Þjóðviljinn - 08.12.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur S. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
bókmenntír
Harkan,
viðkvæmnin,
húmorinn
Asi i Bæ: Sjór. öl og ástir. löunn
Kcykjavik 1972, L!S bls.
Hvaöa stimpil er skynsam-
legast aö setja á þessa bók Ása i
Kæ? Vió ljúgum engu ef við not-
um orðið þættir — þetta eru
irásagnir staddar einhvers staðar
á milli endurminninga og
smásögu. Og vist eru þær um
,,sjó, öl og ástir”, eins og segir i
glæfralegu bókarheiti.
Stundum er Ási á hættusvæði i
þessari bók, eins og til dæmis i
útvarpsleikþætti, sem fer siðast.
tlann er um karl sem drekkur sig
i hel i flæðarmálinu þar sem
sonur hans fannst drukknaður
lyrir löngu. Þarna eru nokkur
vond vixlspor i tilfinninga-
munstrinu.
Sagan Kjördagur er ekki ólag-
leg skrýtla úr pólitikinni . en hún
er einhvernveginn gamaldags. i
eþýðu sem Sandur heitir er sagt
frá ástamálum, og þar er sem
höfundur lendi i klemmu. geti
ekki gert það upp við sig hve
mikið eða hve litið hann á að
segja.
Pin engu að siður er i þessari
bók mikið af ósviknu sjávarlofti,
fiski, þangi, slori, kaupstaðarlykt
og öðru sein tilheyrir lifi við sjó
og á sjó. Neínum til dæmis þá
þekklu sögu Agn um smástrið
isem verður furðustórt) milli
tveggja manna, tveggja kynslóða
á trillubát. tengt við fastmótaða
hjátrú veiðimennskunnar. Kókin
geymir ágætar og sérkennilega
tvibentar lýsingar. Annars vegar
eru þær raunsæisleg skýrsla.
einatt gagnorð, um atvik og orða-
skipti yfir fiskidrætti eða glasi
eða á spitala. og er grófari stað-
reyndum goldið það sem þeim
ber. Hins vegar er jafnan innan
seilingar rómantiskt viðhorf með
tilheyrandi eignarföllum endur-
minninganna (daml áranna, súð
kænunnar) og upphafningu
andans andspænis galdri timans
og höfuðskepnanna. Það er ekki á
allra færi að bjarga þessum þátt-
um i einu á land. og er húmor þá
nytsöm viðbót við þá sérkenni-
legu blöndu af hörku og við-
kvæmni, sem höfundur hefur á
boðstólum.
llérá við að minna á tvo fyrstu
þætti bókarinnar. Vandræða-
gepill þar sem ekki skeikar
upprifjun höfundar á striði
drengs sem senda á nauðugan i
sveit á burt frá ævintýri l'jör-
unnar. ()g svo Hrygningartima,
sem segir blátt áfram frá fyllirii i
landlegu, og á það hvað eftir
Hófsamar fréttir
úr innlöndum
Þuriður Guömundsdóttir:
Illálur þinn skýjaður. AB,
Keykjavik 1972. 7X bls.
Kiinhvernveginn fór það svo að
lyrsta ljóðabók Þuriðar Guð-
mundsdóttur fór fram hjá þeim
sem hér heldur á penna. Má vera
að þeim mun ánægjulegri verði
kynni af ungri skáldkonu, sem
hefur náð verulegum en ef til vill
nokkuð einhliða þroska.
Þuriður Guðmundsdóttir.
l'urrum fótum heitir eitt ljóðið i
þessari bók:
Vötn bafa vaxið
og flæða vfir landareign okkar
Við göngum þurrum fótum
á társtokknu yfirborði
Liklega er þetta nokkuð eðlilegl
dæmi um ijóðagerð Þuriðar. Hér
er um að ræða smekklega og
menningarlega og yfirleitt var-
færna lýrik. Þar segir af inn-
heimum, einkum tiðindi af
málefnum hjartans. Og þegar vel
gengur verða þessir fáorðu textar
furðu rúmgóðir og lesandinn
sannfæristum að ósvikin Ijóðgáfa
sé á ferð. En það er ekki alltaf.
Stundum er hugmyndin ekki
fersk. einstakir þættir Ijóðsins
ekki dælir i sambýli. Ein þó linnst
lesanda það kannski verst, hve
mjög þeim svipar saman, að all-
mörg ljóðanna bæta ekki neinu
við þau beztu, verða aðeins sem
dauflegri tilbrigði við þau.
Lesandinn saknar þeirrar
spennu. sem ef til vill mætti sækja
til fjölbreyttari viðfangsefna, til
innrásar fleiri staðreynda úr ytra
heimiá innlönd. En á meðan get-
um við unað við greinargerð sem
þessa fyrir ást og Ijóði og trega,
sem minnir á ýmiskonar reynslu
i islenzkri ljóðagerð og er um leið
fullburða hugsun:
Sauma ég á klæði þin
svörtum þræði Ijóðsins
laufin bleik úr barmi haustsins
hverja bliknaða snertingu
er ber lit fjólunnar
Finn þig og hjúpa
fegurð, lifi,
þeirri leiftrandi blckkingu
er bærði vitund mina
Finn þig og eignast
á meðan svart Ijóðið
svæfir skynjun mina.
jPj f |l
'JL y 1 lli fj
Ási i Ba*.
annað á hættu að verða banall
eins og svoleiðis fylliri verða
þegar langt liður á flöskurnar. Þá
tekur hölundur undir sig stökk og
kcmur svona niður:
..Seint um kvöldið þegar sólin
var löngu horfin af himninum og
vindurinn þaut gegnum þurrt
myrkrið náðum við okkur i leigu-
bil... Ég var orðinn vel þéttur og
þess vegna na'mur. fann hvað þau
voru ung og heit og nutu þess að
vita sig lilandi núna á þessu
afmarkaða skeiði milli fa'ðingar
og dauða og þó ekki iaus við ótta
við það litla sém þau þóttust vita
um upphaf og endi sjálfra sin.
Þannig vissi ég af þeim altri en ég
lék mér við þá hugsun að þetta
væru alls ekki þau heldur sjálft
unga fólkið jafnaldrar minir og
þessi liðni aldarfjórðungur sem i
milli bar va'ri einungis skemmti-
leg della sem hefði verið að
glingra við heilann á mér siðan
við byrjuðum að drekka i dag”.
I þessa bók heíur Arni Elfar
teiknað bráðskemmtilegar
myndir.
Árni Bergmann.
Útburöur
hamingjunnar
..Þrettán rifur ofan i hvatt”
heitir siðasta bók Jóns llelgason-
ar og fjallar um Jóhaiin bera,
sem svo var nefndur. Jóhann mun
hafa verið kunnur förumaður
fyrir aldamótin, en nú á dögum er
helzt þess að vænta, að tslending-
ar kannist við hann úr Ileimsljósi
Kiljans: ,,Hinn Beri var maður
þögullyndur” segir þar. Talsvert
hefur nú Laxness lagað þá sögu i
hendi sér, en uppistaðan réttleg
að nokkru, þótt olmælt sé það, að
beri maðurinn hafi „flúið i
tuttugu ár undan ástkonu sinni”.
Jóhann fast að þvi sturlaðist upp
úr glórulitlum kvennamálum,
sem þannig lýkur, að hvorug vill
af honum vita, ástkonan né eigin-
konan, hann leggst i flakk.
Jóhann hal'ði verið allvel efnum
búinn á þeirra tima visu. Þvi var
það, að samfélagið hafði al' hon-
um ekki teljandi útgjöld íraman
af. Maðurinn var hið mesta
hraustmenni, varð nær aldrei
misdægurt, og þá sjaldan sveitir
höfðu af honum kostnað, greiddu
eignir hans i heimasveit þau út-
gjöld. En svó verður það, óhjá-
kvæmilega, að eignir hans ganga
til þurrðar, enda vægast sagt
frjálslega með þær farið, mest af
mágafólki hans, enda þótt Jóhann
hefði aldrei verið dæmdurófjár-
ráða. Heilsan lekur að bila, vand-
ra'ðin að aukasl.
Og aldrei tókst Jóhanni að
heimta altur þá jörð, sem hann
taldi ranglega af sér hafða. Synir
hans báðir, sem hann unni hug-
ástum, fluttust til Ameriku, uppi
stóð hann einsta'ðingur. Form-
gallar eru ærnir á framkomu
bændaþjóðfélagsins islenzka við
þennan auðnuleysingja. En við
skulum lika minnast þess, að þvi
aðeins gat fólk á borð við Jóhann
bera flakkað um landið, að alltaf
urðu einhverjir til þess að skjóta
yfir það skjólshúsi, gefa þvi að
borða, vikja að þvi góðu. Siðustu
ár ævi sionar bjó Jóhann hjá Vil-
hjálmi Einarssyni á Bakka i
Svarlaðardal, sem af einstökum
drengskap tók hann upp á arma
sinar litil slúlka varð sólargeisli
gamla mannsins.
Jón Helgason segir þessa sögu
vel, utan hvað mér þykir stillinn
nú i lyrsta sinn jaðra við tilgerð á
stöku stað. Kókin er lika ivið
langdregin, hel'ðu trúlega notið
sin betur sem ítarlegur þáttur.
Slikl eru þó smávægilegar at-
hugasemdir, flestir munu hafa
góða skemmtun af þessu fjár-
marki djölulsins, en sú er vist
merking bókarheitisins.
Jón Tlior llaraldsson.
Ævintýragetraun Samvinnubankans 4.
Getið þið fundið, í hvaða ævintýri Bjössi
Baukur er nú? — Geymið blöðin unz 5
ævintýri eru komin og sendið þá lausnirn-
ar allar í einu umslagi, merktu „BJÖSSI
BAUKUR“ til Samvinnubankans Bankastræti 7, Reykjavík, eða útibúa
hans víðs vegar um landið. — 100 vinningar verða dregnir út.
BJOSSI BAUKUR
FRÁ BANGSALANDI
En það telst ekki kraftaverk
A.B.