Þjóðviljinn - 12.10.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.10.1972, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. október 1972. Enn um BUR-mat Þegaréglas i Þjóðviljanum um daginn svar skrifstofu BÖR vegna kjötkaupa útgerðarinnar,' datt mér i hug dálitið , sem kunn- ingi minn einn, sem verið hefur skipsmaður á BÚR-togurum, sagði mér: Eins og einhverjir kunna að vita, er seit tóbak og hlifðarföt um borð i togurunum. Sölu þessa annast ýmist loftskeytamenn eða stýrimenn viðkomandi skipa. Þessar vörur eru keyptar i heild- sölu til skipsins, en seldar á smásöluverði um borð. Gott og vel, það er ekkert við þvi að segja. En hvernig er gróðanum varið? Þessi kunningi minn fullyrti, að gróðanum af tóbaks- og hlifðar- fatasölu um borð i togurum BÚR væri varið til skemmtiferðar skrifstofufólks fyrirtækisins. Það eru sem sagt sjómennirnir, sem greiða sumarferðir skrifstofu- fólksins! Mér þætti vænt um ef skrif- stofustjóri BÚR vildi segja okkur, hvort þetta geti verið rétt. hmh. VÖRUGÆÐUNUM MÁ ÆTÍÐ TREYSTA Svipmynd úr umf erðinni 9 sovétmeim á móti 3000 Bandarikja mönmim Alls komu rúmlega 12.600 ferðamenn til landsins i septem- ber, þar af tæplega 6000 útlend- ingar. 365 manns af þessum fjölda kom með skipum til landsins. Rúmlega 6700 tslendingar komu heim þennan mánuð, og er það að sjálfsögðu stærsti hópur- inn. Næst-stærsti hópurinn var frá Bandarikjunum, eða tæplega 3000 manns. Næst þessum koma Bretar 656, 573 Þjóðverjar og 384 Danir. Sovétmenn virðast hálf smeykir við alla þá Bandarikja- menn sem hér eru.þvi aðeins 9 Sovétborgarar komu til landsins i september. 1 skýrslu útlendingaeftirlitsins, þar sem þessar tölur er að fá, gefur að lita nýtt landheiti, þvi þar segir að tveir menn hafi komið hingað frá Sameinuðu þjóðunum. Nýtt skólafélag tslendingar sem stundað hafa nám við háskólann i St. Andrews i Skotlandi efndu til fundar i Norræna húsinu laugardaginn 30. september og ákváðu að stofna með sér félag. Fundinn sátu 13 manns, en alls munu yfir 30 Islendingar hafa stundað nám við St. Andrews háskóla . Eru þá meðtaldir þeir, sem nám hafa stundað i Dundee, en háskólinn þar var fram til 1967 deild frá St. Andrews-háskóla. 1 stjórn hins nýja félags voru kjörnir þeir dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur, Asmundur Jakobsson eðlisfræðingur og Sigurður Stein- þórsson jarðfræðingur Háskólinn i St. Andrews er elzti háskóli i Skotlandi, stofnaður 1411. Fyrsti íslendingurinn mun hafa útskrifazt þaðan árið 1951, en siðan hefur islenzkum náms- mönnum þar farið fjölgandi. Alls eru stúdentar við háskólann nú um 3000 talsins. Jöklarannsókna- félag íslands Jöklarannsóknarfélag íslands er að hefja fræðslustarf vetrar- ins. Fundur verður i Domus Medica föstudaginn 13. október kl. 20.30. Fundarefni: Páll Theodórsson og Bragi Árnason segja frá borun á Bárðarbungu og sýna myndir. Kaffi og rabb. Félagar eru minntir á aðalhátið félagsins i Átthagasal Hótel Sögu laugardaginn 4. nóvember. Nánar siðar. Yélabilun í Þór Viðgerð stendur nú yfir á vél varðskipsins Þórs i Kristjansand i Suður-Noregi. Leitaði Þór þar hafnar á iaugardag, þegar vart varð vélarbilunar á heimleið frá Danmörku. Komst Þór af sjálfs- dáðum til hafnar. Ekki er þetta talin alvarleg vélarbilun. Trúlofunarfregn Hinn 10. sept s.l. opinberuðu trúlofunsina Inga H. Andreassen. kennari. Hraunbæ 11. Reykjavik og Matthias Viktorsson. húsa- smiður. Smyrlahrauni 12. Hafnarfirði. Yerðlaunagetraun MÍR um Sovétrikin í tilefni 50 ára afmælis Sovét- rikjanna efna félögin MÍR og Sovétrikin-tsland til verðlauna- getraunar um Sovétrikin. Fyrstu verðlaun eru ferð til Sovétrikjanna um næstu áramót. önnur verðlaun eru transistor- tæki, ljósmyndavél og plötusett og auk þess verða veitt aukaverð- laun. Spurningarnar eru sem hér segir: 1. Hvenær (ár og dagur) voru Sovétrikin stofnuð? 2. Hvaða sambandslýðveldi eru innan Sovétrikjanna? 3. Hvað er og i havða Sovétlýð- veldi: a) Sevan, b) Alma-Ata, c) Ventspils, d)Bækal, e) Elbrús, f) Dnépr? 4. Hve margar þjóðir búa i Sovét- rikjunum? 5. Hver var fyrsti forsætisráð- herra (forseti Þjóðfulltrúa- ráðs) Sovétrikjanna? 6. Fyrir hvað hafa eftirtaldir Sovétmenn getið sér frægðar- orð: a)Vladimir Majakovski, b) Aram Khatsjatúrjan c) Alexandr Dovzjenko, d) Maja Plisetskaja, e) Vasili Smyslof, f) Konstantin Tsiolkovski? 7. Hvaða áætlun um þróun at- vinnulifs er nú verið að fram- kvæma i Sovétrikjunum? 8. Hvaða ár voru félögin MIR, og Sovétrikin-tsland stofnuð? Svör sendist fyrir 25. október tif skrifstofu MIR, Þingholtsstræti 27. ÞingHiaður þrífur gallann í sal efri deildar Þegar skvett var limi yfir alþingismenn og ráðherra i fyrradag urðu margir þeirra að gera stanz i hliðarherbergjum alþingis til þess að þrífa gallann. Hér er Matthias Á Matthiesen alþingis- maður að hreinsa jakkann sinn i sal efri deildar. 100 atvinnu- lausir á landinu Um siðustu mánaðamót voru 100 menn skráðir atvinnulausir á öllu landinu. Hafði þá atvinnu- lausum fækkað um 15 i septembermánuði. Enginn maður er skráður at- vinnulaus i kauptúnum með þús- und ibúa eða meira. Hins vegar eru 26 skráðir i Reykjavik. 11 á Sauðárkróki og 13 á Siglufirði. í kauntúnum eru 20 skráðir á Blönduósi. 17, á Skagaströnd. 7 á Vopnafirði. Hafði 12 atvinnu- leysingjum 1'a‘kkað á Blönduósi i september og 16 á Skagaströnd. Allt þetta ár hefur atvinnu- leysingjum fækkað frá mánuði til mánaðar samkvæmt skýrslum frá félagsmálaráðuneytinu. Um siðustu áramót voru 1103 menn skráðir atvinnulausir á öllu land- inu. Timaritið Sveitastjómarmál SVEITARSTJÓRNARMÁL. 3. tbl. 1972. flytur m.a. grein um veiðimál i strjálbýli. eftir Einar Hannesson. fulltrúa i Veiðimála- stolnuninni; Björn Friðfinnsson, fyrrv. bæjarstjóri. á greinina Hitaveitur og hestvagnar; Björn Árnason . bæjarverkfræðingur. skrifar um sorphirðu. og Valdimar Oskarsson. skrifstofu- stjóri. um nýja fasteignamatið. Birt er samtál við Ásgrim Hart- mannsson. bæjarstjóra á ólafs- l'irði. sem nú hefur gegnt starfi bæjarstjóra lengur en nokkur annar maður hér á landi. i þessu tölublaði eru einnig birtar fréttir frá sveitarstjórnum og lands- hlutasamtökum sveitarfélaga og frá Hafnasam bandi sveitar- íélaga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.