Þjóðviljinn - 14.01.1973, Side 12

Þjóðviljinn - 14.01.1973, Side 12
121 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. janúar 1973 „Sértu velkominn Eins og menn komast ekki hjá að iáta minni reka til, þá var Matthias Johannesen, oddviti Ijóðageróar, hugvits og snilli, rit- stjóri Morgunblaðsins og fl. fi. fl. fl. fl. fi. fl. f 1., staddur i Evrópu i sumar og haust. En nú virðist hann, sem betur fer, vera kominn heim, eða svo sýnist af leiðara I Velvakanda i Sunnudags-Mogganum minum. Þar segir svo: ó, þér unglinga fjöld og . .. „Herra ritstjóri. A timum sefasjúks unglinga- dekurs og'endalausrar undanláts- semi við kröfur og vanþakkaða styrki og fjáraustur til fólks þess, sem kallar sig SINE, og hópast i skóla erlendis með mjög svo mis- jafna hæfileika, svo ekki sé talað um þroska, verðum við, sem vinnum hér i okkar harðbýla landi árið um kring og gerum þessu fólki mögulegt að stunda sitt skólanám, að gera þær kröf- ur, að fólk þetta verði ekki landi sinu og þjóð til skammar á er- lendri grund. Ég kom með flugvél frá Kaup- mannahöfn þann 15. des. s.l. og varð þvi vitni að brjóstumkenn- anlegum tilburöum hóps þessara ungmenna, skitugra og skeggj- aðra til þess að vera „smart”, reyna að láta bera á sér, sýna hinum að hér væri á ferð einhver sérstakur mannfélagsstigi, sem ekki þyrfti að taka tillit til ann- arra. Þessi ungmenni urðu ekki aðeins landi og þjóð til skammar i flugvélinni. Hitt var aftur verra, að meðan á Glasgow fiugvelli var heim, yfir...” beðið, hagaði þessi hópur sér þannig, að miklu likara var, að hér væru á ferð tillitslausir rudd- | ar eða jafnvel geðbiiað fólk. | Starfsmenn fiugvallarins furðuðu sig á þessari framkomu og höfðu við orð að ekki væri áhöfn eða sið- aðir farþegar hennar, öfundsverð af samfylgd þessa öskrandi, syngjandi, hálffulla og ósnyrti- lega larfalýðs. Forréttindastéttin Það er ömurleg staðreynd, að hér voru á ferð menn, sem eiga að erfa landið, menn, sem njóta þeirra forréttinda að láta aðra vinna fyrir sér og kosta sig i skóla. Menn, sem geta heimtað að rikið skaffi þeim fé og forréttindi fram yfir aðra, sem hér heima eru skattpindir inn að skyrtunni og sjá varla fram úr fjárhags- vandræðum á næstunni. Hér þarf að taka föstum tökum á málum. Hér verður að staldra við og at- huga hvar við stöndum. Það er óhæfa að láta þetta fólk eitra allt andrúmsloft erlendis fyrir þvi fólki, sem kann mannasiði og vill ferðast i friði. Ekki veit ég hvaða leið skai farin, en hitt er mér ljóst, að svona getur þetta ekki gengið öllu lengur ..." Og undirskriftin: Farþegi með FI-321, föstud. 15. des. 1972. Nú er ég ekki i vafa lengur. Auðvitað er þetta hann. Velkom- inn heim, Matthias. Niður-Skurður Pólitiskt brúðkaup Hússeins Hússein Jórdanfukonungur hefur nýlega tekið sér nýja konu, Aliu, og sagt skilið við enska drottningu sina. Hér sjást þau saman. Alia er ættuðfrá þeim héruðum sem israelsmenn hafa hertekið, og er ráðahag þessum m.a. ætiaður pólitiskur tilgangur. En um leið hefur Hússein sjálfur staðfest orðróm um að hann sé að semja frið við tsraeismenn og rjúfa þar meö samstöðu Arabarikja, eins og faðir hans áður gerði. III II ( Ll (,(,1.V\ Jörn Birkeholm: HJÁLP Það er fíll undir rúminu mínu „Það er fíll uppí hjá mér! Þið verðið að koma og hjálpa til við að koma honum niður!" stundi herra Greppur. Og Nikulásog Úrsus, sem enn voru varla vaknaðir, hlupu upp tröppurn- ar á eftir herra Greppi. Á náttfötunum einum meira að segja. Þeir urðu að stanza frammi á stigapallinum, því að fíllinn sat enn fastur og lokaði dyrunum. Þeir heyrðu að Diðrik bakarameistari gekk um og skammaðist yfir allri ringulreiðinni hinum megin við fast- klemmdan fílinn. ,,Nú erum við þrír til að ýta!" kallaði herra Greppur inn tii hinna. ,,Togið nú!" Enn var tekið á, og fíllinn flaug með smelli inní stofuna, þar sem nærri lá að hann hlammaði sér niður á herra Bassa og Kamillu. ,, Ég get ekki skilið, að það ætti að vera svo erfitt að koma þessum fíl út. Okkur gekk þó nógu greitt að koma honum inn í morgun", sagði Úrsus. „Þá var hann líka i fílasekknum", sagði herra Nikulás og strauk svit- ann af enninu. „En hvers vegna viljið þið fá hann út? Það er þó Ijómandi skemmtilegt að hafa svona fíl". „HVAÐ HEYRI ÉG!!!" æpti Dið- rik bakarameistari. „Eruð það þið sem haf ið sett f ílinn undir háa rúmið hans Grepps"? GÁTUR Hvaða dýranafn er það, sem verður að drykk, þeg- ar fyrsti stafurinn er tek- inn framan af? Hvers vegna er um- ferðarlögreglumaður sterkari er allir aðrir? ÞRAUT Þessar tvær teikningar virðast alveg eins, en ef þú athugar þær vel eru 6 atriði sem ekki eru eins. Geturðu fundið þau? KOTTUR í STÓRRÆÐUM EFTIR KRÓKAREF Undir stóra jólatrénu stóð lúðrasveit og var að leika jólasálmana. Þarna stóðu menn með stóra og smáa lúðra og trumbur. Þar sem hornin voru svo falleg og jóla- sálmarnir skemmtilegir, máttu þeir Lúter og Palli til með að færa sig nær. Rósu leizt varla á blikuna, en fylgdist með þeim hinum. „Rotta, rotta,” æpti maðurinn með stóra lúöurinn allt I einu, og nú gerðust furðu- legir atburðir. Allir hljóðfæraleikararnir köstuðu frá sér lúðrunum og hlupu burtu, eins hratt og þeir gátu. Aðeins maðurinn með stóru trumbuna gat ekki leyst hana af sér nógu fljótt og hafði hana því með sér. Palli rotta ætlaði strax að skriða ofan i stóra lúðurinn, þvi að svona fallega holu hafði hann aldrei átt. En allur er varinn góöur. Hann Jónatan gamli lögregluþjónn hafði tekið eftir að eitthvað var á seyöi og kom nú heldur gustmikill i áttina til þeirra.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.