Þjóðviljinn - 11.01.1973, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.01.1973, Síða 3
Fimmtudagur 11. janúar 1973 IÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 7. reglulegu tónleikar Sin- fóniuhljómsveitarinnar verða i kvöld kl. 20,30. Á efnis- skránni eru verk eftir Martinu, Sibelius, Verdi, Puccini og Brahms. Ein- söngvari með hljómsveitinni verður Siv Wennberg og stjórnandi Eduard Fischer. EDUARD FISCHER fædd- ist i Prag árið 1930, og eftir að hafa lokið námi við tékkneska leiklistarskólann gerðist hann nemandi helztu hljómsveitar- stjóra Tékka, þ.á.m. Dr. Vac- lavs Smetacek, Alois Klima, Methods Dolezil og Jans Kflhn. Eduard Fischer gerðist stjórnandi tékkneska þjóðlaga- og þjóðdansaflokksins og flutti Eduard Fischer Siv Wennberg 7. tónleikarnir verða í kvöld með þeim þjóðlega tónlist og sinfóniur á ferðalögum þeirra um Austur- og Vestur-Evrópu. Arið 1956 tók Ednard Fischer þátt i hljómsveitarstjóra- keppni i Besancon i Frakk- landi og varð þriðji af þrjátiu keppendum. Siðan hefur hann verið ráðinn aðalhljómsveit- arstjóri Sinfóniuhljómsveitar rikisins i Gottwaldlov, en það er ein merkasta hljómsveit Tékkóslóvakiu, og ennfremur hefur hann stjórnað fjölmörg- um hljómsveitum viða um heim við vaxandi orðstir. SIV WENNBERG fæddist i Rimra i Norrland árið 1944, og stundaði hún fyrst pianónám hjá norska pianóleikaranum Torynn Fynn við tónlistar- skólann i Ingesund, og siðan hjá Gretu Erikson og Hans Leygraf i Salzburg. Arið 1963 lék hún pianókonsert Schu- manns á tónleikum i Arvika undir hljómsveitarstjórn Tors Mann. Ári seinna hóf hún söngnám við tónlistar- skólann i Stokkhólmi hjá Arne Sunnegárdh, sem er enn kenn- ari hennar. Siv Wennberg hef- ur viða komið fram á tónleik- um og unniö til fjölda verð- launa á söngkeppnum. Hún hefur hlotið Jussi Björling- styrkinn og fengið háa fjár- veitingu úr Christian Nilson- sjóðnum; ennfremur vann hún fyrstu verðlaun i norrænu söngkeppninni 1971. Hún söng við mikla hrifningu hlutverk Sieglinde i Valkyrjunni eftir Wagner á móti Birgit Nilsson i Stokkhólmsóperunni i febrúar 1972 og ATdu á móti Rolf Björling. Á þessu ári mun hún syngja i Helsinki, Vinarborg, Rouen og Stuttgart. Sigríður og Ólafur halda tónleika Sigriður Magnúsdóttir A laugardaginn kemur (þ. 13. janúar) munu þau Sigriður E. Magnúsdóttir, söngkona og Ólafur Vignir Albertsson, pianóleikari, halda tónleika á vegum Tónlistarfélagsins kl. 2,30 i Austurbæjarbiói. A efnisskrá tónleikanna, sem er mjög fjölþætt eru verk eftir: Gluck, Pergolese, Brahms, Pál ísólfsson, Sigursvein D. Kristinsson, Jón Asgeirsson, Victor Urbancic, Hugo Wolf og siðast en ekki sizt Mauel de Falla. Sigriður E. Magnúsdóttir hóf ung alhliða tónlistarnám. Hún lærði söng m.a. hjá V.M. Demetz, Mariu Markan og Einari Kristjánssyni. Að loknu stúdentsprófi hélt hún utan og nam söngkennslu við Tónlist- arskólann i Vinarborg, og lauk prófi þaðan 1968. Siðan hefur hún lagt stund á ljóða- og óperusöng við sama skóla og er i þann mund að ljúka þar námi. Hún hefur haldið tón- leika, komið fram i sjónvarpi og útvarpi hér og erlendis. Hún hlaut 1. verðlaun á „Meisterkurs fur Liedsá'nger” i Belgiu 1971, var fulltrúi ts- lands i norrænni söngkeppni 1971 og tók þátt i alþjóðlegri söngkeppni i Vinarborg 1972, með mjög góðum árangri. I desember siðastliðnum kom hún fram i „Grosser Musik- vereinssaal” i Vinarborg, sem einsöngvari i tveimur verkum fyrir kór og hljómsveit. Ólafur Vignir Albertsson er fæddur i Reykjavik 1936. Hann lauk burtfararprófi frá Tón- listarskólanum i Reykjavik 1961 og stúndaði siðan fram- haldsnám við Royal Academy of Music i Lundúnum 1963—1965 með samleik að aðalgrein. Hann tók þátt i sumarnámskeiði i Stokkhólmi 1967 hjá prófessor Erik Werba. Ólafur hefur leikið mikið með söngvurum á tón- leikum, i útvarp og sjónvarp á tslandi, einnig á tónleikum er- lendis. Fiskur og brauð hækka Yiðskiptaráðuneytið segir: Húsaleigu- hækkanir ólögmætar! Húseigendafélag Reykjavíkur hvetur til hækkunar á húsaleigu Verðlagsnefnd hefur ákveðið nýtt hámarksverð á fiski til neytenda,svo og á brauðum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu verðlags- stjóra urðu hækkanir þess- ar: Nýr fiskur i Reykjavik, Kópa- vogi og Hafnarfirði. Þorskur, slægður, með haus hækkar úr 32 krónum i 35. Hausaður úr 40 krón- um i 44 krónur. Ný ýsa, slægð, með haus hækk- ar úr 37,50 krónum i 41. Hausuð úr 47 krónum i 52 krónur. Egg hækka Egg munu hafa hækkað um 20 krónur kilóið, en hækkun á eggjum heyrir hvorki til verð- lagsnefnd, né heldur verðlags- ráði landbúnaðarins. Trúlega eru egg eini varningurinn hvers verð lýtur framboði og eftirspurn, enda ekki gefin. Þorskflök, án þunnilda, ný, úr 71.50 i 77 krónur. Þorskflök, án þunnilda, nætur- saltaður, úr 74,50 i 81 krónu. Ýsuflök, án þunnilda, ný, úr 82.50 i 90 krónur. Ýsuflök, án þunnilda, nætur- söltuð, úr 86,50 i 94 krónur. Ann- ars staðar á landinu hækkar nýr þorskur m. haus úr 29 krónum i 32 krónur, hausaður úr 36,50 i 44 krónur, ný ýsa úr 34,50 i 38 krón- ur, hausuð úr 43 i 48 krónur. Þorskflök, ný, úr 64,50 krónum i 71, nætursöltuð úr 68,50 krónum i 75 krónur. Ýsuflök, ný, úr 76 I 84, nætursöltuð úr 80 krónum i 88 krónur. Meðaltalshækkun um 10%. Rúgbrauð, 1500 grömm, óseydd, hækka úr 29 krónum I 32 krónur, 10,3%. Normalbrauð úr 15 krónum i 16.50 eða um 10%. Franskbrauð, 500 grömm, úr 21 krónu i 25 krónur, 19%. Heilhveitibrauð, 500 grömm, sama og franskbrauð. Vinarbrauð, úr 5,50 i 6,50, 18,2%. Tvibökur, hvert kiló úr 87 krón- um i 100 krónur, 14,9%. Hækkanir á brauðum stafa af hækkun á hráefni. Fólk snýr til Managua MANAGUA 9/1 260 þúsund af 316 þúsund ibúum Managua hafa snúið aftur til borgarinnar, sem er að verulegu leyti i rústum eftir jarðskjálftana um jólin. Sefur fólkið i stórum svefnsölum sem stjórnin hefur komið á fót til bráðabirgða. Virðist svo sem stjórnin hafi hætt við áform sin um að flytja höfuðborgina úr stað og hefur nú verið tilkynnt að um 100 verzlanir i Managua verði opnaðar á næstunni. MOSKVU 10/1. — Miðstjórn Kommúnistaflokksins og Sovét- stjórnin hafa ákveðið að leggja mikla áherzlu á umhverfis- og náttúruvernd i framtiðinni. Frá og með næsta ári gengur þessi þáttur inn i 5-ára áætlanirnar. Húseigenda félag Reykjavíkur hefur nýlega sent frá sér fréttatilkynn- ingu, þar sem þvi er haldið fram, að um s.l. áramót hafi fallið úr gildi ákvæði um bann við húsaleigu- hækkunum. Klykkir félagið út með setningu, sem hljóð- arsvo: „I samskiptum hús- eigenda og leigutaka gildir samningsfrelsi"! Vegna þessarar fréttatil- kynningar hefur viðskipta- ráðuneytið séð sig knúið til að senda frá sér eftirfar- andi tilkynningu: „I tilkynningu nr. 18/1972, dags. 28. desember 1972 frá verðlags- stjóra var frá þvi skýrt, að verð- lagsnefnd hefði i samráði við rikisstjórnina ákveðið, að óleyfi- legl væri að hækka verð eða álagningu á hvers konar vörum og þjónustu án sérstakrar heim- ildar. Með skirskotun til þessarar til- kynningar verðlagsstjóra vill ráðuneytið taka fram, að óheimilt er að hækka gjaldskrár opinberra aðila eða gjaldaákvæði i reglu- gerðum svo og húsaleigu frá þvi scm var i desember 1972.. Með hliðsjón af gildandi löguin munu hlutaðcigandi ráðuneyti fjalla um brcytingar á gjald- skrám opinbcrra aðila eða gjaldaákvæðuin i reglugerðum 1,3 milj. sendar Skyndisöfnun Rauða kross ts- lands og Hjálparstofnun kirkj- unnar vegna jarðskjálftanna i Nicaragua lauk 6. janúar. Rauða krossi Islands hafa bor- izt kr. 800 þús. og Hjálparstofnun kirkjunnar kr. 500 þús. Hafa báðir aðilar lokið sendingu á söfnunarfé sinu. Fé þvi sem Hjálparstofnun kirkjunnar berst er miðlað gegn- um Alkirkjuráðið og fé þvi sem R.K.t. berst gegnum Alþjóða- samband Rauða kross félaga. Áð- ur hafði Hjálparstofnun kirkjunn- ar sent kr. 150 þús. og Rauði krossinn kr. 75 þús. og eru bráða- birgðaniðurstöður frámlaga is- lenzku þjóðarinnar til hjálpar- starfsins i Nicaragua kr. 1.525.000,- Færa stofnanirnar landsmönn- um öllum beztu þakkir fyrir skjót viðbrögð, sem bera vott um rika samúðartilfinningu þjóðarinnar. Enn halda framlög áfram að berast þótt formlegri söfnun sé lokið og verða þau send áleiðis við fyrstu hentugleika. svo og húsaleigu svo sem var meðan verðstöðvun var i gildi”. Þarna kemur skýrt frám, að húsaleiga skuli áfram vera háð verðlagsákvæðum og að ekkerl ley fi hafi verið gefið til hækkunar. Fólk er eindregið hvatt til að gæta réttar sins i þessu máli og kæra skilyrðislaust ólöglegai hækkanir húsaleigu til verðlags- nefndar. —úþ Husak krossaður PRAG/MOSKVU 9/1 — Gustav Husak var sæmdur Leninorðunni rússnesku og æðsta heiðursmerki Tékkóslóvakiu i tilefni sextugs- afmælis sins. Hann fékk heillaskeyti frá þeim vinum sinum i Moskvu Brésneff, Kosygin og Podgorni þar sem þeir báru á hann mikið lof. Var Husak i skeytinu kallaður göfugur vinur Sovétrikjanna og honum þakkað mikillega starf hans til verndar sósialismanum i Tékkóslóvakiu. Alþyðubanda- lagið Reykjavík Kjartan Olafsson. Fundur um baráttuna gegn herstöðvum fyrr og nú er í kvöld Kjarftin Ólafsson ritstjóri ræðir um baráttuna gegn herstöðvum fyrr og nú á umræðufundi Al- þýðubandalagsins i Reykjavik, sem haldinn verður i kvöld að Grettisgötu 3. Fundurinn hefst kl. 20,30 og er öllum opinn. Þetta er fyrsti fundurinn af 18 sem Alþýöubandalagið i Reykja- vlk mun halda i vetur um ýmis, málefni. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagsfólk á Suðurlandi Alþýðubandalagsfélögin i Arnessýslu og I llveragerði efna til þriggja almennra funda á næstu þrem mánuðum. Sá fyrsti verður haldinn i Selfossbiói 12. jan. og þar talar Þröstur Ólafsson um efnahagsmál. Febrúar-fundurinn verður 9. febrúar I Kaffi- stofu Hallfriðar, Bláskógum 2, Hveragerði. Ragnar Arnalds ræðir þar um uppbyggingu þjóðfélagsins og stjórnkerfið. Þröstur Ólafsson Marz-fundurinn verður 9. marz I Selfossbiói, og þar mun Einar Olgeirsson rekja sögu vinstri- hreyfingar á tslandi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.