Þjóðviljinn - 10.10.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.10.1972, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINNÍÞriðjudagur 10. október 1972. Samkeppni pianóleikaranna: Dönsk stúlka hlutskörpust Þau urftu hlutskörpust: Amalie Maliing frá Dan- mörku, 24ra ára, og Norðmað- urinn Einar Steen-Nökleberg. „Þetta var yfirleitt ágætt fólk og gaman að heyra það spila”, sagði Arni Kristjáns- son, pianóleikari og dóm- nefndarformaður i keppni hinna 10 ungu pianóleikara frá Norðurlöndum. IIlutskörpust varð Amalie Malling frá Danmörku, en hún varð i fyrsta sæti undankeppn- innar i Danmörku. Hún hlaut 15 þúsund danskar i verðlaun. Árni sagði um leik hennar: „Ilún spilaði ákaflega fágað og finlega og var skáldleg i túlkun sinni”. í öðru sæti varð Norðmað- urinn Einar Steen-Nökleberg, og hlaut hann 10 þúsund danskar i verðlaun. Árni sagði um leik hans: „Túlkun hans var öðruvisi, hann lék af myndugleik og hafði mjög fallega mótun.” Þau léku bæði með Sinfóniu- hljómsveit tslands á sunnu- daginn, og þar var gert út um hvort þeirra yrði sigurvegari. Þau léku bæði einleik i Kon- sert nr. 4 fyrir pianó og hljóm- sveit eftir Beethoven. Olafur Björnsson, prófessor, fulltrúi tslands i Norræna menningar- sjóðnum, úthlutaði verðlaun- unum. tslenzka sjónvarpið mun gera þátt um þessa keppni og senda hann til sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum. sj „Handritin heim Skiptanefndin langt komin að ræða skil á lagaritum Nefndin vœntir þess að geta haldið nœstu fundi sína í Danmörku í nóvember eða byrjun desember Nefnd sú sem skipuð var af menntamálaráðherra Danmerkur til að skipta hinum islenzku handritum í Nýlega voru fulltrúar Dags- brunar á A.S.t. þing kjörnir á fundi trúnaðarmannaráðs félags- ins. Aðalfulltrúar eru: Eðvarð Sigurðsson, Litlu Brekku, Guðmundur J. Guðmundsson, Kremristekk 2, Halldór Björns- son, Hliðarvegi 34, Pétur Lárusson, Melgerði 20, Andrés Guðbrandsson. Rauðalæk 18, Baldur Kjaranson. Laufasi v/Breiðholtsveg, Pétur Péturs- son, öldugötu 57, Ólafur Toría- son, Unufelli 21, Högni Sigurðs- son, Melási 6, Guðmundur Svein- bjarnarson, Melgerði 39, Arni Eliasson, Hæðarenda 2 v/Nesveg, Guðmundur Óskarsson, Kópa- vogsbraut 9, Gunnar Hákonarson, Árnasafni og Konunglega bókasafninu í Kaupmanna- höfn hélt annan fund sinn í Reykjavík dagana 2.-6. Auðbrekku 31, Hjálmar Jónsson, Efstasundi 7, Kristvin Krist- insson, Lambastekk 4, Ragnar Geirdal Ingólfsson, Hæðargarði 56, Rögnvaldur Guðjónsson, Huldulandi 1, Sigurður Blöndal, Huldulandi 10, Sigurður Eir- iksson, Laugalæk 17, Sveinn Gamalielsson, Kópavogsbraut 20, Sæmundur Valdimarsson, Hrauntungu 73, Þórir Danielsson, Kóngsbakka 11. Varafulltrúai' eru: Vilhjálmur Þorsteinsson, Reyni- mel 40, Óskar Gunnlaugsson, Skálagerði 17, Guðni Albertsson, Háagerði 69, Bjarni -Hermanns- son, Sogavegi 116, Tómas Sigur- október 1972.— Hefur blað- inu borizt fréttatilkynning um fundinn frá nefndinni. „Fundurinn fór að þessu sinni þórsson, Skipholti 26, Helgi Ámundason, Kóngsbakka 3, Ás- mundur Magnússon, Hjaltabakka 20, Aðalsteinn Viglundsson, Eski- hlið 35, Bragi Björnsson, Lamba- stekk 12, Andrés Wendel, Hjalta- bakka 10, Guðmundur Gestsson, Barmahlið 16, Pétur Matthiasson, Hamrahlið 5, Snorri Sveinsson, Freyjugötu 15, Ragnar G. Kristjánsson, Brávallagötu 44, Högni Agústsson, Grettisgötu 47, Jón D. Guðmundsson, Viðimel 27, Magnús Kr. Magnússon, Blöndu- hlið 25, Sigurður Sveinsson, Hjarðarhaga 38, Björn Guðjóns- son, Karfavogi 39, Guðlaugur Valdimarsson. Bergþórugötu 8, Þorvaldur Helgason, Ásgarði 107, Oddgeir Pétursson, Grýtubakka 28. fram undir stjórn Jónasar Krist- jánssonar prðfessors. Á fyrsta fundi nefndarinnar sem haldinn var á Slettestrand á Jótlandi i júlimánuði siðastliðnum, hafði Magnús Már Lárusson háskóla- | rektor verið kjörinn til að stjórna næsta fundi, en hann forfallaðist á siðustu stundu vegna veikinda, og var þá Ólafur Halldórsson hand- ; ritasérfræðingur skipaður vara- maður hans, þar til annað verður ákveðið. Á fyrsta fundi nefndarinnar voru lögð drög að þvi hversu haga skyldi hinum fræðilegu umræðum um skiptinguna. Eftir tillögu pró- fessors Chr. Westergard-Nielsens var nú ákveðið að skipa handrit- unum i stórum dráttum i flokka eftir efni þeirra og styðjast siðan við þá flokkun þegar kæmi að nánari umræðum um skipt- inguna. Nefndinni tókst að miklu leyti að Ijúka umræðum um skil þeirra handrita i Árnasafni sem hafa að geyma hin fornu islenzku lög (Grágás, Járnsiðu og Jónsbók) og efni sem þau varðar. Komst nefndin að ákveðinni niðurstöðu um flest þessara handrita sam- kvæmt greinimarki hinna dönsku afhendingarlaga. Varðandi ein- stök handrit taldi nefndin þó æskilegt að glöggva sig nánar á greinimarki afhendingarlaganna og hve mikið fælist i þvi.” Struku frá mannræningjum MELBOURNE 7/10. Sex skóla- stúlkum og kennslukonu þeirra, sem i gær var rænt, tókst i dag að flyja frá ræningjum sinum. Höfðu þær verið læstar inni i bil, en eng- inn var til að gæta þeirra þegar þeim tókst að flýja. Stúlkunum og kennslukonunni var rænt frá skóla sinum i gær. Ræningjarnir kröfðust um 80 miljóna króna i lausnargjald og Viktoriufylki hafði lýst sig reiöu- búið til að greiða þá upphæð. Hefna sín á V-Þjóðverjum KAIRO 7/10. Egyptaland, Libýa og Sýrland hafa ákveðið að gripa til sérstakra aðgerða gegn vestur- þýzkum borgurum. Eru þær hugsaðar sem svar við ráð- stöfunum Vestur-Þjóðverja, sem stefnt er gegn Aröbum i Vestur- Þýzkalandi og samtökum þeirra. Lögreglan skaut flug- vélaræningja RÓM 7/10. Ungur maður gerði i gær tilraun til að ræna italskri flugvél af Fokkergerð, en hann fannst i morgun dauður i vélinni eftir skotbardaga við lögregluna. Maðurinn heimtaði um 200 miljón króna lausnargjald og að sér yrði flogið til Kairó. Áform hans fóru út um þúfur eftir að þriggja manna áhöfn vélarinnar tókst aö strjúka frá ræningjum eftir að vélinni hafði verið lent. Um 700 lögreglumenn umkringdu flugvélina og hófu skothrið á hana i gærkvöldi. 1 morgun fannst ræn- inginn svo dauður i vélinni, sem fyrr segir. Þeodorakis vill heim PARIS 7/10. Griska tónskáldið Þeodorakis, sem hefur veriö i út- legð hálft þriðja ár, hefur látið i Ijós ósk um að snúa heim til Grikklands. Þeodorakis, sem er þekktur fyrir andstöðu sina gegn herforingjastjórninni og sat lengi i fangelsi var sleppt úr landi fyrir tilmæli ýmissa þekktra aðdáenda sinna. í NEOEX 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sfmi 16995 Kaninn flytur út úr her- stöðinní mat fyrir 33 milj. Er yfirdýralœkni ekki kunnugt um þennan ólöglega innflutning? Fyrir nokkru var minnzt á hinn undarlega matvælainnf lutning Ameríkananna, sem búa i byggðunum kring um herstöðina i Miðnes- heiðinni, hér i blaðinu, en einsog kunnugt er, er ekki leyfður innflutn- ingur á kjötvöru til landsins ef íslendfngar eiga í hlut. Suðurnesjatíðindi í Keflavik tóku þetta mál til athugunar frá nokkuð annarri hlið en Þjóðvilj- inn gerði á sínum tíma. Um útflutninginn úrher- stöðinni segir blaðið: Samkv. upplýsingum Björns Ingvarssonar, lögreglustjóra á Keflavikurflugvelii, nam þessi útflutningur matvöru i júli 1972 kr. 2.725.294,00. Með þvi að gera ráð fyrir að úttekt sé svipuð allt árið, þá er þessi tollfrjálsi útflutningur á mat- vöru af Keflavikurflugvelli nálægt 33 milj. kr. á árinu. Ef þessi matvara væri tolluð og iagður á hana söluskattur i tolli. eins og gert er við aðrar innfluttar matvörur, þá er lik- legt að sú upphæð yrði ekki mikið undir 10 miljónum. Þar sem tölur um matvæla- flutning Kananna úr herstöð- inni liggur fyrir, væri ekki úr vegi að fá næst að vita hjá varnarmálanefnd hver for- sendan fyrir henni er, þar sem tslendingum er óheimilt að flytja inn kjötvöru til að girða fyrirgin- og klaufaveiki, og þá jafnframt hvort yfirdýralækn- ir, sem nýverið bannaði inn- flutning á sauðnautum, og við- heldur innflutningsbanni á kjötvöru til landsins, sé sáttur við þennan ólöglega kjötinn- flutning dátanna. Blaðið tæki fegins hendi skýringum á fyrirbærinu. — úþ D agsbrún ar fulltrúar á 32. þing A.S.Í.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.