Þjóðviljinn - 07.12.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.12.1972, Blaðsíða 16
tOÐVIUINN Fimmtudagur 7. desember 1972 Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavfkur, simi 18888. Kvöld- helgar- og nætur- varzia apóteka 2.—8. desem- ber er i Lyfjabúðinni Iðunni og Garðsapóteki. Slysavaröstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Ávextir vinstri sigurs bornir fram Á fyrsta degi nýja forsætisráðherr- ans verður vart stefnubreytingar í utanríkismálum C'ANBKRRA 6/12 — Sigur Verka mannaflokksins i þingkosningun- um i Astraliu á dögunum er þegar farinn að segja til sin i utanrikis- málum, en fyrri rikisstjórn vék úr sæti á þriðjudag. Sendiherra landsins hjá stjórnTsjangKæ-sékk á Tævan var kvaddur heim í dag en scndiherranum i Paris faliö að ræða við sendiherra Alþýðu-Kina þar um viðurkenningu og stjórn- málasamband. Sendinefnd Ástraliu hjá Sameinuðu þjóðun- um hefur fengið fyrirskipun um að greiða atkvæði með þrem til- lögum á allsherjarþinginu sem gera ráð fyrir ströngum refsiað- gerðum gegn hinum fasisku ríkj- um Suður-Afriku og Rhódesiu. Hinn nýi forsætisráðherra, Whit- lam, hefur lýst þvi yfir að nú muni reynt að móta nýja og sjálf- stæða utanrikisstefnu fyrir Astraliu sem taki minna mið af hvervaldi en áður. Verkamannastjórnin nýja i Astrallu er hnefahögg I garð brczk-banda- risku áhrifanna sem umlykja landið með SÉATO-hernaðarbanda- laginu. Apolló væntanlegur á loft í nótt leið KKNNKDYHOFÐA 6/10 — Geim- skipinu Apolló 17. verður væntan- lega skotið upp frá Kenndyhöfða Mikil árás á her- flugvöll við Saigon Fundað dag eftir dag i París um vopnahlé SAIGON 6/12 — Flugvöllurinn stóri, Tan Son Nhut, 8 kilómetra frá Saigon, varð fyrir mikilli eld- flaugahrið þjóðfrelsishersins um það bil sem dagvinna var að heljast á vellinum i morgun. Var árásin talin sú hraðasta i grennd við Saigon siðan i Tet-sókninni miklu 1968. Margar eldflauganna komust alla leið i úthverfi sjálfrar höfuðborgarinnar. Var talið að 53 eldflaugar af sovézkri gerð hafi hæft herllugvöllinn. Síðar i dag gerðu bandariskar flugvélar ol'salegar sprengju- árásir á stöðvar þjóðfrelsishers- ins i kringum flugvöllinn og við Saigon-borg. í Paris sátu þeir Kissinger full- trúi Bandarikjaforseta og Le I)uc Tho sendimaður Norður-Viet- nama á óvenjulega löngum fundi. Stóð hann i 5 1/2 klukkustund með einu smáhléi. Þeir munu enn ræðast við á morgun. Kinverjar skoruðu i dag á Bandarikjamenn að undirrita nú vopnahléssáttmálann i Vietnam. t Dagblaði Alþýðunnar i Peking var bent á það, að Thieu-stjórnin hefði mjög aukið fangelsanir og pyntingar á pólitiskum óvinum sinum i seinni tið. Semur Bandaríkja- stjórn við Kúbu? WASHINGTON 5/12 - Banda- rikjastjórn hefur nú neyðzt til að taka upp samninga við erkióvin sinn, Kúbustjórn, um sameigin- V ir ðulegir vandlætarar Alþýðuflokkurinn telur sig hafa efni á þvi að bera ráð- herrum og þingmönnum stjórnarflokkanna á brýn vinnu- svik i sambandi við störf alþing- is, og er leiðari Alþýðublaðsins i gær lagður undir stóryrtar ásakanir i þessa veru. Eitt helzta ásökunarefnið er, að Magnús Kjartansson ráð- herra hafi fyrir nokkrum dögum vikið úr þingsalnum m^ðan tryggingamál voru til umræðu. Alvarlegar umvandanir Alþýðublaðsins i þessu tilefni snerust heldur betur i andstæðu sina — hreint spaug — á alþingi i Frh. á bls. 15 legar aðgerðir til varnar gegn flugránum. Að visu viðurkenna Bandarikin ekki tilveru Kúbu- stjórnar frekar en annarra óvina sinna, en svissneski sendiherrann i Havanna er milliliður. Haft var eftir Rogers, bandariska utan- rikisráðherranum, á þriðjudag- inn, að allt bendi til þess að sam- komulag takist. Bandarikin æskja þess að annað hvort verði flugræningjar frá Bandarikjun- um sem lenda á Kúbu afhentir bandariskum stjórnvöldum elleg- ar dregnir fyrir dóm á Kúbu. Kúbanir munu sækja það fast af sinni hálfu, að Bandarikjastjórn komi i veg fyrir að kúbanskir út- lagar geri strandhögg á Kúbu eða ráðist að kúbönskum skipum. um klukkan hálfþrjú (að isl. tima) aðfararnótt fimmtudags, og á fcrðin að taka 12 daga. Allt var tilbúið undir geimferðina i dag, og var talið að takast mundi að standa við áætlaða brottför. Tveir af leiðangursmönnum eiga að dvelja á yfirborði tungls- ins i 75 klukkustundir meðan sá þriðji svifur umhverfis f geim- skipinu. Tunglmennirnir eiga að fara 3svar út úr ferjunni i 7 stundir i hvert skipti og ráðgera að aka samtals 37 kilómetra á tunglbil sinum. Skipverjar á hinum nýja skuttogara Vigra hafa nú selt afla i Vestur Þýzkalandi úr fyrstu veiðiferð. Seldu þeir 86 tonn fyrir 120 þúsund mörk. Er þetta gott verð eða um 40 kr. fyrir kg. Aflinn var með minna móti. Var þetta lika reynsluferð Kennarar í verkfall RÓM 6/12 — Auk annarra rikisstarfsmanna gerðu allir barnakennarar á Italiu verkfall i dag og stendur það einnig á morgun. Tiu miljón skólabörn áttu þvi fri i skólanum. Þetta er liður i umfangsmiklum verk- föllum i landinu, þar sem bæði er krafizt betri kjara og ýmissa þjóðfélagsumbóta. Kennararnir heirrita umbætur i kennslu- og skólamálum. Oveður á Bret- landseyjum LONDON 5/12 — Mikið óveður gekk yfir Bretland á þriðju- daginn og munu 6 manns hafa látizt af völdum þess. I grennd við Glasgow mældist vind- hraðinn 115 kilómetrar á klukkustund. Sovézk efna- hagsaðstoð? MOSKVU 6/12 - Salvador Allende forseti Chile kom i dag til Moskvu þar sem hann mun næstu þrjá daga eiga viðræður við sovézka leiðtoga. Förin er farin til þess að staðfesta vin áttu milli landanna og reyna að fá tækni- og efnahagsaðstoð til að styrkja efnahag Chile. I fylgd með forsetanum er kona hans, Almeyda utanrikisráðherra og Rojas yfirmaður landvarna. Þeir Podgorni og Kosigin tókú á móti þeim á flugvellinum við komuna til Moskvu. Pompidou til Sovét PARIS 5/12 — Pompidou Frakklandsforseti fer i 2ja daga „óopinbera” heimsókn til Sovétrikjanna i janúar næst komandi og ræðir við Brésnéf flokksleiðtoga þar um samvinnu milli rikjanna og önnur vanda mál i Evrópu, þar á meðal öryggisráðstefnuna. Schumann utanrikisráðherra verður fylgdarliði forsetans. Prentarar láta sér ekki segjast KAUPMANNAHöFN 6/12 — Blöðin Politiken og Ekstrabladet hafa ekki komið út siðan á föstu- daginn var vegna verkfalls prentara i prentsmiðju Politikens. Með verkfallinu eru prentarar að mótmæla uppsögn- um á starfsbræðrum þeirra, en á sex vikum var sagt upp 17 handsetjurum. Alls eru 124 prentarar i verkfalli. í dag var fjallað um málið fyrir vinnu- máladómstóli og kvað hann upp þann bráðabirgðaúrskurð að verkfallsmenn skyldu aftur til vinnu. Eftir það hélt prentara- sambandið bund og var þar ákveðið með 104 atkvæðum gegn 1 að verkfallinu skuli haldið áfram. Bretar leita vopna á Norður-Irlandi Flytja brezkir togarar sig á austfirzk mið? B. Gröndal, varaformi Alþýðuflokksins. — Tveggji manna maki i striði við letina -I Samkvæmt fréttaskeyti frá NTB ákváðu brezkir togara- útgerðarmenn i gær að flytja togara sina af miðum, einkum út af Vestfjörðum og Norður- landi vestra og veiða i þess stað i hnapp út af Austfjörðum. Framkvæmdastjóri brezkra togaraútgerðarmanna, Austen Laing, kvað þessa ákvörðun tekna vegna hótana islendinga um að neita brezkumtogurum um aðstoð i vetur. Yrði auðveld- ara fyrir brezku togarana að veiða i einum hnapp á miðum út af Austfjörðum i vetur. BELFAST 6/12 — Brezkar her- sveitir hófu i dag mikla leit að eldflaugabyssum og heima- smiðuðum sprengjuvörpum eftir átök siðasta sólarhrings, sem hafa kostað fjögur mannslif. Brezkir hermenn skutu i gær á tvo múrara sem voru við verk sitt upp i vinnupöllum við hús i Belfast, sökum þess að þeir héldu að þar væru leyniskyttur á ferð. Annar maðurinn, mótmælandi,dó þegar, en hinn, kaþólskur, særðist alvarlega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.