Þjóðviljinn - 11.01.1973, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
r
Island
leitar
nýrra
leiða
t ljósi þeirrar þróunar sem er
að gerast á meginlandi Evrópu,
minnkandi viðsjáa i alþjóðamál-
um, er vert að gefa gaum að rás
viðburða á Islandi, segir i grein
eftir fréttaskýranda sovézku
fréttastofunnar APN, P. Vasiléf.
Sumarið 1971 komst til valda að
loknum alþingiskosningum
þriggja flokka stjórn mið- og
vinstriflokka. Auk þess að gera
ýmsar ráðstafanir til að bæta
stöðu vinnandi fólks steig stjórnin
skref i þá átt að tryggja pólitiskt
fullveldi landsins.
Stjórn íslands lýsti yfir áform-
um sinum um að endurskoða og
segja upp samningi við Bandarik-
in og koma þvi til leiðar að banda-
riskt herlið verði á brott fyrir lok
kjörtimabilsins (1975).
Um þessar mundir reyna is-
lenzkir forystumenn að koma aft-
ur á a.m.k. þeim skilmálum, sem
hafðir voru um inngöngu Islands
— sem og Noregs og Danmerkur
— i Nató: Á friðartimum skuli
ekki vera erlendir herir á is-
lenzku landi. En þessi ákvörðun
islenzku stjórnarinnar hefur
mætt harðri andstöðu i aðalbæki-
stöðvum Nato og i Washington.
Stjórn Islands lýsti þvi yfir að
hún mundi fylgja sjálfstæðari
utanrikisstefnu, taka sem virk-
astan þátt i störfum Sameinuðu
þjóðanna og annarra alþjóða-
samtaka i þágu friðar og gagn-
kvæms skilnings milli þjóða og
afvopnunar.
1 samskiptum sinum við Island
byggja Sovétrikin á stefnu frið-
samlegrar sambúðar. Riki vort
litur með skilningi viðleitni þessa
norræna rikis til að tryggja nauð-
synlegar forsendur fyrir eflingu
pólitfsks og einnig efnahagslegs
sjálfstæðis.
Góðar forsendur eru fyrir þró-
un vinsamlegra samskipta milli
Sovétrikjanna og Islands. Milli
landanna hafa aldrei risið nein
deilumál, þau eiga engin vanda-
mál óleyst. En svipuð viðhorf til
ýmissa helztu alþjóðamála lofa
góðu um framtiðina, stuðla að
vexti gagnkvæms skilnings milli
þjóða Sovétrikjanna og Islands.
Viðskipti hafa miklu hlutverki
að gegna i sovézk-islenzkum
samskiptum. Um alllangan aldur
hefur Island flutt inn frá Sovét-
rikjunum svo til allar oliur og
bensin. Þaðan eru og keyptar vél-
ar og útbúnaður, timbur, járn.
Um leið reynast Sovétrikin stór-
tækur og öruggur kaupandi fisk-
afurða.
Sovétrikin hafa oftar en einu
sinni komið til aðstoðar „landi
elds og isa”, þegar Island átti i
erfiðleikum með sölu fiskafurða á
vestrænum mörkuðum.
Annan nóvember 1971 var
undirritaður i Moskvu fyrsti lang-
timasamningurinn um viðskipti
landanna, og gerir hann i senn
ráð fyrir auknu vörumagni og
fleiri vörutegundum en fyrri
samningar. Sovétrikin gerast
meiriháttar innflytjandi á is-
lenzkum iðnaðarvörum — starfs-
menn efnaiðnaðar, bændur, vef-
arar og prjónarar taka nú þátt i
afgreiðslu sovézkra pantana auk
starfsmanna sjávarútvegar.
Þessar pantanir munu ýta undir
þróun hins unga islenzka iðnaðar.
Tekizt hefur samstarf á sviði vis-
inda og tækni.
Skipti á þingmannanefndum
bera vitni hagstæðri þróun sov-
ézk-islenzkra samskipta. Þann
áttunda janúar kom til Sovétrikj-
anna þingmannanefnd undir for-
ystu Eysteins Jónssonar, forseta
Sameinaðs þings. Islenzkir þing-
menn munu fá góða möguleika á
að kynnast árangri þeim sem hin
sovézka þjóð hefur náð, fram-
tiðaráformum hennar.
Samskipti Sovétrikjanna og Is-
lands eru dæmi um raunhæfa
framkvæmd meginreglna frið-
samlegrar sambúðar, þróast i
þágu eflingar friðar og öryggis
þjóða. P.Vasíléf, APN.
t sumar sem leið var haldin mikil norræn listsýning i Kjarvalshúsinu við mjög góða aðsókn. Þetta listaverk, sem þar var sýnt, er
eftir Ragnar Kjartansson.
Kjarvalshús opnaö
um miðjan febrúar
Gert er ráö fyrir aö
Kjarvalshúsið á Mikla-
túni verði formlega tekið
i notkun nú um miðjan
febrúar. Ráðinn hefur
verið forstöðumaður
hússins, Alfreð
Guðmundsson, en hann
var mikill vinur
Kjarvals og eigandi
fjölda verka eftir hann.
Við spurðum Pál Lín-
dal, borgarlögmann,
hvernig rekstri hússins
yrði hagað.
— Hússtjórn er skipuð
þremur mönnum og starfar
undir yfirstjórn borgarráðs.
Stjórnin hefur með að gera
rekstur hússins, og i henni
eiga sæti Jón Arnþórsson,
Ólafur B. Thors og ég, sem á
að heita formaður. Sýningar-
ráð er þannig skipað að i þvi
eiga sæti hússtjórn og fjórir
fulltrúar frá Bandalagi
islenzkra listamanna, sem
skipaðir eru til fjögurra ára.
Stjórn sýningarráðs á vestur-
sal er i þvi fólgin að ráðið
ákv. hverjum skuli heimilað
að halda þar listsýningar og
hve lengi. Ennfremur ákveður
sýningarráð hvort og hvenær
Sjö manna
sýningarráð tekur
ákvörðun um
hverjir fá að
halda þar
sýningar
— aðstaða
til tónleikahalds
og jafnvel
ráðstefnuhalds
heimila skuli afnot salarins til
annarra afnota, s.s. tónleika,
upplesturs eða áþekkrar
starfsemi. Nú telur aðili, að
sér sé ranglega synjað um að
fá salinn til afnota, eða ein-
hver þeirra sem sýningarráð
skipa, að ranglega hafi verið
synjað um afnot, og getur þá
hlutaðeigandi óskað þess við
borgarráð, að slik ákvörðun
verði endurskoðuð. Ef borgar-
ráð telur rök fyrir þessari ósk,
skipar það tvo menn sérstak-
lega til að fjalla um þessa ósk
ásamt þeim sem fyrir eru i
sýningarráði. Ef meirihluti
sýningarráðs, þannig skipaðs,
telur óskina á rökum reista,
getur það leyft umrædd afnot,
en ef meirihluti er þvi and-
vigur er ekki heimilt að leyfa
afnotin.
— Hverjir eiga sæti i
sýningarráði af hálfu lista-
manna?
— Ég held ég fari rétt með
að það séu Vilhjálmur
Bergsson, Valtýr Pétursson,
Kjartan Guðjónsson og Sigur-
jón Ólafsson.
— Hvernig verður sýningar-
hald þarna i stórum dráttum?
— 1 Kjarvalssalnum verður
föst sýning á málverkasafni
þvi sem Kjarval gaf borginni,
og hún hefur verið að eignast
siðustu 10-15 árin, auk
teikninga. Aftur á móti verður
hinn salurinn r.otaður meir i
likingu við Listamanna-
skálann, þó þannig, að ef um
mjög stórar sýningar er að
ræða komi til álita að
Kjarvalssafnið verði tekið
niður og húsið lagt allt undir
og viðkomandi borgi, fyrir
utan leigu, kostnað við að taka
niður Kjarvalsmyndirnar.
— Geta ekki tveir, þrir lista-
menn sýnt saman ef þeir
vilja?
— Það er ekkert sem mælir
á móti þvi. Það er hægt að
stúka salinn i sundur að vild.
Aftur á móti leigjum við salinn
ekki öðruvisi en allan, eða
þriðjung af honum.
— Er búið að leigja út
aðstöðu fyrir veitingar?
— Það standa yfir
samningar við matstofu
Austurbæjar, sem kom með
það tilboð sem okkur leizt bezt
á.
— Hvert er hlutverk for-
stöðumannsins?
— Hann er forstöðumaður
hússins, og fyrst og fremst
trúnaðarmaður hússtjórnar.
— Þú nefndir tónleikahald?
— Já, og við munum leyfa
þarna ráðstefnuhald, ef þvi er
að skipta og ýmsar sýningar
er hafa menningarlegt gildi.
sj-
llTSALA ÚTSALA
SELJUM Á HÁLFVIRÐI
T erylene-kápur
Jakkar — Regnkápur
Jerseybuxur — Terylenebuxin*
Stuttbuxur — Stuttermapeysur
Langermapeysur — Golftreyjur
Síðar blússur — Náttkjólar
Buxnabelti — Brjóstahöld
TÍZKUSKEMMAN