Þjóðviljinn - 10.10.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.10.1972, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 10. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA K. Magnús Framhald af bls. 7. landi. Hún er hins vegar reiðu- búin til samvinnu við erlenda aðila á þeim forsendum að islenzka rikið eigi meirihluta i slikum fyrirtækjum og þau lúti i einu og öllu islenzkum lögum. A sviði smáiðnaðar er naumast ástæða til samvinnu við erlenda fjármagnsaðila um eignarhlut. Sú iðnþróunaráætlun sem nú er verið að fullgera stefnir að iðn- þróun sem tslendingar ráði örugglega yfir, einnlendri iðn- væðingu. Þegar talað er um iðn- þróunarhugmyndir Jóhanns Hafsteins og þau áform sem ég hef nýlega gert grcin fyrir er þvi um að ræða gcrólik markmið, andstæðar hugmyndir um getu landsmanna og raunar framtið þeirra. — Telur þú að fyrri áform viðreisnarflokkanna séu óbreytt? — Þvi miður sé eg enga ástæðu til að ætla annað. Til að mynda hefur Morgunblaðið hamazt i allt sumar gegn stefnu og ákvörðunum rikisstjórnar- innar i raforkumálum. Blaðið snerist gegn þvi, að Norðurland væri gert að einum raforku- markaði en vildi i staðinn láta ráðast i smáaðgerðir á Norður- landi vestra sem engan vanda leystu. Morgunblaðið snerist einnig gegn Mjólkárvirkjun á Vestfjörðum, en mælti i staðinn með Suðurfossárvirkjun sem gat aðeins leyst litinn hluta af raforkuvandamálum Vestfirð- inga Blaðið hefur snúizt gegn þvi að lögð verði orkuveitulina frá Búrfellssvæðinu norður i land og m.a. borið fram þá kröfu að Norðlendingar borguðu linuna með þvi að kostnaður við hana legðist ofan á raforkuverðið til þeirra. Þetta er röksemd sem menn ættu að gefa gaum . Sam- kvæmt henni ættu Norðlend- ingar einnig að greiða kostnað af vegalagningu frá Reykjavik og norður með hækkuðu verði á vörum sem fluttar eru um veg- inn. Auðvitað verður samteng- ing orkuveitusvæða á sama hátt og vegagerð að vera heildar- átak þjóðarinnar allrar, enda mun lina sem flytur orku norður um skeið einnig flytja orku suður, þegar ráðizt verður i stórvirkjun nyrðra. En sam- tenging orkuveitusvæða er for- senda þess að þjóðin öil fái notið stórframkvæmda og að hægt sé að tryggja sama heildsöluverð á raforku um land allt. Aðeins mcð slikri stefnu er hægt að framkvæma iðnþróun sem nái til þjóðarinnar allrar. 1 hinni neikvæðu afstöðu Morgunblaðsins, sem speglar skoðanir tiltekins valdahóps i Sjálfstæðisflokknum, birtist einmitt vantrúin á getu íslend- inga og framtið. Stórvirkjanir eru þvi aðeins framkvæman- legar að þeirra mati að útlend- inar kaupi orkuna. Ef ekki kemur til erlend stóriðja finnst þeim að hver sveit geti látið sér nægja bæjarlækinn heima. Breyting Framhald af 5. siðu. lagt, tók hinn virðulegi réttur sem gæðavöru. Siðan fékk hann sér hálf-áttrætt gamalmenni til þess að kveða upp dóminn sem hljóð- aði á þá lund að hinn slasaði bæri einn alla sök og útgerðin þvi ekki bótaskyld.Hjálpi matsveinn til á þilfari, eftir beiðni, og hljóti meiðsl af, fær hann engar bætur sá braser; honum bar sko skylda til að halda sig i hæfilegri nálægð við eldavélina. Þessi dæmi tala sinu máli, en þau skipta vafalitið hundruðum, og mál að linni. Tryggingar ökutækja i umferð- inni eru háþróaðar og fylgjast ágæta vel með breyttum timum, lögbundnar sem frjálsar. I bifreiðatryggingum er mannslifið yfirleitt metið hærra en gerist i sjóslysatryggingum, en þær kúra ennþá aftur i grárri forneskju. Mikil er lágkúra þeirra manna er ætla sér að standa sem stein- runnin nátttröll gegn þvi að þessi ómannúðlegi tryggingarmáti verði færður i mannúðlegra og nútimalegra form. Mér hefur verið sagt að útflutn- ingssjóður, tryggingardeild, hafi fengið i sinn hlut rúmar 400 miljónir króna s.l. ár, 80% af tekj- um sjóðsins. Þó er talið að 200 hundruð miljónir muni vanta til þess að hægt verði að ljúka greiðslum til tryggingafélag- anna. Þetta virðist vera óseðjandi hit eins og áður var og mikil nauðsyn að láta þá ekki hremma það sem eftir er af sjóðnum og öðrum er ætlað. Breytingin sem Alþingi gerði á siglingalögunum er efalaust til bóta. Það sýna viðbrögð þeirra sem hafa um áratugi leikið sér aö réttmætum slysabótum til handa sjómönnum sem hjá þeim hafa starfað eins og kötturinn að mús- inni. Nú riður á miklu að engar þær breytingar verði gerðar á lögunum sem rýrt gæti langþráða réttarbót sem þeim var ætlað að veita sjómannastéttinni. Það væri fróðlegt að fá upplýst hjá tryggingarfélögunum hve mörg- um yfirmönnum hgfa verið greiddar slysabætur siðasta aldarfjórðung og upphæðina i krónum. Þetta hefir verið bar- áttumál F.F.S.t. um langan tima, og nú verða þeir að standa fast i istaðinu og hrinda með festu hverri tilraun til skemmdarverka á siglingalagabreytingunni sem Alþingi samþykkti með 60 sam- hljóða atkvæðum 29. mai 1972. Minning Framhald af bls. 2. Hjálmar Eliesersson var gæddur nægri skapfestu og seiglu til þess að láta erfið- leikana ekki buga sig. Hann varð þvi einn þeirra manna er skiluðu verkalýðshreyfingunni áleiðis til aukins styrks og viðurkenningar og lögðu grund- völl að bættum lifskjörum þeirra er minna máttu sin og lengi báru skarðan hlut frá borði. Hann var stilltur vel en fastur fyrir og kunni ágætlega að halda á þeim málum sem hann vann að, hvort sem þau voru á sviði verkalýðsmála, al- mennra atvinnumála eða hreppsmála. Hann náði þvi oft ótrúlegum árangri þar sem öðrum sýndust flestar leiðir lok- aðar eða litt færar. Hjálmar var að eðlisfari við- kvæmur i lund og bjó yfir rikum tilfinningum. Hann tók þvi oft nærri sér áföll og mótbyr sem honum eins og flestum öðrum hlutu að mæta á lifsleiðinni. Þetta vissu vinir hans, enda þótt hann væri að eðlisfari dulur um eigin hagi og það væri fjarri honum að bera tilfinningar sinar á torg. Fráfall Hjálmars Eliesers- sonar á góðum starfsaldri og með óvæntum hætti er öllum vinum hans og kunningjum saknaðarefni. En sárasturharm ur er þó kveðinn að eiginkonu hans, Jensinu Jóhannsdóttur, börnum þeirra fimm og öðrum nánustu vandamönnum. Minningin um umhyggjusaman heimilisföður og góðan dreng er þó dýrmæt eign og harmabót á viðkvæmri skilnaðarstund. Þeim eru öllum færðar einlægar samúðarkveðjur. Guðmundur Vigfússon. Innbrot Framhald af bls. 3. hinum nýja útsýnisturni við laug- ina brotin, sólbrettum dreift út um alla laug, hjólavagni og fleiru hent út i laugina. Sem sagt engu stolið, að þvi aðséö verður, en allt skemmt sem hægt var. Mjög svipuð aðkoma var i Sundlaug vesturbæjar i fyrrinótt. Lögreglunni var tilkynnt um, að maður hefði farið þar inn. Þegar hún kom á staðinn sást til manns- ins, en honum tókst að komas' undan i myrkrinu,og þrátt fjr.r mikla leit i nágrenninu far.ist hann ekki. 011 ummerki voru svipuð i vesturbæjarlauginni. Þar hafði öllu lauslegu verið hent i laugina og annað brotið og bramlað. Engu virðist hafa verið stolið, heldur allt kapp lagt á að skemma og spilla. Hér er greinilega veikur maður á ferð, haldinn mikilli skemmdarfýsn. S.dór Víkingur Framhald af 10. siðu. þessi leikmaður var i unglinga- landsliðinu i fyrra og á eflaust eftir að ná langt i handknattleik. Þá áttu Jóhann Frimannsson og Halldór Bragason ágætan leik. | Hjá Viking var það helzt Einar ! Magnússon sem eitthvað stóð uppúr i tvennum skilningi. Mörk Þróttar: Trausti 4, Hall - dór, 2 Sveinlaugur, Arni, Kjartan og Guðmundur 1 mark hver. Mörk Vikings: Einar 5, Jón Sig, 2, Ölafur 2, og Magnús 1 mark. —S.dór. ; ísafjörður Framhald af bls. 16. i Kópavogi. Ennfremur óttaðist meirihlutinn, að bæjarsjóður yrði dæmdur til að greiða Jóni Guð- j laugi allt að 2,8 miljónir kr., ef \ honum yrði vikið úr embætti I bæjarstjóra. Þá var gengið til þess ráðs að I gera starfsaðstöðu hans þannig, > að honum yrði illa vært i starfi og yrði að segja þvi lausu eins og nú er komið á daginn. Þá er á allra vitorði, að Bolli Kjartansson verði ráðinn bæjarstjóri, en um ! launakjör hans er enn ekki kunn- ; ugt. Ef til vill verður það leyndar- dómur eins og bæjarmálastefnu- skrá meirihlutans. H.ö. Blaðið hafði simsamband vest- ur i gær og innti Jón nánar eftir afsögninni. Sagði hann að afsagnarbréfið væri dagsett fyrsta október og hefði verið tekið fyrir á bæjar- stjórnarfundi 5. október, og átti að koma fyrir bæjarráðsfund i gær klukkan 5. t afsagnarbréfinu tók Jón fram, að ástæðan fyrir uppsögn sinni væri andstaða við nýmyndaðan meirihluta, en hann mynda Sjálf- stæðisflokksmenn, Alþýðuflokks- menn og Hannibalistar, undir for- ystu Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Jón Guðlaugur Magnússon var ráðinn sem bæjarstjóri af vinstri- meirihluta eftir bæjarstjórnar- kosningarnar 1970. Hann var endurráðinn eftir kosningarnar sem fram fóru á tsafirði vegna sameiningar Eyrarhrepps og tsa- fjarðarkaupstaðar i eitt bæjar- félag. Þegar sú ráðning var gerð, hafði ekki verið myndaður meirihluti i bæjarstjórninni, en nokkrar vonir stóðu til að aftur yrði myndaður vinstrimeirihluti, en úr þvi varð þó ekki. „Reynslan, siðan nýr meiri- hluti var myndaður i júli, hefur leitt i ljós,” að mér er ógjörlegt að vinna i andstöðu við ráðandi meirihluta,” sagði Jón, og þvi eðlilegt að ég segi starfi minu lausu.” Er blaðið spurði hann um hugsanlegan eftirmann, vildi hann ekkert láta hafa eftir sér, og ekki kvaðst hann vera búinn að fá sér annan starfa. Blaðið gerði itrekaðar tilraunir i gær til þess að ná sambandi við bæjarritarann i Kópavogi, Bolla Kjartansson, en Þjóðviljinn skýrði frá þvi i sumar, þegar meirihlutamyndunin stóð yfir á ísafirði, að hann þætti liklegur kandidat til bæjarstjóra. Ekki tókst okkur að hafa upp á Bolla, svo ekki verður fullyrt um þá hlið málsins að svo komnu. Hins vegar er ástæða til aö geta þess, að frumkvöðullinn að meiri- hlutamynduninni á tsafirði, Jón Baldvin Hannibalsson, og Bolli þessi eru systkinabörn, og oft hef- ur verið leitað innan frændgarðs þessa, einmitt af mönnum innan hans, eftir mönnum i virðingar- stöður. —úþ Hvað er bezt Framhald af bls. 16. þetta kjörtimabil að minnsta kosti. Annað kemur vart til mála. Ellert. Ellert B. Schram, formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna sagði: — Það sem bezt hefur verið gert er án efa að það hefur komið i hlut þessarar rikis- stjórnar að færa landhelgina út. Það sem ég held að hafi valdið stuðningsmönnum rikisstjórnarinnar mestum vonbrigðum, hversu mistekizt hefur að standa við þau loforð, sem rikisstjórnin gaf um félagsleg málefni. Um þetta vil ég benda á þrjú atriði: Fyrst vanmátt Framkvæmdastofnunar rikis- ins, i annan stað tillitsleysið gagnvart gamla fólkinu i skattamálum og i þriðja lagi ráðleysið i glimunni við verð- þólgudrauginn. Gerður. Gerður Steinþórsdóttir er varamaður fyrir Fram- sóknarflokkinn i borgarstjórn Reykjavikur. Hún sagði: útfærsla landhelginnar i 50 sjómilur er tvimælalaust það bezta, sem rikisstjórnin hefur gert. Fyrrverandi rikisstjórn hefði aldrei haft dirfsku til þess. Þó ber að fagna þvi, að fullkomin samstaða tókst á Alþingi. — Næsta skrefið er, að rikisstjórinni auðnist að gera hagkvæma samninga við Breta og Vestur-Þjóðverja til að tryggja lifsafkomu þjóðar- innar. Ég álit að meira hafi gætt kapps en forsjár við afgreiðslu skattafrumvarpsins, og það þarfnist verulegrar endur- skoðunar. Einnig álit ég, að 40 stunda vinnuvika fyrir alla hafi komið of skyndilega, fólk hafi ekki verið nægilega undirbúið undir þessa breyt- ingu. Annars vegar hefur styttingin orsakað slæma þjónustu þar sem ekki hefur tekizt að skipuleggja vinnu fólks nógu vel. Hins vegar nægir ekki að fá fritima, það þarf einnig að kunna að nýta hann. Ég óska rikisstjórninni langra lifdaga, og vona að störf hennar verði landi og þjóð til farsældar. Rikisstjórnin Frámhald af bls. 1. þessu ári. Á móti áhrifum minnkandi afla vegur hinsvegar aö nokkru hækkun á útflutnings- verði, og er talið, að sú hækkun nemi til frystihúsanna frá þvi fiskverð var siðast ákveðið sem svarar um 120 miljónum króna á ársgrundvelli. Lúðvik lagði áherzlu á það, að þær greiðslur sem hér væri gert ráð fyrir úr verðjöfnunarsjóðn- um, væru eingöngu miðaðar við timabilið til áramóta, en málin yrðu skoðuðað nýju fyrir áramót. Hann gat þess, að inn i Verð- jöfnunarsjóð hefðu komið 150 miljónir króna á fyrstu 8 mánuðum þessa árs, svo aö væntanlega mun hækka i sjóðnum yfir árið þrátt fyrir þessar ráð- stafanir. Hér koma svo upplýsingar um það, hve mikið hver fisktegund hækkar: Þorskur 19%, ýsa 12%, langa 18%, ufsi 6%, steinbitur 12%, karfi 6% og lúða um 15%. Lúðvik Framhald af bls. 1. borði meðan ekkert nýtt kemur fram frá Bretum. Það er þeirra að stiga næsta skref. Ég örvænti ekkert um útkomuna. Bretar eru hér með mikinn taprekstur, geta ekki fiskað með eðlilegum hætti, og aðstaða þeirra stórversnar, er vetur gengur i garð. Það er með öllu óhjákvæmilegt, að verulega dragi úr fiskveiðum útlendiriga á tslandsmiðum. Gerist það ekki, erum við neyddir til að minnka okkar eigin sókn, en slikt þýðir versnandi lifskjör. Hér verður annar aðilinn að vikja, þvi að fiskistofnanir eru i I hættu, og þó að við rekum erlendu togarana úr landhelginni/verðum við einnig að skipuleggja okkar eigin veiðar betur en gert hefur verið. Ráðherrann var að þv! spurður, hvort ekki mætti vænta þess, að farið yrði að taka togara i landhelgi. Hann minnti á, að landhelgis- gæzlan heyrði ekki undir sitt ráðuneyti, en kvaðst bera til hennar fullt traust, og eflaust kæmi að þvi áður en langur timi liði, að togarar yrðu teknir. Um hugsanlegar viðræður við Vestur-Þjóðverja sagði ráð- herrann,að islenzka rikisstjórnin hefði lýst sig reiðubúna til tvi- hliða viðræðna við þá en frá Þjóðverjum hefði enn ekkert frekar heyrzt. Kópavogsapótek Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl. 1 og 3. Simi 40102. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akureyri. Almennur félagsfundur verður haldinn i Alþýðubandalagsfélagi Akureyrar miðvikudag 11. okt. kl. 20.30, i Þingvallastræti 14 (fél- agsheimili Einingar). DAGSKRA: Ilmtaka nýrra fclaga. Fclagsstarfið. Kosning fulltrúa á flokks- ráðsfund. Önnur mál. Stjórnin. Verkfæri eru sérgrein okkar Næst þegar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að það sé

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.