Þjóðviljinn - 07.12.1972, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 07.12.1972, Qupperneq 8
8 StÐA — ÞJ6DVILJINN Fimmtudagur 7. desember 1972 Fimmtudagur 7. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 GEGN HERVALDI GEGN AUÐVALDI RAGNAR ÁRNASON: Frábitiö stjórnmálavafstri? Engu aö siður hefur það óspart verið látið i veöri vaka af forsvarsmönnum EBE, að bandalagið sé fyrst og fremst efnahagsbandalag, sem allt stjórnmálavafstur láti að mestu ósnortið. Þannig var t.d. mál- flutningur talsmanna aðildar i nýafstaðinni kosningabaráttu i Noregi og Danmörku. Og sömu áfstöðu mátti finna á islandi á árunum 1992-196:1 er aðild cða aukaaöild að EBE var baráttu mál vissra aöila i islenzkum stjórnmálum. Ástæðuna fyrir þessum pólitiska feluleik er fyrst og fremst að finna i þeirri stjórn- málastefnu, sem Efnahags- bandalagið er fulltrúi fyrir. Hún er þess eðlis i ýmsum grund- vallaratriðum, að margir stjórn- málamenn hafa fremur kosið að draga fjöður yfir hana en afla ætlar , með aðstoð NATO og Bandarikjanna, að leggja allt kapp á að verja. Skrifstofuveldið Efnahagsbandalagi Evrópu er formlega stjórnað af þremur aðalstjórnarstofnunum: þinginu, ráðherranefndinni og embættis- mannanefndinni. Auk þessarra stofnana er starfræktur dómstóll Efnahagsbandalagsins sem er æðsta dómstig aðildarrikjanna i öllum málum sem fallið geta undir Rómarsáttmáiann. Þing EBE sitja u.þ.b. 140 fulltrúar, sem valdir eru af þjóð- þingum aðildarlandanna i hlut- falli við fólksfjölda þeirra. Þingið er lýðræðislegasta stjórnar- stofnun bandalagsins i þeim skilningi að almenningur aðildar- landanna hefur hvað beinust áhrif á skipun þess. Hins vegar eru meðlimarikjum þess. 1 þessu felst m.a. skýringin á stuðningi Bandarikjamanna við bandalagið á uppvaxtarárum þess, enda þótt fyrirsjáanlegt væri þá þegar, að það gæti orðið Bandarikjunum skeinuhættur keppinautur á við- skiptasviðinu. Þetta lilutverk Efnahagsbandalagsins er einnig skýringin á áhuga og velvild stærsta stjórnmálaf'lokks islendinga i garð þess. Gegn þróun 3ja heimsins EBE er þegar farið að láta að sér kveða sem efnahagslegt stór- veldi i heiminum og sem slikt skerðir það hlut margra rikja, sem utan þess standa. Hið hagræna eðli Bandalagsins er slikt, að vöxtur þess byggist ekki siður á tollmúrum og öðrum þess konar efnahagslegum hömlum út á við, en frjálsum viðskiptum og samvinnu innan þess. Það eru Evrópuríkin afsala fullveldi sínu til Brussel-valdsins 1. desember fyrir 54 árum náðist áfangi í frelsisbaráttu íslendinga. Erlent hervald og auðvald vék um set og island náði þeirri stöðu meðal þjóð- anna, sem á lagamáli er nefnd fullvalda ríki Árið 1944, aldarfjórðungi siðar, voru siðustu tengslin við hinn erlenda yfirráða- aðila slitin með stofnun lýðveldisins, sem var, að því er áhrifamiklir aðilar fullyrtu, siðasta skrefið í frelsisbaráttu þjóðarinnar. En þá hafði reyndar þegar tekíð sér bólfestu i landinu erlent hervald, sem island hefur siðan tengzt enn fastari böndum. Þessar sögulegu stað- reyndir færa okkur heim sanninn um það, að frelsi og fullveldi þjóðar er ekki endanlega í höfn á ákveðn- um degi með hátíðlegri undirritun skjals. Sjálfstæðisbarátta þjóðar sérstaklega smáþjóðar í heimi stórvelda, er stöðug og samfelld. En jafnframt má það aldrei gleymast að fullveldi og sjálfræði þjóð- ríkisins er aðeins önnur hlið baráttunnar fyrir frelsi, velferð og jafnrétti allra þjóðfélagsþegnanna. Innan vébanda hins sjálfstæða ríkis verður að skapa þjóð- félag, sem tryggir öllum meðlimum sínum þessi réttindi. Þeirri baráttu er 1. desember ekki sizt helg aður. 1 þessari ræðu mun ég fyrst og fremst fjalla um einn þátt hervalds og auðvalds i heiminum i dag. Hinn veglega fulltrúa auð- valdsins i Evrópu. — Efnahags- bandalagið. Fyrst mun ég ræða sögulegan uppruna þess og þær stjórnmálaaðstæður sem það er sprottið upp úr. Siðan mun ég fara nokkrum orðum um hina pólitisku og efnahagslegu stefnu bandalagsins, hina stjórnarfars- legu uppbyggingu þess og likleg áhrif á lramtið smá.'kja i heiminum. Enda þótt EtE hafi ekki verið formlega stofnað fyrr en 1957 á það sér langa forsögu. Uppruna þess má rekja til hinna pólitisku aðstæðna fyrstu áranna eftir heimsstyrjöldina siðari. Krossferðin gegn kommúnismanum Meðal afleiðinga heimsstyrj- aldarinnar var alger umturnun valdahlutfallanna i heiminum. Evrópurikin voru i sárum bæði efnahagslega og hernaðarlega, og höfðu glatað stórveldastöðu sinni. En Sovétrikin og Bandarikin voru orðin öflugustu riki heims- ins. Einn af hornsteinum utanrikisstefnu Bandarikjanna eftir striðiö var að endurreisa og sameina Vestur-Evrópu efna- hagslega og hernaðarlega i þvi skyni að gera hana að öflugum varnargarði gegn þvi sem þeir nefndu Framrás Kommún- ismans i Evrópu. Meðal burðarása þessarar utanrikis- stefnu var Marshall aðstoðin og i tengslum við hana stofnun OECD — Efnahags- og framfarastofnun Evrópu. En það var skilyrði Marshallaðstoðar að þiggjendur hennar gengju til efnahagslegs samstarfs Evrópurikja. 1949, ári eftir að Efnahags- og Framfara- stofnun Evrópu komst á fót, var Atlanzhafsbandalagið stofnað með þátttöku Bandarikjanna, Kanada og 10 Evrópurikja, sem öll voru aðilar að OECD. Þessi hernaðarlegi og efnahagslegi samruni V-Evrópurikja undir leiðsögn Bandarikjanna, sem augljóslega einkenndist af andúð á þjóðfélagskenningum sósialismans. er sá pólitiski jarð- vegur sem EBE er sprottið upp úr. Undanfa ri Efnahagsbandalagsins Hinn beini forveri Efnahags- bandalagsins er hins vegar Kola- og stálsamsteypa Evrópu, sem V- Þýzkaland, Frakkland og ttalia auk Benelux-landanna stofnuðu með sér árið 1951. Samstarf rikj- anna sex i Kola- og stálsamsteyp- unni jókst brátt og á ráðstefnu i Messina á ltaliu árið 1955 lögðu þau drög að miklu viðtækara og nánara samstarfi sin á milli með svonefndri Messina-yfirlýsingu. Á grundvelli Messina-yfir- lýsingarinnar var siðan gerður samningur sexveldanna um Efnahagsbandalag Evrópu og hann undirritaður i Róm 25. marz 1957. Þar sem i Messina yfirlýsing- unni er lagður sá rammi sem Efnahagsbandalagið starfar innan og þar sem i henni eru opin- beruð mörg helztu langtima markmið bandalagsins er ástæða til að athuga hana nánar. Þar segir: „Rikisstjórnir sexveldanna eru þeirrar skoðunar, aö sameining Evrópu verði bezt framkvæmd með þróun sameiginlegra stofn- ana, samruna hagkrefa land anna, sköpun sameiginlegs markaðar og samhæfingu félags- málastefnu heinna einstöku landa smám saman. Rikisstjórnum landanna sex virðist slík stefna óhjákvæmileg til að varðveita stöðu Evrópu i heiminum til þess að tryggja Evrópu þau áhrif og virðingu, sem henni ber, og til þess að bæta lifsafkomu ibú- anna”. Lifsafkoman í þriðja sæti. Kjarni þessarar yfirlýsingar er sem sagt sá, að stefnt skuli að sameinaðri Evrópu. Fyrir þvi eru nefndar þrjár ástæður. 1 fyrsta lagi skal Evrópa sameinast til þess að varðveita stöðu sina i heiminum. — Með öðrum orðum tryggjs sinn hefðbundna stór- velda-sess. 1 öðru lagi skal Evrópa sameinast til þess að tryggja áhrif sin og virðingu. — þ.e.a.s. enn eru stórvelda- draumarnir sexveldunum efstir i huga. Það er aöeins i þriöja lagi að Messina-yfirlýsingin vikur að hinu sjálfsagða og náttúrulega hlutverki rikisstjórna: bættri af- komu þegnanna. Þetta sýnir , að Messina-yfir- lýsingin, grundvallarstefnu- mörkun Efnahagsbandalags Evrópu felur fremur i sér áhuga valdamanna viðkomandi landa á afgerandi þátttöku i refskák alþjóðastjórnmálanna og löngun þeirra i virðingarsess i stórvelda- klúbbnum. en vilja þeirra til að bæta lifsafkomu alþýðu landa sinna. Sé það einnig haft i huga, að aðild að Efnahagsbandalaginu felur i sér ævarandi afsal á hluta af fullveldi aðildarrikjanna, auk þess sem sexveldin, stofnendur bandalagsins, voru öll virkir aðilar að NATO og OECD virðist það blasa við að Efnahags- bandalagið sé ekki siður pólitiskt en efnahagslegt bandalag, hennar fylgis meðal kjósenda sinna. Auk þeirra atriða sem nefnd hafa verið hér að framan skulu nú tilteknir nokkrir aðrir megindrættir i pólitiskri ásjónu Efnahagsbandalagsins. Bonn- yfirlýsingin frá 1961, er ýtarleg asta og skýrasta heimildin um hina pólitisku stefnu EBE. Meginatriði Bonnyfirlýsingar innar eru eftirfarandi: Ahcrzla er lögð á, að höfuð- markiniö Efnahagsbandalagsins sé samcining Kvrópu. Jafnframt er þvi lýst yfir , að stjórnmálalegt samstarf ríkja Evrópu i sam- vinnu við Bandarikin og efling NATO sé nauðsynlcg , til þcss að berjast gegn þeirri hættu sem ógni Evrópu og hinum frjáisa hluta heimsins — eins og það er oröað. Bonnyfirlýsingin og aðrar stjórnmálayfirlýsingar Efna- hagsbandalagsins - staðfesta að pólitisk stefna Bandalagsins er i samræmi við þann jarðveg sem það er sprottið upp úr. Megin- áherzlan er lögð á samstöðu Evrópurikja og Bandarikjanna innan NATO i þvi skyni að Verja það frelsi sem forráðamönnum EBE sýnist ógnað af Sovétrikj- unum og hinum sósialisku lönd- um. Frelsi manna og frelsi fyrirtækja En hvert er það frelsi, sem EBE vill þannig fyrir hvern mun varðveita. Það kemur m.a. i ljós i þeirri efnahagsstefnu sem banda- lagið fylgir, en hún er skýrt mörkuð i Rómarsáttmálanum. Án þess að fara út i smáatriði má segja að efnahagsstefna EBE markist einkum af þeim atriðum, sem ihaldssöm öfl nefna frjálst markaðshagkerfi, en vinstri sinnaðir hópar auðvaldsskipu- lag. Meginatriði þeirrar efnahagsstefnu eru þau, að markaðsöflin skuli stjórna skiptingu hinna efnislega gæða milli þegnanna. Afskipti rikis- valdsins af gangi mála skuli vera i lágmarki, en athafnafrelsi fyrir- tækja sem óheftast. Þessi endurvakning borgarhagfræði 19. aldar i mynd Efnahagsbandalags Evrópu sýnir okkur að bandalagið er ekki sizt tilraun iðjuhöldanna til að sigrast á erfiðleikum siðkapitalismans með æ meiri útvíkkun markað- anna, óheftari framleiðsluháttum og nánari samvinnu stór- fyrirtækjanna. Þetta er með öðrum orðum það frelsi sem PfBE áhrif þingsins á stjórn EBE sáralitil. Samkvæmt Rómarsáttmálanum getur það verið ráðgefandi fyrir Ráðherra- og Embættismannanefndina, en i reynd er það aðeins viðhafnar- samkoma. Völdin i Efnahagsbandalaginu eru i höndum ráðherranefndar- innar og embættismannanefndar- innar. Ráðherranefndin er skipuð einum fulltrúa frá rikisstjórn hvers aðildarlands. t atkvæðagreiðslum vega atkvæðin hins vegar mismikið i hlutfalli við fólksfjölda rikjanna. Embættis- mannanefndina skipa 9 embættismenn, sem ráðnir eru til fjögurra ára i senn. Á það er lögð áherzla, að þeir skuli aðeins þjóna Efnahagsbandalaginu, en ekki gæta hagsmuna þjóða sinna. Embættismannanefndin er lik- lega valdamesta stofnun EBE. Hún hefur með höndum allt fram kvæmdavald bandalagsins, tekur margar mikilvægar ákvarðanir upp á eigin spýtur, auk þess sem hún á stóran þátt i þeim ákvörðunum, sem Ráðherra- nefndin formlega tekur. Þessi ólýðræðislega valdaupp- bygging Efnahagsbandalags Evrópu markar þannig stórt skref til æ stærra og viðtækara skrifstofuveldis, sem starfar að mestu óháð og firrt frá hinni óbreyttu alþýðu manna, sem það þó byggir tilveru sina á. Það sem Sjálfstæðis- flokknum finnst gott Sjálfræði og fullveldi hinna einstöku rikja innan EBE er einnig stórlega skert. Riki, sem einu sinni hefur undirritað Rómarsáttmálann, er óheimilt að ganga úr Bandalaginu. Það á engra annarra kosta völ en sætta sig við og framkvæma þær ákvarðanir, sem teknar eru innan þess. Þetta táknar m.a. að einstök aðildarriki Efnahagsbandalags- ins geta ekki, þótt þau kjósi svo af alhug, komið á t.d. félagslegri stjórn atvinnulifsins eða þjóð- nýtingu að marki. Rómarsátt- málinn kemur i veg fyrir að veru- leg skref i átt að sósialisma séu stigin i aðildarrikjum bandalags- ins. Þetta hefur i reynd mikla praktiska þýðingu t.d. i Frákk- landi og ltaliu. þar sem mjög öflugir og róttækir vinstri flokkar hafa um langt skeið valdið for- ráðamönnum NATO þungum áhyggjum. Þannig gegnir Efnahagsbandalag Evrópu hlut- verki sa má by rgða rfélags auðvaldsherranna gegn hugsan- legum kosningasigri vinstri manna i hinum einstöku ekki fyrst og fremst háþróuð iðn- riki eins og t.d. Bandarikin og Japan, sem skaðast mest af sam- keppninni við EBE. Þau geta auðveldlega leyst vanda sinn i krafti valds sins. Það eru öðrum fremur þróunarlönd þriðja heimsins, sem verða fyrir barð inu á efnahagsstefnu EBE. Með þvi, að tollar bandalagsins eru hæstir af fullunnum iðnaðar- vörum, en tiltölulega lágir af hrá- efnum, eru mörg iönd 3ja heims- ins nánast dæmd til að vera áfram hráefnaframleiðslulönd, þar sem þau eiga þess engan kost að hætta viðskiptum við Efnahagsbandalagið. Þannig er Efnabagsbandalag Evrópu enn einn iiðurinn i áframhaldandi arðráni auðvaidsrikja heimsins á binum vanþróaða hluta hans. Vopnin gegn Norö- mönnum og islendingum Þá er vert að minnast þeirrar hliðar Efnahagsbandalagsins, sem einkum snýr að okkur Islendingum um þessar mundir. 1 baráttu okkar fyrir 50 sjómilna fiskveiðitakmörkum eru það þjóðir EBE einar, auk Breta , sem halda uppi virkri andstöðu gegn þessu lifshagsmunamáli okkar. Þeim vopnum, sem EBE hefur yfir að ráða, efnahagsleg- um þvingunum, er vægðarlaust beitt til varnar smávægilegum hagsmunum bandalagsins i þessari deilu. Sömu vopnum er nú beint gegn frændum okkar Norðmönnum. Þegareftir að norska þjóðin hafði fellt aðildartillögu að EBE i þjóðaratkvæðagreiðslu, lýsti Sicco Mansholt , formaður embættismannanefndar Banda- lagsinsog einn valdamesti maður þess, þvi yfir, að nú gætu Norð- menn ekki vænzt þess, að ná hag- kvæmum viðskiptasamningi við Efnahagsbandalagið. Þessi dæmi sýna okkur, að Efnahagsbandalagið er i fáu frá- brugðið þeim risastóru fyrir- tækjasamsteypum auðvaldsins, sem byggja upp efnahagskerfi þess. Stefna Bandalagsins lýtur að miklu leyti sömu lögmálum blindrar gróða- og valdasöfnunar og þessi fyrirtæki. Hið ólýðræðis- lega stjórnskipulag EBE veldur þvi, að það er jafnvel enn hættu- legra fullveldi og sjálfstæði smárikja en t.d. risaveldin Sovétrikin og Bandarikin, þar sem aðhalds siðferðisvitundar al- mennings gætir nær ekkert i stjórn Bandalagsins. Af þessum sökum taka þeir, sem berjast vilja fyrir raunveru- legum ákvörðunarrétti þjóða heims um framtið sina og raun- verulegu frelsi og jafnrétti allra manna, höndum saman gegn Efnahagsbandalagi Evrópu, sem og öðrum oddvitum heimsyfir- ráðastefnu auðvaldsins. Ræða á fullveldishátíð stúdenta 1. desember 1972 um Efnahagsbandalag Évrópu, eðli þess og hlutverk FRÉTTABRÉF ÚR REYKHÓLASVEIT Séð yfir grynningarnar á Breiðafirði sunnan við Reykjanes. Þarna er að finna þang- og þara-,,miðin" fyrir þá þurrkunarstöð sem um er rætt i greininni. — ,,Nú hlýtur þingmannalið Vestfjarða plús rikisstjórnin plús Framkvænulastofnun rikisins plús sjálft aiþingi upp til hópa að taka til höndpm við að hrinda áætluninni um þangverksmiðjuna á Keykhólum i framkvæmd.” Játvarður J. Júlíusson: Alvörubyggð á morgni nýrrar aldar Árferöi Þó vorið byrjaði afbragðsvel, kæmi betur og fyrr en mörg undanfarin, varð þó spretta ótrú- lega sein til vegna stöðnunar fyrir kulda og þurrka. Óþurrkar tóku við um leið og sprettu fór að fleygja fram i seinni hluta júli. Svo komu þessir sögufrægu 10 heyskapardagar Imeð byrjun ágústmánaðar. Mjög var misjafnt hvað komst frá á þeim. Dæmi voru til um bæi, þar sem hey voru flöt á 12 hekturum. Tjón af heyhrakningum, rýrnun og eyðileggingu i linnulitlum óþurrkum allt fram á vetur, er óútreiknanlegt. Þó eru hey mikil og velflestir setja fleira á en undanfaíin ár. Sláturfé reyndist óvenju létt. IMá að likindum rekja það til þess hve vorið var gott. Bæði var lambfé alið skemur inni og snemmsprottið gras hefur fallið i votviðrum siðsumars. Fáir hafa fitubeit fyrir sláturlömb. Vetur er nú lagstur að með langvinnum jagandabyljum. Opinber þjónusta Barna- og unglingaskóli fyrir Austur-Barðastrandarsýslu átti að taka til starfa i dag, 20. nóv- ember, i stórri og vandaðri ný- byggingu á Reykhólum. Er þar með loks að komast alveg fast form á framkvæmd sky.ldu- kennslu (skyldunáms). Skóla- stjóri er Jakob Pétursson fyrrum frá Galtará i Gufudals- sveit. Hann einn starfar áfram af þeim 4 kennurum, sem kenndu við skólann siðastliðinn vetur. Læknisþjónusta er með þeim hætti að héraðslæknirinn i Búðar- dal i Laxárdalshreppi i Dalasýslu á að koma á lækningastofu á Reykhólum annanhvern þriðju- dag. Reykhólalæknishérað verður að reka lyfjabúð eða sjá um útvegun lyfja og afgreiðslu. Til þess er ráðin ein húsmóðirin á Reykhólum. Læknirinn sem þjónar þessum héruðum i vetur er ekki neinn grænjaxl eða ungæðisgosi. Hann er a 75. aldursári, á að baki rétt aðsegja 50 ára læknisstarf i erfið- um héruðum lengstaf, en lika sem sjúkrahúslæknir. Prestur situr afturámóti á Reykhólum. Hann er ekki nema 71 árs að aldri. Það er augljóslega góður töggur i þeim i borginni við fljótið, þvi báðir þessir kjaran- karlar kvöddu þar þegar þeir fóru yfir aldurshámark embættis- manna. Viö upphaf nýrrar aldar? Föstudagurinn 10. nóvember er timamótadagur. Þann dag boðaði Steingrimur Hermannsson alþjóð árangur og útkomu rannsókna og undirbún- ings að nýtingu sæþörunga á Reykhólum. Áætlunin, sem hann kynnti, er engin smásmið, Hún gengur næst kísilvinnslunni að mikilleik og afköstum, ef fram- kvæmd verður. Framkvæmd hennar i fullri stærð hlyti að þýða innreið nýrrar aldar. Þararannsóknirnar og umtalið um þaravinnslu, rekstur þára- verksmiðju, hafa staðið i um það bil 20 ár. Það skal standa hér á prenti, að hefði ekki notið við seiglu og sivakandi áhuga Sig- urðar V. Hallssonar verkfræð- ings, svo og örfunar og styrks heimamanna honum til handa, þó það hefi fráleitt dregið hann langt, þá hefði þráðurinn slitnað. Framkvæmdastjóri Rann- sóknarráðs rikisins, Steingrimur Hermannsson, er óefað maður til að standa það af sér, þó sagt sé hreint út, að stundum hafa fram- gangur og framkvæmd þessarar undirbúningsvinnu litið þannig út i augum heimamanna eftir að yfirstjórn hans kom til, að hann óx ekki af. En nóg um það. Nú hefur hann talað. Já, og þeim orðum hljóta að fylgja athafnir, loksins ætti að mega vænta raunverulegra athafna, m.a. þegar talið um iðn- væðingaráætlun á landsmæli- kvarða er haft i huga. Aðskiljanlegir leyndardómar tilverunnar hafa orðið mörgum igrundunarefni. Einn þeirra er sá, hvernig tveggja áratuga þararannsóknir enduðu i full- búinni áætlun um þangverk- smiðju, en þarna hafa visinda- mennirnir þrætt vegi forsjónar- innar, sem er eins og allir vita, órannsakanlegir. Nú hlýtur þingmannalið Vest- fjarða plús rikisstjórnin plús Framkvæmdastofnun ríkisins plús sjálft alþingi upp til hópa að taka til höndunum við að hrinda áætluninni um þaraverksmiðjuna á Reykhólum i framkvæmd. Já, og kveðja þar til ýms öfl þekkingar, krafta og fjármagns. Vona ég einlæglega, að enginn taki mér illa upp, þó ég leiði i tal nokkur atriði sem að þessu lúta. Þessi framkvæmd getur ekki með nokkru móti orðið einangrað, ein- stætt fyrirbæri i héraðinu. Hún fær ekki staðizt nema um leið komi til almenn stefnubreyting i framkomu og viðhorfi rikisvalds- ins til þessa forsmáða og afrækta nýlenduskanka, sem Austur— Barðastrandarsýsla er. Það verður að byggja fyrir allt starfslið verksmiðjunnar eða gera þvi vel viðráðanlegt að byggja yfir sig. Það væri jafngott þó það komi til athugunar um Játvarður Jökull Júliusson. leið, að Húsnæðismálastjórn rikisins er ekki bara aðeins hús- næðismálastjórn nýrrar og nýrrar útborgar frá Reykjavik, sem dregur fé útúr vösum allra landsmanna til að byggja Breið- holt á Breiöholt ofan. Þá verður ekki komizt hjá að taka til greina, að hér verður að vera alvörurafmagn, en ekki þær draugaglæringar, sem hér tiðkast með sifelldum rafmagnstrufl-, unum, jafnvel þegar allra sizt varir, svo og spennufalli ofani 170-180 volt. Það yrði fróðlegt að sjá útkomuna ef fólk ætti kost á að kjósa yfirmann yfir rafstöð, raf- veitu og einnig þann sem er yfir- maður þar yfir. Ég ætla ekki þar um að spá, hvað þeir núverandi lengju af atkvæðum, þvi við fáum alls ekki að kjósa. Hér er ekki sú tegund af lýðræði til. En ég endurtek: Ef á að koma upp stór verksmiðja með alvörurekstri, og alvörustarfsfólki, alvörubyggð og alvörufjölskyldum, þá rekur að hyi að ekki liðst annað en að hér verði tiltækt alvörurafmagn. Talað er um möguleika a að þangverksmiðjan gefi i útflutn- ingstekjur 140 miljónir kr. á ári, útá vinnu 50 manna, eða þar um bil. Þessar horfur eru það álit- legar — og jafnvel þótt eitthvað lakari væru — , að mikið má til vinna. Eigi að siður verður að sjá þessa stofnun og stöðu hennar i réttu ljósi umhverfis og samfé- lags. Einhæfni hennar er slik, að óhjákvæmt er að stofna til fleiri atvinnumöguleika á staðnum, l'yrst og fremst fyrir húsmæð- urnar og annað skyldulið. Heilbrigöisþjónustan Þá skal ég nefna, að ekki væri úr vegi þegar fram i sækti, að hugsa eitthvað fyrir heilbriðgis- þjónustu. Nú sem stendur hafa einhverjir lifstiðarembættismenn i Reykjavik ákveðið, fyrir sitt leyti, að leggja alla læknisstarf- semi i Austur-Barðastrandar- sýslu undir Stykkishólm, i hátt i 200 km fjarlægð. Þessi gáfulegu áform, eða hitt þó heid- ur, er Alþingi boðið uppá að sam- þykkja. Vonandi verða áformin um aukna byggð á Reykhólum til þess, að læknamálin við Breiða- fjörð verða athuguð betur. Búseta læknis yfir veturinn er og verður lágmark þess, sem bjóðandi er uppá. Það getur verið næsta nógu erfitt fyrir sjúkling, að ná til læknis hér, þegar tiðar- far og færð er verst. En að ná til læknis úti Stykkishólm, það getur verið útilokað dögum saman, nema ef væri með þyrlu, en um það þori ég ekki að dæma. Talað er um allt að 50 manns, sem þarf til að vinna við rekstur þangverk- smiðjunnar á Reykhólum. Vart er hægt að áætla að sá hópur yrði minni en 150 að meðtöldu skyldu- liði. Sennilega nær 200 manns. Sú ibúafjölgun breytir öllum við- horfum i byggðarlaginu, en hér er lögð áherzla á viðhorfið til heilsu- gæzlunnar, af þvi það er nú brýnna en nokkuð annað. Heilsuhæli, elliheimili og hvildarheimili er þá allra efst á blaði. Við slikt lækninga- og dvalarheimili yrði það mikil at- vinna, að hér kæmu til með að verða eftirsóknarverð afkomu- skilyrði. Og slikt hæli ætti að verða þaö stórt, að verksvið yrði fyrir tvo lækna þar og i héraðinu. Vegur fram i Karlsey, og höfn þar, hlýtur að geta þjónað fleiru en þangverksmiðjunni og þvi sem henni tilheyrir. Þaðan ætti lika að vera hægt að gera út á skelfisk og rækju og jafnvel ná i annan sjávarafla. Þá eru þarna nærtæk krækl- ingssvæði, en varla er nema timaspursmál hvenær farið verður að nytja það hnossgæti. Loks má neina úrvinnslu úr þaranum, þó ekki væri nema að pakka þaramjöl til sölu i lyfja- búðum, en það er heilsulyf, sem kunnugt er. Nú verður ekki fleiru lýst að sinni, þótt viðsýnt sé á björtum morgni nýrrar aldar. 20. nóvember 1972. Játvarður J. Júliusson. mmmmmmmmmmsmmmmmmmmmmmmammi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.