Þjóðviljinn - 12.09.1972, Síða 9

Þjóðviljinn - 12.09.1972, Síða 9
Heppnir KR-ingar sendu Yíking i 2. deild með sigri yfir þeim á sunnudag 1:0 Vikingar áttu hug og hjörtu áhorfenda á Mela- vellinum þar sem þeir börðust fyrir lifi sinu i 1. deild. óneitanlega voru þeir óheppnir að tapa þess- um leik, en þó var ekki nærri nóg barátta í leik liðsins miðað við að þetta var úrslitaleikur um fall- sætiö. Leikmenn beggja liða áttu enn eftir nógan kraft þegar leiknum var lokið, en slíkt á ekki að eiga sér stað i svona leik. Sér- staklega áttu Vikingarnir að taka meira á. Víkingur var mun betri i leiknum, og með meiri baráttu hefðu þeir unnið. Vonandi gera þeir betur i leiknum við Legia nú á miðvikudaginn. Víkingar kusu að leika á móti sól i fyrri hálfleik á Melavellinum sl. sunnudag. Það kom i ljós strax og leikurinn hófst að mikil tauga- spenna þrúgaði leikmenn, og boltinn var annaðhvort fyrir utan völlinn eða einhversstaðar hátt yfir honum. Þó komu nokkuð góðir kaflar hjá báðum liðum, og sérstaklega byggði Guðgeir Leifsson upp skemmtilegar sókn- ir fyrir Viking. Atli Þór gerði einnig sitt bezta til að leika yfir- vegaða knattspyrnu, en oft stööv- aði hann skyndisókn KR-inga með þvi að gefa sér tíma til að leita samherja. Sennilega hefði hann frekar átt að notfæra sér þann hraða sem hann býr yfir og reyna að hlaupa Vikingsvörnina af sér. Fyrstu tækifæri leiksins áttu Vikingar þegar Gunnar Orn komst inn fyrir en Magnús varði laust skot hans og þegar Hafliöi komst i dauðafæri á markteig en Magnús bjargaði stórglæsi- lega. Eina mark leiksins, sigur- mark KR-inga, kom svo á 8. min. fyrri hálfleiks. Haukur Ottesen lék þá upp hægri kantinn, gaf til samhcrja sem „kinksaði”, en boltinn rann til Björns Péturs- sonar sem skaut hörkuskoti á markiö. Diðrik fleygði sér á bolt- ann og varði, en hélt honum ekki, og Gunnar Gunnarsson hafði litið fyrir að senda knöttinn i mann- laust markið frá markteig. Þarna áttu sér stað gróf varnarmistök þegar Gunnar var skilinn einn eftir inni i markteig, og urðu þau Vikingum dýrkeypt. Eftir þetta skiptust liðin á um að sækja, og bæði sköpuðu þau sér nokkur tækifæri sem ekki nýttust, Smám saman tóku Vikingar þó leikinn i sinar hendur, og undir lok hálfleiksins var um einstefnu- akstur að ræða. Þó skapaðist hætta við Vikingsmarkið þegar Atli Þór vann skallaboltana á Magnús Guðmundsson, markvörður KR-inga, bjargaöi iiði slnu frá tapi I leiknum gegn Viking. Mark- varzla hans var frábær, og hér sést hann hirða boltann af einum sóknarmanna Víkings. móti Bjarna Gunnarssyni, mið- verði Vikinga. A 28. min. skaut Gunnar Orn föstum bolta fyrir utan teig og stefndi hann i vinstra markhorn- ið. Á siðustu stundu fleygði Magn- ús sér og bjargaði stórglæsilega, sem oftar. Á 37. min. var mikil pressa á mark KR-inga og björguðu þeir þá tvivegis á marklinu. Vikingar komu enn ákveðnari inn á i siðari hálfleik. Gunnar örn átti enn eitt hörkuskot fyrir utan teig, og stuttu siðar lék Eirikur upp að endamörkum og sendi boltann til Hafliða sem var i dauöafæri en skaut hátt yfir frá markteig. Þannig hélt pressan áfram allt þar til Guðgeir yfirgaf völlinn vegna meiðsla. Þá datt Vikings- liðið niöur og var ekki svipur hjá sjón. Eftir það sóttu KR-ingar öllu meira, en sóknin var ekki beitt og ógnaði þvi ekki verulega. Á siðustu minútunum gerðu Vik- ingar örvæntingarfulla tilraun til að jafna og komast yfir...en án árangurs. A siðustu minútu leiks- ins virtust þeir loksins ætla að uppskera, en ennþá einu sinni björguðu KR-ingar á linu. Þar með voru örlög Vikings ráðin. Þetta létt leikandi lið er dæmt til að leika i 2. deild að ári og vist er að mörg önnur lið mættu fara þangað á undan þeim. Hvað um það.....Vikingar staldra varla lengi við i 2. deild, og von- andi koma þeir filefldir til baka. Athyglisvert er hve vél þeim gekk að skora mörk i 2. deild, en svo virtist allt hrökkva i baklás er þeir komu i 1. deildina núna. Sið- ari hluta sumarsins hafa þeir þó tekiö sig á og sýnt að þeir búa yfir mörgum góðum eiginleikum knattspyrnuliðs. Aberandi bezti maður vallarins var Magnús, markvörður KR- inga. Þá var Atli Þór góður og eins Halldór Björnsson. Hjá Vikingum var Guðgeir Leifsson beztur meðan hans naut við, og einnig áttu þeir Eirikur og Hafliði góðan leik. Dómari var Rafn Hjaltalin og dæmdi þokkalega. GSP Ósvikin íslenzk knattspyma er Keflavik sigraði Val 3:0 i leiðinlegum leik ^ Þaö fór ekki framhjá neinum sem- fór á Mela- völlinn s.l. laugardag að úrslitin í 1. deild voru að mestu ráðin. Það var a.m.k. greinilegt að liðin sem þarna mættust höfðu engan áhuga á að leggja sig fram, og leikþreyta og kæruleysi einkenndu leik- mennina. Falleg knatt- spyrna sást varla, og háar spyrnur mótherja á milli voru einkennismerki þessa leiks. Það er leitt til þess að vita að um leið og úrslitin eru ráðin i 1. deild hverfi sigurvilji og leikgleði, en í staöinn komi eintómt kæruleysi. Keflvikingar voru þó mun betri allan leikinn, og sigur þeirra var fyllilega verðskuldaður. Það er erfitt að gera grein fyrir einhverri leikaðferð eða upp- byggingu liöanna. Litið sást af þviliku, en ef eitthvað var þá Keflv. sýndu betri knattspyrnu allan leikinn og uppskáru i sam- ræmi við það. Valsmenn léku þarna, að margra áliti, nýja leik- aðferð sem manni sýndist vera 1- 6-4, þ.e. einn markvörður, 6 varn- armenn og 4 sóknarmenn.Enginn virtist leika tengilið,og svo virtist sem leikmönnum Vals hefði verið ákveðinn einhver viss reitur á vellinum sem þeir mættu ekki fara út fyrir. Ef svo hefur verið hefur alveg gleymzt að staðsetja leikmenn á miðjunni, og það varð liðinu að falli i þessum leik. Keflvikingar tóku nánast alla bolta sem á miðjuna komu, og þaðan gátu þeir byggt upp sóknir i rólegheitum meðan 6 þungir Valsarar röðuðu sér upp i beina linu og mynduðu þannig „varnar- vegg” yfir þveran völlinn. Ekki bar þessi leikaðferð þó góðan árangur þvi strax á 5. min kom fyrsta mark Keflvikinga. Það er ekkert grln að gera sjálfsmark.Varnarmaður Vals og Sigurður Dagsson misskildu hvor annan, og kostaði það mark I leiknum gegn Keflavlk sl. laugardag. Valsarinn er niöurlútur, og Sigurður horfir vonsvikinn á hann. Markið er staðreynd og staöan 2-0, Keflavik I hag. Hörður Ragnarsson skaut þá föstu skoti fyrir utan vitateig, og skot hans hafnaði niðri i mark- horninu alls óverjandi fyrir Sig- urð markvörð. Eftir þetta mark dofnaði yfir leiknum, og þótt Keflvikingar sæktu töluvert var sókn þeirra þófkennd og viljalaus. Helzt fannst mér ólafur Júliusson ógna. Hann brauzt oft upp hægri kantinn, og fyrirgjafir hans voru hættulegar. öruggt er, að ef sam- herjar hans i sókninni hefðu nennt að fylgja betur inn i teiginn þegar hann gaf fyrir, hefðu mörkin get- að orðið mun fleiri. Um miðjan fyrri hálfleik tóku Valsmenn örlitið við sér og sóttu til jafns við Keflvikinga um tima. A þeim kafla áttu þeir gott skot frá vitateig, sem Þorstéinn varði meistaralega á siðustu stundu. Undir lok hálfleiksins áttu svo Keflvfkingar 2 tækifæri, Ólafur Júliusson var of seinn aö notfæra sér fyrirgjöf úr vinstra horni og Sigurður Dagsson varði fallega skallabolta frá Astráði eftir fyrir- gjöf frá Ólafi úr hægra hroni. Ekki vildi boltinn i netið, og stað- an i hálfleik var þvi 1—0. A 5. minútu siðari hálfleiks skora Keflavikingar annað mark sitt. Ólafur Júliusson lék upp og gaf á Steinar sem virtist ætla að klúðra tækifærinu. 2 varnarmenn komust fram fyrir hann en i hamaganginum skaut annar þeirra föstum bolta upp i slána og „inn i eigið mark”. Þarna virtist einhver misskilningur eiga sér stað milli Sigurðar Dagssonar og varnarmannanna, og varð hann afdrifarikur. Eftir þetta tóku Valsmenn aö sækja öllu meira, en án árangurs. Hins vegar uppskáru Keflviking- ar öllu meira, og á 22. minútu skoraði Friðrik Ragnarsson þriðja mark þeirra úr gjörsam- lega lokuðu færi. Stóð hann fyrir utan vitateig með 3 Valsara fyrir framan sig og vippaöi yfir þá. Boltinn fór hátt i loft upp, og Sig- urður horfði á hann detta i mark- ið. Þannig lauk leiknum, 3—0 fyrir ÍBK. Liðin fóru illa með gott tæki- færi til að leika knattspyrnu, og eini maðurinn sem eitthvað sýndi i þessum leik var Ólafur Július- son. — GSP.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.