Þjóðviljinn - 08.12.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Stefán Karlsson um mannaráðningar útvarpsins: ■ ■ ; Nokkur hefur borið á góma í blöðum samþykkt sem fyrir nokkru var gerð í útvarpsráði, varðandi ráðningar nýs starfsfólks að stofnuninni. Samþykkt- in var á þessa leið: ,,Útvarpsráð lýsir þeirri skoðun sinni, að þegar ráðnir eru menn í störf fréttamanna og dagskrár- manna, sem m.a. f jalla um þjóðfélagsmál, skuli út- varðsstjóri vekja athygli þeirra á, að slík störf sam- Stefán Karlsson var eini útvarpsráðsmaðurinn, sem greiddi atkvæði gegn báð um hlutum tillögunnar. Þjóðviljinn átti nýlega tal við Stefán og innti hann nánar eftir afgreiðslu þessa máls. - Hafði þessi mál borift á góma áöur i útvarösráði, Stefán? Já. þau höföu veriö rædd á undanförnum fundum og þá i sambandi viö umræöur um nýja reglugerð fyrir rikisUtvarpiö. Sumir Utvarpsráðsmanna vildu gera tillögu um aö sett yröi á- kvæði af þessu tagi inn i reglu- Stefán Karlsson. um 1—2 menn af þessum sökum. Auk þess getur siðari hluti tillög- unnar reynzt óframkvæmanleg- ur. enda taldi Utvarpsstjóri i um- ræöum um málið aö mjög erfitt yröi að fara eftir siðari hluta til- lögunnar. Har á móti kemur, að ég lit svo á, aö starfsmenn rikis- litvarpsins veröi aö njóta sömu réttinda og aðrir þjóöfélagsþegn ar; og veit ekki betur en þaö sé borgaraleg skylda aö taka kosn- ingu i sveitarstjórnir. Kr ekki nokkuð teygjanlegt orðalagið ..opinber stjórnmálaaf- skipti"? SAMÞYKKTIN GETUR EKKI SÍÐUR VAKIÐ VANDAMÁL rýmast ekki opinberum stjórnmálaafskiptum. Hafi slikur starfsmaður opinber stjórnmálaafskipti geti útvarpsstjóri, í sam- ráði við útvarpsráð, leitað samkomulags við viðkom- andi um að hann færi sig í annað starf við stofnunina, enda haldi hann óskertum launum". Fyrri hluti þessarar til- lögu var samþykktur með 5 atkvæðum gegn 1, og einn sat hjá, en siðari hlutinn með 4 atkv. gegn 3. gerðina. en fleiri voru á þvi að gera sérstaka samþykkt um mál- iö. Ég leit svo á aö þessi samþykkt væri annarsvegar óþörf og hins- vegar að hUn gengi nokkuö á sviö við þann vanda, sem Utvarpinu vissulega er á herðum: að flytja hlutlægar fréttir og sem breiðast- ar fréttaskýringar. Ég taldi sam- þykktina óþarfa végna þess að starfsmönnum stofnunarinnar ber aö sjálfsögöu skylda til að vinna i samræmi viö Utvarpslög- in, þar sem er að finna ákvæði um þessi atriði: Þar segir m.a. á þessa leið: ,,RikisUtvarpið skal i öllu starfi sinu halda i heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Hað skal virða tjáningafrelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öll- um flokkum og stelnum i opinber- um málum. stofnunum, félögum og einstaklingum”. Annarsstaðar á Norðurlöndum eru reglur um þessi atriði nokkuð mismunandi, en meginreglan virðist vera sU, að menn sem t.d. fara i framboð eru ekki látnir koma fram i Utvarpi meðan á þvi stendur og séu þeir kosnir á þing eru þeir leystir frá störlum. Hvi er ekki að neila að hér eigum við ofurlitið erfiðara um vik vegna fámennis, hér má rikisUt- varpið miklu verr við þvi að missa Ur starfi, þó ekki sé nema JU, það er að minni hyggju nokkuð óljóst hvaða skilning á að leggja i þessi orð. Rað virðist að visu ljóst að þetta taki til starla á alþingi og i borgar- og sveitar- stjórnum. Hinsvegar liggur ekki Ijóst fyrir hvort þetta á t.d. að taka til stjórnarstarfa i stjórn- málafélagi eða jafnvel þess að vera félagi i stjórnmálal'lokki eða samtökum, sem afskipti hafa af málum sem ágreiningur gæti ver- ið um hvort telja beri stjórnmála- legs eðlis. Ég lit svo á, að stjórnmálaaf- skipli hvernig sem á að skil- greina þau girði ekki fyrir að menn geti flutt fréttir af andstæð- um sjónarmiðum á hlutlægan hátt. En á hinn bóginn getur allt að einu komið fyrir, að menn sem ekki hafa slik opinber afskipti fari i starfi sinu Ut fyrir þau mörk, sem þeim eru sett, og það hlýtur að vera hlutverk rikisUtvarpsins og Utvarpsráðs hverju sinni að sjá til þess að starfsmenn stofnunar- innar uppfylli þær skyldur sem Utvarpslögin leggja þeim á herð- ar. en ekki að hafa afskipti af gerðum manna utan sins vinnu- staðar. Eftir atkvæðagreiðslunni að da'ma má ætla að viðhorf fulltrúa vinstri flokkanna i Utvarpsráði til þessa máls séu nokkuð ólik. Er þetta svo i reynd. að þinu áliti? Ég held ekki. Ég var að visu einná móti fyrrihluta tillögunnar, en olafur R. Grimsson, sem sat hjá við þá atkvæðagreiðslu setti fram svipaðar skoðanir. Og ég held að þeir vinstri menn sem greiddu ályktuninni atkvæði hafi ekki verið okkur efnislega svo mjög ósammála, en talið þó, að samþykktin gæti leyst nokkurn vanda. Ég er hinsvegar þeirrar skoð- unar að þessi samþykkl geti ekki siður vakið upp vandamál en leystu þau. Ég vil svo aðeins að endingu segja, að i hverju þjóðfélagi eru ákveðnar grundvallarskoðanir rikjandi, og þetta veldur þvi, að ljölmargir lita svo á að það sem er i samræmi við þessar grund- vallarskoðanir sé heilagur sann- leikur og rugla þvi saman við staðreyndir. Visvitandi eða ósjálfráð innræting slikra skoð- ana getur hæglega verið fjær hlutlægri fræðslu en svokallaður áróður fyrir skoðunum sem eiga minna fylgi að fagna. um skyggnast skyli Uppeldisstofnanir, ekki geymsla Það er mikið að gera á alþingi nUna og margt sem á að afgreiða áður en þing- mennirnir halda heim i jóla- friið, blessaðir. Meðal þess sem vænta má að komi Ur nefnd og til umræðu á þingi næstu dagana er frumvarp nokkurra þingmanna um þátt- töku rikisins i uppbyggingu og rekstri dagvistunarstofnana fyrir börn, — dagheimila, leik- skóla og skóladagheimila. Það er ekki að ófyrirsynju, að samtök, sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna, hafa tekið sig saman og kanna nU vilja almennings til þessa máls með undirskriftasöfnun. Rauðsokkar, Úur og Kvenrétt- indafélag fslands, samtök, sem annars greinir nokkuð á um aðferðir til jafnréttis, vinna i sameiningu að fram- gangi þessa frumvarps, en samþykki þess mundi þýða algera stefnubreytingu i dag- vistunarmálum, þvi hingað til hafa þau eingöngu verið i höndum sveitarfélaga og einkaaðila og þá undir hælinn lagt„ hvernig heimilin eru og hvort þau uppfylla þarfir á hverjum stað. Allir vita, að langt er frá þvi, að þau barnaheimili.sem nú eru i landinu, uppfylli þarf- irnar, þau uppfylla ekki einu sinni þarfir forgangshópa eins og einstæðra foreldra og námsmanna og viða á þétt- býlisstöðum Uti á landi eru alls engin barnaheimili. Þátttaka rikisins mundi hvetja til þess, að barnaheimili yrðu reist og rekin viðar en nU er og að fleiri dagvistunarstofnanir barna kæmust upp þar sem þörfin er brýnust, eins og i Reykjavík og nágrannabæjunum. Skilyrði til að konur njóti þess jafnréttis að taka þátt i atvinnulifinu og vera fjár- hagslega sjálfstæðar er að þær eigi þess kost, að sómasam- lega sé séð fyrir börnum þeirra meðan þær og feðurnir eru við vinnu. Hvort sem menn eru með eða á móti dagheimilum verður að horf- ast i augu við þá staðreynd, að 52% giftra kvenna á íslandi stunda þegar störf utan heim- ilis. Árið 1963 var sambærileg tala 36,5% og þessi prósenttala mun halda áfram að hækka, þeirri þróun verður ekki snúið við, ekki heldur af þeim nátt- tröllum, sem halda áfram að kvaka um að „staður kon- unnar sé á heimilinu”. Þróuninni verður ekki snúið við, bæði af þvi að heimilis- störf á nUtima smáheimilum eru ekki lengur full dagvinna fyrir manneskju og af þvi ein- faldlega, að fæstir þegnar þjóðfélagsins bera svo mikið Ur býtum með dagvinnu sinni einni saman, að laun eins manns nægi fyrir þörfum heimilis með tveim full- orðnum og tveim börnum, svo miðað sé við visitölufjölskyld- una. Og sem betur fer gera æ fleiri hjón það upp við sig, að þau vilja heldur vinna bæði saman fyrir heimilinu en að eigin,aðurinn þræli sér út fyr- ir aldur fram i eftir- og nætur- vinnu og geti aldrei verið með fjölskyldu sinni. Vitaskuld er fjölgun dag- heimila ekki neitt sérhags- munamál kvenna eða mæðra. Aðgangur að þeim er að visu ein af forsendum frelsis og jafnréttis kvenna, en dag- heimilis- eða leikskólavist er börnunum sjálfum ekki siður nauðsyn ef þau eiga að njóta jafnréttis og standa jafnfætis við upphaf skólagöngu. Það er engin tilviljun að nefnd sú, sem á vegum Norðurlanda- ráðs kannaði jafnrétti og menntun, og tslendingar vildu ekki taka þátt i, leggur auk fullorðinnafræðslu höfuð- áherzlu á uppbyggingu for- skólans, þ.e. dagheimila fyrir skólagöngu, þvi þar er löngu farið að lita á dagheimilisvist smábarna sem mjög nauðsyn- legan lið i uppeldi og fræðslu uppvaxandi kynslóðar. Það er nefnilega kominn timi til og það fyrir löngu, að hætt verði að lita á barna- heimilin sem geymslu fyrir börn og farið að lita á þær sem uppeldisstofnanir. Það er alls ekkert gefið mál að tiltekinn karl og/eða kona séu beztu uppalendur barns, bara af þvi að þau eru foreldrar þess. Með þessari staðhæfingu er ekki verið að reyna að gera litið Ur foreldrahlutverkinu, þvi náið og elskulegt samband við foreldra eða aðra nákomna i þeirra stað er lika mjög nauðsynlegt eðlilegum tilfinn- ingaþroska og geðheilsu barnsins. En það er hins vegar ekki nauðsynlegt, að barnið sé alltaf með þessari sömu, einu manneskju, hverja stund sólarhringsins. Enda er það ekki, þó að móðirin sé heimahúsmóðir, þvi algengt er að heimamæður fá önnur litið eldri börn, barnapiur svo- kallaðar, til að passa börnin fyrir sig, ef þær senda þau þá ekki bara ein Ut að leika sér, eins og ekki er siður algengt. Og er þó hvorugur kosturinn góður i borg eða bæ, þar sem mikil umferð ógnar lifi og heilsu barnsins og varla sann- gjarnt að leggja þá ábyrgð sem barnagæzla er á herðar annarra barna. En það er ekki aðeins að umhverfi götunnar sé hættu- leg barninu likamlega, heldur fer það með þessu móti lika á mis við þá þroskamöguleika, sem dagheimilavist með leikj- um og starfi undir handleiðslu lærðra fóstra eða kennara veitir. Það fer einnig á mis við eðlilegan umgang við i önnur börn og annað fólk, .hóp, þar sem það sjáft er ekki mið- punkturinn, eins og gjarna vill verða heima fyrir. Á barna- heimili læra börnin fyrr að taka tillit til annarra, þau læra að starfa og leika sér saman i hóp, þau öðlast vissan félags- þroska og ábyrgðartilfinningu og læra að treysta öðrum, — þau verða notalegri mann- eskjur um leið og þau eiga þess kost að fást við verkefni sem þroska þau meira and- lega en þau verkefni sem yfir- leitt er völ á heima fyrir, nema móðirin sé þá þvi hug- myndarikari og óeigingjarn- ari á tima sinn og plássið i stofunum. Þegar við litum á dagheim- ilin i þvi ljósi, að þau eigi að vera uppeldisstofnanir, gefur auga leið, aö miklu máli skipt- ir, hvernig þau eru rekin og stjórnað. Það er þvi ekki að- eins efnahagslega mikilvægt, að heildaraðili eins og rikið taki þátt i uppbyggingu þeirra, þvi aðeins með þvi móti, að yfirstjórnin sé ein og hin sama um allt landið,fæst viðunandi trygging fyrir þvi, að einhver einstaklingur geti ekki bara farið að móta upp- eldið eftir sinu höfði, heldur verði farið eftir reglugerð fyrir allt landið, eins og gert er i skólakerfinu að öðru leyti. Þróunin hér verður áreiðan- lega sU, fyrr eða siðar, að farið verður að lita á dagheimilin sem hluta skólakerfisins, sem forskóla eins og á hinum Norðurlöndunum. Á samnorrænu fóstruþingi, sem hér var haldið sl. sumar, var einmitt lögð mikil áherzla á þetta atriði, að allt barna- heimiliskerfið i einu landi heyrði undir sömu yfirstjórn og væri mörkuð einhver ákveðin stefna. Og i þeirri stefnumótun þurfa að sjálf- sögðu að eiga þátt bæði kenn- arar og fóstrur — kvenkyns og karlkyns — barnanna, upp- eldissérfræðingar og for- eldrar. Það má ekki verða eins og hér i Reykjavík, að einhver Uti i bæ geti komið inná barnaheimilin og farið að taka þátt i uppeldinu, án nokk- urs samráðs við foreldra eða fóstrur, eins og upplýstist á siðasta aðalfundi Sumar- gjafar, að hefði gerzt. Hafði stjórn Sumargjafar haft sam- starf við æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar og látið fara með börnin i kirkju þar sem fulltrúinn og kona nokkur inn- rættu börnunum sina lær- dóma, án þess að foreldrar vissu eða væru spurðir álits. Aðeins ein forstöðukona neit- aði, hinar kunnu ekki við það vegna samþykkis Sumar- gjafar eða eigin skoðana. Þetta er náttúrlega klárt brot á trúfrelsisreglum þeim, sem gilda eiga á íslandi, eins og jafnvel trúaðir foreldrar viðurkenna, þegar dæmið er sett upp þannig, að um hefði verið að ræða fulltrúa sér-^ Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.