Þjóðviljinn - 20.10.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 20. októbcr 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15.
Lúðvík
Framhald af 5. siðu.
og þau stefna að þvi að draga
verulega úr veiðimöguleikum
Breta á okkar miðum og að hlifa
miðunum næst landinu. Bretar
hafa ekki viljað fallast á þessi
skilyrði okkar. Þeir hafa kært
okkur fyrir Alþjóðadómstólnum
og þeir vitna i sifellu i landhelgis-
samningana frá árinu 1961. Allir
landsmenn vita, að eins og nú er
komiö fiskstofnunum við landið
er útilokað með öllu að vikja frá
þvi grundvallarsjónarmiði, að
sókn útlendinga á okkar mið verði
að minnka mjög verulega og það
þegar i stað. Ekki fer milli mála,
að um ofveiði er að ræða á fiski-
miðum okkar. Aflinn fer minnk-
andi þrátt fyrir aukna sókn og
fiskurinn fer smækkandi. Það
gifurlega álag, sem á miðunum
er, m.a. með linnulausri sókn 100-
120 erlendra togara, hlýtur að
enda með ósköpum, ef ekkert er
að gert. En enn reyna Bretar að
knýja á með sjónarmið sin i þessu
máli. Þeir neita öllum takmörk-
unum á skipum og krefjast þess
að fá leyfi til að senda á okkar
mið þau skip, sem þeir telja sér
hentugast að senda hingað. Þeir
neita algerlega kröfum okkar um,
að við litum eftir framkvæmd
samkomulagsins. Þeir telja, að
sjálfir verði þeir að dæma sin skip
vegna þess er þeir geri utan 12
milna. Og enn krefjast þeir sam-
komulags til þriggja ára, án þess
þó að vilja veita okkur nokkra
minnstu viðurkenningu i land-
helgismálinu. Og þeir neita alger-
lega okkar till. um takmörkuð
veiðisvæði og krefjast þess að fá
að veiða alls staðar við landið upp
að 12 milum, nema sambæri-
legum islenzkum skipum verði
bannað að veiða þar lika.
Yfirgangur og
obilgirni
Þannig stendur deilan við Breta
enn i dag og áfram halda þeir að
brjóta okkar lög og okkar reglur,
Það er býsna hastarlegt, að við
þessar aöstæður skuli blöð stjórn-
arandstöðunnar stunda þá iðju,
sem þau gera i dag með sifelldum
dylgjuskrifum og beinum árásum
á þá menn, sem fara með samn-
ingamálin af okkar hálfu við
Breta. Undanfarna daga hafa
stjórnarandstöðublöðin sérstak-
lega veitzt að mér i þesum efnum,
af þvi að ég hef talið, að Bretar
yrðu að breyta um afstöðu, ef
nokkur von ætti að vera á sam-
komulagi. Sagt hefur verið i þess-
um blöðum, að ég væri með yfir-
gang og ég hefði sýnt óbilgirni og
ég gæti skaöað hagsmuni landsins
með stifni minni. Og eitt stjórnar-
andstöðublaðið hélt beinlinis
fram, að kröfur minar um form
kæmu i veg fyrir samkomulag.
Jafnhliða þessum skrifum er svo
daglega reynt að ala á tortryggni
milli ráðh. varðandi vinnubrögð i
málinu og það fullyrt ýmist, að ég
hafi ráðizt að forsætisráðherra
eða utanrikisráðherra, eða þeir
að mér. En hverjum þjóna þessi
blaðaskrif og hvað á allur þessi
ósannindaþvættingur að þýða?
Eru þeir, sem þetta skrifa, að
þjóna islenzkum málstað? Bretar
veita þessum skrifum vissulega
athygli og þeir hyglast til að
halda, að raunverulega njóti
þeirra kröfugerð fylgis hér á
landi Þeir reyna lika i blöðum
sinum að tortryggja einstaka
menn hér á landi og lelja, að á
þeim standi allt fast. £g fullyrði
af reynslu minni, að þessi skrif
Morgunblaðsins, Alþýðublaðsins
og Visis eiga enga stoð ialmennri
afstöðu sjálfstæðismanna, Alþfl
manna lil landhelgismálsins og til
samningaviðræðnanna við Breta.
Sjálfstæðismenn og Alþfl.-menn
um allt land hafa svipuð viðhorf
tii landhelgismálsins og ég og
minir flokksbræður hafa. Það,
sem i þessum efnum ræður
ábyrgðarlausum skrifum örfárra
manna i stjórnarandstöðublöð-
unum er skefjalaus græðgi
þeirra i að fella rikisstj. I þeirri
baráttu þessara manna er allt
leyfilegt, einnig það að setja
landhelgismálið i hættu.
Sami leikur-
inn 1958
Árið 1958, þegar landhelgin þá
var stækkuð, var þessi sami
leikur leikinn af nokkrum mönn-
um. Hann mistókst þá með öllu og
eins mun verða nú. Frá grund-
vallarskilyrðum okkar i samn-
ingunum við Breta verður ekki
vikið. Það verða Bretar að skilja.
Þeir mega ekki standa i neinum
vafa um, að öll þjóðin stendur að
baki þeim till., sem við höfum
gert. Fram til þessa höfum við
farið okkur hægt i allri fram-
kvæmd málsins og skýrt okkar
málstað með hægð, en þó með
festu. Við höfum þolað Bretum
yfirgang og hlustað á frekjulegar
kröfur þeirra rétt eins og þeir
ættu fiskimiðin við landið. Á
þessu hlýtur að verða breyting
fyrren varir, ef Bretar vilja ekki
skilja alvöru málsins. Þvi að það
mega þeir vita, að hvorki þeir né
aðrir útlendingar geta stundað
veiðar hér við land i fullkomnum
fjandskap við fólkið i landinu.
Þeir flokkar. sem standa að
núv. rikisstj.. hafa færzt mikið i
fang. Mikið hcfur verið gert á
stuttum tima. Nú er mikið vanda-
mál. sem ráða þarf fram úr. Að
lausn þeirra er nú unnið. Ég trúi
þvi, að þau vcrði leyst með hags-
muni þjóðarheildarinnar fyrir
augum.
Sjónvarp
Framhald af 12. siðu.
LAUGARDAGUR
28. október
17.00 Endurtekið efni. Bi bi
og blaka. Fræðslumynd frá
Time-Life um ungbörn og
þörf þeirra fyrir ástúð og
umhyggju. Þýðandi Þór-
hallur Guttormsson. Þulur
Guðbjartur Gunnarsson.
Áður á dagskrá 2. septem-
ber sl.
17.30 Skákþáttur.
Umsjónarmaður Friðrik
Ólafsson.
18.00 Þingvikan. Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
18.30 iþróttir.Umsjónarmaður
Ómar Ragnarsson.
lllé.
20.00 Frcttir.
20.20 Veður og augiýsingar.
20.25 IIvc glöð er vor æska.
Brezkur
gamanmyndaflokkur.
Lygalaupurinn. Þýðandi Jón
Thor Haraldsson.
20.50 Vaka. Dagskrá um bók-
menntir og listir á liðandi
stund. Umsjónarmenn
Björn Th. Björnsson,
Sigurður Sverrir Pálsson
Stefán Baldursson, Vésteinn
Ólason og Þorkell Sigur-
björnsson.
21.30 Undir föisku flaggi(Love
in the Afternooni.Bandarisk
biómynd frá árinu 1957,
byggð á sögu eftir Claude
Anet. Leikstjóri Billy
Wilder. Aðalhlutverk Gary
Cooper, Audrey Hepburn og
Maurice Chevalier. Þýðandi
Gylfi Gröndal. Myndin
greinir frá ungri stúlku,
dóttur leynilögreglumanns.
Hún freistast til að blanda
sér fullmikið i mál föður
sins og lendir fyrir vikið i ó-
venjulegu ævintýri.
23.35 Dagskrárlok.
Faðir okkar
HALLUR JÓNASSON
andaðist i Landspitalanum að kvöldi hins 18. október.
Fyrir hönd okkar systkinanna
Erlingur ilallsson
Aðalsteinn Hallsson
U-landsliðið
Framhald af 10. siðu.
og að sú æfing yrði á laugar-
dagseftirmiðdag.
Atriði, sent taka verður til
greina alvarlega:
1. ) Verið vissir um að vega-
bréf ykkar séu i gildi, og ef
einhver á ekki vegabréf þá að
fá sér það nú þegar.
2. ) K.S.I. mun sjá U-lands-
liðsmönnum fyrir keppnisbún-
ingum.
3. ) Hafið tvenna knattspyrnu-
skó með ykkur, þ.e. grasskó
og malarskó, hvort tveggja i
fullkomnu áisgkomulagi.
4. ) Treystið ekki á að kaupa
takka, reimar, teigjubönd,
sokka eða annað i Lúxembúrg
fyrir leikinn.
5. ) Hafið með ykkur góða
strigaskó.
6. ) Nafnalistí yfir leikmenn
og fararstjórn hefur verið
sendur til gjaldeyrisstofnana,
og nauðsynlegt er að sótt sé
um gjaldeyri timanlega, þvi
það getur tekið tvo til þrjá
daga að fá hann afgreiddan.
7. ) Allir i förinni með Ung-
lingalandsliðinu til Lúxem-
búrgar verða að vera klæddir
jakkafötum, i skyrtu og með
bindi og á vel burstuðum
skóm, — þegar ferðazt er —
þ.e.a.s. á leiðinni til Lúxem-
búrgar og sömuleiðis á leið-
inni heim.
Nánari ákvarðanir um
klæðnað verða gefnar, eftir
komuna til Lúxembúrgar.
8. ) Látið klippa hár ykkar og
veriö snyrtilegir um höfuðið
sem og i öllum klæðaburði.
9. ) Unglingalandsliðsmenn
mega ekki kaupa né neyta
áfengra drykkja á meðan á
förinni stendur.
10. ) Látið vita þegar, ef þið
eruð i einhverjum vandræðum
með að taka þátt i förinni, og
mun fararstjórnin gera sitt til
að hjálpa ykkur eftir föngum.
11. ) Keppizt við að vera búnir
að selja Happdrættismiða KSI
áður en haldið verður af stað
og gera þá upp við gjaldkera
KSl.
Unglinganefnd KSI 1972.
Tryggvi
Framhald af bls. 4
alltaf verið einn heitasti bardaga-
maðurinn i frelsisbaráttu þjóðar-
innar gegn erlendri hersetu. I
ljóðum og linum, i fótataki á
Keflavikurgöngum tjáði Tryggvi
heilan hug sinn i þvi hjartans
máli hans.
Þvi hugsa margir hlýtt til
Tryggva i dag, — á sjötugs-
afmælinu.
Við, sem höfum notið þess að fá
að berjast við hlið hans i hart nær
hálfa öld, standa með honum i
forystu Kommúnistaflokksins og
Sósialistaflokksins, sendum
honum okkar innilegustu kveðjur,
beztu þakkir og óskum honum
hamingjusams ævikvölds eins og
sá maður bezt á skilið, sem alla
sina ævi hefur unnið meðbræðr-
um sinum —og -systrum allt hvað
hann mátti — og oft meira en það.
Einar Olgeirsson.
Landsleikur
Framhald af 10. siðu.
Flestir þessara pilta hafa
leikið einn eða fleiri u-landsleiki
og einn, Ásgeir Sigurvinsson,
liefur leikið 3 a-landsleiki. Þá
eru i liðinu menn eins og Hörður
Jóhannesson úr ÍA, mjög reynd-
ur mfl.*- leikmaður, og félagi
lians Karl Þórðarson er orðinn
það iika eftir þetta sumar.
Leikurinn fer fram eins og
áður segir á sunnudag og á leik-
velli sem ber ekki minna nafn
en E. Mayrisch Stadium in
Esch-sur-Alzette, og verður
þessi leikur forleikur að A-
íandsieik milii Lúxembúrgar og
Tyrklands sem er liður I undan-
keppni HM i knattspyrnu.
EBE-fundur
Framhald af bls. 16.
sameiginlega stefnu rikjanna i
þessum málum og á sameigin-
lega stefnu gagnvart rikjum utan
EBE.
Það bar til tiðinda i gær að for-
sætisráðherra Itala kvaðst telja
æskilegt að komið yrði á eins
konar EBE-rikisborgararétti.
Nokkrir æðstu manna rikjanna
9 létu i ljós söknuðfyrir fjarveru
Norðmanna. Forsætisráðherra
Hollands sagði að kannski ætti
EBE sök á andúð Norðmanna. Og
hann minnti á að margir sæju i
bandalaginu ófreskju, sem legði
áherzlu á efnahagslegar fram-1
farir á kostnað manneskjunnar. I
Heath forsætisráðherra Breta j
lagði þunga áherzlu á nauðsyn
þess að mótuð yrði sameiginleg
utanrikispólitik.
Verðlagsráð
Framhald af bls. 1.
um 150 miljónir kr. á ársgrund-
velli i auknar tekjur til þess að
tryggja þeim sömu afkomu og
reiknað var með i ársbyrjun, en
með þá áætlun voru frystihúsin
raunar ekki ánægð, sagði Lúðvik.
•— Fallizt var á tillögur Verðlags-
ráðs, nema hvað greiðslur til
frystihúsanna voru lækkaðar
nokkuð. Ræddi Lúövik siðan
nánar um afkomu frystihúsanna.
Lúðvik sagði að engin ákvörðun
hefði enn verið tekin um hvernig
staðið yrði að þessum málum
eftir áramól. Kanna þyrfli að-
stæður útgerðarinnar i desember
og inn i dæmið um áramót þyrfti
að taka tillit til margra þátta,
bæði þeirra sem kynnu að bæta
hag útgerðarinnar og fiskvinnsl-
unnar og annarra sem kynnu að
verka gagnstætt.
Lúðvik vék sérstaklega að þeim
fullyrðingum, að verið væri að
brjóta reglur Verðjöfnunarsjóðs-
ins, og minnti á ákv. 7. gr. lag-
anna um Verðjöfnunarsjóð i þvi
sambandi, þar sem segir að við
ákvörðun verðlagsgrundvallar
skuli m.a. taka tillit lil niðurstöðu
Verðlagsráðs um afkomu fram-
leiðslunnar, þó þannig, að tekið sé
tillit til sérstakra ástæðna, svo
sem óvenjulegra breytinga á er-
lendum mörkuðum, gengisbreyt-
ingar og annarra hliðstæðra at-
vika”. Sagði Lúðvik að litill
munur væri á þvi hvort afkoma
útgerðarinnar og fiskvinnslunnar
stafaði af minnkandi afla eða
lækkandi verðlagi.
Við umræðuna um þeita mál
töluðu einnig, Guölaugur Gisla-
son(S), Gylfi Þ. Gislason (A), og
Jóhann liafstein (S). Gagnrýndu
þeir allir hvernig fiskverðs-
hækkuninni væri mætt og lögðu
mikla áherzlu á að hér væri um
einhliða ráðstöfun rikisstjórnar-
innarað ræða, og laldi Guðlaugur
Gislason meira að segja að hér
væri um að ræða brot á stjórnar-
skránniog ættu eigendur sjóðsins
fullan rétt á fébótum vegna gerða
rikisstjórnarinnar.
Lúðvik ráðlagði þingmönnum
að kynna sér betur gang þessara
mála og lesa bæði frumvarpið og
lög Verðjöfnunarsjóðsins.
Þingmál
Framhald af bls. 9.
Magnúsar Kjartanssonar, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra.
Frumvarp um
Tæknistofnun
sjávarútvegsins
Þetta er stjórnarfrumvarp, og
var það einnig lagt fyrir siðasta
þing, án þess að hljóta þar af-
greiðslu.
Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi
að sameinaðar verði i einni öfl-
ugri stofnun tæknileg verkefni og
rannsóknir, sem nokkuð hefur
verið unnið að á vegum einstakra
stofnana og aðila, þ.á.m. hjá
Fiskimálasjóði, Fiskifélagi ís-
lands, rannsóknarstofnunum
sjávarútvegsins, Siglingamála-
stofnuninni og fleiri aðilum.
Frumvarp u m
Landhelgisgæzlu ís-
lands
Flutningsmenn eru 9 þm. Sjálf-
stæðisflokksins og er frv. flutt til
breytinga á lögum frá 1967 um
Landhelgisgæzlu íslands. Megin-
efni frumvarpsins er að rikissjóð-
ur skuli árlega leggja fram 75
milj. kr. framlag til Landhélgis-
sjóðs, og jafnframt verði heimilt
að verja allt að 25 milj. kr. árlega
af fé Landhelgíssjóðs t'í'l 'bygg
ingar fyrir Landhelgisgæzluna.
Frumvarp um sama efni var
flutt á siðasta þingi, en fjárupp
hæðin var skv. þvi 50 þús. kr. i
stað 75 þús.
Frumvarp um málflytj-
endur
Hér er um að ræða nýtt
stjórnarfrumvarp. 1 athuga-
semdum segir að Lögmannafélag
Islands hafi um nokkurt skeið
óskað eftir endurskoðun á lögum
um málflytjendur. 1 maimánuði
1971 hafi þáv. dómsmálaráöherra
Auður Auðuns falið Benedikt
Sigurjónssyni hæstaréttardóm-
ara að endurskoða lögin og sé
frumvarpið samið af honum.
I greinargerð segir m.a.:
„Lögmenn eru opinberir sýsl-
unarmenn, sem hafa á hendi þýð-
ingarmikinn þátt réttarvörzl-
unnar. Almenningur verður að
geta treyst þeim og átt að þeim
aðgang, Af þeim ástæðum
verður að gera til þeirra veru-
legar kröfur um þekkingu og
þjálfun og góða hegðun i starfi.
Þá ber og að hafa það i huga, að
lögmannsstéttin er oft mjög
gagnrýnd og tortryggð, ekki
alltaf af réttum ástæðum.
Af þessum ástæðum þykir rétt
að leggja til að gera nokkrar
breytingar á gildandi lögum, sem
miða eiga að þvi að styrkja log
mannsstéttina og gera henni
kleift að sinna betur verkefnum
sinum”.
SAMVINNU-
BANKINN
F r amkvæmdast j ór i
óskast
Norræn nefnd um neytendamál óskar að
ráða framkvæmdastjóra. Umsækjandi
verður að hafa góða menntun t.d. vera
lögfræðingur eða hagfræðingur. Hann
verður að geta unnið sjálfstætt. Reynsla af
störfum á sviði neytendamála eða hlið-
stæðra mála er einnig æskileg. Nefndin er
stofnuð af rikisstjórnum allra Norður-
landanna að frumkvæði Norðurlandaráðs
i þvi skyni að samræma rannsókna- og
upplýsingastarf á sviði norrænna neyt-
endamála.
Aðsetur framkvæmdastjórans er nú i
Osló, en unnt er að flytja það til heima-
lands hins nýja framkvæmdastjóra
Launakjör fara eftir menntun og hæfileik-
um umsækjanda. — Umsóknir sendist við-
skiptaráðuneytinu fyrir 10. nóvember
1972.
Viðskiptaráðuneytið, 19. okt. 1972.