Þjóðviljinn - 20.09.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.09.1972, Blaðsíða 2
2.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. september 1972 Nýkomið röndóttar og köfl- óttar skyrtublússur i mörgum litum úr 100% bómull og terylene. Síðbuxur með uppá- broti nýkomnar í mörgum litum. MÍMIR Vinsælt og skemmtilegt tungumálanám ENSKA DANSKA ÞÝZKA FIIANSKA SPANSKA ÍTALSKA NORSKA SÆNSKA ÍSLENZKA FYRIR ÚTLENDINGA. Kvöldnámskeið fyrir fullorðna Síðdegistimar fyrir húsmæður Iljálpardeildir fyrir unglinga Enskuskóli barnanna Simi 11109 og 10004 (kl. 1—7 e.h.) Málaskólinn Mímir Brautarholti 4 ÁSKORANIR til bifreiðaeigenda í Reykjavik Hér með er skorað á bifreiðaeigendur i Reykjavik, sein enn eiga ógoldinn þunga- skatt af bifreiðum eða önnur bifreiðagjöld fyrir árið 1972, sem féllu i eindaga 1. april 1972, að ljúka greiðslu þeirra nú þegar, ella verði bifreiðar þeirra teknar úr um- ferð samkv. heimild i 5. málsgr. 91. gr. vegalaganna og ráðstafanir gerðar til uppboðssölu á bifreiðunum nema full skil hafi áður verið gerð. Tollstjórinn i Reykjavik 15. sept. 1972. Auglýsingasiminn er 17 500 Þjóðviljinn TJtfærslunni líkt við innrásina í Pólland Svissneskt blað sker upp herör gegn okkur, en verður illilega fótaskortur á staðreyndum Þaö mætti ætla að Svisslend- ingar væru einhverjir sérstakir óvinir islendinga, ef dæma skyldi eítir þeim einu skrifum sviss- nesks blaös um landhelgismál, sem okkur hér á Þjóðviljanum er kunnugt um. Samskipti tslend- inga og Svisslendinga eru ekki svo mikil, að ótrúlegt má teljast, að þeir þar ytra hafi haft tækifæri til að fá á okkur mikla óbeit, en á það skal þó bent, að islenzkir fjár- málamenn eru taldir eiga inn- hlaup i svissneskum bönkum, og svo hefur auðvitað verið stofnað til nokkurra kynna i sambandi við álverksmiðjuna i Straumsvik... En sem sagt, þeir hjá vikuritinu journaleru i hinu mesta baráttu- skapi gegn okkur i landhelgis- málinu, en virðast hins vegar ekki vel búnir að upplýsingum, svo sem fram kemur á eftirfar- andi glefsum úr þvi blaði: ..Bretar veiddu árlega 1B þús- und tonn og Þjóðverjar 12 þúsund tonn af fiski af tslandsmiðum (hið sanna er að þeir veiða 10-15 sinn- um meira - þjv.i. Þar með væru þau ..ofveidd”, sagöi forsætisráð- herra íslands Fétur Thorsteins- son (hann hefur lengi gegnt störf um i utanrikisráðuneytinu — Þjv. ) og fór i 50 milna stigvél; rikis- stjórn hans færði 12 milna lögsög- una, sem hefur gilt að alþjóða- lögum i 13 ár, út um 38 milur. Með 14 atkvæðum gegn 1 for- dæmdu dómarar Alþjóðadóm- stólsins i Haag framferði Islend- inga. Til áhyggju fyrir isienzka utanrikisráðherrann og kommún- istann Einar Ágústsson (hvað segir Framsókn við einkuninni'? — þjv.) sem hafði treyst á sósial- iskt bræðraþel i merki vatnsber- ans, var meira að segja sovézki dómarinn P.D. Morosof á móti (þ.e. framferði lslendinga). Fullnaðarúrskurð ætla alheimsdómararnir ekki að kveða upp fyrr en siðar eða fyrir 15. ágúst 1973. En svo lengi vilja islendingar ekki biða. Á afmælis- degi innrásar Hitlers i Pólland færðu þeir hin votu landamæri sin út af eigin sjómannsafli. Thor- steinsson; ..Haag er ekki dóm- ba'r ". En jafnvel þótt Islendingum tækist að taka hina erlendu fiski- menn höndum eða reka þá i burtu, geta þeir ekki sigrað. Þeir eru háðir þvi að einmitt þau Efnahagsbandalagsriki, sem þeir hal'a nú haíið þorskastriðið við, kaupi af þeim fiskinn þeirra. Ella rotnar efnahagslif tslands ásamt fiskinum. Og þá verða það ekki fiskarnir. heldur fiskimenn Is- lands. sem sprikla i netinu”. Þetta eru ályktunarorð grein- arinnar .T’iskimenn i netinu” i 36. hefti þessa árs af fréttaritinu Sonntags-Journal sem er gefið út i Ziirich. Reiðir yfir birtingu mynda Gyðingar i Bretlandi eru nú æfir yfir þvi að enska blaðið „The Sunday Times” skyldi biðja Leni Riefenstahl um myndir frá Ölympiuleikunum i Munchen. Leni Riefenstahl var áður mjög frægur ljósmyndari og kvik- myndahöfundur, þegar nazistar komust til valda, snerist hún á band með þeim og gerði áróðurs- myndir fyrir þá. Hún gerði fyrst tvær myndir um flokksþing nazista,,Sieg des Glaubens (1933) og Triumph des Willens” (1934), sem höfðu mikið gildi fyrir áróður þeirra, en frægasta mynd hennar fjallar um Ólympiu- leikana í Berlin 1936. greinum og skýringum. Steiner telur þetta stafa af þvi að tengslin við fortiðina hafi slitnað, klassisk menntun sé úr sögunni, enginn skilji hugmyndatengsl, sem fyrir 30-40 árum hafi verið öllum auð,- skilin. þegar klassikin var enn stunduð. Þetta er aðeins einn þáttur úr þessari ágætu ritgerð. Skrif hans um poppið eru ekki siður eftirtektarverð, og þá skrif- in um gyðingatrú. Ritgerðir Steiners eru skrifaðar af þörf og skaphita, þvi eru þær alltaf mjög skemmtileg lesning, auk þess er hann ákaflega viðfeðma, án þess að drabbast niður i merkingar- leysu og innantómt fjas. Book Indcxing. Cambridge Authors’ and Printers’ Guid- es. M.D. Anderson, Cam- bridge University Press 1971. Cambridge útgáfan hefur sent frá sér nokkur leiðbeiningakver fyrir höfunda og prentara og er þetta eitt þeirra, ætlað þeim sem semja efnisskrár og rita nafna- skrár. Þetta er hið þarfasta kver og nauðsynlegt hérlendis þar sem gagnsemi slikra skráa er takmörkuð af kunnáttuleysi þeirra. sem vinna þær. Sclincepart. Paul Celan. Suhrkamp Verlag 1971. Paul Celan hvarf úr tölu lifenda i nóvember 1970, i Paris. Eftir hann lannst umslag. og i þvi var fullunnið handrit að þessari ljóða- bók. Celan er af mörgum talinn hafa verið merkasti lyriker Þjóð- verja eftir styrjöldina siðustu. Celan varð fyrir áhrifum frönsku symbólistanna og surrealistanna, kvæði hans einkennast af slipuðu og nákvæmu orðfa'ri, myndrikum hugrenningatengslum ásamt lif- andi hrynjandi og þunglyndis- legum baktón, hrein lýrik, þar sem engu orði er ofaukið og ljóðið verður heilt og satt. Bók þessi ber með sér öll beztu einkenni Celans. Hann hefur auk þess þýtt franska höfunda á þýzku af næmri tilfinn- ingu fyrir merkingu og tón or.ð- anna.i frönsku og þýzku. In Bluebcard’ s Castle.Some Notes Towards the Re-defin- ition of Culture. George Steiner. Faber and Faber 1971. Á sinum tima vakti ritgerð Eliots. Notes Towards a Definit- ion of Culture, mikla athygli. Skrif Steiners er að nokkru and- svar við þeim kenningum, sem Eliot hélt fram. auk þess sem hann ræðir efnið frá stórbreyttum sjónarhóli. Steiner snertir margt i ritgerðinni. meðal þess eitt ein- kenni nútimans, sem er umbúðir, það hafa aldrei verið skrifuð slik ósköp um bókmenntir og nú, og ljóð eða ritverk fyrri skálda hafa aldrei fyrr verið gefin út með slikum ósköpum af athuga-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.