Þjóðviljinn - 07.09.1972, Síða 12
þlOBVHJINN
Fimmtudagur 7. september 1972
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar i simsvara
Læknafélags Reykjavikur,
slmi 18888.
Kvöld— og helgidaga-
varzla apóteka vikuna 2. til
8. september er i Laugavegs-
, Holts- og Garðsapótekum.
Næturvarzla i Stórholti 1.
Slysavarðstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn. Simi 81212.
Kvöld-, nætur- og helgidaga
vakt á heilsuvernarstöðinni.
Simi 21230.
Arás lögreglunnar lyktaði með blóðbaði:
ÁTJÁN FÉLLU
MUNCHEN 6/9.
Þegar harmleiknum i Munchen lauk i nótt, hafði
hann kostað átján mannslif. tsraelsku gislarnir niu
lágu i valnum, sem og tveir flugmenn, einn lög-
reglumaður og fjórir skæruliðar. Þrir skæruliðar
voru gripnir höndum, en einn komst undan til skóg-
ar, og er hans ákaft leitað.
Leikunum i Mttnchen verður haldið áfram þrátt
fyrir blóðbaðið, að sögn Averys Brundage, for-
manns alþjóðlegu ólympiunefndarinnar i morgun.
Þeim lýkur á mánudag, degi siðar en ráð var gert
ir.
Skæruliðarnir voru fluttir
ásamt gislum sinum frá
Ólympiuþorpinu með þyrlum, og
þeim flogið til herflugvallar, tæpa
fjörtiu kilómetra norðvestur af
Munchen. , Aður höfðu v-þýzk
stjórnvöld heitið þeim brottför úr
landi, án þess að hár yrði skert á
höfði þeirra. Þegar skæruliðarnir
bjuggust til að stiga upp i far-
þegaflugvél, sem flytja átti þáog
gisla þeirra á brott, hóf fjölmennt
lögreglulið skothrið á þá fyrir-
varalaust. Arabarnir svöruðu
skothriðinni, og drápu gislana,
eins og búast mátti við. Bardag-
inn stóð i hartnær tvær stundir, og
lágu skæruliöarnir undir þyrlu og
vörðust sem mest þeir máttu.
Þrir þeirra féllu fyrir kúlum lög-
reglunnar, einn sprengdi sig i
tætlur, þrir voru handteknir og
einn komst undan.
Talsmaður þýzku stjórnarinnar
sagði i dag, að aldrei hefði staöið
til að sleppa skæruliðunum úr
landi. Viröist þvi vart annaö
sýnna, en að vestur-þýzk stjórn-
völd beri sinn hluta af ábyrgðinni
á þvi, hvernig fór, er þau afréðu
aö láta hefja skothríö, meðan
gislarnir stóðu fyrir framan
byssuhlaup hinna örvæntingar-
fullu skæruliða.
Aöur en blóðbaðið varð, höfðu
v-þýzkir stjórnmálamenn boðizt
til að gerast sjálfir gislar i staö
Israelsmannanna, og heitiö
skæruliðunum geypiháum fjár-
upphæðum, ef þeir slepptu gislun-
um, en þvi boði var hafnað.
Þjóðarleiötogar viðast hvar um
heim hafa lýst yfir hryggð sinni
vegna harmleiksins og fordæmt
skæruliðana. Ekki eru ýmsir leið-
togar arabarikja þó á sama máli.
Fram
varð
*
Islands-
meistari
í gærkveldi fór fram ieikur 11.
deiidarkeppni isiandsmótsins i
knattspyrnu og þar gerðu Valur
og ÍBV jafntefli 0:0. Með þessu
jafntefli færðu Valsmenn Fram
islandsmeistarabikarinn i ár,
þvi að iBV var eina liðiö sem
gat keppt viö Fram um titilinn
úr þvi sem komið var. Þetta er
annar islandsmeistarabikarinn
sem Valur færir Fram á árinu.
Hinn var i 1. deild i handknatt-
lcik þegar Valur sigraði FH i
siöasta leik mótsins.
— S.dór.
Rœtt
við
Belga
Samningaviðræðum við Belga
var haldið áfram I gærmorgun.
Var rætt um samningsuppkast
sem rikisstjórnin hafði fjallaö um
i fyrrakvöld. Viðræðum lauk i
gær. Þessi mynd var tekin á
samningafundinum i gærmorgun.
Samningamenn isiendinga tii
vinstri: Jónas Árnason, Jón Arn-
alds, Hans G. Andersen og Þórður
Ásgeirsson.
Utanrikisráðherra á (undi með erlendum fréttamönnum i gær:
Norðurlönd munu styðja
á alþjóðavettvangi
okkur
Islendingar mega i
framtiöinni vænta aukins
stuönings frá' rikisstjórnum
Noröurlanda i landhelgis-
málinu. Á síðasta utan-
rikisráðherrafundi kom
fram, aö Norðurlönd munu
stuðla aö þvl að þróun
alþióðaréttar verði Islend-
ingum hagstæð, m.a. á haf-
réttarráðstefnunni. Islend-
ingar munu ekki hvika frá
50 milna fiskveiðilögsög-
unni og verja hana með öll-
um tiltækum ráðum. Þar
virðist vera við Breta eina
aö eiga. Segja má að vest
ur-þýzkir togaramenn virði
landhelgina i verki, og
belgisk stjórnvöld fyrir-
skipuðu sínum mönnum að
fara ekki inn fyrir nýju
mörkin. Æ fleiri þjóðir
munu veita Islendingum
stuðning.
Einar Agústsson utanrikisráð-
herra hélt fund með erlendum
fréttamönnum i gær og svaraði
spurningum þeirra.
Við áskiljum
okkur allan rétt.
Utanrikisráðherra var þegar i
upphafi spurður af brezkum
blaðamannium viðbrögð islenzku
rikisstjórnarinnar við mótmæla-
orðsendingu Bretastjórnar vegna
togviraklippingar. Einar Agústs-
son skýrði frá þvi að sendiherra
Breta hefði rætt við sig og kvaöst
hann hafa sett fram sjónarmið
tslendinga við hann. Islenzka
landhelgisgæzlan mundi gera við-
eigandi ráöstafanir gegn ómerk-
ingum — skipum sem ekki hafa
uppi nafn og einkennisstafi — á
höfunum. Og auk þess áskildu
islenzk yfirvöld sér allan rétt i að-
gerðum gegn þeim sem gerast
brotlegir við islenzk lög. Islend-
ingar hefðu fariö sér hægt i upp-
hafi gagnvart landhelgisbrjótum,
og það væri undir atvikum komið
hvenær yrði farið að taka fastar á
málum.
Bretar einir um
landhelgisbrotin.
Spurður um áframhald við-
ræðna við Breta sagði utanrikis-
ráðherra að það stæði ekki á ts-
lendingum i þvi sambandi. Hins
vegar væri eðlilegt að Bretar
hefðu frumkvæði, enda hefðu þeir
enn látið siðustu orðsendingu Is-
lendinga um lausn landhelgisdeil-
unnar ósvarað. Varðandi ferð
brezku freigátunnar Áróru i
Norðurhöf sagði Einar að hann
vissi ekki betur en hún hefði verið
ákveðin fyrirhálfu ári, og tslend-
ingar þyrftu ekki að taka hana
sem sendingu til sin.
Utanrikisráðherra lagði
áherzlu á að framkoma Vestur-
Þjóðverja i landhelgisdeilunni
væri allt önnuren Breta. Þegar til
kastanna kom meö útfærslu, þá
reyndust vestur-þýzkir togara-
menn yfirleitt virða hina nýju
lögsögu. Landhelgisbrot af þeirra
hendi undanfarna daga heyrðu til
undantekninga.
Belgiska stjórnin hefði gefið
sinum sjómönnum fyrirmæli um
að fara alls ekki inn i islenzku
fiskveiðilögsöguna, heidur virða
hana i hvivetna, enda hefðu
Belgar sent hingað nefnd manna
til samninga.
Andar hlýju frá
Norðurlöndum.
Um afstöðu Norðurlanda til út-
færslu fiskveiðilögsögunnar sagði
utanrikisráðherra, að i orðsend-
ingum til islenzku rikisstjórnar-
innar i sumar hefði komið fram
nokkuð mismunandi mat á að-
geröum Islendinga. Hins vegar
hefðu rikisstjórnir allra Norður-
landa lýst yfir skilningi á sérstöðu
tslendinga. Þessi skilningur á
þörf tslendinga og á aðferðum
okkar hefði verið áréttaður á
fundi utanrikisráðherra Norður-
landa nú á dögunum. Væri greini-
legt að Norðurlönd vildu rétta Is-
lendingum hjálparhönd i þessum
efnum og meðal annars veita
okkur stuðning á alþjóðavett-
vangi. Mundu Norðurlönd beita
sér fyrir þvi að niðurstöður af
væntanlegri hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóöanna verði
jákvæður fyrir málstað og hags-
muni tslendinga. Þetta taldi
utanrikisráðherra gott dæmi um
andann i norrænni samvinnu.
Viöhorf Islendinga
vinna á.
Einar Agústsson sagði að æ
fleiri riki tækju nú upp stefnu i
LONDON 6/9. — Brezka stjórn-
in fór þess á leit viö fjöimargar
þjóðir i dag, að þær tækju við
flóttamönnum frá Uganda.
Eins og kunnugt er ákvað
Amin, forsætisráöherra Uganda,
fyrir skömmu að visa úr landi öll-
um ibúum landsins af asiskum
ættum. Flestir þessara manna
eru afkomendur Indverja, sem
fluttust til Austur-Afriku á ný-
lendutimabilinu. Mikill hluti
þeirra er með brezkt vegabréf, og
þess vegna urðu þeir aö fara til
Bretlands eftir brottreksturinn.
Hins vegar er það erfitt fyrir
Englendinga að taka við svo stór-
um hóp flóttamanna i einu. Þeir
hafa þvi ákveðið að biðja rikis-
stjórnir um 50 landa að veita ein-
hverjum hluta þessa flóttafólks
viðtöku.
Blaðið hafði i gær samband við
| utanrikisráðuneytið og spurðist
hafréttarmálum sem samræmd-
ust viðhorfum tslendinga. Viður-
kenning Kinverja, stærstu þjóðar
heims, á 50 milna fiskveiðilög-
sögu okkar væri þegar kunn, og
hefði stuðningur þeirra verið
áréttaður við sig i morgun.
Utanrikisráðherra var spuröur
um viðhorf sin til öryggisráð-
stefnu Evrópu. Kvaðst hann vona
að hún yrði'haldin og leiddi til
bættrar sambúðar milli austurs
óg vesturs, iriðvænlegra ástands i
álfunni og betri sambúðar þjóða.
yfirleitt. Hann kvaðst ekki telja
að öryggismál einstakra ianda
yrðu leyst á slikri ráðstefnu, en
Islendingar gætu lagt sitt af
mörkum til þess að ráðstefnan
bæri árangur með þvi að taka
þátt i henni sem sjálfstæð þjóð.
fyrir um það hvort Bretar hefðu
farið þess á leit við Islendinga aö
þeir tækju við Ugandamönnum,
en þvi höfðu engin slik tilmæli
borizt.
Allt með felldu
með landanir
Þjóðviljinn fékk þær upplýs-
ingar hjá Eimskipaféiaginu I
gær að þrjú skip félagsins heföu
losað og lestaö i Bretlandi eftir
1. september og hefði allt gengið
þar fyrir sig meö eðlilegum
hætti. Eins hafði ekki borið til
tiðinda mcð skip SIS, en Arnar-
fell lestar i Bretlandi 13. þessa
mánaðar.
Enginn islenzkur togari hefur
landað i Bretiandi eftir 1. sept.
Beðið um landvist
fyrir Ugandamenn