Þjóðviljinn - 12.09.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.09.1972, Blaðsíða 1
UÚWIUINN Þriðiudagur 12. september—37. árg. — 204. tbl. 0 (ROlJ) Alþýðubankinn hf ykkar hagur ÞAÐ BORGAR SIG okkar metnaöur AÐ VERZLA í KRON Á sunnudaginn voru 23 vestur-þýzkir togarar að veiðum við ísland og voru nokkrir þeirra fyrir innan 50 milna linuna en aðrir á mörkunum. 46 brezkir togarar voru að veiðum i nýju land- helginni en 7 sáust á siglingu. Samkvæmt upplýsingum Haf- steins Hafsteinssonar blaöafull- trúa Landhelgisgæzlunnar i gær voru samtals 76 brezkir og vestur- þýzkir togarar að veiðum eða á siglingu við ísland á sunnu- daginn. Vestur-þýzku togararnir voru 23, allir á veiðum. 21 suð- vestur af Reykjanesi og voru 4 þeirra rétt við linuna. Einn vestur-þýzkur togari var á Halan- um i landhelgi og annar suður af Hvalbak, og var hann einnig innan nýju markanna. 46 brezkir togarar voru hér að veiðum, allir ilandhelgi. 6voru út af Barða, 23 norður af Horni, 1 á Hala, 2 út af Gerpi og 4 út af Hval- bak. Landhelgisgæzlan varð vör við 7 brezka togara á siglingu, og voru 3 þeirra út af Dalatanga, 2 út af Gerpi og 2 fyrir Vesturlandi. Um tvo síðasttöldu er það að segja, að þar voru á ferðinni Boston Explorer, með togara frá Fleetwood, FD 169, i drætti. Þeir eiga væntanlega timafreka ferð fyrir höndum, þvi að tæplega leitar Fleetwoodtogarinn til Þeir voru margir sem fylgdu varðskipsmönnum á ÆGI til skips f gær cr þeir héldu á miðin á nýjan leik eftir stutta viðdvöl f Reykjavik. Myndin er tekin er skipið Ieggur frá. — A 3ju siðu er birt viðtal við skipherrann þar sem hann hrekur ósannindaskrif Morgunblaðsins um komu varðskipsins inn á Norðfjörð á dögunum. islenzkrar hafnar, þótt vélin sé biluð. Ekki sást til brezka eftirlits- skipsins Miröndu, en liklega er hún einhvers staðar fyrir norö- vesturlandi. Herskipiö Aurora hefur enn ekki sézt hér við land. Heyrzt hefur til hennar djúpt út af Suður- landi, en hún er enn það fjarri, aö ekki er unnt að staösetja hana nákvæmlega. Draga bilaðan togara til ' i FOLKSFUNDUR^&ue" . ^* rt^, L£f>TUK GÓ£>RA ““SS; EINAROS H]tfRTUR EINfift OG ALLIR Á VEIÐAR HJÖRTIIR Gæsavefear Héraveicíar Músaveiðar 5TÚLKUVEIDAR Auglýsingar um fegurðarsamkeppnina sem Perla Fáfnisdóttir Blesasonar vann með glæsibrag. Rauðsokkar efndu til almenns fundar á Akra- nesi á sunnudaginn var. Fundurinn var haldinn i samkomusal Hótel Akraness og var hann vel sóttur. Framsögu- ræður á fundinum fluttu þær Svava Jakobsdóttir alþingismaður og Her- dis ólafsdóttir formaður kvennadeildar Verka- lýðsfélagsins. Siðan hófust fyrirspurnir og almennar umræður og var þátttaka i þeim mikil. Stóð fundurinn frá kl. 4 til 7. Anægjulegur fundur rauðsokka Krýndu fegurðardrottningu: Perlu Fáfnisdóttur, Blesasonar Svo vildi til að um kvöldið átti aö fara fram svonefnd „feguröar- samkeppni" i tengslum við dansleik á Hótel Akraness en for- stööumenn hennar voru tveir „ungir menn úr Reykjavik” eins og fram kom i viðtali við þessa heiðursmenn I Visi, 2. þ.m. Rauðsokkar efndu af þessu til- efni til fegurðarsamkeppni fyrir utan hótelið og krýndu þar feturöardrottninguna Perlu Fáfnisdóttur Blesasonar i Skil- mannahrcppiykvigu undan forláta kynbótanauti frá Galtalæk. Var hún sæind titlinum Ungfrú tsland — Miss young Iceland — og tóku áhorendur henni forkunnar vel og óskuðu henni velgegni á þeirri framabraut sem hún á nú framundan á alþjóðavettvangi. Siöar mun verða skýrt frá fundi rauðsokka á sunnudaginn, en áður en vikið er að fegurðarsam- keppni þeirra, er rétt að skýra frá þvi, að „fegurðarsamkeppni” sú sem hinir ungu menn úr Reykja- vik hugðust halda um kvöldið átti að fara fram i tengslum við dans- leik á Hótel Akraness. Hljóm- sveitin Ópus átti að leika fyrir dansi, en annar aðstandenda „Fegurðarsamkeppni Islands” íeikur einmitt i hljómsveitinni og heitir sá Einar D. Einarsson. Hinn „aðstandandinn” er Hjörtur Blöndal. Þessir menn hafa, eins og fram kemur i áðurnefndu viðtali i Visi, keypt sér rétt til að reka „Fegurðarsamkeppni Islands” og kaupverðið var að sögn fróðra manna litil hálf miljón.En til að spara nú á einhverjum sviðum komust þessir náungar þannig að orði i Visi: „Við veljum stúlkurnar sjálfir i hverju héraði, það er of kostnaðarsamt að hafa sérstaka dómnefnd”. Háftima áður en dansleikurinn átti að hefjast voru rauðsokkar mættir með þátttakanda sinn i keppninni á stéttinni fyrir utan hótelið. Rétt þykir að gefa hér stutta lýsingu á þátttakandanum: Nafnið er Perla Fáfnisdóttir, Blesasonar, frá Galtalæk i Skil- mannahreppi. Faðir hennar er Framhald á 3. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.