Þjóðviljinn - 07.12.1972, Side 7

Þjóðviljinn - 07.12.1972, Side 7
Kimmtudagur 7. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um barnabœkur Venjuleg börn og óvenjuleg Pétur og Sóley liöf.: Kerstin Thorvall myndir: Kerstin Thorvall þyö.: Anna Valdimarsdóttir Iðunn, 1972, 94 bls. Kerstin Thorvall er sænskur rithöfundur, sem hefureinkum nú á siðari árum getið sér orðstir fyrir að skrifa bækur fyrir börn um börn, sem eiga við samfélags- leg vandamál að striða. Svo er og i þessari bók, sem er bæði þörf og bráðskemmtileg. Pétur og Sóley eru bæði frá heimilum, sem eru óvenjuleg i augum skólasystkina þeirra (og væntanlega foreldra skólasyst- kinanna lika). Annars vegar er móðir, sem vinnur úti, og faðir, sem málar og vinnur heimilis- störf. Hins vegar er fjölbýli eða kommúna. Bæði eru börnin hálf- vegis vegvillt og vinalaus unz þau finna hvort annað, verða að þola óteljandi spurningar og stríðni af hálfu skólasystkina og foreldra þeirra. Stelpan er þroskaðri, hefur liklega vitað lengur en Pétur, hvað heimili hennar er skritið. Lesandi fylgist hins vegar með viðbrögðum Péturs allt frá fyrsta grun hans um að ekki sé allt með felldu heima hjá honum. Sagan er skrifuð af miklum skilningi og mikilli samúð með i fyrsta sinn á 45 ára starfsferli hefur Ferðafé- lagi íslands tekizt að halda uppi ferðum allan ársins hring, líka að vetrinum, og hefur viðleitni félagsins til að örva áhuga á útivist, hollri hreyfingu og náttúru- skoðun, án tillitstil árstima og veðurfars, greinilega borið árangur. Það kom fram á sviðamessu Ferðafélagsins i Skiðaskálanum um næstliðna helgi, þar sem Einar Guðjohnsen framkvæmda- stjóri gaf skýrslu um starfsemina si. ár, að i fyrravetur var i fyrsta sinn haldið uppi ferðum reglulega á hverjum sunnudegi, og sama hefur verið gert i vetur. Undirrit., sem hefur tekið þátt i allmörgum þessara sunnudags- gönguferða, finnst vissulega ástæða tii að hvetja kyrrsetufólk borgarinnar til enn frekari þátt- töku i þessum ferðum, sem venju- lega er lagt af stað i kl. eitt eftir hádegið og komið heim um eða skömmu eftir ljósaskipti. Er varla hægt að hugsa sér skemmtilegri leið til að hrista af sér innilokun og erfiði vikunnar og endurnærast fyrir þá næstu en að fá sér góðan göngutúr i fallegu umhverfi, vel klæddur i vetrar- nepjunni. Ekki þarf langt að fara, Reykjanesið býður upp á ótelj- andi möguleika, og sama er að segja um næsta nágrenni Vestur- landsvegarins. Er ánægjulegt, að Ferðafélagið skuli, þrátt fyrir aldur sinn, fylgjast með timanum og koma auga á og uppíylla þess- ar þarfir nútima borgarbúa, og er þetta áreiðanlega langþarfasta nýmæliö i starfsemi félagsins. Annars hefur þátttakan i ferð- um félagsins yfirleitt verið mjög góð og stóraukizt frá ári til árs, jafnframt þvi sem félögum i F.l. hefur fjölgað. 45 ára afmæli Félagið var stofnað 27. nóvember 1927 og er þvi nýbúið að eiga 45 ára afmæli. Stofnendur voru 63 talsins og var einn þeirra, Ósvaldur Knudsen, staddur á sviðamessunni um daginn, þar sem m.a. var minnzt afmælisins. Nú eru félagar yfir 6800 og auk deildarinnar i Reykjavik eru starfandi deildir F.í. á isafirði. þeim, sem veröa saklausir fyrir aðkasti. Lesandi sér, hvað börn geta verið grimm, ef þau verða vör við eitthvað óvenjulegt, sem e.t.v. ógnar öryggi þeirra. Jafn- framt skilst okkur, að börnin létu ekki svona, ef ekkert i þessa veru væri fyrir þeim haft. Við höfum öll fordóma, sem okkur er hollast að losa okkur við til að allir geti lifað i sátt og samlyndi en þó hver á þann máta, sem hann kýs. Sögur á borð við þessa hjálpa fólki til þess. Persónur eru ekki allar nógu glöggar, enda er sagan stutt. En börnin tvö, aðalpersónurnar, eru mjög vel gerðar. Söguþráðurinn er einfaldur og ljós, þótt ýmislegt i sögunni liggi ekki i augum uppi og geti vakið forvitni og fróðleiks- löngun barna. Þýðingin er mjög góð, myndir skemmtilegar. Enga prentvillu fann ég og annar frágangur er eftir þvi. Ærslabelgir og alvöru- menn höf.: Gunnar Jörgensen þýð.: Svava Þórleifsdóttir Leiftur, 1972, 123 bls. Bækur Gunnars Jörgensens hafa nokkrar verið þýddar á islenzku. Mestum vinsældum hygg ég að þeir hafi notið Sauðárkróki, Dalvik, Akureyri, Húsavik, Vopnafirði, Egilsstöð- um, Vestmannaeyjum og Kefla- vik. Þátttakendur i ferðum félags- ins það sem af er þessu ári eru 5079 talsins i 161 ferð, þar af voru útlendingar 857 eða 15%. Siðasta ár voru þátttakendur 3935 i 146 ferðum. svo aukning er orðin 29%. Aukning þátttöku hefur verið mjög hröð undanfarin ár, var 25% i fyrra og 26% árið áður. Skagfjörðsskáli stækkaður Þórsmerkurferðirnar virðast enn langvinsælastar og hafa yfir 1500 farið þangað i 40 ferðurh. i félagarnir Flemming og Kvikk bæði hér og i heimalandinu Dan- mörku. Bækur hans eru i anda hreyfinga á borð við skáta- hreyfingu eða ungmennafélags-. hreyfingu, fullar af bindindisboð- skap og hrifningu á útilifi. Ein aðalpersónan er drengurinn Áki, sem leiðzt hefur á glapstigu, hrint frá sér vini sin- um, sönnum dreng, og tekið fram yfir hann annan spilltan, sem litilsvirðir gott fólk, reykir og fær Áka til að stofna sér i skuldir. Þetta kannast lesendur Gunnars Jörgensens vel við. önnur kunn persóna úr bókum höfundar er gamli skólastjórinn, sem er svo fullur mannkærleika, að hann minnir helzt á frelsarann. Kvikk var ljósi punkturinn i Flemming-bókunum. Arftakar hans i þessari bók eru ekki eins skemmtilegir en skemmtilegir þó, þeir tviburarnir Eirikur og Ellert. Litið pláss er fyrir kven- fólk i bókum Gunnars. Gamli skólastjórinn talar alltaf um drengina sina, lengi vel hélt ég að skóli hans væri aðeins fyrir drengi, en svo er ekki. Eina stúlkan, sem einhvern þátt á i sögunni, er Jóna, systir Áka, og hún er siskælandi. Svo koma fyrir óljósar „götustelpur”, ekki eru þær sálgreindar, en greinilegt er, sumar var Skagfjörðsskáli i Þórsmörk stækkaður allmikið og er viðbótin á tveim hæðum, 73,6 ferm. að flatarmáli. Jón J. Viðis teiknaði og Páll Pálsson bygg- ingameistari hafði yfirumsjón með verkinu, en þeir tveir hafa einnig haft veg og vanda af flest- um öðrum skálurn félagsins. Eftir þessa stækkun geta gist hátt i 200 manns samtimis i Skagfjörðs- skála. Til Landmannalauga voru farnar á vegum F.l. 19 ferðir með um 500 farþega og Kjalarferðir urðu 10 með 278 farþegum. Lengd ferða hefur verið frá dagparti að þær eru óæskilegur félagsskapur fyrir unga drengi. Heimur bókarinnar er i hæsta máta beinlinis að brýna fyrir lesendum að halda öllu i horfinu, virða fornar dyggðir og hefðir. Höfundur fjallar m.a. um áhrifagirni unglinga, sem er sigilt vandamál. Hann lýsir vandanum á nokkuð raunsæilegan hátt: málin leysast kannski svolitið auðveldlega hjá honum, en það er engin ný bóla i barnabokum. Hins vegar er allur frásagnarháttur dálitið væminn, sem gerir bókina leiðinlegri aflestrar en þörf er á — þvi nú er maðurinn reglulega fyndinn á stundum. Þýðing er góð, prentvillur nokkrar, myndir afleitar. Upp á lil og dauða. höf.: ltagnar Þorsteinsson Barnablaðið Æskan, 1972, 76 bls. Þær virðast ekki ætla að verða margar islenzku barnabækurnar i ár. Mér hafa borizt þrjár i hendur, og hér kemur sú fyrsta. Höfundur hennar hefur að ég held ekki skrifað fyrir börn áður, en það lætur honum vel. Þetta er sjóhrakningasaga tvi- buranna Silju og Sindra, alveg i anda sjóferðasögu Nonna og Manna, en með núlimalegu glæponaævintýri i lokin. Hún gerist á rúmum sólarhring, svo viðburðarikum, að þar verður aldrei lát á. Satt að segja held ég, að sagan hefði verið betri, ef aukaævintýrinu með eiturlyfja- bröskurunum hefði verið sleppt. Þá hefði sagan lika verið tilvalin til notkunar i skólum. Það væri áreiðanlega gaman fyrir börn að lesa hana undir leiðsögn kennara, þvi margt þurfa börn sjálfsagt að fá útskýrt, þrátt fyrir skýringarn- ar aftan við söguna. eins og sunnudagsgöngurnar upp i 27 daga. Skálar Ferðafélagsins og deilda þess eru nú 16 talsins, á Jökul- hálsi, Snæfellsnesi, Hlóðuvöllum, við Hagavatn, i Hvitárnesi, Kerlingafjöllum, á Hveravöllum, Laugafelli, i Herðubreiðarlind- um. Drekagili við öskju, við Snæ- fell, i Kverkfjöllum, á Sprengi- sandi, við Veiðivötn, i Land- mannalaugum, Þórsmörk og Þjófadölum. Geta yfir 800 manns gist i skálunum samtimis. Lýsing landsins Ekki má gleyma þeim þætti starfsemi Ferðafélagsins, sem bækur Aðalpersónur sögunnar eru tveir 13 ára unglingar, báðir skýrt mótaðir. Að visu fær lesandi litla sem enga lýsingu á útliti þeirra, sem liefði þó verið gaman, en eðli þeirra og innræti þekkir hann þvi betur. Silja nafna min er mesta hörkutól, minnir helzt á Þorgerði Egilsdóttur. Einhverjum kann að finnast dugnaður hennar fjarri öllu raunsæi, en margt skeður á sjó, eins og selurinn sagði, og oft tekur raunveruleikinn skáld- skapnum langt fram hvað óraun- veruleika snertir. Sindri er ólikur systur sinni, og lýsing hans hneykslar engan. Auk þeirra systkina kynnumst við litillega tveim gömlum mönnum, ekki eru þeir glöggt mótaðar persónur, en orðfæri þeirra er skemmtilegt og sérkennilegt. Aðrar persónur eru flestar skuggaverur, sem lesandi fær enga mynd af, og samfélagi þvi,sem systkinin lifa i, kynnumst við heldur ekki. Sagan gerist á Vestfjörðum, gott hefði verið að hafa kort i bókinni til glöggvunar. Faðir tviburanna er sjómaður, móðirin kemur varla við söguna, en bæöi virðast þau eiga jafnan sess i hugum barnanna. Auk hrakningasögu barnanna geymir bókin ýmsan fróðleik um sjó og Frh. á bls. 15 kannski flestir njóta góðs af. lika þeir sem aldrei taka þátt i ferð- unum og er þar átt við útgáfu ár bókanna, en þær eru gefnar út á hverju ári og eru þvi orðnar jaln- margar árunum, sem lélagið helur starfað, 45, og þar komin saman lýsing á meginhluta lands- ins. Na'sta Árbók 1973 mun fjalla um Svarfaðardal og hefur Hjörtur Eldjárn á Tjörn ritað hana að meginefni, en auk þess lýsa þeir Egill (iuðmundsson frá Þúfnavöllum og Kolbeinn Kristjánsson Irá Skriðulandi Ijallaleiðum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, að þvi er ritstjóri Arbókarinnar, Páll Jónsson. skýrði frá á sviðamessunni. Fleiri árbækur eru þegar i undirbúningi og mun Árbókin 1974 t.d. fjalla um öræfin austan Vatnajökuls, en hana skrifar Iljörleifur Gultormsson liffræð- ingur á Neskaupstað. Þá er i ráði að fjallað verði i komandi árbók- um um Fjallabaksveg syðri, enn- l'remur um Mývatnssveit og Aðaldal og um Reykjanesfjall- garð. Auk Árbókarinnar hefir h'.í. gefið út ferðakort af Islandi allt frá 1943, núorðið i samvinnu við Landmælingar Islands.og teiknar Ágúst Böðvarsson kortin. Varnaöarorð i tima töluð Létt var yfir mönnum á sviða- messunni, þar sem viðstaddir voru ýmsir eldri félaaanna oe minnzt liðinna, ánægjulegra samverustunda i ferðalögum. Minntust sumir bess. hve margt hefði gerzt og aðstæður allar til ferðalaga breytzt á þessum 45 árum frá stofnun félagsins Kkki þótti þó öllum allt til bóta og minntist formaður félagsins, Sig- urður Jóhannsson vegamála- stjóri, i þvi sambandi varnaðar- orða norsks fyrirlesara, sem hér var nýlega, Thorleifs Skjelderups. Hann varaði islend- inga við að drekkja landinu i ferðamannastraumi eins og hann tiðkast nú á alþjóðlega visu, nær væri að leggja áherzlu á þá ferða- menn, innlenda og erlenda.'sem njóta vilja náttúrunnar eins ósnortinnar og mögulegt er. 1 þá átt hefur starfsemi Ferðafélags- ins beinzt og gerir vonandi áfram. —vh Miðað við þarfir nútíma borgarbúa: Sunnudagsgöngur allan veturinn á vegum F.I. Skagafjörðsskáli með viðbyggingunni. Fremst á myndinni sjást þeir Kinar Guðjohnsen framkvæmda- stjóri Ferðafélagsins t.v. og Jóhanncs Kolbcinsson, húsbóndinn i Þórsmörk, sem allir kannast við, sem þar liafa einh vern tima dvalizt. Einn félaginn, Eyjólfur Halldórsson, tók myndina.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.