Þjóðviljinn - 12.09.1972, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. september 1972.
DJÖÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar GeaUson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsaen.
--------------------------------------
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur).
Askriftarverð kr. 225.00 á mánuðf.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
EFNAHAGSMÁLEV
Einn meginvandi núverandi rikisstjórn-
ar var fólginn i þvi, að hún tók við efna-
hagsöngþveiti fráfarandi stjórnar, hroll-
vekjunni, sem svo hefur réttilega verið
nefnd. Þetta efnahagsöngþveiti lýsti sér
meðal annars i ofboðslegum upphæðum til
niðurgreiðslna, allt af lágum kaupmætti
almennra verklauna, stefnuleysi i fjár-
festingarmálum og loks almennu fumi
sem stafaði af vantrú á grundvöllinn sjálf-
an, islenzka atvinnuvegi. Allan við-
reisnartimanry 12 ár, einkenndist stefnan
af þessu, þar sem hagsmunir örfárra ein-
staklinga voru látnar sitja i fyrirrúmi fyr-
ir hagsmunum fjöldans. Við þessu var
tekið, og þar sem viðreisnin sat lengi við
völd tekur að sjálfsögðu nokkurn tima að
uppræta þau öngþveitiseinkenni, sem hún
skildi eftir sig.
Núverandi rikisstjórn hefur þegar gert
margskonar ráðstafanir sem eiga að
verða til þess að draga úr þeim vanda sem
fyrir var og um leið til þess að byggja upp
nýja stefnu, farsælli landi og lýð en sú
fyrri. Má i þvi sambandi minna á tafar-
lausar og hiklausar aðgerðir i landhelgis-
málinu, sem ganga auðvitaði i allt aðra átt
en fráfarandi rikisstjórn stefndi að. Þá má
minna á margskonar aðgerðir i sambandi
við hag launafólks; laun voru hækkuð,
vinnutimi styttur og orlof lengt. Minna
má og á ýmsar aðgerðir sem gerðar hafa
verið i sjávarútvegsmálum hækkun á
launakjörum sjómanna, endurnýjun tog-
araflotans er nú loks komin af stað og það
myndarlega, grundvöllur lagmetisiðn-
aðarins hefur verið treystur af miklum
myndarskap. Þá má minna á iðnaðarmál-
in; nýrri stefnu hefur verið fylgt i raforku-
málum, sem tekur mið af allt öðrum
grundvallaratriðum en áður var. Nefndir
hafa starfað ötullega að þvi að gera úttekt
á ýmsum greinum islenzks iðnaðar, gerð-
ar hafa verið ráðstafanir til þess að bæta
úr rekstrarfjáraðstöðu iðnaðarins og ótal
fleiri atriði mætti telja. Þá má loks nefna
Framkvæmdastofnun rikisins sem þátt i
nýjum leiðum til lausnar efnahagsmála og
atvinnumála á íslandi. Allt er þetta mjög
til bóta, og allt á þetta stuðning langt út
fyrir stjórnarflokkana; i sumum tilfellum
stuðning allra flokka, i öðrum tilfellum
stuðning Alþýðuflokksins og stjórnar-
flokkanna o.s.frv. Þannig hefur þegar
fjölmargt verið gert til umbóta varðandi
grundvöllinn sjálfan, atvinnulifið.
En nú er komið að öðrum atriðum og
ekki þýðingarminni en það er sjálf upp
bygging efnahagskerfisins, verðmyndun-
in, verðbólgan, verzlunin út á við og inn á
við o.s.frv. í þessum efnum og i mörgum
öðrum þáttum efnahagslifsins búa Islend-
ingar enn við gamla kerfið; hrollvekjan er
enn til staðar, og sums staðar er mjög
fjarri þvi að hún hafi verið kveðin i kútinn.
En nú þarf að láta hendur standa fram úr
ermum á næstu mánuðum. Nú þarf að
gera ráðstafanir i beinu framhaldi af þeim
ráðstöfunum sem gerðar hafa verið i at-
vinnulifinu. Nú þarf að tryggja,að kaup -
máttur launa skerðist ekki i brjálaðri
verðbólgu. En til alls þessa verður að ger-
ast grundvallarbreyting og til þess þarf
mikið átak, sameiginlegt átak allra þeirra
landsmanna sem hafa hag af eðlilegri þró-
un verðlagsins i landinu. Nú verður að
taka mið af hagsmunum hins stóra fjölda,
en ekki fárra einkaaðila. Verðbólguvand-
inn verður ekki leystur með einu penna-
striki; til þess að leysa hann þarf þrotlaust
starf um langan tima þar sem margir að-
ilar taka á. Þar þarf að koma til liðstyrkur
samtaka launafólks, þvi enginn aðili i
þjóðfélaginu á jafnmikið undir þvi og
launafólkið að verðbólguskriðan verði
stöðvuð, að hrollvekjan verði kveðin i kút
inn. Og framtið núverandi rikisstjórnar er
lika undir þvi komin að þetta takist
SKREF í ÞÁGU BRETA
Hvað höfum við ekki heyrt það oft að nú
eigi landsmenn að snúa bökum saman i
landhelgismálinu? En er tekið mark á
slikum kröfum? Fullyrða má, að svo er al-
mennt, en þvi miður er til eitt blað i land-
inu, raunar það sem mest er útbreitt, sem
gerir sér litið fyrir og lýgur upp skröksög-
um um landhelgisgæzluna og afskipti ein-
stakra ráðherra af störfum landhelgis-
gæzlunnar. Hér er um mjög alvarlegt mál
að ræða: lygaskrif um landhelgisgæzl
una mætti gefa ýmis nöfn ef ekki væru al-
varlegir timar yfirstandandi og framund-
an. Enda breyta nafngiftir sjálfsagt engu i
sliku sambandi. Um hitt blandast engum
hugur hverjum það gagnar þegar islenzkt
dagblað hegðar sér þannig gagnvart land-
helgisgæzlunni.
Gnmdvöllur sj ávarútvegsins
bað fer ekkert milli mála, að
okkur er það nauðsynlegra en
l'lestum öðrum fiskveiðiþjóðum,
að grundvöllur sá sem
sjávarútvegur okkar byggir á, sé
á öllum timum traustur. Þrátt
fyrirþetta er staðreyndin sú. að á
ýmsu hefur gengið með þann
Ég hef áður komið inn á það hér
i þessum þáttum, að þvi aðeins
komi landhelgisstækkunin okkur
að tilætluðum notum. aö við strax
i upphafi gerum okkur það ljóst.
að við þurfum og verðum að
skipuleggja allar okkar fisk-
veiðar innan hinnar stækkuðu
landhelgi. Hvernig skal þetta
gert?
Ég svara þessari spurningu
hiklaust þannig: Við eigum að
skipta landhelginni niður i veiði-
svæði á milli veiðiaðferða. bá tel
ég að okkur sé nauðsy nlegt strax i
upphafi, að friða algjörlega
ákveðin svæði i samráði við
Hafrannsóknarstofnunina. Botn-
vörpuveiðar, netaveiðar, nóta-
veiðar og dragnótaveiðar þurfa
allar að vera háðar leyfisveiting-
um.sem Hafrannsóknarstofnunin
ber ábyrgð á. Þetta á að auðvelda
dreifingu fiskveiða okkar á milli
veiðiaðferða og girða fyrir ofveiði
einstakra fiskistofna.
f þessu sambandi vil ég benda
á, að alltofmargir bátar stunduðu
veiðar með humarvörpu i sumar,
óefað til skaða. bæði fyrir útgerð
þessara báta, svo og sjálfan
humarstofninn. Með góðri skipu-
grundvöll gegnum árin. Nú
standa flestar tegundir sjávar-
al'urða vel á heimsmarkaði og
hafa liklega aldrei komizt i hærra
verð. brátt fyrir þessar stað-
reyndir, þá heyrast nú i góðærinu
raddir um að rekstrargrund-
völlur frystihúsanna sé veikur.
lagningu veiðanna og leyfisveit-
ingu. verður að koma i veg fyrir
þannig löguð mistök.
Ef við ætlum okkur að nytja
fiskistofnana innan landhelginnar
þannig. að þeir gefi okkur sem
mestan arð i framtiðinni, þá
verðum við að losa öll okkar fisk-
veiðimál undan áhrifum hreppa-
sjónarmiða, sem oftast eru nær-
sýn og miða þá afstöðu sina um of
við valtan stundargróða. í þess-
um efnum verðum við að treysta
á sérþekkingu fiskifræðinga okk-
ar og láta þá varða þann veg, sem
farinn verður. Fram að þessum
tima hefur Hafrannsóknarstofn-
unin aðeins getað ráðlagt, eftir
þvi hvað hún taldi heppilegt að
gera á hverjum tima.
Ég held að hjá þvi verði varla
komizt. að gefa þessari stofnun
lika vald til að ákvarða, ef mikið
liggur við. Um þetta þarf að
sjálfsögðu að setja ákveðnar
reglur. þar sem reynt verður að
tryggja sem réttasta niðurstöðu.
Útfærsla landhelginnar verður að
tryggja framtiðarhag. en ekki að-
eins stundargróða. Við það verð-
um við að miða allar okkar að-
gerðir nú.
fiskimál
^eftir Jóhann J. E. Kúld^,
Hvalvertíð
Hvalveiöum er nú að ljúka
þetta árið. Enn eru þó eftir nokkr-
ir dagar veiðitimans, en hann
stendur yfirleitt fram undir og yf-
ir 20. september.
Fyrir helgina voru komnir tæp-
lega 400 hvalir á land, er það að-
eins minni veiði en var i fyrra.
Rækjuveiði
bönnuð
öll rækjuveiði hefur nú verið
bönnuö viö Suð-Vesturland vegna
of mikils seiðadráps rækjubát-
anna.
Þá hefur og verið bönnuö skel-
fiskveiði á Breiðafirði af sömu
orsökum.
Óvist er hversu lengi þessi bönn
standa.
Ég vil nú i fullri vinsemd, fyrir
hönd þessa þáttar, fara fram á,
þegar svona er komið, að gildandi
löggjöf um skattlagningu út-
fluttra sjávarafurða til margs
konar sjóðamyndana, svo og
greiðslu vátrygginga skipaflotans
v.erði tafarlaust endurskoðuð og
breytt i samræmi við auknar
þarfir útgerðar og fiskvinnslu.
Hekstrargrundvöllur sjávar-
útvegains er i dag gerður lakari
en hann þarf að vera, með
óhóflegri skattlagningu á út-
fluttar sjávarafurðir, og þó hefur
núverandi sjávarútvegsráðherra
þar dálitiö lagfært frá timum við-
reisnarinnar. En betur má ef
duga skal.
Sjóðamyndanir geta verið
nauðsynlegar til að mæta aösteðj-
andi vanda, eins og verðlagsveifl-
Fyrir réttum hálfum mánuði
var ég stöövaður á götu i Þránd-
heimi og boðinn velkominn til
Noregs. af Johan J. Toft, for-
manni i Norges Fiskarlag og konu
hans. Ég spurði nafna minn hvað
hann segði i fréttum, og var hann
fljótur til svars. ,,Ég segi nei,
ákveðið nei. alveg eins og á þing-
inu á s.l. hausti. og hvika ekki frá
þvi”, sagði formaðurinn I
heildarsamtökum norskra fiski-
manna og útgerðar.
Þannig er það i Noregi, að
fólkið skiptist i tvo hópa, þá sem
um á heimsmarkaði, en þó má
skattur tilslikra sjóða aldrei vera
það hár, að hann veiki rekstrar-
grundvöll þess atvinnuvegar sem
hann á að styrkja.
rnm
Á miklum verðbólgutimum
verður það að teljast vafg^öm
rekstrarhagfræði að ganga of
nærri rekstursgrundvelli sjávar-
útvegsins með hóflausri skatt-
lagningu á útfluttar sjávarafurðir
til sjóðamyndana, þegar s'jóðirnir
tapa verðgildi sinu örar en þeir
myndast. Sjóðamyndanir koma
þá fyrst að fullu gagni, sé hægt að
halda verðlagi stöðugu i landinu,
svo og verðgildi okkar krónu
gagnvart gjaldmiðlum annarra
þjóða Að þessu verðum við að
sjálfsögðu að stefna og setja
metnað okkar ijað það takist.
segja nei og hina sem svara já.
bjóðin stendur i tveimur fylking-
um, sem hafa sig talsvert mikið i
frammi, á förnum vegi og á
mannamótum, þar sem rekinn er
áróður, ýmist fyrir inngöngu
Noregs i EFTA eða gegn henni.
Mikið af lestrarefni dagblaða i
Noregi snýst nú um þetta örlaga-
rika mál, hvort Noregur skuli i
framtiðinni vera hluti af efna-
hagslegri og stjórnmálalegri
heild Vestur-Evrópu — eða
standa áfram sem algjörlega
Framhald á bls. 11.
Okkar vandi eftir
landhelgisstækkun
FRÉTTIR
FRÁ NOREGI