Þjóðviljinn - 12.09.1972, Blaðsíða 2
2 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12, september 1972.
ÓLAFUR JÓHANN SIGURÓSSON
HRQflRIB
VARNARSKJAL
„Hreiöriö er fortakslaust ein af merkustu
íslenzkum skáldsögum síöustu ára.”
Gunnar Stefánsson (Tíminn)
Verö ib. kr. 680,00, ób. kr. 500,00 f + sölusk.)
HEIMSKRINGLA.
Frá Námsflokkum
Hafnarfj arðar
Gagnfræðadeildir verða starfræktar i
Námsflokkum Hafnarfjarðar i vetur.
Kennt verður námsefni 3. og 4. bekkjar.
Væntanlegir nemendur geta þvi valið um
að taka gagnfræðapróf á einum eða tveim
vetrum.
Kennt verður 5 kvöld vikurnnar, samtals
^20 stundir i viku. Kenndar verða allar
'greinar gagnfræðaprófs.
Kennsla fer fram i húsi Dvergs h.f.,
Brekkugötu 2, og þar mun skrifstofa
Námsflokka Hafnarfjarðar einnig verða
til húsa.
Innritun fer fram dagana 13/9 til 15/9 kl.
17-21 i Lækjarskóla.
Skólinn verður settur 20/9 i húsi Dvergs
h/f.
Upplýsingar munu liggja frammi frá og
með 12. þ.m. á fræðsluskrifstofunni og i
bókabúðum bæjarins. Allar nánari upp-
lýsingar gefa forstöðumaður i sima 51792
eða 41228 (heima) og Fræðsluskrifstofe
Hafnarfjarðar, simi 53444.
FOIiSTÖÐUMAÐUR.
Húsbyggjendur —
Verktakar
Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum bg
beygjum stál og járn eftir óskum viöskiptavina.
Stálborg h.f.
Smiöjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480.
Leiðbeiningar
fyrir verðandi
skattgreiðendur
Þaö hefur ekki veriö um annaö
meira rætt en skattamál undan-
farnar vikur, fyrir utan skákina
auðvitaö, sem slær öll umræðu-
met, — og þar sem búið er að
benda allrækilega á ýmsa van-
kanta á nýju skattalögunum, ætla
ég ekki aö fara út i neitt saman-
burðarnöldur á sjálfum mér og
nágrönnum minum. Ég læt þess
bara getið, að ég er dálitið mont-
inn yfir þvi, að vera allt i einu
kominn með stórum „breiðara
bak” en verktakarnir, kaup-
mennirnir, verzlunarstjórarnir
og smáatvinnurekendurnir hérna
i grenndinni, að ég ekki nefni
húsasalana, sem viröast, sam-
kvæmt skattskránni, vera ein-
hver tikarlegasta stétt þjóðfé-
lagsins um þessar mundir. Ég
ætla heldur að gefa verðandi
skattþegnum nokkrar leiðbein-
ingar um það, hvernig þeir skuli
koma sér fyrir i þjóðfélaginu,
með tilliti til skattanna, en efni
þessara leiðbeininga er sótt beint
i skattskrána, sem liggur hérna á
borðinu fyrir framan mig.
1. Verðandi skattþegnar skulu
forðast að ráða sig i vinnu hjá
„hinu opinbera”, a.m.k. ekki i
neina þá vinnu, sem heyrir undir
13.-20. launaflokki, þeir eiga á
hættu að verða að lifa hallærislifi,
siðari helming árs hvers. Aftur á
móti er vel athugandi fyrir þá
hina sömu að koma á fót útgerð
eða kjötsölu.
2. Verðandi skattþegnar skulu
kappkosta, „að viðlögðum dreng-
skap” að gefa upp lágar tekjur á
skattskýrslunni, en safna þá held-
ur eignum upp á nokkra tugi milj-
óna. Það hvarflar aldrei að
skattayfirvöldum að grafast fyrir
um það, hvernig hægt er að safna
stóreignum af lágum tekjum,
a.m.k. ekki meðan hægt er að
hlaða meginþunga skattbyrðanna
á útivinnandi einstæðingsmæður
og bjargálna launamenn með
stórar fjölskyldur.
3. Veröandi skattgreiðendur
skulu koma sér upp svo sem 200
fermetra einbýlishúsi við fyrsta
tækifæri. Það finnst skattyfir-
völdúm (og mér raunar lika)
ákaflega trúlegt, að fólk, sem
stendur i þvilikum stórræðum,
geti ekki borið þungan tekjuskatt
né útsvar. Auðvitað getur þetta
kostað nokkur þúsund króna
eignaskatt, en skitt með það.
4. Verðandi skattþegn ætti að
forðast að hlaða niður ómegð, það
gæti kostað að frúin yrði að hætta
að vinna úti, og i annan stað gæti
skattheimtan þá læst klónum i
fjölskyldubæturnar. Alla vega
liggur það i augum uppi, að meiri
tekjur þarf til að framfleyta fjöl-
mennri fjölskyldu en fámennri,
svo af þeirri ástæðu verða mögu-
leikar til þess að skammta sér
hæfilegar tekjur (framtalstekjur)
minni en ella. Auk þess geta
krakkarnir orðið dálitið dýrir i
rekstri, og þeim fylgir alls konar
amstur og þras og aukafyrirhöfn,
sem gott er að vera laus við.
Einnig er nokkur hætta á, að mik-
ið krakkaarg hafi truflandi áhrif
á framteljanda við gerð skýrsl-
unnar, þannig að haganlega tilbú-
in tala, sem átti að fara i frádrátt-
ardálkinn, lendi á tekjudálki og
raski ónotalega heppilegu hlut-
falli milli niðurstöðutalna dálk-
anna og geri strik i reikninginn
hvað aumingja drengskapinn
snertir.
5. Verðandi framteljandi skal
strax i upphafi framtalsferils sin
leggja megináherzlu á að safna
tölum i frádráttardálkinn, skv.
52. gr. skattalaganna. (Ég hef
ekki hugmynd um, hvernig sú
grein hljóðar, enda skiptir það
ekki máli, þvi sjálfsagt er hægt að
fara dálitið i kring um hana, eins
og aðrar greinar, og það eru jú
tölurnar sem máliskipta.) Fram-
teljandi skal þó gæta þess, að frá-
drátturinn verði aldrei meiri en
tekjurnar, það lftur dálitið illa út,
jafnvel i augum skattheimtu-
manna.
6. Neyðist framteljandi til að
ráða sig i opinbera þjónustu og
lendi i 13.-20. launaflokki, er eina
ráðið hjá honum að hraða sér að
komast á ellilaunaaldur. Þá fyrst
er hugsanlegt, að Skattayfirvöld
fari að endurskoða afstöðu sina
varðandi álögur á hann. Þangað
til má hann vera i órjúfanlegum
vitahring aö afplána gjöld sfn,
einkum seinni hluta ársins. Og
þótt mikið sé á sig leggjandi fyrir
einara og þorbirni þjóðfélagsins,
þá verður þetta dálitið þreytandi
til lengdar.
7. Það vottast hér með aö við-
lögðum drengskap, að leiðbein-
ingar þessar eru gefnar eftir
beztu vitund, og gildi þá dreng-
skaparheitið ekki minna en það
virtist hafa gert hjá byggingar-
meistaranum, granna minum,
sem naut varla svefns og alls ekki
matar allt siðasta ár vegna ann-
rikis og er nú (samkv. skatt-
skránni) skikkaður til að greiða
nærri þvi 30 þúsund kall i tekju-
skatt og hér um bil annað eins i
útsvar, auk pinkulitils eigna-
skatts.
B.
Kaupum
hreinar og heilar
léreftstuskur.
Prentsmiðja Þjóð-
viljans
Skólavörðustig 19
STDRLÆKKAÐ
VERÐÁ
Vauxhall Viva
Notið tækifærið og eignist Vívu
á stórlækkuðu verði.
Rúmgóðan bíl með stórum vönduðum
sætum.
Þýðan og lipran í akstri.
Sparneytinn: 64 ha vél eyðir ekki
nema 8 lítrum á hundraðið.
Hátt endursöluverð sannar góða
endingu.
Við bjóðum einnig stórbætt
greiðslukjör.
Notið tækifærið — komið eða hringið —
kynnist Vauxhall Vívu af eigin raun.
SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA
@ Véladeild
ARMULA 3 REYKJAVIK SIMI 38900