Þjóðviljinn - 14.01.1973, Side 7
Sunnudagur 14. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Nýbreytni:
Sýndu
dans í
sjúkra-
húsinu
að
Kleppi
Asdis Magnúsdóttir dansar svaninn (Svanavatniö) meö „aöstoð” Þórhalls og Bessa.
Skömmu fyrir jól fór
fram nýstárleg sýning i
samkomusal sjúkrahúss-
ins að Kleppi. Flokkur
frá Listdansskóla Þjóð-
leikhússins sýndi dansa
frá ýmsum löndum og
menningarsvæðum,
undir stjórn nýráðins
ballettmeistara Þjóð-
leikhússins Unnar
Guðjónsdóttur. Leik-
ararnir Bessi Bjarnason
og Þórhallur Sigurðsson
kynntu atriðin á sinn
skoplega hátt. Mjög
fjörlegur og skemmti-
legur blær var yfir sýn-
ingunni,
Viðtökur þessarar sýn-
ingar vitnuðu um ein-
læga hrifningu, enda
þarna um að ræða fólk,
a.m.k. að hluta, sem
ekki hefurtök á að njóta
framboðinnar listar á
almennum markaði. i
kaff iboði eftir þessa sýn-
ingu kom það m.a. fram
hjá forstöðukonu spital-
ans, að ósjaldan hefði
verið leitað eftir því við
einstaklinga og flokka i
skemmtiiðnaði að gera
eitthvað fyrir sjúklinga
spítalans, enda aðstaða
góð á staðnum. Árang-
urinn hefur lítill orðið.
Nú er kannski ekki
hægt að búast við að
önnum kafnir leikarar,
söngvarar eða aðrir
skemmtikraftar fórni
tima sínum til slikra
sjálf boðastarfa sem
hinir ungu dansarar
gerðu þarna. Hitt er svo
spurning, hvort hin lofs-
verða tilraun mennta-
málaráðs að létta menn-
ingarlegri einangrun af
dreifbýlinu, (List um
landið) hefði ekki mátt
byrja þarna, sem ein-
angrunin er trúlega
mest.
Holga Bernhard og Guðlaugur Einarsson í Kósakkadansi.
Guölaugur Kinarsson, llelga Kldon og ólafur Ólafsson dansa
Square-dans (amr. þjóðd.).
Raforkuverið
Einn af ókostunum viö vatns-
orkuver er sá, að þau geta ekki
geymt þann rafstraum, sem afl-
vélarnar framleiða. Orkuna
verður annað hvort aö nota um
leið og hún er framleidd eða ekki.
Nú er verið að leysa þetta vanda-
mál i framkvæmd við 250 þúsund
kw orkuver i grennd við úkra-
insku höfuðborgina Kiev. Er
verið að setja niður fjórðu af sex
aflvélum orkuversins.
Orkuverið er knúið vatni frá
tveimur miðlunarlónum og liggur
annað þeirra 80 metrum hærra en
hitt. Venjuiega ganga aflvélarnar
fyrir vatni úr neðra lóninu. öll
umframorka — aðallega raf-
magn, sem framleitt er yfir nótt-
ina — er notuð til þess að dæla
vatni upp i efra vatnsforðabúrið.
Þegar orkuþörfin fer fram úr
framleiðslugetunni er álagið er
mest, er vatn frá efra miðlunar-
lóninu leitt inn i göngin að vél-
unum og gefur það umframorku.
Þannig verkar efra vatnsforða-
búrið sem risastór rafgeymir.
Orkuverið við Kiev er hið fyrsta
af þessari gerð, en á næstu árum
á að reisa mörg áþekk orkuver á
ýmsum stöðum i Sovétrikjunum.
Eitt þeirra verður byggt á
geymi orkuna
Sagórsk i nágrenni Moskvu, er verður framleiðslugeta þess 12
það þegar vel á veg komið og miljónir kw. APN
Skákþraut
Skákdæmið sem Friðrik
Ólafsson stórmeistari birti i lok
skákkennsluþáttar sins i sjón-
varpinu i gær:
Hv: K e4 — peð: a4 — g4.
Sv: Kf6 — Bg7.
Hvitur á leikinn og spurningin
er hvort hann getur knúið fram
vinning.
r
Islending-
ur á al-
þjóðlegum
verð-
launapalli
A siöastliðnu ári var Myndlista-
og handiðaskóla Islands gefinn
kostur á þvi að taka þátt i alþjóð-
legri samkeppni listaháskóla.
Fyrir þessari samkeppni
stendur stofnun ein i Luxemborg,
sem heitir „Musée 2000” Til-
gangur stofnunar þessarar og
samkeppninnar er að örva hvers
konar listfræðslu með þvi meðal
annars að kynna framúrskarandi
listskólanema á aljóðlegum vett-
vangi. Af þeim sökum efnir
„Musée 2000” til árlegrar sam-
keppni og veitir til þess verð-
launum að upphæð 22.500 dollara.
Rétt til þátttöku eiga lista-
skólar, sem stofnunin velur, en
viðkomandi skóli velur siðan verk
nemenda sem senda skal til sam-
keppni.
Veitt eru fimm verðlaun:
1. verðl. nema 2000 dollurum
2. verðl. nema 1000 dollurum
3. verðl. nema 600 dollurum
4. verðl. nema 500 dollúrum
5. verðl. nema 400 dollurum
Haldin er sýning á verkunum i
Luxemborg og vegleg sýninga-
skrá prentuð með myndum af
verkum þátttakanda. Alþjóðleg
dómnefnd velur verðlaunahafa. 1
henni eiga sæti Hans Baier frá
Þýzkalandi, Bogomil Karlavaris
frá Júgóslaviu, Jean Guiraud frá
Belgiu og Michel Ragon frá
Frakkladi.
15 listaháskólar tóku þátt i
samkeppninni að þessu sinni frá
Belgrad, Brússell, Bukarest,
Coventry, Frankfurt am Main,
New York, tveir frá Paris, Prag,
Róm, Seattle, Urbino, Róm,
Varsjá og Vinarborg auk Mynd-
lista- og handiðaskóla Islands.
Dómnefnd lauk störfum 8. des-
ember og niðurstöður hennar
urðu þær m.a. að annar keppand-
inn, sem Myndlista- og handiða-
skóli Islands sendi verk eftir,
Magnús Kjartansson, hlaut fjórðu
verðlaun. Hann sendi eins og allir
þátttakendur, þrjií málverk. Hinn
var Þórður Hall, einnig með þrjú
oliumálverk.
1. verðlaun komu i hlut Eng-
lendings, 2. i hlut Júgosslava, 3.
fékk Englendingur og 5. Itali.
Franskar
gleðikonur
yngjast
PARIS — Hagskýrslur eru til
margra hluta merkilegar. I yfir-
liti frá frönsku lögreglunni kemur
m.a. i ljós, að aldur gleðikvenna
færist jafnt og þétt niður á við i
þvi landi. Af 30 þúsund vændis-
konum landsins byrjar helming-
urinn starf sitt á aldrinum 16 eða
17 ára.
Kirkjunnar
menn meðal
Ungverja
A meðfylgjandi mynd er ný-
byggð kirkja i ungverska þorpinu
Hollohaza, og er arkitekt hennar
ungverskur.
Starfsemi kirkjunnar er gert
talsvert hátt undir höfði af núver-
andi valdhöfum i Ungverjalandi.
Enda er sótzt eftir kirkjunnar
mönnum i embætti á vegum rikis-
ins. Utanrikisráðherra landsins
siðan 1961, János Péter, var á
sinum tima biskup kalvinista i
borginni Debrecen. Varaforseti
þjóðþingsins að nafni Beresztóczy
er rómversk-kaþólskur prestur
og var á árunum 1929-39 einkarit-
ari hjá yfirbiskupi kaþólskra i
landinu. Á þingi sitja alls 6 starf-
andiprestar eða biskupar, þeirra
á meðal dr. Káldy yfirbiskup lút-
hersku kirkjunnar i Ungverja-
landi.