Þjóðviljinn - 20.09.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.09.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. september 1972 ÞJóÐVILJINN — StÐA 3, FORVAL Á BJÓÐENDUM í SIGÖLDUYIRKJUN FER NÚ FRAM Blaðinu hefur borizt svofelld frétt frá Landsvirkjun um virkjun Tungnaár við Sigöldu. Aandsvirkjun hefur ný- lega fengið heimild eignar- aöila sinna, rikisins og Reykjavíkurborgar, til að taka bráðabirgðalán að fjárhæð tvær miljónir Bandarikjadollara vegna undirbúnings að virkjun Tungnaár við Sigöldu . I tilefni af þvi þykir rétt að gera eftirfarandi grein fyr- ir undirbúningi Sigöldu- virkjunar." Með lögum nr. 37 frá 1971 veitti Alþingi Landsvirkjun heimild til virkjana i Tungnaá, og ákvað stjórn Landsvirkjunar i septem- ber 1971 með samþykki eignarað- ila fyrirtækisins, að haldið skyldi áfram undirbúningi að 150 MW virkjun Tungnaár við Sigöldu. 1 framhaldi af þvi var gerður samningur við verkfræðiráðu- nautana Klectro-Watt og Virki um gerð útboðsgagna vegna virkjunarinnar og aflað nauðsyn- legs virkjunarleyfis iðnaðarráð- herra. Gerð útboðsgagna er lokið íyrir véla- og rafbúnað virkjunar- innar, og hala þau verið send um 25aðilum.sem i alþjóðlegu útboði hafa sýnt áhuga á að bjóða i hlut- aðeigandi verk. en ráðgert er að opna tilboð i afhendingu og upp- setningu þessa búnaðar hinn 5. janúar n.k. Útboðsgögnin eru þannig úr garði gerð, að stjórn Landsvirkjunar getur samið við hlutaðeigandi verktaka um niður- setningu véla i áföngum, en út- boðið gerir kröfu til þess, að hver og einn bjóðandi bjóði i verkið i heild að meðtalinni niðursetningu vélanna, sem Landsvirkjun er þó innan handar að taka að sér sjálf. Um þessar mundir fer fram forval á bjóðendum i byggingar- hluta virkjunarinnar. Hafa 16 verktakar óskað eítir að fá að bjóða i þann verkhluta að undan- gengnum alþjóðlegum forvals- auglýsingum. Byggist forvalið á kröfum, sem Landsvirkjun gerir til ta'knilegrar reynslu og fjár- hagslegs bolmagns hlutaðeigandi aðila, og eru kröfur þessar settar lram i hlutaðeigandi forvalsgögn- um, sem gefin voru út i júni s.l. Standa vonir til, að forvali þessu verði lokið i október n.k. og sam- þykktum bjóðendum þá afhent útboðsgögnin, en ekki er enn ákveðið um opnunartima tilboðá. Auk verkfræðiundirbúningsins á þessu ári, hefur Landsvirkjun komið upp vinnubúðum við Sig- öldu fyrir um 250 manns, leitt SF í Noregi: Norðmenn láni Islendingum skip og tæki ef með þarf Eru taugar Ijónsins að bila? Bretar œfir við Belga og óttast um Norðmenn i brezka blaðinu The Guardian þann 16. þ.m. er fjallað um viðhorfin i landhelgisdeilunni eftir samningana við Belgíu- menn. Kemur þar greinilega fram það mat, sem al- mennt mun ríkjandi hjá Bretum, að samningsað- staöa þeirra við íslend- inga hafi versnað til muna við gerð þessara samninga — og að Belg- ar hafi eiginlega svikiö þá i nauðum. Þegar rakin hafa verið skipti islenzku varðskip- anna við brezku land- helgisbrjótana segir svo: ,,Greinilegt er. að Islending- ar hafa 12 dögum eftir út- færslu fiskveiðilögsögunnar taiið timabært að taka brezku togaramennina til bæna , og hefja klippingu togviranna. Ekki er að efa að slikt hefur verið gert samkvæmt pólitiskri ákvörðun og að und- irlagi kommúnistans Lúðviks Jósefssonar i sæti sjávarút- vegsráðherra. Á sama tima hafa tslending- ar samið við Belga um vissar undanþágur til veiða innan 50 milna og er það fyrsti meiri- háttar millirikjasamningur þeirra um landhelgismál eftir útfærsluna. Mikilvægi þessa samnings felst i þvi, að hann er gerður við eitt af rikjum Efnahags- bandalagsins, en bandalagið helur, sem kunnugt er, neitað að staðfesta verzlunarsamn- ing við Islendinga i mótmæla- skyni við útfærslu fiskveiði- lögsögunnar. Auk þess hefur pólitik Efna- hagsbandalagsins i landhelg- ismálum valdið verulegri ólgu i Noregi. en verði af inngöngu Noregs i Efnahagsbandalagið eru Norðmenn bundnir við 6 milur til næstu 10 ára. Samningur Belga og íslend- inga gæti þcss vegna haft úr- slitaáhrif á þjóðaratkvæða- grciðsluna i Noregi, sem nú stendur fyrir dyrum um inn- göngu Norcgs i Efnahags- bandalagið. Kinnig er ljóst að samningur tslendinga og Belgiumanna grefur undan baráttu Breta gegn 50 milunum þar scm Belgar skuldbinda sig til að veiða aðeins samkvæmt út- gefnum leyfum islcnzka sjávarútvcgsráðuneytisins. betta þýðir i raun , að það er islenzka rikisstjórnin, sem fer með alla lögsögu innan 50 milnanna, enda lýstu þrir islenzkir ráðherrar frá öllum stjórnarílokkunum þvi yfir, að samningum loknum, að samn- ingurinn jafngilti ,,de facto” viðurkenningu á 50 milna islenzkri fiskveiðilögsögu. Við erum einnig þeirrar skoðunar að i samningnum felizt viður- kenning að vissu marki og þvi sizt að undra þótt islenzku ráðherrarnir væru sigrihrós- andi”. Petta voru orð brezka blaðs- ins ,,The Guardian”, sem cr eitt kunnasta blað þar i landi — og þcir bæta við að lokum, að incðan Bretar reyni enn að fiska innan 50 milnanna^gæti togarar frá Póllandi og þýzku rikjunum báðum fyllstu varkárni, enda sé þeim cnsku það erfiður biti að kyngja, cf islenzkir draga til sin dóms- vald i málutn þeirra erlendu togara, er bætta sér inn fyrir 50 milna mörkin. Sósialiski þjóðarflokk- urinn i Noregi vill að Lokað frá hádegi vegna útfarar Vegna útfarar herra Aágeirs Ásgeirssonar, fyrrverandi for- seta Islands, verður Stjórnar- ráðið lokað frá hádegi föstudag- inn 22. september n.k/ Jafnframt er mælzt til þess,að aðrar opinberar stofnanir verði einnig lokaðar, þar sem þvi verð- ur við komið. Norðmenn leggi íslend- ingum til skip og önnur tæki ef þörf krefur i deil- unni við Breta. Það eru ekki bara okkar ágætu islenzku stúdentar i Noregi, sem senda hlýjar kveðjur yfir hafið frá þessu forna ættlandi okkar, nú þessa dagana. Þjóðviljanum hafa þegar borizt samþykktir frá ýms- um norskum félagasamtökum, er vilja ganga i slaginn með okkur i landhelgisdeilunni. Við birtum hér á eftir samþykkt sem er frá Sósialiska þjóðarflokknum. Kannski sýnum við brezka heimsveldinu framan i vikinga- skip áður en lýkur — minnugir þess að langskip klufu hér öldurn- ar löngu áður en floti hennar há- tignar lagði undir sig heimshöfin. „Miðstjórn Sósialiska þjóðar- flokksins i Noregi hvetur norsk stjórnvöld og sjómannasamtök til aö veita tslendingum fullan stuðning i baráttu þeirra fyrir út- færslu landhelginnar og taka af- stöðu gegn ólögmætum veiðum togara útgerðarhringanna i Bret- landi eða frá löndum Efnahags- bandalagsins. Hagsmunir þeirra rfkja, er nær eingöngu veiða fjarri eigin heim- kynnum, verða að vikja fyrir hagsmunum strandrikja svo að komið verði i veg fyrir eyðingu fiskistofnanna. Þjóðartilvera islendinga bygg- ist á fiskveiðum og hún er dýr- mætari, cn brezkir og þýzkir gróðahagsmunir, Sósialíski þjóð- arflokkurinn (SF) styður af alhug baráttu norsku hreyfingarinnar til stuðnings tslendingum i land- helgismálinu. Norska landhelgi ber einnig að færa út i 50 sjómflur til að tryggja verndun fiskistofna og lifs- bjargarmöguleika strandbúa. Stuðningur við íslendinga i landhelgisinálinu, er þvi einnig barátta fyrir norskum hagsmun- um. Þess vegna ber Norðmönnuin, ef i nauðir rekur, að bjóða fram skip og tæki til utnráða i barátt- unni fyrir 50 milna islenzkri land- helgi”. þangað rafmagn og komið upp vegakerfi, innan virkjunarsvæð- isins. Eru þessar framkvæmdir liður i þvi að flýta fyrir, að verk- takinn við byggingarhlutann geti hafist handa á vori komanda, en vonir standa til, að þá verði út- boði byggingarhlutans lokið með gerð verksamnings við hlutaðeig- andi verktaka. t þessum hluta verksins felst bæði stöðvarhús Sigölduvirkjunar og stiflugerð. Framhald á II. siðu. Meirihluti útvarpsráðs hafnaði tillögu íhaldsins — Rœtt við Stefán Jónsson vegna samþykktar útvarpsráðs um þáttinn „Álitamál” Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins I útvarpsráði lögðu til að Stefáni Jónssyni dagskrár- fulltrúa yrði vikið frá stjórn þáttarins „Alitamál”. Ástæð- an til viðkvæmni ihaldsfulltrú- anna var þátturinn sem fjall- aði um kynningu landhelgis- málsins, en þar komu fram auk Stefáns, Sighvatur Björgvinsson, Svavar Gests- son og Þorsteinn Pálsson. Meirihluti útvarpsráðs hafnaði þeirri kröfu ihalds- fulltrúanna að Stefáni yrði vikið frá stjórn þáttarins en siðan voru samþykkt i útvarpsráði eftirfarandi fyrir- mæli: „Þar sem útvarpsráð telur að Stcfán Jónsson mcð stjórn sinni á þættinum „Álitamál” sl. miövikudag hafi farið út fyrir verksvið stjórnanda beinir ráðið þeim ákveðnu fyrirmælum til hans, að hann taki ekki þátt í umræðum sem dciluaðili f þáttum sem hann stjórnar”. Þjóðviljinn bað Stefán Jóns- son segja álit sitt á samþykkt útvarpsráðs: Þetta er alveg eðlileg sam- þykkt. Útvarpsráð gerir hér aðeins samþykkt uin vinnu- brögð, um það, að ég skuli stjórna þættinum áfram og út- vega menn til þess að ræða málin. Þaðer að stýra umræð- unni þannig að aðalatriðin komi fram í þessu tilfelli var aðalatriðið — sem raunveru- lega kom fram hjá Þorsteini hlaöamanni Morgunblaðsins, — að þeir menn sem stóðu að samningunum 1961, eru ekki liklegir til að túlka af einurð og undirhyggjulaust stefnu núverandi rikisstjórnar i iand- bclgismálinu, sem ógilti þennan samning.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.