Þjóðviljinn - 20.09.1972, Page 11

Þjóðviljinn - 20.09.1972, Page 11
Miðvikudagur 20. september 1972 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 11 Enn er barizt í Uganda DAR-ES-SALAM 19/9. — Flugvélar frá úganda köst- uðu enn sprengjum á bæinn Bukoba i dag. Sveitir úr her Tansaníu hafa nú tekið sér stöðu á þessu svæði, og eru reiðubúnar til að mæta árás frá úganda. Klugvélarnar gerðu i morgun tvær árásir á Bukoba, sem er i norðurhluta Tansaniu, um 30 km fyrir sunnan landamæri Uganda, en þær urðu frá að hverfa i bæði skiptin vegna skothriðar úr loft- varnarbyssum, og árásirnar ollu engu tjóni. Hluti af sprengjunum datt i Viktoriuvatn. I árásinni á Bukoba i gær fórust hins vegar niu menn, þar á meðal þrjár skólastúlkur og ein nunna, og margir særðust. SAMVINNU BANKINN SINNUM LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf BergstaSastr. 10A Slmi 16995 Sveitir úr her Tansaniu tóku sér stöðu við landamærin rétt hjá Bukoba i nótt, en þær munu hafa ströng fyrirmæli um að fara ekki yfir landamærin. Nú er talið vist, að þeir sem gerðu innrás i Uganda um helg- ina, séu hermenn úr her Úganda. sem fylgdu Milton Obote, fyrr- verandi forseta landsins i útlegð eftir valdrán Idi Amins i fyrra, Óstaðfestar fréttir herma að inn- rásarherinn hafi tekið sér stöðu i Úganda rétt fyrir innan landa- mærin, en fréttir frá Kampala herma að hann sé nú á undan- haldi. Útvarp Úganda segist hafa það eftir föngum, að innrásar- mennirnir hafi búizt við að fá að- stoð frá brezku herliði. Talsvert mannfall mun hafa orðið i þess- um atburðum. Húsmæðraskólinn Framhald af 5. siðu. endur og stjórnunarmenn Ieyfa ekkert slikt. og þvi búa piltarnir i Héraðsskólanum að Laugum, en eru þó að öllu öðru leyti i hús- mæðraskólanum, s.s. á matmáls- timum. Knn hefur ekki komið til árekstra milli kynjanna og væntanlega verða engin slagsmál þótt áður óþekktar verur hafi nú hafið innreið sina i skólann. Sam- búðin hefur verið hin bezta og vonandi verður hún það áfram. t>á má geta þess, að nú hefur einn karlmaður innritazt, ásamt unnustu sinni, á kvöldnámskeið Húsmæðraskólans i Reykjavik og vissulega hlýtur sambúð þeirra hjónakorna að verða eins og bezt verður á kosið. Einnig þar er þetta fyrsti karlmaðurinn sem innritast i skólann. Auglýsingasíminn er 17 500 Þjóðviljinn Reglusöm eldri kona óskast i söluturn. Vinnutimi frá 5 til 11.30. Upplýsingar i sima 25585. HERRA ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, fyrrverandi forseti íslands. sem lézt 15. þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni I Reykjavik, föstudaginn 22- september kl. 14. Rikisstjórn ísland Faðir okkar og tengdafaðir, Björn Sigurðsson, Brekastig 16, Vestmannaeyjum andaðist I Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, 17. september. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 23. þ.m. klukkan 11. Asbjörn Björnsson, Bjarney Sigurðardóttir Eirikur Björnsson, Asdís Jónsdóttir. Kúba Framhald af bls. 7. ætla að verða mun betri en á sið- ustu tveim árum. Þá var hún rýr sakir þurrviðra. en tiðarfar hefur. verið mun betra i ár. Eins og aðrar landbúnaðarþj., erum við háðir veðurfari, og upp- skeran er komin undir nægri úr- komu um regntimann, sem hefst i mai en lýkur i október. Þessu fylgir mikið óöryggi, og nú er unnið að undirbúningi áveitukerf- is. til að tryggja sykurreyrnum nægan raka. Hafizt hefur verið handa um að reisa stiflur, sem eru fyrsti liður áveitukerfisins, en þetta er mikið verk og krefst sins tima, þar sem landið er fjöllótt og ár fremur stuttar. Vináttufélag. — Nú hefur verið stofnað Vináttufélag Islands og Kúbu. hver eru hugsanleg verkefni þess félags? — í Sviþjóð, Danmörku og Noregi eru starfandi samskonar félög og standa þau m.a. fyrir vinnu- og kynnisferðum norræns fólks til Kúbu. Hafa þessar ferðir gefizt vel og höfum við mun meiri áhuga á slikum hópferðum en að auka ferðir einstaklinga til lands- ins. Það væri e.t.v. mögulegt að hópur færi héðan til Kúbu á veg- um vináttufélagsins i júli næst- komandi. Við munum senda islenzka félaginu kúbanskar kvikmyndir til sýninga og ýmiskonar lesefni um kúbönsk málefni. Það gæti komið til greina að stofnað yrði samsvarandi félag á Kúbu sem stuðlaöi þá að þvi að kynna islenzk málefni þar. Þáð veitir vist ekki af, t.d. vissum við sjálf ákaflega litið um island áður en við komum hingað. Við stönzum aðeins i tæpa viku en höfum hug á að koma aftur innan langs tima og skoða okkur þá betur um. Ég hef lika orðið var við að fólk hér veit álika litið um Kúbu og við um island, og brýn þörf er á að bæta úr þessari gagnkvæmu fáfræði. íþróttir Framhald af bls. 9. vörður nr. 4, 20 ára netagerðar- maður. Hefur leikið 4 unglinga- landsleiki. Itólegur og yfirveg- aður leikmaður. Friðfinnur Finnbogason mið- vörður nr. 5, 22 ára verzlunar- maður. Hefur leikið með meist- araflokki siðan ’67. Leikreyndur og harðfylginn varnarleikmaður, sem gefur fá skallaeinvigi eftir. Kristján Sigurgeirsson fram- vörður nr. 6, 22 ára laganemi. Fylginn leikmaður, hefur leikið með meistaraflokki siðan 1968. Orn Óskarsson útherji nr. 7, 19 ára húsamálari. Hefur leikið i landsleik og skoraði þá eina mark lslendinga gegn Noregi i Staf- angri. 4 unglingalandsleikir Geysifljótur og harðfylginn leikmaður, sem ógnar stöðugt. Óskar Valtýsson, framvörður nr. 8, 21 árs verkamaður. Hefur leikið tvo landsleiki og þrjá unglingalandsleiki. Hefur viður- nefnið fellibylurinn fyrir hin föstu og hættulegu skot sin. Tómas Pálsson miðherji nr. 9, 22 ára bankamaður. Hefur leikið 5 landsleiki, 3 unglingalandsleiki og er nú markahæzti leikmaður I. deildar með 15 mörk. Mjög hættu- legur sóknarleikmaður. Haraldur Júliusson framherji nr. 10, 25 ára netagerðarmaður. Hefur viðurnefnið gullskallinn fyrir hina hættulega skallabolta sina. Hefur leikið með meistara- flokki siðan 1967. Asgeir Sigurvinsson útherji nr. 11, 17 ára pipulagningarmaður. Hefur leikið 3 landsleiki og tvo unglingalandsliðsleiki. Af flestum talinn eitt mesta efni sem fram hefur komiö á íslandi i knatt- spyrnu. Gisli Magnússon nr. 13, bak- vörður, 25 ára iþróttakennari. Hóf leik með meistaraflokki 1965. Ákveðinn og harður varnarleik- maður. Sævar Tryggvason framherji nr. 14. 25 ára húsamálari. Hefur leikiö 2 landsleiki og 3 unglinga- landsleiki. Sævar er hættulegur sóknarmaður og á gott með að opna vörn andstæðinganna. Snorri Ilútsson framvörður nr. 15, 19 ára gamall nemandi. Hefur leikið 4 unglingalandsleiki. Mjög leikinn og vaxandi leikmaður. Forval Framhald af bls. 3. I útboði véla- og rafbúnaöar fyr ir virkjunina er óskað eftir, að til- boðum fylgi vörukaupalán. en aö öðru leyti verður leitað til erlendra lánastofnana og þá eink- um Alþjóðabankans um lán til framkvæmdanna, auk þess sem til koma framlög eigenda og eigið fé Landsvirkjunar. Núverandi framkvæmda- áætlanir gera ráð fyrir, að fyrsta vélasamsta-ða virkjunarinnar verði komin i rekstur 1. desember 1975. önnur vélasamstæða hinn 1. april 1976 og sú þriðja 1. desem- ber 1976, en hver vélasamstæða er 50 MW. Reykjavik, 19. sept. 1972. LANDSVIRKJUN. FELAGSLÍF Ferðafélagsferðir. Föstudag 22/9. kl. 20. Landmannalaugar. Laugardag 23/9. kl. 8. Þórsmörk (Haustlitaferð). Sunnudag 24/9. kl. 9.30. Þingvellir (Haustlitaferð). Ferðafélag Islands Oldugötu 3, Simar 19533 og 11798. Kópavogsbúar takið eftir. Séra Bernharður Guðmundsson, æskulýðsfull- trúi, mun ræða um trúarlegt uppeldi barna á fundi hjá Kvenfélagi Kópavogs 21. sept. kl. 22.00, i Félagsheimilinu efri sal. Ungir foreldrar sérstaklega velkomnir. Stjórnin. Vélskólanemar eldri og yngri! Nú fer senn aö ljúka innköllun spuringalista „Vélstjóratals” sem hefur verið unniöað nú i 2ár. Þess er óskað, að allir, sem lokiö hafa prófi frá Vél- skólanum frá þvi hann hóf starfsemi sina taki þátt I þessu, einnig þeir mótorvélstjórar, sem voru I sinu félagi, þegar Vélstjórafélag tslands og Mótorvélstjórafélag tslands sameinuöust. Siðasti skiladagur er 1. október 1972 Munið, allir veröa aö vera með! Ljósmynd þarf að fylgja. Þeir, sem af einhverjum ástæðum eru eftir og hafa ekki fengið sent eyðublaö til útfyllingar, eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu V.S.F.I., Bárugötu 11, eða I Sparisjóði vélstjóra að Hátúni 4A, þar sem þau liggja frammi. Hringja eða skrifa má Jens Hinrikssyni, Langholtsvegi 8, s. 33269 eða Guðjóni Sveinbjörnssyni, Asvallagötu 10, s. 16873. liitnefnd Vélstjóratals. AUGLÝSING frá Lánasjóði íslenzkra námsmanna til námsmanna á Islandi Auglýst eru til umsóknar lán til náms- manna á tslandi úr lánasjóði islenzkra námsmanna, skv. lögum nr. 7,31. marz 1967, um námslán og námsstyrki og siðari breytingar. Umsóknareyðublöð eru afhent i Félags- heimili stúdenta við Hringbraut og hjá lánasjóði islenzkra námsmanna, Hverfis- götu 21, Reykjavik. Námsmenn geta, að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum, fengið hluta námsláns af- greiddan i upphafi skólaárs, ef þeir óska þess i umsókn og senda sjóðnum hana fyr- ir 1. nóv. n.k. Umsóknir um almenn námslán skulu hafa borizt sjóðnum fyrir 1. nóv. n.k., nema umsækjandi hefji nám siðar, og verður þeim úthlutað i janúar og febrúar n.k. Reykjavik, 19. september 1972. Lánasjóður islenzkra námsmanna. Ráðskona óskast vantar ráðskonu að heimavistarskóla. Mjög góð vinnuaðstaða og húsnæði i boði. Upplýsingar i sima 12121 næstu daga.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.