Þjóðviljinn - 12.10.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.10.1972, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 12. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13. © Alistair Mair: Það var sumar i hverjum eyri sem hann getur nælt i. — Nú ertu kaldhæðinn! — Alls ekki, sagði Peter. — Ég er raunsær. En við skulum i öllum bænum koma héðan áður en hann sér okkur. Ég vil lita á vinnu- sataðinn. — Vinnustaðinn? — Heimili bæjarbúa. Þar er vinnustaðurinn. Vertu viss um að sjúklingarnir koma ekki hingað. Og hann ók út i austurhluta borgarinnar, að myllunni og húsunum þar i kring. Þar bjó fólkið i þriggja hæða steinblokk- um eða i gömlum fjögura hæða húsum milli myllunnar og aðal- götunnar. Skammt frá, i smá- hýsum ellilaunafólksins rétt við ána, eyddi gamla fólkið siðustu æviárunum. Hann vissi áð þarna var aðalstarfsvið læknisþjónustu McLeans. Hver svo sem ágóðinn kynni að vera frá húsunum i hæðunum, þá yrði þarna aðal- vettvangurinn, nú og ævinlega. Hann ók þegjandi burt af svæðinu og beygði inn á veginn sem lá suður á bóginn. — Jæja, mér lizt vel á þetta, sagði Elisabet eftir nokkra stund. Hann svaraði engu. Hann var hræddur. Hann hafði fundið til hræðslu siðan hann ók burt úr ibúðahverfinu. Þá hafði hann gert sér ljóst að Pitford myndi ekki aðeins tákna umsjá barna sem einn úr starfshópi, þar sem öll nauðsynleg hjálpartæki væru við höndina. Dvölin þar myndi hafa i för með sér ábyrgð á heilsufari heils samfélags, frá ófæddum börnum til gamalmenna, og sú ábyrgð myndi hvila á honum ein- um, þvi að næsta sjúkrahús var i þrjátiu kilómetra fjarlægð, og fólkið myndi leggja allt sitt traust á hann og hver dagur gæti orðið upprifjun á hálfgleymdum fræð- um, kvensjúkdómum, geð- lækningum, skurðlækningum, húðsjúkdómum og ótal mörgu öðru. Og þetta skefldi hann. Hann- efaðist um eigin hæfni. En meðan hann ók um landbúnaðarhéruðin meðfram ánni breyttist kviðinn smám saman i eftirvæntingu. Fjandinn hafi það, hann hafði einmitt menntað sig til þess arna. Það var eitthvað þessu likt sem hann hafði haft i hyggju sem ungur stúdent, i gamla daga þegar Borgarvirki og Minningar Bradleys læknis höfðu verið imynd framtiðarinnar. Og eigin- lega var ekki sérlega langt siðan. Atta ár. Seinna hafði eins konar sparidraumur komið i staðinn. Það yrði uppgjöf að hefja störf i Pitford. Hann þyrfti að takast á við erfiðleika og horfa raunsæjum augum á tilveruna eins og hann hafði gert áður en metnaðar- girnin byrgði útsýn hans. Þegar hann tók ákvörðun sina, þá vissi Elisabet það um leið. Hún var farin að þekkja svipbrigði hans. — Jæja, sagði hún lágum rómi. Hann leit á hana og brosti. — Mér lizt vel á þetta, sagði hann. -—- Ég ætla að tala við Gordon á morgun. A leiðinni upp að húsi McLeans, rifjaði hann upp fyrsta kvöldið fyrir sautján árum. McLean hafði þá verið tveim árum yngri en Peter var nú. Það var ótrúlegt. Þá var hann þegar orðinn feitlaginn, rjóður, þunn- hærður með bros sem hefði verið alúðlegt ef það hefði náð að verma kuldaleg grá augun. Hann hafði boðið Peter sæti i hæginda- stól hjá arninum i bókastofu sinni, sett whiskýglas og sigar- ettupakka innan seilingar og að loknum kurteislegum inngangs- orðum hafði hann setzt yzt á stóra sófann með feitlagnar hendur á bústnum lærum og glott. — Jæja, sagði hann, — segið þá hvað þér hafið gert hingað til. Peter sagði honum það. Hann tal- aði i tiu minútur og McLean hlustaði. Þegar hann hafði lokið máli sinu, þokaði eldri maðurinn þreknum bakhluta ofar i sætið og lyfti brúnum spyrjandi. — Og er þetta allt og sumt? — Já, að visu. Ég er þó enn að vinna hjá Gordon lækni. — Engar almennar lækningar? — Nei, ekki hingað til, nema það sem ég vann i hernum. — En það gildir ekki. MaLean hristi höfuðið ákaft. — Það er ekki sambærilegt. Þar er um að ræða valinn hóp. Allt karlmenn. Allir hraustir. Og meira að segja allir i sama aldursflokki. Það er ekki sambærilegt. Peter sá hvernig hann kipraði varirnar með van- þóknun, horfði á whiskýið sitt, ákvað að dreypa á þvi. Þegar hann setti glasið frá sér, ýtti hann þvi fjær með óánægjulátbragði. — Það er tilgangslaust að hugsa eitt og segja annað, sagði hann. — Sannleikurinn er sá að ég er ekk- ert dolfallinn. — En ég bjóst við að — — Nei! Hann lyfti hvitri hendi til að stöðva mál hans. — Andar- tak. Ég er ekkert dolfallinn, vegna þess að allt sem þér hafið gert er bóklegt. Skólavinna. Það gagnar ekki hót i praksis eins og hér i Pitford. Né neins staðar annars staðar, ef út i það er farið, nema i einhverjum filabeinsturni eins og spitala Gordons. Peter andmælti. — En þetta er ekki alveg rétt. Ég hef talsverða reynslu af barnalækningum — McLean hnussaði. — Reynslu já! Hvers konar reynslu? Dútl við blóðsýni og nosfur við einstök fágæt tilfelli! Hvað vitið þér um krakka með nefrennsli og kirtla sem eru að kæfa þau? Eða kláða hjá heilli fjölskyldu þar sem móðirin er of þreytt til að þvo börnunum almennilega? Nei, ónei! Þér verðið að horfast i augu við stað- reyndir. Ashe læknir. Þér eruð ekki hótinu hæfari sem heimilis- læknir en þér voruð daginn sem þér útskrifuðuzt. Og þér hefðuð meira að segja komið mér að betra gagni þá. Peter stillti sig. — Ef ég hef einhvern tima lært það, þá get ég lært það aftur, sagði hann. — Ég er vanur námi og hef lagt hart að mér. Ég get ekki séð að neitt af þvi sem þér nefnduð sé óyfirstiganleg hindr- un. McLean læknir sýndist undr- andi. — Það sagði ég aldrei. Ég er aðeins að benda á að þér eruð engan veginn fullkominn um- sækjandi. Og það hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á þau skilyrði sem ég kann að bjóða yður... ef við komumst svo langt að ræða um einhvers konar samninga. Ég á við, að ég verð að hugsa málið. Það verðið þér auð- vitað að gera lika. Þetta er óneitanlega mikilvæg ákvörðun fyrir okkur báða. Að frátöldu þvi GLENS Herra forstjóri — þarna er kominn maður til að sækja um einkaleyfi fyrir margföldunarvél af alveg nýrri gerð. FIMMTUDAGUR 12. október 7.00 Morgunútvarp,. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbí.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Pálina Jónsdóttir les söguna „Kiki er alltaf að gorta” eftir Paul Huhnefeld (4). Tilkynningar kl. 9.30. 9.45: Þingfréttir. Létt lög miili liða. Popphornið kl. 10.25: The Howlin ’Wolf Session og Pink Floyd leika og syngja. Fréttir kl. 11.00. Hljómplötusafniö (endurt. þáttur G. G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni, Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna 14.30 „Lifið og ég” — Eggert Stefánsson söngvari segir frá. Pétur Pétursson les (17). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist • Herman Prey, Lisa Otto, Theo Ad- am, Manfrd Schmidt, Karl- Ernst Mercker og Ursula Schirrmacher flytja ásamt Giinther Arndt-kórnum og Filharmóniusveitinni i Ber- lin úrdrátt úr óperunni „Krösus” eftir Reinhard Keiser: Wilhelm Bruckner- Ruggeberg stj. Hans-Martin Linde og strengjasveit Schola Cantorum Brasili- ensis flytja Flautukonsert eftir Jean- Marie Leckair: August Wenzinger stj. Edu- ard Melkus og Vera Sch- warz leika Sónötu nr. 2 i A- dúr fyrir fiðlu og sembal eftir Georg Philipp Tele- mann. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Hrafninn og fleiri fuglar. Minningaþáttur eftir Bene- dikt Gislason frá Hofteigi. Árni Benediktsson flytur. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Frá listahátið I Reykja vik 1972-Sænska söngkonan Birgit Finnila syngur lög eftir Vivaldi, Schumann, Brahms Wolf og Rang- ström. Dag Achatz leikur á pianó. 20.35 Leikrit: „Völundarhús tryggðarinnar” eftir Mikos GyárfásJÞýðandi: Ásthildur Egilson. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leik- endur: Anna : HelgaBach- mann, Stúdentinn : Borgar Garðarsson, Maðurinn i dýragarðinum : Þorsteinn Gunnarsson. Læknirinn Gisli Halldórsson. Eigin- maðurinn : Steindór Hjör- leifsson. Julius Cæsar : Pét- ur Einarsson. Sir Lawrence Olivier : Karl Guðmunds- son. Shakespeare Þor- steinn ö. Stephensen. Rödd- in i simanum : Jón Sigur- björnsson. Sænsk stúlka : Þórunn Sigurðardóttir. 21.25 Janine Andrade leikur á fiðlu lög eftir Fritz Kreisler og útsett af honum. Alfred Holecek leikur á pianó. 21.45 t skóginum þýtur. Stein- gerður Guðmundsdóttir leikkona les frumort ljóð. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. t sjón- hending. Sveinn Sæmunds- son ræðir við Ottó Magnús- son og Sigurjón Pálsson um loftárásirnar á Seyðisf jörð á striðsárunum. 22.35 Manstueftir þessu?Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónss. pianó- leikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. im Nýjar vörur komnar. Vorum að taka upp mjög mikið úrval af mFnTI sérkennilegum austurlenzkum skraut- WJ munum til tækifærisgjafa. Márgs konar indverskur fatnaður; blússur, ' __kjólar, mussur, kirtlar og fleira. Einnig MfJSjk Thai- silki i samkvæmiskjóla. Margar fltHl nýjar gerðir af reykelsi og reykelsis- NwS&r, XVLIÍJ kerjum. U[jX gfií&Zswivh L INDVERSK UNDRAVERÖLÞ \ Húsbyggjendur — Yerktakar Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og m/m. Klippum og beygjum stál og járn eftir óskum viöskiptavina. Stálborgh.f. Smiöjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.