Þjóðviljinn - 12.10.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Húsnæðiseklan:
Þörfin könnuð, en engin
áœtlun um lausn vandans
Samkvæmt þingsálykt-
unartillögu frá síðasta
þingi fer um þessar mundir
fram könnun á þörf fyrir
leiguhúsnæði á öllum þétt-
býlissvæðum á landinu og
er niðurstöðu könnunarinn-
ar að vænta um næstu
mánaðamót. Hins vegar
liggur ekkert fyrir um
lausn á húsaleiguvanda-
málunum, — þótt könnunin
sé kostuðaf ríkinu og fram-
kvæmd af Húsnæðismála-
stjórn hefur ekkert verið
ákveðið um frekari fram-
kvæmdir og ekkert fjár-
magn er ætlað til bygging-
ar leiguhúsnæðis af opin-
berri hálfu.
Þetta kom fram i viðtali, sem
Þjóöviljinn átti við Ólaf Jónsson,
fulltrúa Alþýðubandalagsins i
Húsnæðismálastjórn, i tilefni hins
gifurlega skorts á leiguhúsnæði
hér i Reykjavik, sem sagt var frá
i blaðinu á sunnudaginn, en hús-
næðisekla er einnig rikjandi viöa
úti á landi.
Eins og fram kom i fréttum
blaðsins má það fólk, sem mest er
aðþrengt, ganga að afarsamning-
um um mánaðarleigu og oftast
greiða árið eða meira fyrirfram
meðan braskararnir græða i
skjóli vandræðanna. Sýna dæmin
um húsaleiguokrið glöggt, að full
þörf er á að opinberir aðilar veiti
þessum málum meiri gaum en
gert hefur verið til þessa og væri
sannarlega löngu kominn timi til
að riki og sveitarfélög standi fyrir
byggingu á leiguhúsnæði fyrir
hina fjölmörgu, sem af ýmsum
ástæðum hafa ekki bolmagn til að
eignast eigin ibúðir.
Að þvi er Ólafur sagöi liggur
ekki fyrir nein tillaga um lausn á
vandanum ef könnun Húsnæðis-
málastjórnar leiöir i ljós, að þörf-
in sé mjög brýn, og könnunin er
ekki gerð með það i huga, að
byggt veröi leiguhúsnæði af opin-
berri hálfu. Um slikt hefur ekkert
verið ákveðið og ekkert fjármagn
til þess ætlað, sagði hann.
— Könnunin beinist fyrst og
fremst aö heilsuspillandi hús-
næði, og lausnar á leiguhúsnæðis-
vandanum er ekki að leita þar.
Hins vegar gæti með niðurstööun-
um komið upp ný aðstaöa fyrir þá
sem berjast vilja fyrir byggingu
leiguhúsnæðis.
Ólafur gat þess, aö Húsnæðis-
málastjórn veitti sveitarfélögum
þegar lán til að byggja leiguhús-
næöi til útrýmingar heilsuspill-
andi húsnæðis, en þar sem
sveitarfélögin þurfa að leggja
helming á móti, hafa aöeins þau
rikustu getað notfært sér þennan
möguleika, Reykjavik og Hafnar-
fjörður litilsháttar.
— Ekki skal ég gera litið úr
dýrmæti þess fyrir hverja fjöl-
skyldu aö eiga sina ibúð, sagði
Ólafur, en hér er næstum búiö að
gera það aö trúaratriöi, að svo
skuli vera. Fólk á þess ekki kost
að velja milli þess aö leigja eða
kaupa, þvi leiguibúöir eru ekki
byggðar. Jafnvel námsmenn,
sem stofna heimili, verða að
kaupa sér ibúð eða byggja og
dreifa með þvi kröftunum frá
náminu.
Meðan engar leiguibúöir eru
byggðar og enginn félagslegur
aðili hefur það hlutverk að leysa
þennan vanda, veröa þær fáu
ibúðir, sem af ýmsum astæðum
eru til leigu, svo óhófiega dýrar
að kalla má fjárkúgun. Þvi er
haldið fram til afsökunar óhóf-
legri húsaleigu aö 9% vextir af
verði meðalibúðar sé ekki undir
120 þúsund krónum á ári eöa 10
þús. kr. á mánuöi og má það vel
vera rétt, en til viöbótar fær hús-
eigandinn að meöaltali 10% verö-
hækkun á ibúöina á hverju ári auk
þess sem þaö er almenn regla aö
láta leigjendur annast viðhald
ibúðanna.
— Má búast við aö fariö verði
að byggja leiguhúsnæði af opin-
berri hálfu?
— Ekkert liggur fyrir um slikt
ólafur Jónsson
að svo stöddu. En sú könnun, sem
nú er veriö að gera og veröur
væntanlega lokið um næstu
manaðamót, verður vonandi
fyrsta skrefið til aðgerða til að
leysa vanda þeirra, sem af
ýmsum ástæðum þurfa aö sæta
þvi hlutskipti aö leigja sér ibúö.
—vh.
Vetrarstarf hafið
Vetrarstarf Æskulýðsráðs
Reykjavikur er nú hafið. Starf-
semin á vegum ráðsins verður
með svipuðum hætti og verið
hefur, en þó eru nokkrar nýjung-
ar á dagskránni. A fundi með
fréttamönnum skýrðu forsvars-
menn Æskulýðsráðs starfsemina
á vetri komanda og gerðu grein
fyrir þvi starfi sem fram fór i
sumar, en sumarstarfið tókst
með ágætum og voru mætingar i
hina ýmsu þætti starfsins samtals
36043. Mestur fjöldi sótti Tónabæ,
eða tæplega 22 þúsund unglingar.
Meðal nýjunga á vetrardag-
skránni má nefna að kennd
verður kvikmyndataka og gerð
brúða og sviðs fyrir brúðuleikhús.
Sú starfsemi fer fram aö Fri-
kirkjuvegi 11.
Af nýjungum i starfsemi Tóna-
bæjar er það helzt að annan hvern
föstudag verða dansaðir gömlu
dansarnir þar, en fyrir þvi
stendur nýstofnaður klúbbur,
sem fengið hefur inni með gömlu-
dansaæfingar á mánudagskvöld-
um i Tónabæ.
Fyrir unglinga í Breiðholts-
hverfi og Langholtshverfi verður
opið hús i hverfaskólunum á
föstudagskvöldum með sama
sniði og siðastliðið sumar, en
starfsemi þessi gaf góða raun i
sumar. Slikt starf er einnig fyrir-
hugað i Arbæjarhverfi, en vegna
mikillar starfsemi i Arbæjar-
skóla, getur hann ekki tekið við
slikri starfsemi, og verður þvi
ekki úr þvi að starfið geti hafizt
þar, fyrr en úr rætist með hús-
næði.
Nokkuö mun á skorta að nægir
leiöbeinendur fáist til starfa á
vegum Æskulýðsráðs, en ráðið
hefur auglýst eftir slikum i haust
með nokkrum árangri, en þó ekki
fullnægjandi.
Dagskrá Æskulýðsráðs verður
kynnt betur i auglýsingum i
blöðum um helgina. .
-úþ.
Þotumar skoðaðar
með hátíðnitækjum
Atvinnuöryggi islenzkra flug-
virkja er heldur bágboriö og
virðist það fyrst og fremst stafa
af þvi, að of margir menn hafa
verið settir til flugvirkjanáms án
þess að hugað hafi verið að fullu
starfi þeirra árið um kring.
Þess vegna ber að fagna þeirri
viðleitni hjá flugfélögum að setja
sem mestaf viðgerðarstarfsemi á
islenzkar hendur.
Nú hefur Flugfélag íslands
riðið á vaöið og hyggst flytja svo-
nefnda D-skoðun inn i landið á
Boeing 727 þotunum og aukast
þannig verkefni hér heima við
viðhald vélanna. Ekki sizt kemur
þetta til góða að vetrinum, þegar
minna hefur verið að gera hjá
flugvirkjum.
Ef slik skoðun færi fram er-
lendis á þotunum þyrfti að kaupa
7 til 10 þúsund vinnustundir á
hverja þotu við slika stórskoðun.
Hins vegar sjá flugvirkjarnir hjá
F.í. á Reykjavikurflugvelli um
daglega skoðun vélanna, svo-
nefnda B-skoðun á 400 flugtima
fresti og C-skoðun á 1800 flugtima
fresti. Þá stendur til að flytja lfka
inn D-skoðunina, að hluta til fyrst
i stað vegna dýrra tækjakaupa.
Ný tækni hefur nú verið tekin
upp hjá flugvirkjum félagsins til
þess að geta séð um þessa skoðun
heima. Fengu blaðamenn að
skoða þessa nýju tækni i gær við
skoðun á Sólfaxa. Verið er að
röntgenmynda skrokk vélarinnar
og skoða með hátiðnitækjum að
verulegu leyti i stað sjónskoðunar
áður. Teknir eru fyrir hlutar af
vélinni svo sem stélið i fyrrakvöld
eða skrokkur i gær og tekur slik
skoðun 2 tima hver hluti i stað 3
daga áður. Notaðar eru 300 til
400 filmur (35x45 cm) til að
mynda vængfestingar og skrokk-
festingar til að komast fyrir rifur
eða sprungur. Þótti tafsamt áður
að rifa allar innréttingar burtu i
vélinni til þess að finna hugsan-
legar rifur á skrokknum. Aukið
öryggi og gjaldeyrissparnaður er
að þessum vinnubrögðum.
Einn af flugvirkjum Flug-
félagsins, Marvin Friðriksson,
sem jafnframt er starfsmaður i
skoðunardeild, er nýkominn heim
frá námi i Bandarikjunum þar
sem hann lauk prófi i röntgen- |
skoðun flugvéla. Námið stundaði
hann hjá National Airlines. Yfir-
skoðunarmaður þess félags, Mr.
W. Shell, sem nú er staddur hér á
landi til fyrirlestrahalds hjá
Flugfélagi Islands, afhenti Jóni
N. Pálssyni yfirskoðunarmanni
Flugfélagsins i gær prófskirteini
Marvins og lét þess getið, að
námsárangur hans hefði verið
meö miklum ágætum.
Flugfélag Islands stefnir að þvi
Frh. d bls. 15
Heimflutningur
herafla aðalatriðið
í ræðu sinni á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóöanna 29. septem-
ber, sagði Chiao Kuan-hua, vara-
utanrikisráðherra Kina, aö mesta
nauðsynjamál heimsins nú væri
að risaveldin tvö Bandarikin og
Sovétrikin flyttu allan herafla
sinn erlendis heim. Hann sagði að
nokkrar framfarir hefðu orðið i
alþjóðamálum, en varaði menn
þó við falskri öryggistilfinningu I
veröld, þar sem risaveldin tvö
sæktust enn eftir yfirráðum.
Chiao taldi aö styrjaldir væru
óhjákvæmilegar meðan þjóðfé-
lögin skiptust enn i stéttir og
kúgun væri til.
Urslit á Reykjavikurmótinu i gærkvöldi
í Reykjavíkurmótinu í vann Fylki 14:7, Armann
handknattleik í gærkvöld KR 14:5 og Fram Þrótt
urðu úrslit þau, að Víkingur 16:13.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
AB i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu heldur fund i
Hótel Borgarnesi n.k. sunnudag 15. okt. kl. 14.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á flokksráðsfund.
2. önnur mál. Stjórnin.