Þjóðviljinn - 20.09.1972, Side 12
Miðvikudagur 20. september 1972
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar"
eru gefnar i simsvara
Læknafélags Reykjavikur,
simi 18888.
Nætur- og helgidagavarzla
apóteka næstu viku, frá og
með 16. september til 22.
september, er i eftirfarandi
apótekum: Apótek Austur-
bæjar, Lyfjabúð Breiðholts
og Kópavogs Apótek.
Slysavarðstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn. Simi 81212.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
vakt á heilsuvernarstöðinni.
Sími 21230.
Israelskur
sendiráðsmað
ur beið bana
í sprengingu
LONDON 19/9.— Fulltrúi
i sendiráði israels i London
beið bana í dag, þegar
pakki með sprengju sprakk
í höndum hans, og annar
israelsmaður, sem stóð hjá
honum, særðist lítiIsháttar.
Utanrikisráðherra Egypta-
lands, Múhameð Hassan el-
Zayyat, sem nú er i heimsókn i
London, lét i ljós hryggð sina yfir
atburðinum.
Sendiráði lsraels i Paris var
einnig sendur pakki með
sprengju.
r
r
FIMM SJOMENN
BJARGAST
Snemma í gærmorgun
kviknaði í vélbátnum
Jóni Eiríkssyni SF 100 á
hafinu milli Færeyja og
islands eða 156 sjómílur
frá Stokksnesi.
Fimm skipverjar
björguðust um borð í
herskipið Áróru. Var
gert ráð fyrir, að her-
skipið færi með Islend-
ingana til Færeyja i nótt.
Logaði ennþá í bátnum
snemma i gærkvöldi.
Slysavarnarfélag Islands
fékk tilkynningu um eldinn i
bátnum kl. 5.50 i gærmorgun.
Voru tvö herskip næst slys-
staðnum og gert ráð fyrir að
þau kæmust á slysstað kl. hálf
tiu. Voru það brezku freigát-
urnar Áróra og Blue Rover.
bá svöruðu lika slysakalli,
Arnarfellið og Helga II. frá
Reykjavik. Hefðu þau náð á
slysstað rétt eftir hádegi að
sögn Hannesar Þórs Hafstein i
gær.
Hannes hafði það eftir skip-
stjóranum á Arnarfelli, að
ágætis veður væri á þessum
slóðum, sléttur sjór og vestan
gola. Þá var gott skyggni.
Skipverjar á Jóni Eirikssyni
yfirgáfu bátinn kl. hálf sjö og
réðu þá ekki við eldinn. Fóru
þeir um borð rtvo gúmbáta og
fann þyrla frá Árfiru gúmbát-
ana kl. 8,25. Tóku þeir fyrst
tvo skipverja og fluttu um
borð i herskipið. Voru þeir
komnir þangað kl. fimm min-
útur gengin i tiu. Kl. 9,46 voru
hinir þrir komnir heilir um
borð.
Kl. 11 hófst slökkvistarf á
bátnum af hendi Árórumanna
og var ekki búið að slökkva i
bátnum snemma i gærkvöldi.
Þá var óráðið, hvað gert yrði
við bátinn. Hins vegar þótti
liklegt, að Aróra færi með Is-
lendingana til Færeyja i nótt.
Vélbáturinn Jón Eiriksson
var á humarveiðum I sumar
og var á leið til Færeyja til
viðgerðar og hreinsunar. gm.
Að sögn lsraelsmanna hafði
sendiráðið fengið mikinn póst i
tilefni af helgidegi Gyðinga ,,yom
kippur”. Pakkinn með sprengj-
unni var meðal samúðarbréfa,
sem send höfðu verið vegna
mannviganna i Miinchen, og virt-
ist hann hafa verið póstlagður i
Amsterdam. Talsmaður sendi-
ráðsins sagði að pakkinn hefði
sloppið i gegnum öryggiseftirlitið
vegna þess að ekki væri unnt að
rannsaka allan póst sendiráðsins.
Sprengjusérfræöingar, sem voru
kvaddir á vettvang, fundu
sprengjur i tveimur öðrum pökk-
um.
Fulltrúinn, sem beið bana, Ami
Shachori, var fertugur að aldri.
Hann var landbúnaðarfulltrúi
sendiráðsins, en hann ætlaði að
láta af störfum eftir viku, og
Theodore Kadder, sem særðist i
sprengingunni, átti að taka við
starfi hans.
Ovissa
í Líbanon
BEIRUT 19/9 — Salam, forsætis-
ráðherra Libanons, bar i dag til
baka allar fréttir um missætti
milli skæruliðahreyfingar
Palestinuaraba og stjórnar
Libanons. Hann sagði að stjórnin
óskaði þess, að samskipti sin við
hina ,,palestinsku bræður” mót
aðist af gagnkvæmum skilningi
Salam lýsti þessu yfir á fundi
með Mahmoud Riad, fram-
kvæmdastjóra Arababandalags-
ins, og leiðtogum skæruliða
Blaðberar
óskast
Þjóðviljinn óskar að
ráða blaðbera í eftir+alin
hverf i:
Hjarðarhaga
Skjól
Háskólahverfi
Háteigsveg
Breiöholt
Vogahverfi 2
Hraunbæ
Fossvog
Ásgarð
Laugaveg
Miðbæ
Hverfisgötu
Þjóðviljinn
sími 17500
Samið um heimild fyrir
níu færeyska togara
— unz annað er ákveðið um togveiðiheimildir handa
fœreyskum skipum innan
Viðræðum Færeyinga og
islendinga um endanlegt
fyrirkomulag togveiða
færeyskra skipa innan
landhelginnar við ísland
hefur verið frestað að sinni.
Samkomulag hefur náðst
um að veita áfram níu
færeyskum togskipum leyfi
til veiða milli 12 og 50
milna, enda fylgi þau í hví-
vetna íslenzkum lögum og
reglum. Orðsending um
þetta efni var i gær afhent
Atla P. Dam, lögmanni
Færeyinga.
ALLSHERJARÞING
SAMEINUÐU
ÞJÓÐANNAIIAIII)
NEW YORK 19/9 — Tutt-
ugasta og sjöunda allsherj-
arþing Sameinuðu þjóð-
anna hófst i New York í
dag. Mikil óvissa rikir í að-
aistöðvum S|b og gerðar
voru strangari öryggisráð-
stafanir en nokkru sinni
fyrr í sögu samtakanna.
Rúmlega hundrað mál eru á
dagskrá þingsins, en ekki er vafi
á þvi að erfiðast þeirra er ástand-
ið fyrir botni Miðjarðarhafs#
Mannvigin i Miinchen og árásir
ísraelsmanna á þorp og flótta-
mannabúðir i Libanon gera það ó-
sennilegt að nokkuð miðí"i friðar-
átt. Kurt Waldheim, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna viðurkenndi það i dag að
samtökin væru ráðþrota. Samn-
ingaumleitunum Gunnars Jarr-
ing, sendiherra Sviþjóðar i
Moskvu, yrði haldið áfram, en
enginn býst við nokkrum árangri
af þeim nú.
Gerðar voru strangari öryggis-
ráðstafanir en nokkru sinni fyrr,
þegar fulltrúar hinna 132 aðildar-
rikja komu saman til fundar og
kusu Stanislaw Trepczynski,
varautanrikisráðherra Póilands,
forseta þingsins. Fastafulitrúar
urðu nú i fyrsta skipti að sýna
vegabréf með mynd, og verðir
voru við allar dyr i byggingunni.
Stanislaw Trepczynski
Sérstakir lögreglumenn eru
komnir frá Washington til að að-
stoða lögregluna i New York við
að vernda þær átta þúsundir
manna, sem eru viöriðnár alls-
herjarþingið.
Umræðurnar munu hefjast á
mánudagirin.
Saigon 19/9 Her Þjóðfrelsishreyf-
ingarinnar i Suöur-Vietnam er i
sókn á 50 km langri strandlengju
og tók i nótt bæinn Ba To. Þessi
frétt varpaði talsverðum skugga
á opinbera hátið, scm leppstjórn-
in i Saigon hélt til að fagna töku
Kuang Tri.
landhelginnar
Orðsendingin er á þessa
leið:
„Þar sem enn standa yfir
athuganir varöandi togveiðar
færeyskra skipa innan hinna nýju
fiskveiðimarka Islands hefur
orðið að samkomulagi milli
samninganefnda islenzku rikis-
stjórnarinnar og færeysku land-
stjórnarinnar að tslendingar veiti
áfram færeyskum togveiðiskip-
um (sbr. fylgiskjal) leyfi til veiða
innan landhelginnar á milli 12 og
50 milna, enda fylgi þau i hvi-
vetna islenzkum lögum og sömu
reglum varðandi veiðarnar og
gilda fyrir islenzk skip við sams
konar veiðar.
Tekinn í
landhelgi
M.b. Heimaey VE 1 var staðin
aö ólöglegum togveiðum 1,3
sjómilur frá landi út af Dyrhólaey
siðastliðna nótt. Bátnum var sagt
að halda til Vestmannaeyja, þar
sem málið var tekið fyrir i gær.
Samkomulag þetta skal gilda
þar til annað verður ákveðið af
íslands hálfu.
Einar Agústsson”
Heimildin nær til eftirtalinna
skipa:
BRANDUR SIGMUNDARSON
MAGNUS HEINASON
SKÁLABERG
SJÚRÐARBERG
KAP FARVEL
ÓLAVUR HALGI
LEIVUR ÖSSURSSON
VAGBINGUR
HEGVAN ELIAS THOMSEN
Brandt
situr hjá
BONN 19/9. — Willy Brandt
kanzlari og flokksbræður hans i
stjórn Vestur-Þýzkalands hafa
ákveðið að sitja hjá i atkvæða-
greiðslunni um traustsyfirlýsingu
við stjórnina. Þeir vilja vera viss-
ir um að stjórnin falli, svo að
Brandt geti farið fram á það við
Gustav Heinemann forseta að
hann leysi þingið upp og efni til
nýrra kosninga.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði:
Alþyðubandalagjð i Hafnarfirði heldur fund i Góðtemplarahúsinu uppi
næstkomandi fimmtudag, annaðkvöld klukkan 20,30.
Dagskrá fundarins verður:
1. Kosning fulltrúa i flokksráð
2. Efnahags- og verðlagsmál.
Framsögumaður Þröstur Ólafsson hagfræðingur.
3. önnur mál.
Félagar fjölmennið — Stjórnin.
Kjördæmisráðstefna ó Sauðárkróki
Kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra verð-
ur haldin að Villa Nova Sauðárkróki, laugardaginn 23. september og
hefst hún kl. 15.
Ragnar Arnalds, alþingismaður hefur framsögu um stjórnarsam-
vinnuna og hagsmunamál kjördæmisins.
Stjórn kjördæinisráðsins