Þjóðviljinn - 12.10.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.10.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15. Minningarorð Framhald af 10. siðu. frá stofnun þess 1947 til 1961. Hann var i nýbýlastjórn á árun um 1947-1970, var kosinn af Alþingi i milliþinganefnd um brunatryggingar utan Reykjavik- ur 1954 og i milliþinganefnd til að endurskoða ábúðarlög 1959. Hann var kosinn alþingismaður i fyrsta sinn 1919 og sat á þingi á árunum 1920-1931, 1933-1937 og 1942-1959, á 35 þingum alls. Jón Sigurðsson var mikill áhugamaður og forgöngumaður um landbúnaðarmál. Hann bjó rausnarbúi á sögufrægu höfuð- bóli. Hann var stjórnsamur og hjúasæll framkvæmdamaður heima fyrir og glöggskyggn og tillögugóður um málefni landbún- aðarins á þeim fjöldamörgu fund- um og þingum, sem hann sat um ævina. Hann var oft kvaddur af stjórnarvöldum og stéttarbræör- um sinum til að vinna að undir búningi löggjafar um landbúnað. A Alþingi beindist áhugi hans og starf um annað fram að þeim málum. Hann átti löngum sæti i landbúnaöarnefnd, og mátu and stæðingar hans jafnt sem sam- herjar i stjórnmálum jafnan mik- ils það, sem hann hafði þar til mála að leggja. Mikinn áhuga hafði hann á sögulegum fróðleik og varðveizlu þjóðlegra verð mæta. Hann hafði frum kvæði að lagasetningu um byggðasöfn og hérðasskjalasöfn og átti rikan þátt i stofnun byggðasafns Skagfirðinga i Glaumbæ. t Sögufélagi Skagfirð- inga vann hann ósleitilega að þvi að koma á framfæri sögulegum fróðleik og lagði sjálfur hönd að verki við ritstörf um búendur i Skagafirði og annan skagfirzkan fróðleik. Hann var vinsæll hérðashöfðingi og skilaði miklu ævistarfi. Asgeir Asgeirsson var fæddur 13. mai 1894 i Kóranesi á Mýrum. Foreldrar hans voru Ásgeir kaup- maður þar Eyþórsson kaup- manns i Reykjavík Felixsonar og kona hans, Jensina Björg Matthiasdóttir trésmiðs i Reykja- vik Markússonar. Hann lauk stúdentsprófi i menntaskólanum i Reykjavik vorið 1912 og guðfræði- prófi i Háskóla tslands 1915. Hann var biskupsskrifari 1915-1916, stundaði framhaldsnám i guð- fræði og heimspeki við háskólana i Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916-1917 og var bankaritari i Landsbankanum 1917-1918. Kennari við kennaraskólann var hann 1918-1927. A árinu 1926 var hann settur fræðslumálastjóri og skipaður i það embætti ári siðar. Frá 20. ágúst 1931 til 3. júni 1932 var hann fjármálaráðherra, en tók þann dag forsæti i nýrri rikis stjórn og var forsætisráðherra til 29. júli 1934. Tók hann þá aftur við embætti fræðslumálastjóra og gegndi þvi fram á árið 1938. Áár- unum 1938-1952 var hann banka- stjóri Útvegsbanka Islands.. Hinn 1. ágúst 1952 tók hann við embætti forseta Islands og gegndi þvi fram á árið 1968, er hann kaus að draga sig i hlé fyrir aldurs sakir, þá kominn nokkuð á áttræðisald- ur. Mörg voru þau störf, sem Ásgeiri Ásgeirssyni voru falin jafnframt hinum föstu embættis- störfum og skal nokkuð af þeim störfum talið hér. Hann var kjör- inn alþingismaður 1923, tók sæti á Alþingi hið fyrsta sinn 1924, og var siðan óslitið þingmaður Vest- ur-isfirðinga fram til 1952, er hann var kjörinn forseti íslands. Sat hann á 36 þingum alls. Forseti sameinaðs Alþingis var hann 1930-1931. Hann átti sæti i milli- þinganefnd i bankamálum 1925- 1927 og aftur 1937-1938, var i alþingishátiðarnefnd 1926-1930 formaður gengisnefndar 1927-1935 og formaður Stúdentagarðs- nefndar 1937-1952. 1 gjaldeyris- kaupanefnd var hann 1941-1944, i samninganefnd utánrikisvið- skipta 1942-1952 og i undirbún- ingsnefnd lyðveldishátiðar 1943- 1944. Iiann var fulltrúi á fjár- málafundi Sameinuðu þjóðanna i Bretton Woods i Bandarikjunum 1944. bankaráðsmaður Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins 1946-1952 og i sendinefnd islands á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna 1947 og 1948. Ásgeir Ásgeirsson valdi sér guðfræði að háskólanámi og varð siðar kunnur að frjálslyndi i trúmálum. Ungur vann hann bankastörf um eins árs skeið, og i siðar varð bankastjórn aðalstarf hans árum saman. Margs konar önnur afskipti af fjármálum og efnahagsmálum hafði hann um ævina. Á Alþingi átti hann lengi sæti i fjárhagsnefnd og var um skeið fjármálaráðherra. Hátt á annan áratug var aðalstarf hans kennsla og fræðslumálastjórn, og beitti hann sér þá meðal annars fyrir nýrri lagasetningu um fræöslu barna. Hann átti sæti i utanrikismálanefnd Alþingis og var oft i samninganefndum um viðskipti tslendinga við aörar þjóðir. Hann sat á Alþingi tæpa þrjá áratugi við miklar vinsældir og traust af hálfu kjósenda sinna. Hann var forseti Alþingis á hátiö þess 1930 og skipaði þann sess með miklum sóma. Störf hans á svo mörgum sviðum sem hér hef- ur verið talið og leyst af hendi með sæmd eru augljóst vitni um það traust, sem hann naut, þá hæfileika, sem hann hafði hlotið i vöggugjöf, og þá fjölþættu mennt- un og lifsreynslu, sem hann aflaði sér um dagana. Asgeir Asgeirsson var um lang- an aldur i hópi mestu áhrifa- manna þjóðarinnar. Hann var hygginn málafylgjumaður, snjall samningamaður og átti gildan þátt i mörgum afdrifarikum stjórnmálaákvörðunum, meðan hann átti sæti á Alþingi. Um slik mál er einatt deilt hart, og flest mannanna verk á þvi sviði orka tvimælis og skipa mönnum i and- stæða flokka. Þess var ekki að vænta, að Asgeir Ásgeirsson færi varhluta af gagnrýni og ádeilum fyrir árangursrik stjórn- málaafskipti sin. Slikt er hlut- skipti allra mikilla stjórnmála- manna. Asgeir Asgeirsson var höfðing- legur á velli, virðulegur og alúð- legur i senn. Glöggur mannþekkj- ari var hann og fjölfróður um land og þjóð, sögu, bókmenntir og atvinnuhætti, og hann kunni þá viðræðulist, sem við átti á hverj- um stað og hverri stundu. Hann hófst ungur til áhrifa og mann- virðinga og komst siðar til æðstu metorða á landi hér. Forsetinn Asgeir Ásgeirsson naut mikillar hylli að verðleikum. Hann var gæddur þeim mannkostum, sem öfluðu honum vinsælda i embætti forseta Islands, og hann hafði öðl- azt þá lifsreynslu, sem gerði hann færan um að leysa þar stört sin af hendi með ágætum. Eg vil biðja þingheim að minn- j ast Vilhjálms Þór, Jóns Sigurðs- 1 sonar og Ásgeirs Ásgeirssonar með þvi að risa úr sætum”. Rannsókn Framhald af bls. 9. Arið 1963 voru 143 starfsmenn , íðallega frá fyrirtækjum i málm- ðnaði, en einnig starfsmenn úr Vburðarvcrksmiðjunni, teknir til | ilmennra heyrnarmælinga. bessir menn voru á ymsuin aldri , >g i athuguninni var þeim skipt liður i ýmsa aldurshópa. I atliuguninni var gerður 'reinarmuiiur á þremur stigum íeyrnardoyfu: 1) Kngin leyrnardeyfa . eða eðlileg heyrn; l) Litilsháttar , þ.e. byrjunarcin- keimi. og 3) Mikil. þ.e. heyrnar- leyfa á háu stigi. Sem da'ini af niðurstöðum þessara atbugana má nefna, að uf 61 starfsmanni á aldrinuni 20—29 ára voru 1 1 með heyrnar- deylu á byrjunarstigi, en 17 liöfðu eðlilega lieyrn. A aldurshilinu 19—50 voru 16 iiienii. Af þeim voru 15 með beyrnardeyfu á báu stigi og að- eins einn með eðlilega heyrn. A aldrinum 59—60 voru 10 menn heyrnurntældir, og þeir voru allir með mikla beyrnardeyfu. I'essar upplýsingar fengum við íjá Sören Sörensyni . sem á þess- jm tima var starfsmaður borgar- ækniscmbættisins i Reykjavik og nikill áhugamaður um bætta lollustuha'tti á vinnustöðum. Sö"en lagði á það áherzlu. að af pessari könnun væri ekki hægt að draga þá ályktun. að þessir menn nefðu endilega orðið fyrir neyrnártjóni á þeim vinnustöðum sem þeir störfuðu þegar mæiingin var gerð. Sumir þessara manna höfðu t.d. starfað sem vélgæzlu- menn á bátum áður og gátu þvi eins hafa orðið fyrir heyrnartjóni við þau eða önnur fyrri störf. I annan stað sagði Sören að þegar menn færu að eldast gæti heyrnardeyfa auðvitað stafað af hrörnun. Þannig voru_t.d. þeir 3 menn á aldrinum 69—70 ára sem voru með i athuguninni allir með mikla heyrnardeyfu, sem a.m.k. að hluta til gat stafað af hrörnun. En livar svo sem menn þeir sem athugunin náði til höfðu orðið fyrir heyrnartjóni, þá sýndi þessi könnun að ástandið var alvarlegt á vinnustöðum hér, sem bezt sést af þvi, að um 94% manna á aldrinum 49—50 ára skyldu vera nieð stórskerta heyrn. Sören upplýsti okkur um, að sá hluti heyrnarsviðsins, sem er einna viökvæmastur fyrir hávaða er á bilinu 2000—6000 sveiflur á sekúndu. Mannlegt mál liggur á tiönisviðinu 300-1500 sveiflur á sekúndu. Þvi er það, aö þeir sem tapa heyrn á viðkvæmasta tiðni- sviðinu eiga ekki erfitt meö aö heyra tal viö eölilegar aðstæöur. Þeir verða þvi ekki varir við byrjandi heyrnardeyfu og ugga ekki að sér fyrr en þessi atvinnu- sjúkdómur er kominn á hærra stig. Fjárlög Framhald af bls. 1. Gjaldaliðir frumvarpsins hækka um 3,3 miljarða króna frá fjárlög- um fyrra árs, úr 16,5 miljörðum i 19,8 — eða um 20,1%. Tekjuliðir hækka samsvarandi. Rekstraraf- gangur er áætlaður 580 miljónir króna en greiðsluafgangur rúmar 100 miljónir. t fyrra var hækkun fjárlaga- frumvarps frá fjárlögum fyrra árs 26,7%, enda færðust þá ýmsir tekju- og gjaldaliðir frá sveitar- félögunum til rikisins. En fjárlagafrumvarp fyrir árið 1971 hækkaði á sinum tima um 22,6% frá fjárlögum næsta árs á undan. Var það siöasta fjárlaga- I frumvarp i tið fyrri rikisstjórnar. Lagt er til að skattvisitalan hækki um 28 stig úr 100 stigum i 128, og þýðir það hækkun á per- sónufrádrætti manna við næsta skattaframtal um 28%. Ef miða hefði átt skattvisitöluna við hækkun framfærslukostnaðar á árinu 1972 hefði hún aðeins átt að hækka um 10%). Á timum fyrri rikisstjórnar fékkst skattvisital- an hins vegar oft ekki hækkuð, sem nam hækkun fram- færslukostnaðar. Þeir gjaldaliðir fjárlagafrum- varpsins, sem valda einir um 2/3 heildarhækkunarinnar, eru 1) Launahækkanir opinberra starfsmanna, sem nema tæpum miljarð króna, enda verður þetta fynsta árið, sem siðustu kjara- samningar þeirra segja til sin með fullum þunga og auk þess stafar fjórðungur launahækkun- arinnar af yfirtöku rikisins á lög- ga'zlukostnaðarhluta sveitarfé- laganna. 2) Auknar greiðslur almanna- trygginga. en hækkun þar nemur 734 miljónum króna, vegna stór- bættra kjara bótaþega. 3) Niðurgreiðslur er áætlað að aukist um 375 miljónir króna. Meginforsendur tekjuáætlunar Irumvarpsins eru sagðar þær, aö almenn innlend verðmætaráð- stöfun aukist um 10,6% og inn- liutningur um 14%. Þjóðviljinn mun siðar gera nánari grein fyrir ýmsum liðum fjárlagafrumvarpsins, en rétt er að hafa i huga, að það fjárlaga- írumvarp, sem fram er lagt við hverja þingbyrjun, ber að skoða sem uppkast, er á eftir að taka miklum breytingum. Vietnam PTamhald af bls. 1. ráðsbyggingunni eða loftvarnar- eldiiaugar Norður-Vietnama. Virtist hann gera á þvi mikinn mun, en útvarpið i Hanoi. svo og rikisstjórnir Sviþjóðar og Frakk lands. halda þvi fram að banda- riskar sprengjur hafi hæft sendi- ráðið. Sendiherra Sviþjóðar, Jean-Christoph Oberg, kom fréttunum af árásinni til Frakklands, enda önnuðust Sviar fjarskiptasendingar fyrir franska sendiráðið i llanoi, þar eð tæki þess voru eyðilögð. öberg kvað sprengjur hafa fallið i 400 metra fjarlægð frá sænska sendiráðinu, en það er i 2ja kilómetra fjarlægð Irá þvi franska. Mikil eyðilegging hefði orðið á stóru svæöi i mið- borginni. og minnstu munaði að alsirska sendiráðið færi sömu leiðina og það franska. Bandariski hermálaráðherrann vildi ekki útiloka þann mögu- leika, að flugmenn hans hefðu sleppt sprengjum sinum ,,i ógáti” yfir sendiráðsbyggingunum, en hann hélt þvi fram að ekki séu gerðar árásir á borgaraleg skot- mörk né á miðbik Hanois ,,að yfirlögðu ráði”. Sendinefnd Norður-Vietnama á friðarfundunum i Paris fordæmdi árásina, kvað stjórn Nixons bera ábyrgð á henni, enda væri hún með vilja gerð. Chelsea Framhald af bls. 11. sá hlutinn, sem kallaður var stúka, orðinn mjög hrörlegur. . Eftir hið alvarlega slys er varð i Skotlandi fyrir tveim árum, þegar áhorfendastæði hrundi og margt manna lét lifið, tóku mörg félög að huga að endurbyggingu eða lagfæringu á leikvangi sinum. Meðai þeirra var Chelsea, enda var bent á, að Stanford Bridge væri einn lakasti og hættulegasti leikvangurinn sem þá væri i not- kun. Upp úr þvi hófust forráða- menn Chelsea handa um að byggja nýjan leikvang, og i vor var hafizt handa um að rifa niður hluta af áhorfendastæðunum, þar á meðal heiðursstúkuna, og að þvi loknu hófst uppbyggingin. Ekki er ótrúlegt, að þetta fram- tak Chelsea verði til þess að fleiri ensk l.-deildarlið og jafnvel 2,- deildarlið, þótt þau séu flest fátækari en l.-deildarliðin, hefjist handa um uppbyggingu leik- vanga sinna, enda er viða ekki vanþörf á. Barátta Framhald af bls. 11. i 3ja neðsta sæti er Sarpsborg með 18 stig. Undanfarin ár hefur Rosen- borgar-liðiö verið i nokkrum sér- flokki i norskri knattspyrnu og vann til aö mynda bæði deild og bikar i fyrra. Nú veröur liöið að láta sér nægja 4. sætið. En það hefur lika sjaldan verið jafn mikil barátta um efsta sætið og nú er á milli Vikings og Fredrikstad þar sem aðeins eitt stig skilur á milli. Islenzkir knattspyrnuáhuga- menn fengu aö sjá Vikings-liðið leika hér fyrir skömmu er það mætti ÍBV i UEFA-bikar- keppninni, og þá sáum við að beztu norsku liðin eru mjög áþekk okkar beztu liðum að styrkleika. En svo við höldum áfram að ræða um norsku l.-deildarkeppn- ina, þá dugar Viking jafntefli i sinum siðasta leik um næstu helgi : til að vinna titilinn, þar eð marka- tala þess er mun betri en marka- tala Fredrikstad, ef það vinnur sinn siðasta leik i deildinni. Þá eru, eins og áður segir, Mjölner og Hödd fallin niður i 2. deild hvernig sem leikirnir fara um næstu helgi. En staðan fyrir siðustu umferð er þannig: Viking 21-16-1-4-41:14-33 Fredriks. ,21-15-2-4-30:16-32 Strömgodset '21-10-7-4-40:26-27 Rosenborg Lyn Skeid Hamark. Mjöldalen Bann Sarpsborg. Hödd Mjölner 21-6-9-6-21:18-21 21-7-6-8-29:22-20 21-7-5-9-25:29-19 21-6-7-8-14:18-19 21-8-3-10-28:36-19 21-6-6-9-20:23-18 21-6-6-9-21:29-18 21-4-6-11-18:38-14 21-3-6-12-10:31-12 Þotur Framhald af bls. 3. að allar skoðanir og viðhald flug- véla félagsins verði framkvæmt hér á landi. Einnig viðhald fylgi- hluta eftir þvi sem timar liöa. Allar horfur eru þvi á, að þegar fram liða stundir muni vinna fyrir flugvirkja aukast á verk- stæðum félagsins. Allar hátiðniskoðanir á flugvél- um félagsins hafa hingað til verið framkvæmdar erlendis. — g.m. Frá Finnlandi Framhald af bls. 7. skripaleikur i þinginu, tólf- menningarnir settu upp aug- lýsingar um fund i þingflokknum sem jafnóðum voru teknar niður af sexmenningunum og svo gekk þar til þingverðir þreyttust og létu auglýsinguna haldast á töflunni. En er tólfmenningarnir ætluðu að ganga til fundar fundu þeir dyr þingflokksherbergisins læstar, en þar hafði Vennamo verið að verki og sett lykilinn i eiginn vasa. A miðstjórnarfundi þann 7. okt. undir stjórn Vennamos var komizt að þeirri niðurstöðu að tólfmenningarnir hefðu rekið sig sjálfa úr flokknum með þvi að ganga af fundi þingflokksins, þeim hafi verið gefinn kostur á að biðjast afsökunar og fyrir- gefningar á framferði sinu til 10. okt., en utanaðkomandi öflum og sundrungarmönnum flokksins tekizt að koma i veg fyrir alla sameiningarmöguleika og sátta- viðræður. Þar með er þessi litli sproti fasistiskrar endurreisnar i Finn- ! landi á hraðri niðurieið og mun i framliðinni ekki eiga nokkra framtið fyrir sér. Ef nýafstaðnar 1 sveitarstjórnarkosningar hefðu j verið þingkosningar, hefði þing- styrkur Sveitaflokksins minnkað ; úr 18 i 5 þingmenn. Borgþór S. Kjærncsted. Tilboð óskast i lílllGDASKEMMUK, STÆRÐ 12,5 X 30 M Upplýsingar i sima 24989 kl. 10 til 12 ár- degis næstu daga. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri fimmtudaginn 19. þ.m. kl. 11 árdegis. Sölunefnd varnarliðseigna. ÍBÚÐ ÓSKAST Rjóðviljinn óskar að taka á leigu 2ja til 4ra lierbergja ibúð. Fyrirlramgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar á skrifstofunni. ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.