Þjóðviljinn - 01.03.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. marz. 1973.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA/
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
(Jtgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áT>.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17300 (5 linur).
Áskriftarverö kr. 223.00 á mánuði.
Lausasöluverö kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
AÐ GEFNU TILEFM: UM PRENTFRELSI
Prentfrelsið i samfélagi sem tekur mið
af gróðasöfnun sem meginhvata mann-
lifsins er háð gróðanum. Sá sem græðir
mest getur gefið út mest magn ritaðs
máls. Hann á greiðastan aðgang að aug-
lýsendum og öðrum fjármagnsuppsprett-
um. Þegar svo er komið þróun mála er
prentfrelsið i verulegri hættu og stendur
vart undir nafni. Háski þessi er búinn allri
frjálsri skoðanamyndun i Vestur-Evrópu
um þessar mundir. Ekki þarf að rekja
dæmin frá Vestur-Þýzkalandi þar sem
Springer-pressan malar undir sig
skoðanamótun á degi hverjum. í Bret-
landi er það svo i dag að öll stærstu dag-
blöðin eru fylgjandi ihaldsflokknum, eða
þá Heath forsætisráðherra persónulega,
og öll eru þau hlynnt aðild Breta að Efna-
hagsbandalagi Evrópu. Raunar er það
svo, að á siðustu árum hefur áhrifamáttur
öfgasinnaðrar afturhaldspressu farið
mjög rýrnandi, sem sést t.a.m. ákaflega
skýrt i Vestur-Þýzkalandi. Það sýnir að
framfarasinnuð blöð, blöð vinstri manna
og verkalýðssinna, grafa sjálfum sér gröf
með þvi að seilast eftir vinnubrögðum
rokufréttamanna öfgablaðanna. Bjartari
tið er framundan, þvi að þrátt fyrir allt og
allaer ekki unnt að kaupa framtiðina fyrir
peninga — a.m.k. ekki alla framtiðina, þó
sumir séu enn að selja frumburðarréttinn
fyrir baunadisk.
En hvað um Island? Hér á landi er
þróunin vissulega alvarleg. Hér á landi
hafa kaupsýslustéttirnar keypt sér heilu
blöðin. Morgunblaðið sem einu sinni var
kallað danski Moggi er nú Moggi kaup-
sýslustéttanna. Alþýðublaðið hefur afhent
ihaldsmönnum rekstur blaðsins: — sagt
er — og þvi hefur ekki verið mótmælt —
að Visir reki Alþýðublaðið, samanber
ályktun frá siðasta þingi Sambands ungra
jafnaðarm. Og nú er sagt að dagblaðið
Timinn selji greinar blaðamanna sinna
siðu við siðu á háu verði. Vissulega hafa
blöð gripið tii margskonar ráða til þess að
reyna að halda liftórunni, en það er bein
uppgjöf fyrir sjónarmiðum fésýsluaflanna
ef dagblað selur siður sinar hverja á fætur
annarri undir efnisþætti frá einstökum
aðilum, sem i raun eru aðeins að auglýsa
sig, en dulbúa efnið með yfirbragði
heiðarlegrar blaðamannsfrásagnar. Þess
má geta að i Vestur-Evrópu er beinlinis
bannað að ástunda þessa tegund blaða-
mennsku, og á Norðurlöndunum eru
starfandi nefndir sem hafa það hlutverk
fyrir hönd blaðamanna að gæta starfs-
heiðurs þeirra i þessum efnum. Þjóð-
viljinn skorar á Timann að hreinsa sig af
þeim áburði sem hér hefur verið gerður að
umtalsefni. En Þjóðviljinn minnir um leið
á að það blað sem sizt af öllu má við
hneykslan i þessu efni er Morgunblaðið
sem er i heilu lagi löngu selt kaupsýslu-
stéttum þessa lands.
Þjóðviljinn er i dag það dagblað islenzkt
sem ekki er rekið sem gróðafyrirtæki.
Þjóðviljinn er óháður gróðastéttunum i
landinu og tekur sjálfstæða og hiklausa af-
stöðu. Þjóðviljinn er engum háður nema
launamönnum þessa lands og hagsmun-
um þeirra, og meðan svo er getur blaðið
aldrei fallið i þá þúsunda ára gömlu
freistni að selja framtiðina fyrir fé kaup-
sýslustéttanna. Og Þjóðviljinn varar
önnur blöð við — að gefnu tilefni.
Deilt um lengd skóla
skyldu og skólatíma
þingsjá þjóðviljans
Nær allur fundartlmi neöri
deildar alþingis f gær fór I fram-
hald 1. umræðna um frumvörpin
um skólakerfi og grunnskóla. 6
þingmenn tóku til máls auk
menntamálaráðherra, en hann
hafði rétt hafið svarræðu slna,
þegar fundi var frestað I deild-
inni.
Lenging skólaskyldu I 9 ár og
lenging árlegs skólatima I 9 mán-
uði voru þau atriði, sem mestur
hluti umræönanna snerist um, en
af þeim 6 þingmönnum, er til
máls tóku I gær.var aðeins Bene-
dikt Gröndal meömæltur þeim
atriöum frumvarpsins, en hinir 5
annað hvort eindregið á móti, eöa
með miklar efasemdir, — en
þessir 5 þingmenn voru Pálmi
Jónsson, Friðjón Þóröarson og
Lárus Jónsson frá Sjálfstæðis-
flokknum, Karvel Pálmason frá
Samtökum frjálslyndra og Björn
Pálsson frá Framsóknarflokkn-
um.
Benedikt Gröndal sagði að
kjarni frumvarpsins, stóraukið
jafnrétti og lenging skólaskyld-
unnar, væri aðeins eitt atriðið af
mörgum. Hann harmaði hvaö
frumvarpiö kæmi seint fram og
taldi að erfitt yrði af þeim ástæð-
urn aö afgreiða það á þessu þingi,
en til þess þyrfti m.a. að setja
áður sérstök lög um landshluta-
samtök, sem gert væri ráö fyrir I
grunnskólafrumvarpinu, en engin
lög væru til um nú og ekkert
frumvarp enn lagt fram þar að
lútandi.
Þingmaðurinn taldi eðlilegt, að
árlegur skólatimi hér væri lengd-
ur til samræmir við það sem tlðk-
ast hjá nágrannaþjóðum, en I
sambandi við tal um námsleiöa
þá mætti auðvitað segja aö hann
væri hægt að lækna með þvi að
leggja skólana niður. Hann fagn-
aði þvl ákvæði, aö nemendum
væri ætlaö að ljúka allri skóla-
vinnu i skólanum og aukinni þjón-
ustu við þá nemendur, er þyrftu á
sérstakri aðstoð að halda.
Meðal athugasemda við
einstaka liði, sem Benedikt setti
fram voru þessi atriði:
Fjölgað verði i fræðsluráðum
(frumvarpið gerir ráð fyrir 5) I 7
og i þeim verði bæöi fulltrúar
sveitarfélaga og kennara, og með
jafnan rétt. Kennarar eigi einnig
sæti i skólanefndum sem fullgild-
ir aðilar.
Vafasamt væri, að binda sig við
lágmarkstöluna 15 i árgangi til að
haldiö verði uppi 8. og 9. bekk eins
og frumvarpið gerir ráð fyrir.
Til greina komi, aö fræðslu-
stjórar fái vald til að skipa kenn-
ara i stöður, enda verði fræðslu-
stjórarnir úti um land nánast
starfsmenn menntamálaráðu-
neytisins en ekki á vegum
sveitarfélaganna.
Skólarannsóknum ætti aö fela
vlðtækara verksvið en eingöngu
rannsókn námsefnis og mætti I
þeim efnum nefna kennslutæki,
húsgögn o.fl., en til skólarann-
sókna væri nú varið 25 miljónum
króna.
Akvæði frumvarpsins um bóka-
söfn væru góð, en þó væri undar-
legt, að aöeins væri talaö um
heimild i sambandi viö hljómplöt-
ur, hljómbönd, filmur og aðra
slika hluti, sem söfnin þyrftu að
hafa að geyma ekki siður en bæk-
Pálmi Jónsson sagðist efast
um að lenging skólaskyldu væri
heillavænleg og taldi lengingu
skólaársins varhugaverða. Hann
sagði að tengsl skólafólks við at-
vinnulifið hafi farið þverrandi á
siöustu árum og væri þaö illa far-
iö, — og lenging skólaársins
stefndi hér i þveröfuga átt viö
það, sem æskilegt væri. Hann
sagði, að fundur skólastjóra
gagnfræðanámsins hafi, árið
1971, andmælt lengingu skóla-
skyldunnar, og það væri þvi siður
en svo einhugur meðal skóla-
manna um þaö atriði.
Uppreisnargirni unga fólksins
ætti aö töluverðu leyti rót sína að
rekja til þess, að nokkur hluti
þess væri þvingaöur til skólavist-
ar á viðkvæmum aldri.
Skólaskylduna væri varla
ástæða til að lengja, en fræðslu-
skyldu mætti jafnvel auka, svo aö
allir sem vildu ættu kost á skóla-
námi.
Friðjón Þóröarson sagðist
draga mjög i efa, að réttmætt
væri að lengja skólaskylduna og
árlegan skólatima en aöalatriöiö
væri að halda uppi kennslu i
kristnum fræðum og siðgæði.
Karvel Pálmason kvaðst telja
að gjörbreyta þyrfti fræðslukerf-
inu, auka verklega menntun og
aölaga fræösluna atvinnulifinu.
Hann sagöi afstöðu sina vera nei-
kvæða varöandi lengingu skóla-
skyldu og árlegs skólatíma. Það
væru takmörk fyrir þvl, hvað
miklu fé við gætum varið til
skólahalds. Margt i þessu frum-
varpi stefndi þó i rétta átt.
Björn Pálsson taldi að um
skólaskyidu ættu að gilda aðrar
reglur I sveitum en i þéttbýli. Það
kynni að vera gott fyrir mæður i
Reykjavik, sem ynnu úti, að láta
börnin dunda i skólunum I 9 mán-
uði á ári, en I sveitum væri það al-
gert skilyrði þess, aö búskapur
héidist við, að krakkarnir ynnu
heima vor og haust.
Björn sagðist vera algerlega
andvigur lengingu skólaskyldu og
skólatima. Börnin I sveitum gætu
lært mikið heima og væri nægi-
legt, að þau kæmu svo bara og
tækju próf. Ákvæði frumvarpsins
um heimanakstur væru vafasöm,
slikt væri rándýrt, og fæðiö i
krakkana kostaði ekkert meira i
heimavist en á heimilinu. Gott
væri að hafa börnin algerlega I
ur.
Spyr um árangur friðunnar
— og um radíódufl í íslenzkum skipum
1 fyrradag voru lagðar fram á
alþingi 2 fyrirspurnir frá Jónasi
Arnasyniog eru þær á þessa leiö:
Til sjávarútvegsráðherra um
friðuð svæöi á Breiðafiröi.
Hefur verið gerð visindaleg at-
hugun á þvi, hvaða gagn hafi orð-
ið að þeirri friðun stórra svæða á
innanverðum Breiðafirði, sem
komst á fyrir nokkrum árum að
frumkvæði sjómanna og útgerðar
manna þar vestra og felst i þvi, aö
bannað er að nota þarna önnur
veiðarfæri en handfæri og linu?
Tii samgönguráðherra um
sjálfvirk radíódufl I Islenzkum
skipum.
Hvað liður framkvæmd þings-
ályktunar frá 16. mai 1972 um, að
sett verði i reglugerð, að öll is-
lenzk skip skuli hafa um borö
sjálfvirk radiódufl til neyöar-
kallssendinga?
skólanum einhvern tima og halda
þeim þá rækilega að náminu á
meðan. Björn sagðist efast mjög
um, að frumvarpið væri yfirleitt
til nokkurra bóta frá núverandi
ástandi.
Sálfræðiþjónustu, taldi Björn
litils virði og varpaði fram þeirri
spurningu, hvort þaö væru ekki
fyrst og fremst sálfræðingarnir
sjálfir, sem þyrftu á lækningu að
halda. I frumvarpinu væri mest
talaö um nefndir og ráð, sem væri
til litils annars en aö menn tefðu
hver fyrir öörum.
Sjaldan hefur orðið mikið úr
mönnum, sem hafa setið lengi á
skólabekk, sagði Björn, — og fáir
verða vitrir á þvi.
Lárus Jónsson taldi mjög vafa-
samt, að frumvarpið væri jafn
hagstætt dreifbýlinu og látið væri
I verðri vaka. Þaö kom fram i
ræðu hans að á Norðurlandi eru
22% þeirra, sem fást við barna-
kennslu, réttindalausir.
Magnús Torfi ólafsson,
menntamálaráöherra, haföi rétt
hafið svarræðu sina, er fundar-
timi var útrunninn i deildinni. 1
máli hans kom m.a. fram, að eitt
höfuðatriði frumvarpsins er að
brúa biliö milli skyldunáms og
framhaldsnáms, en þetta bil hef-
ur orðiö mörgum unglingum aö
fótakefli á undaanförnum árum.
— Höfuðatriðið er ekki fjöldi
námsára, eöa námsmánaða,sagöi
ráðherrann, heldur að grunnskól-
inn veiti hverjum sem er réttindi
til náms I framhaldsskóla.
En ef viö eigum aö halda
fræðslustarfinu á nútimastigi og
sambærilegu við þaö sem gerist i
nágrannalöndunum, þá sleppum
við ekki með minni tima en þetta
til að búa unga fólkiö undir sér-
nám á framhaldsskólastigi.
Jónas Arnason