Þjóðviljinn - 12.09.1972, Síða 5

Þjóðviljinn - 12.09.1972, Síða 5
GRÆNLENZKT SAMFÉLAG í ANDARSLITRUNUM... Þriðjudagur 12. september 1972,'IÞJöirviLJINN~.^^njS""571 óvíða í veröldinni hafa jafn miklar breytingar orðið á lífi manna á þess- ari öld sem á Grænlandi. Dönsk áhrif hafa með öllu ! kippt grundvellinum und- an hinu ævaforna félags- kerfi Grænlendinga, sem var fyllilega hlutverki sínu vaxið i þessu harð- býla landi. Fornir at- vinnuhættir hafa verið lagðir niður, að sögn danskra stjórnvalda meö það fyrir augum að flytja Grænlendinga inn í tutt- ugustu öld og hennar við- horf. En það er hægara sagt en gert, að varpa menningu og lifsháttum þjóðar fyrir róða á nokkr- um áratugum og stinga þess i stað að henni rytj- unum af starfsháttum og upplausnarmenningu Norður-Evrópu. Enda hafa afleiðingarnar ekki látið á sér standa. Drykkjuskapur er geig- vænlegur meðal Græn- lendinga, kynsjúkdómar eru jafn algengir og kvef, og byggðasamfélög og fjölskyldur leysast upp og tvistrast. Grein sú, er hér fer á eftir i lauslegri þýð- ingu, birtist í danska blaðinu Information fyrir skömmu, og segir þar frá því, er sextán grænlenzk- ar fjölskyldur voru neyddar til að yfirgefa heimabyggð sina, námu- þorpið K'utligssat. Nokkrir K'utligssatbúar um borö I prammanum. Oröan á brjósti mannsins fyrir miöju var veitt fyrir langa og dygga þátttöku f iþróttaféiaginu „Nanok”. NAUÐUNGAR- FLUTNINGAR Á GRÆNLANDI Jakobshöfn, i júlimánuði. Þokan grúfði yfir K’utligssat þegar fyrstu fjölskyldurnar söfnuðust saman á ströndinni laust fyrir klukkan sjö að morgni sunnudagsins 16. júli. Þær stóðu með aleigu sina, koff- ort og pappakassa og nokkur stofublóm i plastfötum. Kona ein var með kanarifugl i búri. Honur var greinilega hrollkalt. Fólkið var ráðleysislegt að sjá, brottfararstundin var runnin upp, og litið hafði orðið um næt- ursvefn. Nokkur smábörn gráta, þokan er köld og rök, og þótt strandferðaskipiö eigi að koma um sjöleytið, þá er eins vist að þvi seinki, isjakar gera siglingar örðugar i Diskóflóa. Og þó, — skipið siglir tignar- lega út úr þokubakkanum rétt rúmlega sjö, flautar þrisvar og varpar akkerum. Fyrsti hópurinn Það er engin höfn. i K’utligs- sat. Aðeins fjara úr svörtu basaltgrjóti. Dönum hefur aldrei þótt taka þvi að gera höfn, þess i stað er notazt við jarðýtu, sem ýtir aflóga stál- pramma frá heimsstyrjalóar- árunum á flot, auk tveggja dráttarbáta. Þessi útbúnaður dugir til flutninga á kolum og mannfólki. Fyrsti hópurinn gengur um borð i prammann. Þar á meðal getur að lita glæsi- lega klæddan Grænlending, og hvit léreftsföt hans, vendilega knýtt hálsbindi og ermahnappar úr gulli, stinga i stúf við klæðnað samferðafólksins. Þetta er full- trúi Dana i K’utligssat, æðsti umboðsmaður Danaveldis á staðnum. Hann heitir Knud Rosing, og gagnstætt öðrum um borð, er för hans ekki heitið til Jakobshafnar einnar, heldur ætlar hann þaðan til Danmerk- ur, i sumarfri. Nú eru allir komnir um borð, og jarðýtan hrindir pramman- um á flot. Það stríkkar á köðlum dráttarbátsins, pramminn berst frá landi, handleggir birtast yfir stálbyrðingnum og veifa ákaft til þeirra er standa á ströndinni. Nokkrum andartökum siðar hverfa þeir i þokuna. Þá eru þrir hópar eftir. Vasaklútum brugðið upp: og sumir draga sig út úr hópnum, setjast afsiðis og tárfella. A öðr- um verður engra svipbrigða vart. þeir stara út i grámuna og svipast um eftir útlinum strand- ferðaskipsins, sem á að sigla klukkan niu. Hið opinbera greiðir förina, og morgunverð um borð. Fyrr en varir er brott- flutningi fólksins á ströndinni lokið, og skipsflautan hljómar á ný. fbúar K’utligssat eru komn- ir um borð ásamt pottblómum sinum, þeir standa á dekki og horfa til átthaganna. Þokunni er létt og sólin skin. Kolanáman, byggingar dönsku stjórnarinnar og smáhýsi Grænlendinganna sjást greinilega, þar sem þau berviðræturbasaltfjallsins, sem gnæfir tvö þúsund metra yfir byggðinni. ,,Þarna er K'utligssat" Þegar fyrstu ibúar K’utligssat voru fluttir á brott fyrir rösku ári, spurðu þjónarnir á strand- ferðaskipinu skipstjórann að þvi hvort ekki væri réttast að loka barnum. Grænlendingarnir drekktu heim’þránni i bjór. Skipsmenn bjuggust við þvi hinu sama að þessu sinni og gátu vel unnt þeim að svala þorstanum. En til þess kom þó ekki. K’utligssatbúar drukku naumast nokkuð, hinir fullorðnu sátu i sólinni, eða hölluðu sér út fyrir borðstokkinn og horfðu á isjakana vagga i kjölfarinu, og börnin léku sér á þilfarinu. Jarðýtan hrindir prammanum á flot út I þokuna. Um borð eru fjöl- skyldurnar, sem nú verða að kveðja átthagana. „Þarna er K’utligssat.1— Þar megum viö ekki búa lengur”. Einn út- flytjandanna horfir yfir borðstokkinn á strandferðaskipinu. Roskinn maður situr einn sins liðs úti i horni, kunningi minn frá þvi á dansleiknum kvöldib áður. „Hefurðu nokkuö á móti að ég taki af þér mynd?” Hann hristir höfubiö, brosirog segir: „Þarna útfrá er K’utligssat. Nú megum Við ekki búa þar lengur”. Eins og flestir landar hans, sem komnir eru af léttasta skeiði, er hann ekki sleipur i dönsku. Hann getur þvi aldrei tjáð gremju sina yfir því að vera fluttur frá heimkynnum sinum eins og hver annar búfénaður og settur inn i tilveru, sem hann þekkir ekki til. Og kannski er hann ekki gramur, að minnsta kosti er það ekki á honum að sjá. Lifsneistinn virðist hins vegar alveg slokknaður. Hann segiraftur: „Þarna er K’utligs- sat”. Hann brosir og horfir út á isinn á meðan ég tek myndina. Það er fulltrúi dönsku stjórn- arinnar, sem stjórnar flutning- unum. Sér til aðstoðar hefur hann sérstakan útflytjenda- ráðunaut, yfirvöldin taka sér ekki orðið nauðungarflutninga i munn. Raunar hefur enginn verið beinlinis neyddur til að flytja, það hefur aldrei tiðkazt á Grænlandi. Þegar samfélag á borð við K’utligssat er lagt nið- ur, þá er skólakennslu hæft, læknar og hjúkrunarkonur flutt- ar brott, verzlunum lokað og áætlunarsiglingum til staðarins hætt. Námurekstur er lagður niður, en ibúar K’utligssat höfðu viðurværi sitt af honum. En ef einhver skyldi vilja vera um kyrrt, þá er það i lagi af hálfu danskra yfirvalda. Þeim, sem vilja flytjast á brott, er veittur fjárhagsstuðningur og bætur fyrir hús sin. Til þess að búa fólkið sem bezt undir hina nýju tilveru, hafa gestir frá öðr- um byggðarlögum komið til K’utligssat og rætt við ibúana. Til dæmis kom Michael Erik- sen, formaður sveitarstjórnar Jakobshafnar, i heimsókn. Hann er sjálfur frá K’utligssat, en flutti þaðan árið 1956. Slæmar atvinnuhorfur t blaðinu K’utlek (Lampinn), sem gefið er út i K’utligssat, er haft eftir Eriksen, ,,að til þessa hafi ekki verið örðugt að útvega atvinnu fyrir útflytjendur frá K’utligssat, og fastlega megi gera ráð fyrir að allir þaðan geti fengið vinnu i Jakobshöfn. Þar eru verksmiðjur, og eftir einnar Framhald á bls. lll

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.