Þjóðviljinn - 08.12.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.12.1972, Blaðsíða 11
Fóstudagur 8. desembcr 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íslandsmótið 1. deild — Valur — KR 25:17 Næstu leikir var í ham, ogKR átti ekkert svar KR-ingum tókst ekki trekar en Vikingum á dögunum að stöðva Valsmenn, sem voru í álika ham gegn báðum þessum liðum. úrslitin gátu ekki orðið annað en yfirburða sigur Vals, 25:17,sem þó varð minni en efni stóöu til, því að Vals-liðið datt niður i byrjun seinni hálfleiks. Leikurinn var svo ójafn, aö hann varð hreinlega leiðinlegur á að horfa i síðari hálfleik. Það virð- ist nú orðið greinilegt, að það verða KR og Ár- mann sem berjast munu um fallið í vetur, en auð- vitað geta Haukar og jafnvel IR blandað sér eitthvað í þá baráttu. Þetta var fjórði leikur KR og hefur liðið tapað þeim öllum. Hins vegar er Ijóst að Valur og FH eru líklegust til að berj- ast um sigurinn í mótinu, ef marka má frammi- stöðu liðanna það sem af er mótinu, en margt get- ur breytzt á styttri tíma en 4 mánuðum. Segja má að Valsmenn hafi gert út um leikinn strax á fyrstu minútunum. Þeir kom- ust i 3:0 og 5:1, 7:3 og 9:5. Þetta var miklu meiri munur en hugsanlegt var að KR gæti unnið upp, enda munurinn á liðunum mikill. Hraði Vals- liðsins i sókn var geysilega mikill og réðu KR-ingar ekki neitt við neitt og Valsmennirnir flugu hvað eftir annað i gegn- um vörn þeirra og skoruðu. KR-ingar voru býsna fund- visir á smugur i vörn Vals- liðsins og skoruðu með smuguskotum sem engin leið var fyrir Ólaf Benediktsson að verja. Voru það einkum Björn Pétursson, Haukur og Björn Blöndal sem skoruðu fyrir KR Agúst ögmundsson átti stórgóðan leik og skoraöi 6 mörk i leiknum. Hér skorar hann eitt þeirra. á þessum tima. i leikhléi var munurinn orðinn 6 mörk,15:9. Byrjun siðari hálfleiks var lakasti kafli Valsmanna i leiknum og náðu KR-ingar þá að minnka muninn niður i 17:13. En svo tóku Valsmenn við sér aftur og munurinn jókst á ný. Þegar 20 minútur voru liðn- ar af siðari hálfleik var munurinn orðinn 8 mörk,22:14,og aðeins spurning um hve stór sigur Vals yrði, en ekki hvort liðið myndi sigra. Lokatölurnar urðu svo eins og áöur segir 25:17. Gisli Blöndal lék að þessu sinni fyrsta leik sinn á þessu keppnistimabili með Val og stóð sig mjög vel. Það fer ekk- ert milli mála að afturkoma hans i liðið er þvi mikill styrk- ur. Hins vegar var Ólafur Jónsson maðurinn á bak við þennan stórsigur Vals. Hann var hreint óstöðvandi, og sam- vinna hans og Ágústs Og- mundssonar var frábær. Ágúst, Gunnsteinn, Stefán og Torfi stóðu sig allir mjög vel, og oft á tiðum varði Ólafur Benediktsson eins og lands- liðsmarkverði sæmir. Hjá KR var það sem fyrr Haukur Ottesen sem bar liðið uppi, en þeir nafnar Björn P. og Björn Blöndal áttu einnig ágætan leik og sama má segja um Boga Karlsson. Annars horfir nú mjög alvarlega fyrir KR eftir 4 tapleiki i röð og manni býður i grun að það verði leikir KR og Ármanns sem skera úr um það hvaða lið fellur niður i ár. iVlörk Vals: Ólafur 7, Ágúst 6, Gisli 3, Bergur 4, Torfi 2,. Stefán, Jóhann Ingi og Gunn- steinn 1 mark hver. Mörk KU: Haukur 5, Þor- varður 3, Björn Bj., Karl, Bjarni 2 mörk hver, Ævar, Bogi og Björn P. 1 mark. Hið fyrra sundmót skóla á þessu skólaári fór fram þriðjud. 28. og fimmtud. 30. nóv. i Sundhöll Reykjavikur. Alls mættu 22 sveitir frá 11 skólum, þar af 4 utan Reykja- vikur. Þátttakendur voru alls 320. Úrslit urðu þessi: Eldri flokkur: Stúlkur. 1. Gagnfræðaskóli Hafnar- fjarðar, Flensborg 4.47.8 2. Hagaskólinn, Reykja- vik 4.59.3 3. Gagnfræðaskóli Austurbæjar 5.00.8 4. Gagnfræðaskóli Selfoss 5.06.5 5. Gagnfræðaskólinn við Réttarholtsveg 5.21.4 Piltar: 1. Gagnfræðaskóli Hafnar- fjarðar, Flensborg 8.32.3 2. Stýrimannaskólinn 8.40.4 3. Vélskóli íslands 8.44.8 4. Gagnfræðaskóli Austurbæjar 9.04.4 5. Gagnfræðaskóli Sel- foss 9.21.3 Yngri flokkur: Stúlkur: 1. Gagnfræöaskóli Sel- foss 4.55.8 2. Gagnfræðaskóli Lauga- lækjar 5.01.6 A sveit 3. Gagnfræðaskólinn við Réttarholtsveg 5.03.3 4. Gagnfræðaskóli Kefla- vikur 5.05.2 5. Gagnfræðaskóli Garða- hrepps 5.11.0 6. Hagaskólinn Reykja- vik 5.15.3 7. Gagnfræðadeild Hliða- skóla 5.15.6 B-sveit Laugalækjar gerði ógilt (5.40.3) Piltar: 1. Gagnfræðaskóli Lauga- lækjar 9.37.6 2. Gagnfræðaskólinn við Réttarholtsveg 9.43.7 3. Gagnfræðaskóli Selfoss 9.52.0 4. Gagnfræðad. Barnaskóla Austurbæjar 9.58.2 5. Gagnfræðad. Hliðar- skólans 10.14.5 Næstu leikir i l.-deildar- keppni Islandsmótsins i hand- knattleik verða leiknir i Laugardalshöllinni á sunnu- daginn kcmur, og mætast þá IK — Haukar og Fram — Vikingur. /»V staðan Eftir lciki Vikings og Ármanns og Vals og Klt er staðan i inótinu þessi: Fll Valur ÍK Fram Vikingur llaukar KK Ármann Mörkin Geir llallsteinsson Fll 3(1 Kergur Guðnason Val 25 llaukur Ottcsen KK 22 Vilberg Sigtryggsson Árm. 20 Ingólfur Óskarsson Frain 17 Krynjólfur Markússon ÍK 16 Einar Magnússon Vikingi 16 ölafur Ólafsson llaukum 16 ölafur II. Jónsson Val 15 Guðjón Magnússon Vikingi 14 Vilhjálmur Sigurgeirsson ÍK 13 Gunnar Einarsson FH 11 Þórður Sigurðsson llaukum II Kjörgvin Kjörgvinsson Fram 11 Agúst Ögmundsson Val 11 lliirður Kristinsson Árnianni 10 Geir Hallsteinsson er enn markahæstur i islandsmótinu. Flensborgarskóli sigraði á sund- móti skólanna Uir-sjón Sigurdór Sigurdórsso:i.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.