Þjóðviljinn - 12.10.1972, Blaðsíða 6
6. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN;F>mmtudagur 12. október 1972.
DJOÐVIlllNN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Kitstjórn, afgreiðsia, auglýsingar:
Skóiav.st. 19. Simi 17500 (5 linur).
Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
EKKERT TIL SKIPTA
Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegsráð-
herra, svaraði á mánudaginn var
nokkrum spurningum fréttamanna um
stöðuna i landhelgisdeilunni.
Hann sagði það sina skoðun, að litill sem
enginn árangur hefði fengizt i embættis-
mannaviðræðunum á dögunum. Ráðherr-
ann var spurður, hver væru helztu ágrein-
ingsefnin i viðræðum við Breta og rakti
hann þar aðalatriðin, ekki til að ljóstra
upp leyndarmálum, heldur til að minna
enn á sjálfsagða hluti, sem áður hafa
komið fram.
En þá bregður svo við, að Alþýðublaðið
og Morgunblaðið virðast, samkvæmt leið-
araskrifum i gær, loks hafa fundið söku-
dólginn i landhelgisdeilunni, friðarspillinn
á áhrifasvæði hennar hátignar Englands-
drottningar. Auðvitað er það þessi voða-
maður, Lúðvik Jósepsson, sam af al-
kunnri frekju leyfir sér að hafa annað mat
á árangri embættismannaviðræðna en
áróðursvél Bretanna hentar.
Alþýðublaðið brýnir hnifana og segir:
„Maðurinn virðist vera með öllu
ábyrgðarlaus. Hann getur hvenær sem er
skaðað þjóðina með framferði sinu.”
Og Morgunblaðið tjáir mæði sina i
þessum orðum: var beðið eftir þessum
viðræðum með nokkurri eftirvæntingu og
talsverðar vonir við þær bundnar. Báðum
aðilum er ljóst, að leiði þær ekki til sam-
komulags má gera ráð fyrir langvarandi
illdeilum.”
Og blaðið spyr með þjósti: ,,Hver
stjórnar meðferð landhelgismálsins? ”
Þjóðviljinn getur upplýst skrifara
blaðsins um, að það gerir islenzka rikis-
stjórnin.
Það er rikisstjórn tslands, sem i öllum
viðræðum við Breta um landhelgismálið
hefur sett fram skýr skilyrði fyrir hugsan-
legu bráðabirgðasamkomulagi við Breta i
deilunni.
Þessi skilyrði eru:
1. Að Bretar dragi nú þegar verulega
úr fjölda togara á íslandsmiðum og allir
stærstu togararnir hverfi þegar heim.
2. Að íslendingar fari einir með eftirlit
með framkvæmd sliks bráðabirgðasam-
komulags, eins og samið var um við
Belga.
3. Að samkomulagið sé til bráðabirgða
og gildi aðeins til 1. júni 1974.
4. Að þeir brezkir togarar, sem fengju
hér undanþágu til bráðabirgða, veiði á
fáum skýrt afmörkuðum svæðum, svo að
íslendingar geti með árangri gert sinar
ráðstafanir til verndar fiskistofnum.
Þessi skilyrði eru að sjálfsögðu ekki i
samræmi við niðurstöður spekinganna hjá
Haagdómstólnum, sem vilja veita Bretum
rétt til að veiða sama aflamagn og áður,
enda þótt þorskafli okkar Islendinga hafi á
siðustu sumarmánuðum, mai - ágúst,
minnkað um 40% frá fyrra ári.
Þau eru heldur ekki byggð á samning-
unum við Breta frá 1961, sem dómararnir i
Haag byggðu á, þó að upp hefði verið sagt,
— svo það er máske von að hugmynda-
fræðingum Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins blöskri.
Lúðvik Jósepsson hefur leyft sér að
minna á skilyrði íslendinga, þegar um var
spurt — og ef Morgunblaðið og Alþýðu-
blaðið halda, að hann sé þarna að túlka
sinar einkaskoðanir, þá mega menn vita
það, að svo er ekki. Rikisstjórn íslands er
einhuga i landhelgismálinu og að baki
hennar stendur þjóðin öll.
Finnist þeir, eins og ætla mætti af skrif-
um nefndra blaða, sem semja vilja við
Breta aðeins samninganna vegna, þá
verða slikir menn að svara einfaldri
spurningu:
1 hvaða atriði eiga íslendingar að gefa
eftir? Fiskistofnum á íslandsmiðum er
þvi miður svo komið, að hér er ekkert til
að skipta.
Haldi Bretar hlut sinum.glötum við lifs-
bjargarmöguleikunum og sæmdinni með.
FFSÍ um tryggingamál sjómanna:
Halda ber hlutlægri ábyrgð
útgerðarmannsins í lögunum
Að undanförnu hafa farið fram
á opinberum vettvangi miklar
umræður um slysatryggingamál
sjómanna i tilefni af gilditöku
laga nr. 58/1972, en lög þessi
gengu i gildi 1. október s.l.
Bótareglur varðandi slys, er
sjómenn verða fyrir i starfi sinu,
hafa lengi verið óviðunandi. Sjó-
maður, sem slasast, hefur að visu
fengið bætur frá almanna-
tryggingunum og slysabætur
samkvæmt ákvæðum kjarasamn-
inga, en þessar bætur hrökkva að
jafnaði skammt til að bæta allt
tjónið. Aðrar tjónabætur hafa
yfirleitt ekki fengizt greiddar, ef
hinn slasaði á vegna aðgæzlu-
skorts sjálfur sök á slysinu eða
ekkert verður upplýst um orsakir
þess. Hinn slasaði verður þvi iðu-
lega að sitja uppi með mikiö tjón
óbætt, ef um örorkuslys er að
ræða, en aðstandendur hans, ef
það er dauðaslys. Þessar bóta-
reglur hafa bitnað sérlega harka-
lega á yfirmönnum flotans, þar
sem dómstólar gera mun meiri
kröfur til yfirmanna en undir-
manna um aðgæzlu og rétt vinnu-
brögð. Yfirmaður, sem verður
fyrir slysi, er þvi oft á tiðum tal-
inn sjálfur bera ábyrgð á slysinu
og fær þvi engar bætur umfram
þær lágmarksbætur, sem áður
eru greindar.
Þegar fumvarp til áðurgreindra
laga, er gengu i gildi 1. október
s.l. var lagt fram á Alþingi á s.l.
vetri, þá lýsti F.F.S.t. yfir stuðn-
ingi við frumvarpið, en fór þess
jafnframt á leit að breytingar
yrðu gerðar á þvi. Voru þær óskir
að verulegu leyti teknar til greina
með breytingartillögu þeirri, en
sjávarútvegsráðherra flutti við
frumvarpið, en hún var samþykkt
af Alþingi. Lög þessi leggja hlut-
lægaábyrgðá útgerðarmenn, það
er að segja skylda þá til að greiða
fullar bætur i öllum slysatilfellum
nema i þeim tiltölulega fáu til-
vikum þegar hinn slasaði hefur
sýnt af sér vitavert gáleysi.
F.F.S.t. litur svo á að siglingar og
sjósókn séu mjög hættulegur at-
vinnurekstur og af þeim sökum
fyllilega réttmætt i grundvallar-
atriðum að leggja hlutlæga fé-
bótaábyrgð á herðar útgerðar-
manna þegar sjóslys eiga sér
stað, enda er hliðstæð ábyrgð
þekkt hér á landi þegar um bif-
reiðaslys er að ræða.
Lög nr. 58/1972 hafa að undan-
förnu sætt harðri gagnrýni af
hálfu samtaka útvegsmanna og
vátryggingafélaganna. Margt er
ofsagt i þessari gagnrýni en sumt
er réttmætt eða gefur að minnsta
kosti tilefni Id að skoða málið
betur. Þess vegna gát F.F.S.t.
fyrir sitt leyti fallizt á að fresta
gildistöku laganna til næstu ára-
móta i trausti þess að málinu
lyktaði með viðunandi úrbótum á
bótarétti sjómanna. Við endur-
skoðun laganna eru það einkum
eftirfarandi breytingar, sem
koma til álita:
1. að fella niður hlutlæga
ábyrgð útgerðarmanns á land-
mönnum, er starfa i þágu skips;
2. að tryggingin taki til út-
gerðarmanns, sem sjálfur er
skipverjij
3. að takmarka hina hlutlægu
ábyrgð þegar skip ferst með
allri áhöfn.
Að öðru leyti telur F.F.S.l. eðli-
legt að halda óbreyttri grund-
vallarreglu laganna um hlutlæga
ábyrgð útgerðarmanns. Þó er rétt
að benda á þann möguleika að i
stað hinnar hlutlægu ábyrgðar
gæti komið róttæk endurbót á
slysatryggingu sjómanna annað
hvort með breytingum á gildandi
ákvæðum kjarasamninga eða
með lagasetningu. í slikri breyt-
ingu, ef til kæmi, þyrfti að felast:
a. stórfelld hækkun á hámarks-
fjárhæðum örorkubóta og
dánarbóta og visitölubinding
þeirra;
b. samræming bótafjárhæð-
anna svo aö mismunar gæti eigi
eftir þvi hvort um er að ræða
kaupskip, togara eða báta;
c. dagpeningaréttur á timabil-
inu frá þvi kaupgreiðslu lýkur
þar til hinn slasaði fær örorku-
mat;
d. sérstök hækkun dánarbóta
þegar hinn látni lætur eftir sig
konu og börn.
Fleiri breytingar á slysabótum
koma vissulega til athugunar, ef
þessi leið verður farin. Slysa-
tryggingin hefur þann kost, að
það er mjög einfalt að ákveða
bótafjárhæð og hinn slasaði þarf
ekki að standa i langvinnum og
kostnaðarsömum málaferlum til
að fá rétt sinn viðurkenndan. Auk
þesseru iðgjöld af slysatryggingu
lægri heldur en af ábyrgðar-
tryggingu. sem felur i sér hlut-
læga ábyrgð.
F.F.S.t. leggur að lokum rika
áherzlu á að á slysatrygginga-
málum sjómanna verði hraðað
eftir föngum og að sambandið fái
aðild að þeirri endurskoðun.
Reykjavik 10. október 1972
Stjórn Farmanna-og fiski
mannasambands íslands.
Hallar undan fæti
1 öllum bollaleggingunum
um sameiningu Alþýðuflokks-
ins og Samtaka frjálslyndra
hafa ugglaust ýmsir rennt
hýru auga til formannssætis-
ins i slikum „stórflokki”
t hópi þeirra, sem telja sig
sjálfkjörna, er formaður
Alþýðuflokksins Gylfi Þ.
Gislason, sem lengi hefur talið
sig frjálslyndastan íslendinga
og lika bezta jafnaðarmann-
inn á tslandi og þótt viðar væri
leitað.
Margir fleiri eru þeirrar
skoðunar, að dr. Gylfi sé allra
manna bezt til þess fallinn, að
vera einingartákn i flokki,
sem setur sér það mið, að
verða flokkur allra (númer 2)
— skitt með ólik lifsviðhorf,
svo ekki sé nú minnst á stétta-
skiptinguna. sem sannir jafn-
aðarmenn telja löngu úrelta,
aö minnast á, þegar allir sitja
jú við nægtarborð bitlinganna.
En þegar draumur foringja
islenzka Alþýðuflokksins virt-
ist vera að rætast og hann rétt
i þann mund að stiga af litilli
doriu Alþýðuflokksins, og ger-
ast stafnbúi á hafskipi nýs
„stórflokks" — þá heyrðist
vábrestur.
Á dögunum fór fram alls-
herjaratkvæðagreiðsla um
kjör fulltrúa Alþýðuflokk'sfé-
lags Reykjavikur á þing
Alþýðuflokksins (bara
Alþýðuflokksins), — og viti
menn,af þeim 200 sálum, sem
atkvæði greiddu. taldi 1 af
hverjum 3, að formaður
flokksins. dr.Gylfi hefði þegar
setið nógu mörg flokksþing og
væri bezt geymdur heima,
meðan þetta þing stæði. Þeir
greiddu honum þvi ekki at-
kvæði.
Og nú er að sjá, hvort allir
komast á kirkjugarðsballið i
haust. sem ætluðu sér það i
vor.
Fulltrúar
járniðnaðar-
manna
á þingi A.S.Í.
Nýlega voru kjörnir fulltrúar
Félags járniðnaðarmanna á 32.
þing A.S.t., en þeir eru eftirtald-
ir: Guðjón Jónsson, Tryggvi
Benediktsson, Guðmundur Rósin-
karsson, Brynjólfur Steinsson,
örn Friðriksson og Snorri Jóns-
son, Varamenn Árni Kristbjörns
son, Þorleifur Jónsson, Gylfi
Theódórsson, Hreinn Hjartarson,
Jóhannes Halldórsson og Sævar
Guðmundsson.
Miðstjórn A.S.t. hefur sent út
drög að ályktunum i ýmsum
málaflokkum. Þessi mál verða
tekin fyrir á félagsfundi i Félagi
járniðnaðarmanna i þessum
mánuði. Þá verða þessir mála-
flokkar ræddir á 5. þingi M.S.I.,
sem haldið verður 4.-5 nóvem-
ber n.k.
Þarna verður rætt um vinnu-
vernd og aðbúnað á vinnustöðum,
fræðslumál, atvinnulýðræði og
ekki sizt launa- og atvinnumál.
Eru þetta undirbúningsumræður
fyrir 32. þing A.S.t.
LANDSHAPPDRÆTTI
RAUÐA KROSS ■
fSLANDS
+ ^
J
DREGED
EFTIR
2
DA.GA