Þjóðviljinn - 10.10.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.10.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Miðnefnd herstöðvarandstœðinga ályktar um landhelgi og herstöðvar: Vinningsstaða í landhelgismálinu og herstöðvarnar komi á dagskrá! Bandariski herinn verði horfinn úr landi fyrir þjóðhátíðina 1974 Samtök herstöðvaand- stæðinga hafa sent frá sér ,,ályktun um landhelgis- og herstöðvamál", þar sem fagnað er útfærslu land- helginnar, en jafnframt skorað á rikisstjómina að efna heit sitt um hið annað og stærra sjálfstæðismál — hermálið — og hefja tafar- lausa endurskoðun á her- stöðvasamningnum. Álykt- unin var gerð á fundi i mið- nefnd samtakanna í síðustu viku,og var henni komið til rikisstjórnarinnar í gær. „Miðnefnd i Samtökum her- stöðvaandstæðinga fagnar út- færslu fiskveiðilögsögunnar við fsland i 50 milur, enda er sú ráð- stöfun ein af forsendum þess að þjóðin geti lifað sjálfstæðu lifi i landi sinu. Miðnefndin litur svo á að Islendingar hafi nú þegar örugga vinningsstöðu hvað land- helgismálið snertir. Ekki þarf lengurað þviað spyrja hvortand- stæðingar okkar gefist upp, heldur hvenær. Þar sem landhelgismálið er nú komið á svo góðan rekspöl, telur Nú er smlði nýja skuttogarans I Stálvik f fullum gangi. Vélarnar eru komnar til landsins og skrokkur skipsins fullsmiðaður. Þarna sést hvar stefnið kemur framan á skipsskrokkinn. — Myndina tók Ijós- myndari Þjóðviljans i Stálvik f gær. Innbrot í sundlaugarnar í Reykjavík: Furðuleg skemmdarfýsn Heppinn Eyjamaður: Hlaut öðru sinni hœsta vinning í getraun um Þegar farið hafði verið yfir alla scðlana i getraununum i gær kom i Ijós að einn seðill var með 12 rétta og hlaut eig- andihans 270 þús. kr. Þá voru 25 seðiar með 11 rétta og hlýtur eigandi hvers miða 4600 kr. Að þessu sinni var sölu- aukning hjá getraunum sem svarar 4000 seðlum. Sá sem var með 12 rétta heitir Ragnar Jóhannesson og er úr Vestmannaeyjum. Við hringdum I Ragnar I gær til að heyra I honum hljóðið eftir þessa miklu heppni. — Blessaður vertu, þetta fer nú að vera nokkuð vana- legt hjá mér, ég er búinn að vinna tvisvar áður i getraun- unum og konan min einu sinni. — Hcfurðu unnið stórvinn- ing áður? — Já, einu sinni.Eg fékk þá 164 þús. kr. Það var i desem- ber I hitteðfyrra. Ég var þá með 11 rétta, við vorum þá tveir með 11 rétta og skiptum vinningnum á milli okkar, 164 þús. kr. hvor. Svo vann ég i fyrra smávinning, 1100 kr. Svo vann konan min lika I fyrra 5700 kr., var með 11 rétta. — Ertu með eitthvert kerfi? — Það get ég varla sagt. Ég tek 4 seðla, fylli einn út og breyti svo út frá honum á hinum þremur. Svona fylli ég út 10 til 12 seðla. Og ég get sagt þér það að ég var með 10 rétta I 7 vikur I fyrra og einu sinni með 11 rétta, og þá fékk ég þennan smávinning. En þessir seðlar með 10 rétta náðu aldrei vinning. — Var ekki biðin frá þvl á iaugardag, þar til I dag erfið, þegar þú vissir, að þú varst með 12 rétta,ef aðrir væru nú með jafn marga rétta? — Jú hún var það dálitið, en þó var þessi seðill þannig, að mér þótti ótrúlegt að fleiri væru með 12 rétta. Þegar ég skoðaði seðilinn f gær fannst mér það alveg út I hött hvernig ég fyllti hann út, En svona er þetta, óliklegustu seðlarnir gefa oft vinning. S.dór. Brotizt var inní báðar úti- sundlaugarnar i Reykjavik um helgina, en engu stolið. Hinsvegar virðist sá er þetta gerði vera haldinn óskaplegri skemmdarfýsn, því að bókstaflega allt var eyðilagt sem hægt var að eyðileggja, og er talið að sama persóna hafi verið að verki á báðum stöðunum, enda ummerki svipuð. Það var aðfaranótt sunnudags- ins sem brotizt var inn i sund- laugina i Laugardal og er talið að farið hafi verið um glugga i sturtuklefa karla með þvi að brjóta þar fyrst rúðu. Þegar þangað er komið inn er innan- gengt um allt húsið, allar dyr ólæstar. í almenningsklefunum karla- megin var brotinn stór spegill, siðan var farið inni afgreiðsluna, og þaðan inn i kaffistofu. 1 kaffi- stofunni var allt lagt á hliðina, borð og stólar, öllu sópað úr eld- hússkáp og það brotið. Stimpil- kort starfsfólks tekin og þeim dreiftum allt. Innaf þessari kaffi- stofu er lykla- og áhaldaherbergi. Þar var farið inn og lyklum og merkjum dreift um allt, svo og hverskonar áhöldum. Þar mun ekkert hafa verið brotið, en öllu hent um koll sem hægt var. A gangi fyrir aftan afgreiðsl- una, þar sem eru 3 herbergi, var allt á rúi og stúi. Föt út um allt, speglar brotnir og annað eftir þvi. Þá hefur verið farið út og rúðan i Frh. á bls. 15 miðnefndin að ekki sé eftir neinu að biða fyrir ríkisstjórnina að snúa sér að þvi öðru sjálfstæðis- máli sem er á málefnasamningi hennar, en það er brottför hers- ins. Engin ástæða er til að láta þá samninga sem yfir standa og framundan eru i landhelgismál- inu, tefja fyrir undirbúningi að uppsögn herstöðvasamningsins við Bandarikin. Miðnefndin skorar þvi á rikis- stjórnina að hefjast tafarlaust handa um endurskoðun her- stöðvasamningsins með það fyrir augum að herinn verði horfinn úr landi fyrir þjóðhátiðina 1974 og herstöðvar afnumdar i landinu. Reykjavik, 4. október 1972. Samtök herstöövaandstæö- inga." Femt á sjúkrahúsi eftir árekstur Fernt var flutt á sjúkrahús eftir mjög harðan árekstur i Suður- götunni i Reykjavik á sunnudags- morguninn, er bifreið var ekið á ljósastaur. Þar af var tvennt mikið slasað og var lagt inn á gjörgæzludeild Borgarsjúkrahússins, hinir tveir fengu að fara heim. Ekki er Ijóst hvað olli þessu slysi. Aflétting bannsins bráða birgða- ráðstöfun ÞÓRSHÖFN 9/10 Stjórn Handverksmannafélagsins i P'æreyjum ákvað i dag að af- létta um stundarsakir banninu við að afgreiða brezka togara, sem stundað hafa ólöglegar fiskveiðar hér við land. Að sögn Ólafs Mikkelsens er þessi aflétting einungis bráða- birgðaráðstöfun, sem gildir einungis meðan viðræður fara fram milli Islendinga og Breta um fiskveiðideilurnar. Söfnunarféð 15,9miljónir I gær gaf Samband is- lenzkra samvinnufélaga kr. 1 miljón i landssöfnun land- helgissjóðs og hefur verið af- hent á bankabók. Þá hefur Akureyrarbær gefið 250 þús- und kr., Húsavikurbær kr. 100 þúsund, Siglufjarðarbær kr. 50 þúsund, útgerðarfélagið Fylkir 30 þúsund kr., og 20 þúsund hafa borizt frá'áhöfn- inni á m.s. Sigurvon. Þá hefur félag rannsóknar- lögreglumanna gefið 20 þús- und kr. Söfnunarféð nemur nú 15,9 miljónum kr. Um hálf önnur miljón kr. barst um helgina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.