Þjóðviljinn - 12.09.1972, Side 3

Þjóðviljinn - 12.09.1972, Side 3
^riujuaagur iz. sepiemDer l»7Z.| ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Guðmundur Kjœrnested skipherra um jréttaflutning Morgunblaðsins: „Þetta eru ósannindi” ,,Þetta eru mjög ósmekk- leg vinnubrögð," sagði skipherran á Ægi, Guðmundur Kjæmested, um frétt Morgunblaðsinsaf komu varðskipsins til Nes- kaupstaðar á dögunum. „Við komum inn, alveg til- fallandi, hvorki kallaðiraf einum né neinum." Þriðjudaginn 5. september birti Morgunblaðið rammafrétt á 2. siðu. Þar segir frá þvi að varð- skipið Ægir hafi komið inn til Norðfjarðar, og siðan að sjávar- útvegsráðherra, Lúðvik Jósepsson, hafi, hvorki meira né minna,en farið um borð i skipið. t enda fréttarinnar er svo gefin eftirfarandi fréttaskýring: ,,Ægir hélt út aftur i bitið á sunnudagsmorguninn og er ekki vitað til þess, að ÞAÐ hafi átt annað erindi á Neskaupstað en hitta ráðherra.” Leiðarhöfundur Morgun- blaðsins lætur siðan birta eftir sig leiðara i sama blaði, þar sem hann leggur út frá þessari fals- frétt og gefur sér þar ýmsar stað- reyndir, sem eru jú ekki ósvipaðar öðrum staðreyndum þess blaðs. En i leiðaranum segir: ,,..varðskipið Ægir var kallað ínn til Neskaupstaðar frá að- kallandi verkefnum á miðunum til þess að skipherra gæti þegið góð ráð af Lúðvik Jósepssyni.” Með þessum orðum hugðist Morgunblaðið sanna mikið grá- lyndi á Lúðvik, óheilindi og frekju i samskiptum við aðra ráðherra. Eins og áður segir hafði hvorki einn eða annar kallað Ægi inn, og áfram sagði skipherrann um þetta mál, er blaðið ræddi við hann i gær: „Ráðherrann kom um borð rétt Brezkir landhelgisbrjótar i kanadiskri landhelgi. Cassio og Defiance til vinstri, Coriolanus til hægri. Brezkir togarar teknir í landhelgi Kanada Bretarveiða víðar í land- helgi en við íslandsstrend- ur. Eftirfarandi frétt af töku þriggja brezkra togara i landhelgi Kanada birtist í blaðinu FISHING NEWS 18. ágúst siðastliðinn. Þrem brezkum togara- skipstjórum hefur verið gert að greiða 600 sterl- .ingspund — rösklega 130 þús. íslenzkar krónur — vegna ólöglegra veiða i landhelgi Kanada. Kanadíska landhelgis- gæzlan sá til togaranna þriggja, Cassio, Defi- ance og Coriolanus, úr lofti, er þeir voru að veiðum innan 12 mílna landhelgi. . Kanadamennirnir náðu svo skipstjórum Coriolanus og Cassio frá Hull, þeim Joe Russel og John Lilley, er þeir komu til Corner Brook á Ný- fundnalandi þriðjudaginn 16. ágúst til að afla sér vista. Pet- erPulfrey, skipstjóri Grimsby togarans Defiance, náðist daginn eftir. Allir viðurkendnu þeir að hafa verið að veiðum innan 12 milna markanna, en báru þvi viö, að þeim hefði verið ókunnugt um, að landhelgi Kanada næði svo langt út. Kanadamenn færðu landhelgi sina út i 12 milur i marz siðast- liðnum. Afsakanir Bretanna voru ekki teknar til greina og var hverjum skipstjóranna gert að greiða 1500 kanadiska dollara, en þriggja mánaða fangelsis- vist ef sektin greiddist ekki. Talið er liklegt að skipstjór- inn á Defiance verði einnig ákærður fyrir að hafa eyðilagt net kanadiskra fiskimanna með þvi að toga yfir þau. Sam- kvæmt upplýsingum fram- kvæmdastjóra Hellyers- bræðra i Hull höfðu Cassio og Coriolanus verið að veiðum i 32 daga en Defiance i 14 daga. Eins og sjá má af myndum eru þetta allt stór verksmiðjuskip. öll skipin héldu áfram veiðum að réttarhöldum loknum. eins og gerist og gengur, en þarna voru einnig fleiri þingmenn Austurlandskjördæmis, og ræddi ég meðal annars við Vilhjálm Hjálmarsson sem þarna var staddur. Einnig sá ég Sverri Her- mannssyni bregða fyrir, en hann kom hins vegar ekki um borð Mér þykir mjög leitt að slikur fréttaflutningur skuli eiga sér stað, og þeim mun undarlegri er hann, þegar þess er gætt, að fréttaritari Morgunblaðsins á staðnum kom um borð til okkar. Hefði honum verið i lófa lagið að bera hugrenningar sinar undir okkur, ef hann hefði viljað”. —-úþ Fjórum miljómim ríkari i dag en 1 gœrmorgun Miðvikudaginn 11. september var dregið i 9. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 4.500 vinningar að fjárhæð 28,920,000 krónur. Hæsti vinningurinn, fjórir miljón króna vinningar, kom á númer 41958. Voru allir fjórir miðarnir seldir i Aðalumboðinu, Tjarnargötu 4. Eigandi eins miðans átti röð af miðum og fær þvi báða aukavinningana. 200,000 króna vinningurinn kom á númer 10231. Tveir miðar af þessu númeri voru seldir i Ólafs- vik, sá þriðji á Laugarvatni og sá fjórði i Aðalumboðinu. 10,000 krónur: 186 - 282 - 1301 - 1360 - 2613 - 2823 - 3215 - 3384 - 4575 - 4584 - 5438 - 5530 - 5933 - 7136 - 8443 - 10552 - 12610 - 13421 - 17179 - 18076 - 20001 - 20620 - 20628 - 20744 - 21304 - 21956 - 22376 - 22704 - 23050 - 23330 - 25061 - 25278 - 27085 - 27884 - 28105 - 28287 - 33829 - 37205 - 38000 - 38979 - 43019 - 43523 - 43631 - 43783 - 44096 - 44656 - 45630 - 46089 - 46203 - 47400.- 48810 - 50337 - 50738 - 51736 - 51881 - 52125 - 52266 - 54468 - 54754 - 55821 - 56315 - 58443 - 58667 - 59227 - 59762. (Birtán ábyrgðar) HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18 III. hæð (lyfta) Simi 24-6-16 Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 Sími 33-9-68. ’ „Maííe torsken leve! 99 Landssöfnunin í land- helgissjóð er nú í fulium gangi, og hafa nú safnazt hátt á fjórðu miljón króna. Fé hefur borizt bæði frá fyrirtækj- um og einstaklingum, meðal annars frá næsta nágrannalandi okkar, Grænlandi, en þar i landi virðast menn kunna að meta aðgerðir islendinga. A.m.k. vonar Peter Berg i Egedesminde, að fjár- framlag hans stuðli að þvi, að þorskurinn deyi ekki út. „Mátte torsken leve" segirhann í kveðju sinni til íslendinga. Eins og fram hefur komið i fréttum, beitti Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sér fyrir þvi, að hafin yrði landssöfnun i Landhelgissjóð vegna útfærslu landhelginnar. Skipuð hefur verið 9 manna framkvæmdanefnd, og hefur söfnunin fengið húsnæði að Tjarnargötu 3, þar sem fram- lögum verður veitt móttaka á almennum skrifstofutima. Simi þar er 26723. Þá hafa bankar og póst- og simstöðvar sýnt þá velvild að taka á móti framlögum, og nú þegar hafa sumir opnað reikninga i þvi skyni, svo sem: Pósturogsimi Giró nr. 11000 Alþýðubankinn hf. Giró nr. 7900 Landsbanki isiands Hlr. nr. 15800 Útvegsbanki íslands Hlr. nr. 6140 Búnaðarbanki isiands Hlr. nr. 111 Vcrzlunarbanki islands Hlr. nr. 22128 Nefndin hefur ákveðið að fénu skuli ekki varið i almennan rekstur landhelgisgæzlunnar, heldur skuli þvi varið til kaupa á skipi eða flugvél eða tækja- búnaði eftir þvi, hver þörfin er brýnust. Nú þegar hafa safnazt hátt á fjórðu miljón króna viðs vegar af á landinu, mest frá fyrir- tækjum og sveitarfélögum, en einnig mikið frá einstakling- um. Til tiðinda má telja, að er- lendir einstaklingar hafa látið fé af hendi rakna til söfnunar- innar. Meðal annarra sendi Peter Berg i Egedesminde á Grænlandi 20 danskar krónur og lét fylgja þessa kveðju: „En skilding til hjælp. MStte torsken leve.” Kokhraustur lögbrjótur: nSpyrjum eng- an um leyfi99 Rauðsokkar Framhald af bls. 1. frægt kynbótanaut, og vann hann 1. verðlaun á sinum tima. Litarháttur:. Hvit en rauð- hosótt. Klæðnaður: Búin skykkju úr dýrasta pesii og á skykkjuna var ietrað: Ungfrú tsland — Miss young Iceland. Á höfði bar hún silfurkórónu, og i haia hennar var bundin rauð slaufa. Til keppninnar kom Perla Fáfnisdóttir á langferðabil sem flutti sýningargesti úr Reykjavik. Tóku þeir hana uppi á vegamót- unum heim að Galtalæk þar sem hún nennti ekki að biða eftir kvigu ofan úr Borgarfirði, sem hún hafði hitt á sýningunni þegar pabbi hennar fékk 1. verðiaunin. Óþarft er að tak það fram að Perlu var ákaft fagnað, þegar hún steig út úr bilnum á Akranesi ásamt snyrtidömum sinum. Hún þótti bera svo af öðrum þátt- takendum i keppninni, að enginn var i vafa um að hún hlyti titilinn. Meðan á sýningunni stóð heyrðust einhverjar raddir segja: Að þið skulið ekki skammast ykk- ar fyrir að fara svona með skepnuna. En þegar eigandi Perlu var að þvi spuröur af lög- gæzlumönnum hversu lengi þetta ætti að standa yfir, svaraði hann af mestu hógværð: ,,Ég hef ekki reiknað með að þær hafi hana á fóðrum i vetur.” Hann staöfesti það einnig, að Perla hefði ekki hlotið neina misþyrmingu, enda var varla tekið upp málband meðan á sýningunni stóð, svo að útilokað var að hin hefðbundnu prófunartæki, sem notuö eru á svona keppnum, hafi getað sært hana hið minnsta. Rauðsokkar gengust fyrir skoðanakönnun á staðnum og var til þess ætlazt (!) aö áhorfendur krossuðu við ýmsar þýðingar- miklar spurningar um fegurðar- samkeppnir hliðstæðar þeirrisem fram átti að fara inni i húsinu. „Hvaða eiginleika á aö verðlauna hjá fólki að yðar mati?” „Hvað veldur þvi að fólk lætur sýna sig?” „1 hvers þágu teljið þér að svona sýningar séu haldnar?” Og að siðustu? „Hvert teljið þér að ágóðinn af sýningunni renni?” Undirpunktar, með siðustu spurningunni voru þessir: ,, — til stúlknanna, sem sýndar eru. — til stúlknanna, sem horfa á. — til mjaltavélarinnar ópus. — i land- helgissjóðinn”. Þá höfðu rauðsokkar á lofti spjöld með nokkrúm minnisatrið- um fyrir þá, sem enn láta glepjast af þeim veiðum sem þarna fóru fram innan dyra. — Þar munu þrjár stúlkur hafa þrammað upp á svið til „dómnefnarinnar” Hjartar og Einars. Ekki hefur okkur tekizt að fá neinn samanburð á þeim og þátt- takandanum sem krýndur var fyrir utan húsið, en svo mikið er vist að þær voru ekki i eins fallegum hosum og Perla, og svo höfðu þær vist enga slaufu. —gg YFIRDEKKJUM HNAPPA SAMDÆGURS SELJUM SNIÐNAR StÐBUX- UR OG ÝMSAN ANNAN' 4 SNIÐINN FATNAD.' BJARGARBtJÐ H.F. Ingólfsstr. 6 Simi 25760. ' Vísir hefur eftir Jóni Ingimarssyni, stjórnar- manni i Alþýðuhúsinu h/f, það sem i fyrirsögn stendur, og jafnfarmt að „almenningi komi þessi mál ekkert við." Ummælin eru um húsaleiguhækkun á Iðnó. Sem kunnugt er neyddi stjórn Alþýðuhússins h/f, sem er eigandi að Iðnó , Leikfélag Reykjavikur til þess að skrifa undir leigusamning sem felur i sér allt að 50% hækkun á húsa- leigu. Til að hækka megi húsaleigu þarf að koma til leyfi frá rikis- stjórninni, en sliks leyfis hefur stjórn Alþýðuhússins h/f ekki aflað sér, og hækkun húsa- leigunnar þvi brot á verðlagslög- um. Mörgum kann að þykja um- mæli Jóns þessa all undarieg, þar sem um skýlaust lögbrot er að ræða, en fleirum mun þó þykja enn meira undur ef stjórn Alþýðuhússins liðst að brjóta svo gildandi landslög án þess að yfir- völd hreyfi legg né lið, en það hlýtur að skýrast nú næstu daga hvort mennirnir verði réttilega sóttir til saka eða ekki. Ef ekki, má búast við að þessir sömu lög- brjótar, og aðrir, færi sig enn upp á skaftið við lögbrotaiðjuna. —úþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.