Þjóðviljinn - 12.09.1972, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 12. september 1972.
JENINY BARTHELIUS:
SPEGIL-
MYND
ÞRIÐJUDAGUR12. september
þú veizt hvernig gamlar frænkur
eru. Ég skrifa til að segja þér, aö
ég get þvi miður ekki hitt þig á
þriðjudagskvöldið eins og um-
talað var. En við hittumst bráð-
um aftur. Ég skrifa þér linu fljót-
lega, þvi að ég hef ekki getað náð
til þin i simann. Liði þér vel.
Þin einlæg
Beata frænka.
P.S. Veiztu að þú ert orðinn
miög iikur honum föður þinum!”
Hann sat og góndi á bréfið, gat
ekki áttað sig á þvi að það væri
ætlað honum. Beata frænka. Það'
var ekki til nein Beata frænka i
lifi hans. Hann var ekki likur
manninum sem kallaður hafði
verið faðir hans. Atti hún við al-
vöru föður hans? Hann vissi ekki
til að hann hefði nokkurn tima hitt
neina Beötu frænku. Hann hafði
ekki ákveðið neitt stefnumót á
þriðjudagskvöld. Og það er
þriðjudagur i dag, hugsaði hann.
Hver var þessi ókunnuga kona?
Hvað vildi hún eiginlega? Var
bréfið gildra? Þjáðist hann af
minnisleysi? Var kannski til ein-
hver Beata frænka þótt hann
myndi ekki eftir henni?.
Engin sendandi var skráður á
bréfið. Bréfið var póstlagt á járn-
brautarstöð, guð mátti vita hvar.
Hann reif það með hægð i smá-
búta, kveikti á eldspýtu og
brenndi vandlega hvern einasta
bút. Jæja, hugsaði hann. Nú er
það úr sögunni. Það hefur aldrei
verið til. Það er ekki til nein
Beata frænka og ég hef aldrei
fengið bréf frá henni. Það er allt
og sumt.
Hann fór inn og lagðist i rúmið.
Með handleggina undir hnakkan-
um lá hann og starði upp i loftiö
sem var veggfóðrað með mynstri
af strönd, sefbrúskum, lágum
sandhæðum, nýjum sefbrúskum.
Hann fylgdi með augunum
mjúkri bogiinu, smeygði sér bak-
við grasbrúskinn, fann nýja hæð,
nýjan brúsk....Mynstrið hélt
áfram um allt loftið og niður
vegginn, út á næsta vegg og yfir
að glugganum. Endanlegur sand-
ur og grasbrúskar. róandi, til-
breytingarlaust landslag.
(Hann lokar augunum og á net-
himnunni birtist samstundis
mynstrið á veggfóðrinu, en lands-
lagið sem áðan var svo róandi og
friðsælt hefur nú breytt um mynd.
Hæðirnar eru brattari, lautirnar
dýpri, grasið fullt af litlum, ill-
gjörnum verum sem horfa á hnn
þúsund illgirnislegum augum.
Undir hverjum grasbrúsk liggur
bréf, á hverju bréfi eru fimm stór
lakkinnsigli og á þeim stendur
nafn sem hann getur ekki lesið.
Hann reynir að lesa bókstafina,
en þeir breytast i svartan reyk*
sem hvirflast upp yfir hólana.
Stóru, rauðu lakkblettirnir leys-
ast upp og það fer að vætla úr
þeim, rautt blóð, rautt lakk lekur
niður sandinn...
Hann sefur og byltir sér órólega
i svefninum. Mirjam, tautar
hann. Já, ég er hér, svarar rödd
hennar. Þú þarft ekki að vera
hræddur. Þessi bréf eru ekki til
þin. Hvernig get ég vitað að þau
eru ekki til min? Jú, þaö stendur
„Toni” á þeim. Það stendur
,,Toni” á þeim öllum...)
Timinn leið og loks vaknaði
hann. Draumurinn bjó enn i hon-
um, lifandi og raunverulegur og
hann settist upp og kveikti i siga-
rettu til að hugsa skýrt. Hann
hugsaði: Ég verð að finna um-
slagið með fimm rauðu lakkinn-
siglunum. Umslagið....
Bréfið hafði hann rifið i tætlur
en umslagið ekki. Hvar var það?
Hann hljóp út á veröndina þar
sem hann hafði setið þegar hann
opnaði bréfið. Umslagið var
hvergi. Hann leitaði undir borð-
inu, bakvið sófann og bakvið
hurðina og færði skófluna sem
stóð enn upp við húsvegginn.
Ekkert bréf.
Það lá á eldhúsborðinu, þótt
hann minntist þess ekki að hafa
látið það þar. Hann tók það upp og
las á það. Já, þannig var það.
Bréfið var stimplað á laugardag-
inn. Það hafði verið sent á skrif-
stofuna og siðan til hússins. Það
hafði verið fjóra daga á leiðinni.
Hann settist og velti fyrir sér
hverju hann væri nær þótt hann
vissi þetta. Það var ekki mikið,
fannst honum. Bréfið hafði komið
á skrifstofuna á mánudag. Bert
hafði sent það til hans, hann hafði
skrifað nýja heimilisfangið.
Hann fór fram i eldhúsið og
setti kaffikönnuna yfir meðan
hann reyndi að átta sig á hlutun-
um. Beata frænka, hugsaði hann,
góða Beata frænka, hver svo sem
þú ert, þá hefur það litið upp á sig
að þú skrifir mér. Að minnsta
kosti meðan þú segir ekki hvar þú
átt heima.
Hitt bréfið kom með siðdegis-
póstinum. Ekki svo að skilja, að
hann hafi búizt við þvi, en samt
varð hann ekkert undrandi þegar
hann heyrði að póstbillinn stanz-
aði. Nýtt bréf frá Beötu frænku,
hugsaði hann. Hún er iðin við að
skrifa. Það er eiginlega hugul-
samt af henni.
Það var sama skriftin á um-
slaginu. Þetta bréf hafði lika ver-
ið sent á skrifstofuna og sent það-
an. Það var póststimplað á laug-
ardag. Á póststimplinum stóð
Helsingborg. Hann sneri umslag-
inu við og þar stóð heimilisfang
sendandans: B. Lovén, Hesten-
gisvegi 2, Helsingborg.
Loksins, hugsaði hann. Það er
orðið uppvist. Beata frænka á
heima á Hestengisvegi 2. Það
heimilisfang gæti verið til. Mann-
vera af holdi og blóði — ef til vill.
Ekki aöeins nafn.
Ánægjan sem hann fann til yfir
þvi að hafa fengiö heimilisfang
sendandans, stóð ekki i neinu
réttu hlutfalli við gildi upplýsing-
anna. En hann hafði svo lengi
barizt við skugga, að áþreifanleg-
ur veruleiki var kærkominn.
Jafnvel áður en hann opnaði um-
slagið og las bréfið var hann bú-
inn að ákveða að fara til Helsing-
borgar og lita inn á Hestengis-
vegi 2.
Bréfið var ögn lengra en fyrra
bréfið.
,,Kæri frændi,” stóð skrifað.
,,Það vill svo til að við getum
hitzt á þriðjudag eins og við töluð-
um um. Ég vona að þú hafir ekki
lofað þér neitt annað. Komdu góði
minn, helzt eins snemma og þú
getur. Ég veit að ég er bara
tuagaóstyrk gömul kona og auð-
vitað er ástæðulaust að hafa
áhyggjur, en samt sem áður ... Ef
ég skyldi ekki vera heima þegar
þú kemur, þá skaltu bara fara
inn. Eldhúsdyrnar eru opnar og
Louisette og Gabrille eru heima.
Þú getur fengið þér sæti og beðið
þangað til ég kem. '
Ég tek fram kaffi og brauð
handa þér, ef mér skyldi seinka.
Sjáumst aftur.
Þin Beata frænka”.
P.S. EFeitthvað skyldi koma fyr-
ir, þá vil ég að þú takir paradisar-
fuglana mina með þér. Gleymdu
þvi ekki!
Hann sat með bréfið i hendinni
og las það hvað eftir annað. Það
var ákall i bréfinu og einnig skelf-
ing. Komdu eins fljótt og þú get-
ur. Ef eitthvað skyldi koma fyrir.
Paradisarfuglar. Beata frænka
virtist vera dálitill furðugripur.
Og nú var hún hrædd. Af hverju
skildi hún þá eldhúsdyrnar eftir
opnar? Og kaffi og brauðsneiðar
komu ekki heim við hræðsluna.
Hann ákvað að aka af stað und-
ir eins. Eins og hann stóð i máln
ingarblettuðum rúskinnsjakka og
gömlum, slitnum gallabuxum.
Það skipti engu máli hvernig
hann leit út. Beata frænka virtist
hafa þörf fyrir hann sem bráðast.
Hann stakk bréfinu i vasann og
fór út. Með einbeitni og eins konar
létti ræsti hann Fiu. Það var
ánægjulegt að hafa loks eitthvert
takmark.
Hann ók hratt og i fyrsta skipti i
langan tima var hann fullkom-
lega rólegur og skýr i hugsun.
Minningin um Mirjam var ein-
hvers staðar i bakgrunninum;
hann ætlaði að leita hana uppi
þegar hann væri búinn að af-
greiða allt þetta.
Eftir tæpar tuttugu og fimm
minútur var hann kominn til
Helsingborgar, ók eftir sömu göt-
um og daginn áður. Hann fór
framhjá húsinu sem Beatrice átti
heima i; einhvers staðar hérna
hiaut það að vera. Hvers vegna i
ósköpunum? Það vissi hann ekki,
fann bara á sér að það væri ekki
langt á milli hibýla Beötu Lovéns
og Beatrice.
Hann stanzaði og spurði strákl-
ing hvar Hestengisvegur væri.
Hugboð hans hafði verið rétt;
hann var i nágrenninu.
Af einhvers konar varúð lagði
hann bilnum fyrir utan númer 10
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og
forustugr. dagbl. ), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Lilja Kristjánsdóttir
heldur áfram lestri
sögunnar „Mariönnu” (8).
Við sjóinn kl. 10.25: Hjálm-
ar Vilhjálmsson fiskifr.
talar um talningu og
dreifingu þorskseyða. Sjó-
mannalög. Fréttir kl.
11.00. Hljómplöturabb
(endurt. þáttur Þ.H.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30 Síðdegissagan: „Þrútið
loft” eftir P.G.Wodehouse.
Jón Aðils leikari les (22).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Miðdegistónleikar: Fou
Ts * ong leikur á pianó
Chaconnu i G-dúr og Svitu i
G-dúreftir Handel. Solomon
og hljómsv. Filharmonia
leika Pianókonsert nr. 3 i
c-moli op. 37 eftir Beethov-
en: Herbert Menges stj.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
19.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 „Sagan af Sólrúnu” eftir
Dagbjörtu Dagsdóttur.
Þriöjudagur 12. september
18.00 Frá ólympiuleikunum.
Kynnir ómar Ragnarsson
(Evrovision)
iiic.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Ashton-fjölskyídan.
Brezkur framhaldsmynda-
flokkur. 20. þáttur. Stundin
nálgast.Þýðandi Jón O. Ed-
wald. Efni 19. þáttar: Hús
Michaels verður fyrir loft-
árás, og hann og Margrét
slasast bæði. Móðir Johns
fær bréf frá honum, sem
fundizt hefur i yfirgefnum
fangabúðum, og Edwin
fréttir, að hann geti hugsan-
lega verið á lifi. Owen, vinur
Þórunn Magnúsdóttir leik-
kona les (18).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Fréttaspegill.
19.45 islenzkt umhverfi, Þór
Guðjónsson veiðimálastjóri
talar i siðara sinn um ár og
vötn i islenzku umhverfi.
20.00 Lög unga fólksins.
Sigurður Garðarsson
kynnir.
21.20 „Þar féllu sprengjur”
Kristján Ingólfsson rifjar
upp með Seyðfirðingum
minningar frá E1 Grillo
deginum.
21.45 úr óperum Wagners.Kór
og hljómsveit Bayreuth-
hátiðanna flytja kórverk:
Wilhelm Pitz stj.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöld-
sagan: „Bréf I stað rósa”
eftir Stefan Zweig. Edda
Þórarinsdóttir leikkona les
þýðingu Þórarins Guðna-
sonar (1).
22.35 Harmðníkulög Jo-Ann
Castle og hljómsveit leika.
22.50 A hljóðbergi: Pilagrimur
undir Jökli.Mikael Magnús-
son les úr óprentuðum
Islandsbréfum málarans og
fornleifafræðingsins
Williams G. Collingwood.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Fredu kemur i heimsókn.
Michael heimsækir
Margréti á sjúkrahúsið og
segist vera hættur við að
ganga i herinn.
21.20 Þjóðfélagsmyndin i föst-
um þáttum Sjónvarpsins,
Umræðuþáttur i sjónvarps-
sal. Umsjónarmaður Mark-
ús Orn Antonsson. Aðrir
þátttakendur Hrafnhildur
Jónsdóttir, Vigdis Finn-
bogadóttir og Þorbjörn
Broddason.
22.15 iþróttir. Myndir frá
Ólympiuleikunum. Kynnir
Ómar Ragnarsson. (Evro-
vision)
23.15 Dagskrárlok.
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert ð land sem er.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688
ILLAC ISLEtVZKIÍA HLJ0IULISTARIV1AI\II\IA
|j1k útvegar yður hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar Irekifari
iinsamlepast hringið í ZÖZSS milli kl. I4 i7