Þjóðviljinn - 14.01.1973, Side 6

Þjóðviljinn - 14.01.1973, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. janúar 1973 MÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Kramkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson SvavarGestsson (ál>.) Auglýsingast jóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skölav.st. 19. Simi 17300 (3 linur). Askriftarverð kr. 223.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 13.00. Prentun: Blaðaprent h.f. FRIÐLÝSING Á nokkrum næst liðnum árum hafa þau ánægjulegu umskipti orðið i alþjóðamál- um, að hinar hlutlausu þjóðir hafa í æ rík- ari mæli tekið forystu á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og i öðrum þeim stofnunum þar sem flest eða öll riki heims eiga aðild. En hlutlaus i átökum stórveldanna — þ.e. utan hernaðarbandalaga þeirra — er mik- ill meirihluti af sjálfstæðum rikjum heims. Þetta hefur allverulega dregið úr þvi áhrifavaldi sem stórveldin áður höfðu óskorað, og i þessu er fólgið eitt sterkasta aflið til alheimsfriðar. Hlutlausu rikin eru flest fátæk og at- vinnulega vanþróuð, og friður er þeim þvi forsenda til alhliða framsóknar til fegurra og betra lifs. En þau þurfa ekki aðeins frið, heldur og sjálfstæði, og þess vegna keppa þau að þvi að halda sig sem fjærst stórveldabandalögum og átökum þeirra. Samhliða þeim skrefum til stórvelda- samkomulags, sem tekin hafa verið að undanförnu, hefur farið viðleitni hlutlausu rikjanna til raunhæfra aðgerða til trygg- ingar friði. Stórveldin hafa uppi tal um minnkandi spennu sin i milli og samdrátt i vigbúnaði, og hlutlausu rikin hafa hugsað sér að taka þau á orðinu og þrengja at- hafnasvæði þeirra til vigbúnaðarkapp- hlaups. 1 þessu ljósi ber að skoða tillögu Sri Lanka og nær 30 annarra rikja um friðlýs- ingu Indlandshafs, en hún hefur verið samþykkt tvivegis á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, i siðara sinn nú i desem- ber með 96 atkvæðum. Bæði Bandarikin og Sovétrikin hafa beitt sér gegn sam- þykkt tillögunnar, vegna þess að þau sjá hernaðarlega hagsmuni sina skerta af árangursrikri friðlýsingu, en þau hafa samt ekki treyst sér til að safna atkvæðum á móti henni. Þau hafa þvi tekið þann kost að sitja hjá með þeim falsrökum að ekki megi skerða siglingafrelsið! En þeirra flokk fylla aðeins 32 riki. Friðlýsing Indlandshafs nýtur þvi fylgis 3ja rikja af hverjum fjórum hjá Samein- uðu þjóðunum, og hún hefur svo mikið að- dráttarafl, að fjölmörg riki styðja hana þótt þau ella séu höll undir annað hvort risaveldið, i vestri eða austri. En af þeim rikjum sem ánetjazt hafa hernaðarbanda- lögunum sem kennd eru við Atlanzhaf og Varsjá hafa Island og Rúmenia tekið sig út úr og greitt friðlýsingunni atkvæði i óþökk forysturikjanna. Og hafa bæði haft sæmd af. í nefnd sem skipuð var á allsherjarþing- inu og á að stuðla að framgangi friðlýsing- arinnar, tóku bæði Japan og Kina sæti, auk flestra rikja við Indlandshaf sjálft, og talar það sinu máli um raunsæi hugmynd- arinnar. En friðlýsingarhugmyndin hefur náð lengra en þetta hjá Sameinuðu þjóðunum. 1 ályktun um öryggismál sem samþykkt var af 113 rikjum um daginn er talað um „friðlýsingu belta” sem æskilega og eðli- lega aðgerð i öryggismálum þjóðanna. Bandarikin voru vitanlega á móti þessu, eins og öðru sem takmarkar athafnasvæði þeirra, en þau höfðu aðeins 10 riki með sér i hjásetu. öll Norðurlönd greiddu atkvæði með þessu orðalagi tillögunnar, þ.á.m. NATO-rikin Danmörk og Noregur. Það er þvi svo komið að meirihluti þeirra rikja sem eiga lönd að Norður- Atlanzhafi hafa jákvæða afstöðu til frið- lýsingar. Svo hraðbyri fara hugmyndir hlutlausu rikjanna um friðaraðgerðir um heiminn. En munu ekki framkvæmdir á eftir fara, i þessum heimshluta eins og við Indlandshaf? UMBIJÐASÝMNG í NORRÆNA HÚSINU i gær Kófst í Norræna húsinu sýning á vegum I'élags islenzkra iftnrckcnda á tillögum sem bárust til samkeppni um umbúftir sem féiagift efndi nú til i þriftja sinn. Alis barst 51 tegund umbúða. Af þeim hlutu niu viðurkenningu dómnefndar. Formaður dóm- nefndar Stefán Snæbjörnsson sagði i ávarpi sinu að gæðastaðall aðsendra umbúða hefði hækkað og til marks um þaö væri að um- búðum sem viðurkenningu hlutu hefði fjölgað úr fimm i niu frá siðustu samkeppni. A sýningu þessari eru einnig sýndar tillögur að merki FII. Sýningin er opin frá kl. 2 til 6 dagana 13. til 16. janúar. Barnaheimilisþörf póst- og símamanna Það gera fleiri athuganir á barnaheimilisþörf en kennarar. Frá þvi er sagt i jólablaði Sima- blaðsins, að Félag islenzkra simamanna hafi gert könnun á þvi hvernig háttað væri þörf starfsfólks Pósts og sima fyrir dagvistunarheimili handa um sinum. Frásögn af könnuninni og niðurstöður fara hér á eftir. 1 september 1972 var gerö könnun á vegum F.I.S. af starfs- hópi um barnaheimilismál. Markmiöið var að kanna þörf fyrir og viðhorf til slikra stofnana fyrir starfsfólk Landssimans i Reykjavik. Spurt var um fjölda barna, hvort viðkomandi vildi setja börn sin á vöggustofu, dag- heimili eða skóladagheimili, hvort viðkomandi vildi notfæra Gefið til öryrkja Hallur Pálsson, Hátúni 10, Reykjavik, hefir gefið öryrkja- bandalagi Islands eitt hundrað þúsund krónur til minningar um konu sina Kristinu Sigtryggsdótt- ur frá Framnesi i Skagafirði. Bandalagið þakkar þessa höfö- inglegu gjöf. sér slikar stofnanir fyrir börn, er hann hugsanlega myndi eignast i framtiðinni. Þá var einnig beint þeirri spurningu til eiginkvenna, sem ekki vinna utan heimilis, hvort þær vildu vinna úti, ef þær ættu aögang að öruggri gæzlu Dreift var 897 bréfum. Svör bárust frá 136 aðilum, þ.e.a.s. tæplega 15,2 prósent. Af þeim eiga 78 manns börn á aldrinum 0- 12 ára. Þetta voru 52 konur og 26 karlar. Fjöldi barna á aldrinum 0 til 12 ára er 110 og skiptist eftir aldri: 0- 1 árs 17 2- 6 ára 58 7-12 ára 35 Öskað var eftir gæzlu fyrir samtals 80 börn. Skipting var þannig: Vöggustofu 7 börn. Dagheimili 48 börn. Skóladagheimili 25 börn. Fjöldi þeirra manna, er vildu notfæra sér barnaheimili fyrir sin ótilkomnubörn voru 110. Þeir sem það vildu ekki voru alls 3. Eiginkonur, sem vilja vinna úti, ef þær fá örugga gæzlu fyrir börn sin, voru 18. Þær, sem það vildu ekki, voru 3. börn- fyrir börn sin. Einnig var rúm fyrir athugasemdir, ef einhverjir vildu láta i ljós slikar. A myndinni sjást umbúöirnar niu sem vifturkenningu hlutu. Flugfélagið iðið við landkynningu Flugfélag islands hefur nú um tólf ára skeift gefift út veglegt lamlky nningarrit. Nú er tólfti árgangur kominn út og er það 100 siftur aft stærft og prýtt fjöida fegurstu litmynda, sem flestar cru teknar af Mats Wibe Lund. Innihald ritsins er, að öðru leyti en tekur til auglýsinga og mynda, . greinar um hin ýmsu mál sem snerta landið og gætu vakið áhuga útlendinga. Þar eru helztar grein eftir Lúðvik Jósepsson ráð- herra sem fjallar um landhelgis- málið, pistill eftir danska grinistann Willy Breinholst sem heitir „tslendingar eru lika fólk” grein um veðurfar og loftslag eftir Markús Á. Einarsson veður- fræðing og ferða- og laxveiðisaga eftir þann fræga söngfugl Bing Crosby. Rit þetta er gefið út i þrjátiu þúsund eintökum og dreifir flug- félagið þvi viðs vegar um heim. Símavandinn í Breiðholti leysist í marzmánuði Bæjarsimstjórinn I Reykjavik, Bjarni Forberg, ritar i siftasta liefti Simablaðsins a 11 ýtarlega grein i tilefni 40 ára starfs sjálf- virku simstöftvarinnar i Reykja- vik, og þróun Bæjarsimans. Þar segir um simaþörfina i dag: 1 dag er langur biðtimi og númeraskortur, en i marzmánuði tekur til starfa hin nýja simstöð i Breiðholtshverfi með 2000 sima- númerum og lagast þá ástandið mikið. Nú þegar er búið að panta 4000 númer i viðauka við Breið- holt, en þau númer munu komast i samband seinni hluta ársins 1974. En fyrri hluta ársins 1974 verða tekin i notkun i miðbæjar- simstöðinni 2000númer (R 3), en um leið stendur til að flytja all- mikið af númerum i hinum elztu stöðvum bæjarsimans (R 1 og R 2) til hinna nýju númera (R 3). Innan nokkurra ára er svo ætlunin að flytja 24 volta stöðina frá Akureyri til Reykjavikur, 2000 númer, en af þeim verða uppsett 1500 númer i Grensássimstöftina, að likindum 1975. Nýr BÚR-togari á heimleið Upp úr hádegi á fimmtudag lagði skuttogarinn Bjarni Bene- diktsson af stað heimleiðis frá San Sebastian á Spáni og er gert ráð fyrir að heimsigling taki fimm til sex daga hingað til Reykjavikur. Hér á ferðinni þúsund tonna skuttogari eign Bæjarútgerðar Reykjavikur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.