olympiuleikunum 1908 kom úr röðum meðlima UMKA. Meðlimir iþróttagrein sem aðrar þjóðir þekktu ekki. En meira bjó að baki. 1 grein sem Jóhannes skrif- aði i Norðra 15. janúar 1908, þar sem hann hvetur þjóðina til þess að senda glimumenn á leikana og koma þannig ,,einu af mestu vel- ferðarmálum þjóðarinnar” i framkvæmd, segir hann: ,,Hversu mikið myndum við ekki vinna við það, að senda islenzka glimumenn til leikanna. Mitt álit er að, að öllu sjálfráðu, væri þá islenzku glimunni vel borgið. þvi eins og við fyrst fórum að leggja rækt við sögur vorar. þegar út- lendingar fóru að fá ást á þeim, eins mundi verða með glimuna. að þegar aðrar þjóðir væru búnar að viðurkenna hana þá yrðum við neyddir til að leggja meiri rækt við hana en við nú gerum ef við Dr. Ingimar Jónsson: Glimuflokkurinn sem fór á ólympiuleikana 1908. Neðsta röö f.v. Pét- ur Sigfússon og Jón Pálsson. Miðröð: Guðmundur Sigurjónsson, Jóhannes Jósefsson og Páll Guttormsson. Efsta röö: Hallgrimur Benediktsson og Sigurjón Pétursson. Fyrsta þátttaka Islendinga í Ólympíuleikum Jóhannes Jósepsson glimukappi gaf sig ekki fyrir Dönum. einhverjum ástæðum íallið i skuggann af þátttöku islendinga i Olympiuleikunum 1912 i Stokk- hólmi, en að henni stóð tþrótta- samband tslands. Hún er þó fyrir margra hluta sakir merkilegri at- burður i sögu islenzkrar iþrótta- hreyfingar, þvi hér var ekki að- eins um fyrstu þátttöku tslend- inga i Olympiuleikum að ræða, heldur og fyrstu keppnisför is- lenzkra iþróttamanna á alþjóð- legt iþróttamót og um leið fyrstu tilraun Islendinga til þess að afla islenzku glimunni viðurkenningar annarra þjóða og vinna henni sess á ólympiuleikum. Oátttakan i Olympiuleikunum 1908 var ekki siður tengd sjálf- sta'ðisbaráttu þjóðarinnar en þátttakan 1912, og hún var auk þessa mikið afrek hinnar ungu uppvaxandi ungmennafélags- hreyfingar þegar tekið er tillit til þess. að tslendingar höfðu á þeim árum nánast engin kynni haft af iþróttum annarra þjóða og Olym- piuleikum. Heitstenging Þórhalls Bjarnasonar Kyrstu verulegu kynni is- lenzkra iþróttamanna af Ölym- piuleikum sem haldnir höfðu ver- ið árin 1896, 1900 og 1904, voru af hinum svokölluðu Milliólympiu- leikum i Aþenu árið 1906, en þar unnu iþróttamenn frá Norður- löndunum mörg fræg afrek. Þá þegar vaknaði áhugi þeirra á þátttöku af hálfu tslands i Olym- piuleikum, en eflaust gerðu þeir sér ekki vonir um að úr þátttöku yrði innan tiðar. Þetta má m.a. Ijóst vera af þeirri staðreynd að heitstrenging Þórhalls Bjarna- l'élagsins höfðu bundizt böndum um að efla andlegt og likamlegt atgervi islenzku þjóðarinnar og vinna að heill hennar i hvivetna. Efling iþrótta var einn aðalþátt- urinn i þessari viðleitni þeirra. Það var þvi eðlilegt, að þeir kæmu augum á, að þátttaka is- lenzkra iþróttamanna i alþjóð- legu iþróttamóti eins og Olympiu- leikum væri kærkomið tækifæri til þess að efla iþróttir á tslandi og vekja athygli umheimsins á tilveru þjóðarinnar. Tilgangur glímusýning- anna Eltir árshátið UMKA hóf Jó- hannes Jósefsson strax að undir- búa þátttöku íslendinga i Ólym- piuleikunum 1908 og sóttu um heimild fyrir tslendinga til þess að taka þátt i þeim og sýna is- lenzku glimuna. Jóhannesi barst svar um haustið. undirritað af Sir llenry Williams, þar sem Islend- ingum (UMKA) var veitt heimild til þess að sýna islenzku glimuna á leikunum og — að þvi er virðist — að taka þátt i keppnisgreinum leikanna, sem þó siðar reyndist vera misskilningur eins og vikið verður að. Eflaust átti Jóhannes sjálfur hugmyndina að þvi að sýna is- lenzku glimuna á ólympiuleikun- um. þvi fáum var eins umhugað um hana og Jóhannesi á þessum árum. Hugmyndin var auk þess eðlileg. þvi fátt annað en sýning á glimunni gat réttíætt för is- lenzkra iþróttamanna á iþrótta- mót erlendis. tslendingar þekktu litið til þeirra iþróttagreina sem á dagskrá leikanna voru, en gátu hinsvegar státað af kunnáttu i ekki vildum skapa oss þjóðar- skömm.” Það sem fyrir Jóhannesi vakti með þvi að sýna glimuna á Olympiuleikunum var sem sé, að afia henni aðdáenda meðal annarra þjóða og ályktaði rétti- lega að það hlyti að hafa jákvæða áhrif á islenzkt iþróttalif og þá sérstaklega fyrir þróun glimunn- ar á lslandi, ef aðrar þjóöir tækju að iðka hana. En Jóhannes ætlaði glimusýningunum enn meira hlutverk. Þær áttu að vera fyrsta skrefið i þá átt að vinna glimunni sess á Ólympiuleikum framtiðar- innar. Þetta sést á eftirfarandi tillögu. sem samþykkt var á' al- mennum borgarafundi. sem UMKA efndi til á Akureyri 24. janúar 1908:„Kundurinn lýsir þvi yfir, að hann álitur það mikilsvert fyrir oss islendinga, að islenzkar glimur geti i framtiðinni orðið einn þáttur hinna olympisku leika. Álitur hann, að fyrsta sporið i þá átt sé stigið með þvi, að þær verði sýndar við leikana, sem fram eiga að fara i sumar." (Norðri. 28. janúar 1908) Þetta var megintilgangur' glimusýninganna á Ólympiu- leikunum 1908. Og þótt sú fyrir- ætlan. að gera glimuna að ólympiskri keppnisgrein, væri óraunhæf, gaf hún þátttöku íslendinga i leikunum sérstakt gildi i augum þjóðarinnar og átti sinn þátt i þvi. að hún varð metnaðarmál fslendinga. Mestu máli skipti þó. að íslendingar kæmu fram á leikunum sem sjálf- stæð þjóð og undirstrikuðu með þátttöku sinni tilveru þjóðarinnar og kröfur hennar um sjálfstæði. Danir reyna aö hindra þátttöku islendinga tslendingum var þvi fyrir öllu að forðast öll afskipti Dana af þátttökunni, sem gætu leitt til þess, að litið yrði á tslendinga sem danska þegna. Islendingum kom þvi ekki til hugar að þiggja tilboð. sem bárust frá dönskum iþróttafrömuðum i ársbyrjun 1908 um að styrkja tslendinga til þátt- töku i leikunum, þvi þeir gerðu sér ljóst, að það þýddi að 999 999 95?9 999 999 999 999 Kimmtudagur 7. scptcmber 1972 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7. fslendingar yrðu þá að koma fram á leikunum sem Danir, en „til slikrar farar mundi enginn islenzkur iþróttamaður vilja verða — þvi íslendingar vilj- um við allir vera". (Theodór Arnason i Ingólfi 26. janúar 1908). Hvort þessi tilboð voru fyrstu tilraunir danskra iþróttafrömuða til þess að hindra sjálfstæða þátt- töku íslendinga i leikunum, skal hér ósagt látiö, en það átti eftir að koma fram, að þeir stefndu að þvi marki. Það varð Islendingum og ljóst þegar ráðherra Islands HannesiHafstein gaf út þá yfir- lýsingu ii i marzmánuði að Islendingum væri ekki heimilt að taka þátt i leikunum nema þá sem Danir og óvist væri hvort gliman fengist sýnd á leikunum. Sagt var að landsstjórnin hefði sent fyrir- spurn til undirbúningsnefndar leikanna og fengið þessi svör. Um þar var ekki að villast, að þessi fyrirspurn landsstjórnar- innar átti rætur sinar að rekja til danskra ráðamanna, enda var Hannes Hafstein um þessar mundir staddur i Danmörku. Yfirlýsing landsstjórnarinnar ruglaði Islendinga i riminu og kom eflaust mjög flatt upp á Jóhannes, sem taldi sig hafa tryggt sjálfstæða þátttöku tslendinga i leikunum. Svar undirbúningsnefndarinnar var hins vegar i samræmi við reglur Alþjóðaólympiunefndarinnar, en samkvæmt þeim höfðu aðeins þær þjóðir rétt til þess að senda keppendur á leikanna, sem Alþjóðaólympiunefndin hafði viðurkennt með þvi að viður- kenna ólympiunefndir eða iþróttasamtök þeirra. Alþjóða- ólympiunefndin hafði ekki viður- kennt islenzk iþróttasamtök, hvorki UMKA eða UMKI vegna þess að ekki var sótt um viður- kenningu þeirra. Þátttaka islenzkra iþrótta- manna i keppnisgreinum leikanna var þvi útilokuð. öðru máli gegndi hins vegar um sýningu á iþróttagreinum, enda fékk Jóhannes staðfestingu á þvi hjá Henry Williams, að tslending- ar mættu sýna glimuna á leikun- um. Krá þessum málavöxtum skýrði Jóhannes i Norðra 28. april, og segir þar einnig, að fyrst Islendingar þurfi milligöngu Dana ef þeir vilji taka þátt i ein- hverri keppnisgrein leikanna, muni mörgum ,,ekkert vera um það gefið, að fslendingar keppi þar i grisk-rómverskri glimu eins og ætlazt var til i fyrstu.” Glimufélagiö Ármann stefnir þátttökunni i voða Þessi afskipti islenzkra og danskra ráðamanna af fyrir- hugaðri þátttöku Islendinga báru sem sé ekki þann árangur að koma i veg fyrir sýningu á islenzku glimunni á leikunum. Hins vegar urðu þau til þess að stefna þátttökunni i hættu með öðrum hætti, þvi sú óvissa sem skapaðist vegna þeirra varð til þess. að forráðamenn Glimu- félagsins Ármanns i Reykjavik gerðu tilraun, sem átti eftir að stefna þátttökunni i voða, til þess aö ná forustunni af UMKA i þessu máli. Án samráðs við UMKA fengu þeir dr. Helga Pjeturss, sem staddur var i Berlin, til þess að fara til London til þess að út- Hallgrimur Benediktsson. vega glimumönnum bústað og vera þeim til leiðbeiningar. í London náði dr. Helgi hins vegar aldrei tali af Henry Williams, heldur lenti i miklu þjarki við de Courcy Laffan, brezkan meðlim Alþjóðaólympiu- nefndarinnar, sem ekkert vissi, frekar en dr. Helgi sjálfur, um viðskipti Jóhannesar og Henry Williams, og tjáði dr. Helga að tslendingar fengju hvorki að taka þátt i leikunum né sýna islenzku glimuna og þar af leiðandi enga aðstoð af hálfu undirbúnings- nefndar leikanna. Dr. Helga var þvi nauðugur sá kostur að senda svohljóðandi skeyti til Islands: „fselnzk glima verður ekki sýnd: kyrrsetjið mennina”. (tsafold 26.9. 1908). Þessi tiðindi bárust Jóhannesi þegar hann og félagar hans komu til Reykjavikur nokkrum dögum fyrir brottför, en Jóhannes lét þau ekki á sig fá og bjargaði þar meö fyrstu þátttöku Islendinga á Ólympiuleikum. íslenzka gliman sýnd, þrátt fyrir mótmæli Dana 1 London sýndu islenzku glimu- mennirnir i fyrsta sinn á ólympiuleikvanginum daginn fyrir setningu leikanna, sem þeir fengu ekki að taka þátt i af ofan- greindum ástæðum. Dönsku iþróttafrömuðurnir létu þessa glimusýningu afskiptalausa, enda tilheyrði hún ekki sjálfum leikunum. En þegar gllmumenn- irnir ætluðu nokkru siðar að sýna glímuna samkvæmt dagskra leik- anna kom i ljós hversu mikil alvara Dönum var i þvi að hindra fslendinga i þvi að koma fram á leikunum, þvi þegar glimumenn- irnir ætluðu að ganga inn á leik- vanginn höfðu nokkrir tugir danskra iþróttamanna undir for- ustu Fritz Hansens, formanns dönsku ólympíunefndarinnar, skipað sér fyrir innganginn. Það átti sem sé að hindra þátttöku Is- lendinga með valdi, fyrst annað dugði ekki til. En á þessu augna- bliki birtist Henry Williams, og undan honum urðu Danir að láta. Fjórum árum siðar, i Stokkhölmi 1912, áttu fslendingar einnig i höggi við Fritz Hansen. Auk þessara glimusýninga, komu glimumennirnir fram i fjöl- leikahúsi i London meðan á leikunum stóö og glimdu þar við hvern sem vildi, eins og það var látið heita. Þessar glimur urðu frægar á fslandi, en settu þó nokkurn blett á þessa frægðarför, Framhald á bls. 11. 999 999 999 UMSAGNIR ER- LENDRA BLAÐA UM LANDHELGISMÁLIÐ Um þessar mundir hafa flest blöð nágrannaþjóð- anna birt greinar og jafn- vel greinaflokka um land- helgismálið. Margar þessar greinareru mjög ýtarlegar og gera oft ailgóða grein fyrir helztu röksemdum is- lendinga í málinu og ræða þær frá ýmsum hliðum. Þjóðviljinn birtir nú í dag úrdrætti úr nokkrum slikum greinum og mun halda þvi áfram á næst- unni. Otti um framtíð EBE 1 greinum, sem skrifaðar hafa verið um landhelgismálið i franska dagblaðinu ,,Le Monde”, erekki mikið fjallað um fiskveiði- deilurnar sjálfar, enda hafa Krakkar litinn áhuga á þeim, þar sem hiutur þeirra i fiskveiðum i Norður-Atlanzhafi er mjög litill. Hins vegar skrifa þeir öllu meira um þær afleiðingar, sem land- helgismálið kann að hafa fyrir aðild Norðmanna og Dana að Efnahagsbandalaginu. Le Monde óttast að virðingar- leysi Breta og Vestur-Þjóðverja við Islendinga kunni mjög að skaða málstað Efnahagsbanda- lagsins i Noregi, þar sem tslend- ingar njóti mikillar samúðar. Ein helzta rökserhdin gegn aðild Norðmanna að;EBE sé nefnilega sú, að stórþjóðirnar muni ekki hika við að nota sér þá aðstöðu sem EBE veitif þeim til þess að niðast á smáþjóðum bandalags- ins. Deilur lslendinga við stór- þjóðirnar kunna að styrkja þessa röksemd. Le Monde telur siðan, að verði aðild Norðmanna að EBE felld muni það hafa mjög viðtækar af- leiðingar, og þá sé hætta á að úr- slit atkvæðagreiðslunnar i Dan- mörku verði á sömu leið. Krönsk dagblöð hafa einnig velt þvi mjög fyrir sér i fúlustu alvöru hvað gerast muni, ef islendingar fari fram á vernd Bandarikja- manna gegn Bretum. Engin von um sundrung meðal íslendinga Brezki blaðamaðurinn Peter Longworth hefur skrifað greina- flokk um landhelgismálið i all- mörg smærri blöð ensk, sem eru i eign Westminster press ltd. Þessar greinar einkennast af all- góðum skilningi á málstað tslend- inga. Longworth varar Breta sér- staklega við að binda nokkrar vonir við sundrung meðal Islend- inga og leggur áherzlu á, að þeir séu alveg einhuga um þetta mál. Hann segir m.a.: ,,,Stjórnin i London skilur ástandið ekki til fulls, fyrst utan- rikisráðuneytið og landbúnaðar- ráðuneytið búa sig undir alls- herjar „þorskastrið”. Það hefur verið góð tizka i nokkurn tima að skipta tslend- ingum i ,,hauka” undir forystu fiskimálaráðherrans, kommún- istans Lúðviks Jósepssonar, og ,,dúfur”, sem fylgi Einari Agúst- syni utanrikisráðherra að málum. Þessir tveir menn eru vissulega ólikir á margan hátt. Jósepsson kemur frá héraði, sem beiö mjög mikinn efnahagslegan hnekki á árunum fyrir 1970 vegna ofveiði á sild, og hann er strang- trúaður fylgismaður 50 milna landHelgi. Ag'^stsson er þægilegri i við- mótb/klunnaleg útgáfa á Pierre Trudeau frá Kanada. Hann er vel klæddUr og klipptur samkvæmt tizkunni. En pótt hann kunni að hafa verið fylgjandi sveigjanlegri stefnu og diplómatriskari undir- búningi, er enginn vafi á þvi, að Ágústs,son er lika fylgjandi 50 milna fandhelgi. Hann er ekki einungis þaö, heldur er hann einnig fylgjandi þvi, að landhelg- in verði smám saman stækkuð svo, að hún nái yfir allt land- grunnið, en það nær sums staðar 80 milur frá landi. Það væri hættulegÞ að vanmeta þann ein- hug. sem kemur alls staðar fram á Islandi og i öllum stéttum þjóð- félagsins.” Longworth bendir einnig á það, að Islendingar hafi ekki rofið siðustu tengslin við Danmörk fyrr en á styrjaldarárunum, og þess vegna hafi ,,allir helztu stjórn- málamenn lándsins fengið upp- eldi sitt i harðri stjórnmálabar- áttu.” Hann segir að „þjóðernis- stefna sé kennd i skólum eins og trúarbrögð”, og allri þessari orku sé nú beitt til þess að berjast fyrir 50 milna mörkunum. i ýmsum öðrum greinum lýsir Longworth rækilega þeim hættum, sem fiskstofnunum stafa af ofveiði, og skýrir frá mikilvægi fiskveiðanna fyrir tslendinga. En hann telur þó, að það spilli mál - stað tslendinga mjög á þessu sviði, hvað þeir hafi gengið rösk- lega fram i ofveiði á sild, og það sé þeim að kenna hvað litið sé nú eftir af þeirri fisktegund. írum ekki i óhag Þótt irska dagblaðið „The Irish Times” reki vandlega röksemdir Breta i landhelgismálinu leggur þaö áherzlu á, að útfærsla islenzku landhelginnar sé á engan hátt trum i óhag, heldur þvert á móti, þvi að hún kunni að auka markaðinn fyrir irskan fisk. Blaðið telur einnig að deilan hafi almenna þýðingu og mörg rök ts- lendinga minni á þau rök sem notuð voru í trlandi gegn aðild landsins að EBE. Blaðið skýrir siðan vandlega frá öllum röksemdum tslendinga i málinu, en frásögn þess er tals- vert ólik frásögnum brezkra blaða: írar fallast alveg á að 12 milna mörk séu á engan hátt heilög, heldur hafi 25 riki stærri landhelgi. Sömuleiðis eru þeir flestum næmari á söguleg rök, sem vænta mátti,og skýra þvi frá breytingum landhelginnar á fyrri öldum og hvernig hún var smám saman minnkuð. Að lokum bendir blaðið á það, að vegna aðildar tra að Efna- hagsbandalaginu, muni fulltrúar landsins verða að greiða atkvæði gegn tslendingum á ráðstefnunni i Genf, þegar hún verður haldin. En þar sem þeir séu talsmenn smáþjóðar, sem sé að byrja að gera sér grein fyrir auðæfum eigin fiskimiða, verði þeir aö hafa nokkra samúð með þeim. Linkind gagnvart fámennum hagsmunahópi Danska blaðið Information birti leiðara um landhelgismálið 1. september, þar sem það rakti vandlega allar röksemdir tslend- inga og skoraði á aðrar þjóðir að viðurkenna rétt þeirra á öllu landgrunninu. Blaðið segir, að landhelgis- málið nú stafi einungis af þvi að rikisstjórnir nokkurra stórvelda séu svo linar gagnvart tiltölulega fámennum hagsmunahópum aö þær vilji ekki viðurkenna lifs- nauðsynleg hagsmunamál smá- þjóðar. Blaðið skýrir svo frá rök- semdum tslendinga og helztu mótbárunum gegn þeim, en tekur sér um leið fyrir hendur að svara þessum mótbárum. Það segir, að samningurinn frá 1961 hafi að visu mælt svo fyrir að öllum deilumálum framtiðarinn- ar skuli skotið til alþjóðadóm- stólsins i Haag, en það sé ekki unnt að leggja tilveru þjóðar fyrir dómstól, sem dæmi einungis eftir lagabókstöfum. Blaðið segir að ýmsir telji að kröfur tslendinga um verndum fiskstofnanna og vilji þeirra til að auka eigin fiskveiði séu i mótsögn hvað við annað, en það telur að sú mótsögn sé ekki mikil þvi unnt sé að gera hvort tveggja, ef er- lendum risatogurum sé haldið burt; það bendir lika á, að risa- togarar veiði ekki aðeins mikið, heldur eyðileggi um leið upp- vaxtarsvæði lisksins. Að lokum bendir blaðið á, að þær Norðursjávarþjóðir, sem leiti nú að oliu á hafsbotni. vilji ekki að deilt sé um einarrétt sinn á þvi sem flýtur i landgrunninu. Þær ættu þvi aö viðurkenna rétt ls- lendinga á þvi sem flýtur og syndir á landgrunninu. Barátta Islendinga og Norðmanna sú sama Norska blaðið „Dagbladet” birti i fyrradag leiðara um land- helgismálið, þar sem sagt var að barátta íslendinga væri sú sama og barátta Norðmanna fyrir verndun náttúruauðlindanna frá árunum fyrir heimsstyrjöldina og til þessa dags. Dagblaðið segir, að stórþjóð- irnar tali hátiðlega um „frelsi hafsins” i þessu máli. En i raun og veru sé frelsið einungis fyrir hinn sterkasta. tslendingar hafi engin not fyrir slikar reglur, þvi að þeir geti ekki farið til stranda Þýzkalands eöa Englands til að veiða fisk. En Bretar og Þjóð- verjar vilji nota þjóðaréttinn sem skálkaskjól til þess að fá frelsi til að moka þeim þorski, sem finnst á islenzka landgrunn- Blaðið segir svo, að mönnum geti þótt það leitt aö tilhneiging til einhliða aðgerða I landhelgismál- um fari nú vaxandi viða um heim. En það sé einungis óhjákvæmileg afleiðing nútimafiskveiðitækni, þvi að nútimafiskveiðar i stórum stil á fjarl. miðum geti aðeins ver ið einhliða aðgerðir, er ekki komi neinum til gagns nema fisk- veiðijöfrunum. Svarið við þeim hljóti að vera mótmæli gegn ránuyrkjunni og tilraunir til aö vernda náttúruauðlindirnar með öllum tiltækum aðferðum. Þetta hefur verið baráttumál Noregs frá árunum fyrir styrjöldina og til þessa dags og nú er það baráttu- mál tslands, segir blaðið að lok- um.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.