Þjóðviljinn - 01.03.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.03.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. marz. 1973. Fimmtudagur 1. marz. 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Vélskóli íslands skoðaður í fylgd Andrésar Guðjónssonar skólastjóra Andrós (.uftjónsson skólastjóri Vólskólans. Nákvæml skal það vera Hennismíðanám I Vélskólanum Hér sést yfir vélasalinn,og það er Ólafur Erlksson kennari sem þarna cr að athuga vélina Einn fjölbreyttasti skóli landsins Þótt ef til vill eigi aldrei að fullyrða neitt, liggur nærri, að maður fullyrði að Vélskóli islands sé ein- hver fjölbreyttasti skóli landsins. Það er ekki bara að bóklegt nám í skólanum veiti mjög góða alhliða menntun, heldur er verk- legt nám skólans eitt hið mesta sem þekkist í skóla hér á landi. Segja má, að nær fullkomin vélsmiðja sé í skólanum, vélahús, þar sem keyrðar eru margar tegundir af díselvélum, rafmagnstæki og margt fleira. Svo fjölbreytt nám sem Vélskólinn býður uppá hlýtur að orka hvetjandi á nemendur, enda var það svo að áhugi virtist alis staðar vera i fyrirrúmi þar sem við komum, er við gengum um skólann i fylgd Andrésar Guðjónssonar skólastjóra, sem sagði okk- ur það sem máli skiptir um Vélskóla islands. Andrés sagði okkur, að árið 1966 hefðu ný lög verið sett um Vélskóla tslands. Aöur var það skilyrði aö menn hefðu lokið 4ra ára iðnnámi i vélsmiðju til að geta komizt i skólann, en nú er það skilyrði til inntöku I 1. bekk eöa stig, eins og það kallast i Vél- skólanum, aö menn hafi lokiö skyldunámi og séu orönir 17 ára. Nú eru stigin 4,og til aö komast milli stiga þurfa menn að hafa náð framhaldseinkunn i vélfræði en annars að taka sérstakt inn- tökupróf upp i hvert stig, ef fram- haldseink . næst ekki. Hvert stig veitir ákveðin réttindi, sem auk- ast að sjálfsögðu eftir þvi sem fleiri stig eru tekin,og 4. stig veitir ótakmörkuö réttindi sem vélstjóri að loknu sveinsprófi i vélvirkjun. Andrés sagði okkur að i upphafi hafi vélskóli verið hér á landi i tvennu lagi. Vélskóli tslands var stofnaður 1915, en hann útskrifaði aðeins „fina” vélstjóra, sem fannst sér ekki sæmandi að taka aö sér önnur vélstjórastörf en á stórum og góöum skipum. Þaö þótti heldur betur að taka niður fyrir sig fyrir menn sem útskrif- uðust af Vélskólanum aö fara á fiskiskip. bvi var það að Fiskifé- lag Islands fór að halda námskeið og siðan skóla fyrir hina svoköll- uðu „mótorista”, og fóru þeir flestir á fiskiskipin. Fyrsti skólastjóri Vélskóla ts- lands var danskur maður að nafni Jessen,og gegndi hann þvi starfi i 45 ár. Astæðan fyrir þvi að dansk- ur maður var ráðinn til starfans var einfaldlega sú, að islenzkir vélstjórar voru ekki til. Þó var stolt okkar svo mikið þegar Gull- foss kom 1912 að islenzkur véla- maður var sendur utan til náms, svo ekki þyrfti aö ráöa danskan vélstjóra á „óskabarn þjóðarinn- ar”, sem fyrsta millilandaskip okkar óneitanlega var. En svo þegar næsti foss kom, sem var Goöafoss, voru engir islenzkir vélstjórar til og danskur maður ráðinn i vélina. Þegar Vélskólinn var stofnaður 1915 var hann til húsa i Sjó- mannaskólanum, þar sem Stýri- mannaskólinn var til húsa á öldu- götunni. Jessen hafði fyrir 3 árum verið ráðinn til Stýrimannaskól- ans og var, þegar Vélskólinn var stofnaður, ráðinn skólastjóri hans, en hann hafði kennt við vél- stjóradeild Stýrimannaskólans. Ekki voru nú nemendurnir marg- ir i fyrstu, en þeim fjölgaði brátt og fljótléga var stofnað fyrsta vélstjórafélagið sem hét þá „Gufuvélamannaféiagið”, enda þekktust ekki diselvélar hér á landi þá. En þar sem þeir sem útskrifuð- ust úr Vélskólanum tóku nær ein- göngu að sér störf sem vélstjórar á stærri skipum hélt Fiskifélagið áfram sinum skóla fyrir „motor istana” á fiskiskipin, sem voru nú hvert af öðru að fá sér vélar i stað segla. Það var mikið djúp á milli þess að vera vélstjóri á Gullfossi eða „mótoristi” á 20 tonna mótor- bát i þá daga.sagði Andrés. Og áfram héldu þessar tvær stofnan- ir aö vaxa hlið við hlið, þótt tak- markið væri i rauninni það sama, að mennta menn til vélgæzlu. Og meira að segja voru stéttarfélög- in orðin 2, Vélstjórafélagið og „Mótoristafélagið”. Arið 1945 var Sjómannaskóla- húsið,sem nú er, tekiö i notkun,og þá fluttist Vélskólinn þangað. Eins og áður segir var skólan- um breytt mikið með nýjum lög- um 1966, og þá voru sameinaðir Vélskólinn og skóli Fiskifélags- ins. Hefur öðrum breytingum sem þá áttu sér stað veriö lýst hér i upphafi. Andrés Guðjónsson skólastjóri sagði okkur, að i dag væru 263 nemendur i Vélskóla tslands i Reykjavik, en skólinn starfrækir deildir út á landi, og eru á Akur- eyri 22 nemendur i vetur, Isafirði 10, og i Vestmannaeyjum voru þeir 16, en eru nú allir komnir i skólann hér i Reykjavik. Aðsókn að skólanum hefur verið mjög góð og er vaxandi. t fyrra þurfti að neita 30 nemendum um vist I skól- anum.en i haust var hægt að taka alla þá sem um sóttu,sökum þess að skólinn gat tekið i notkun tvær stofur i nýbyggingu sem verið er að reisa við hlið Stýrimannaskól- ans.og þar fá bæði Vélskólinn og Stýrimannaskólinn aðstöðu. Eru nú 13 bekkjadeildir i skólanum. Andrés sagöi, aö i ár og raunar i fyrra lika, hefði verið gert mjög vel við Vélskólann af rikisvald- inu. Sagði Andrés að fjárveitinga- nefnd Alþingis hefði sýnt fullan skilning á þvi að efla Vélskólann og hefði skólinn fengið 5 milj. til tækjakaupa og 17 milj. i húsbygg- ingasjóð. Þetta væri miklu meira en nokkru sinni hefði verið gert fyrir skólann. Hrósaði Andrés Geir Gunnarssyni alþingismanni, formanni fjárveitinganefndar Alþingis,sérstaklega fyrir mikinn skilning á þörf eflingar Vélskól ans. Sagði Andrés að nú væri mikil bjartsýni rikjandi hjá þeim Vélskólamönnum sökum þess að skólinn hefði eignazt ný og góð tæki og fleiri væru á leiðinni, en sannleikurinn væri sá að skólinn var oröinn á eftir sökum tækja- skorts, en vélsmiði heföi fleygt fram erlendis og hefðu nemendur ekki getað fylgzt með þeirri þróun fyrr en nú. Eins og fyrr segir var það þannig, að einungis sveinar I vél- virkjun gátu fengið aðgang að skólanum, en eftir breytinguna 1966 er það þannig, að þeir sem ljúka öllum 4 stigum Vélskólans, geta tekið sveinspróf i vélvirkjun eftir 2ja ára nám i smiöju og þá hafa þeir öðlazt öll þau réttindi, sem hægt er að fá sem vélstjórar. Andrés sagði, aö starfssviö þeirra sem lokiö hafa 4. stigi og eru vélvirkjar væri einkum sem ■ ■■ Þetta eru nemendur vélskóladeildarinnar i Vestmannaeyjum sem nú eru komnir til Reykjavikur og halda þar áfram námi. vélstjórar á skipum, i verksmiöj- um eða orkuverum eða þá i smiðjum. Þá veitir þetta nám marga aðra möguleika, svo sem að verða véltæknifræöingur eöa vélaverkfræðingar, en til þess þarf auðvitað framhaldsnám i tækniskóla og háskóla. Auk þess eru þeir menn sem útskrifast hjá Vélskólanum mjög eftirsóttir hjá öllum fyrirtækjum sem verzla með vélar og vélahluti. Til nánari skýringa skulum viö Iita á hvernig námið fer fram i Vélskólanum. 1. stig eða vélstjóranámskeið hefst 15. sept. og lýkur 31. mai. Inntökuskilyrði eru 17 ára aldur og skyldunám. 1. stigspróf veitir réttindi til að vera yfirvélstjóri á fiskiskipi með allt aö 500 ha. vél og rétt til inntökuprófs i 2. stig skólans. Framhaldseinkunn (6 eða hærra) veitir rétt til inngöngu I 2. stig án sérstaks inntökuprófs. 2. stig. Inntökuskilyrði éru framhaldseinkunn 1. stigsprófs eða 1. stigspróf og inntökupróf, sveinspróf i vélvirkjun, 2ja ára starf viö vélgæzlu eða vélavið- gerðir, eins vetrar nám i verk- námsskóla iðnaöar I málmiðn- aðargreinum og a.m.k. 6 mánaða reynsla að auki i meðferð véla eða vélaviðgerðum og sérstakt inntökupróf. 2. stigs próf veitir réttindi til að vera yfirvélstjóri á fiskiskipi meö 800 ha. vél og á far- þegaskipi (innanlands) með 600 ha. vél. 3. stig. Inntökuskilyrði: 2. stigs- próf með framhaldseinkunn 3 stigspróf veitir réttindi til að vera yfirvélstjóri á fiskiskipi meö 1800 ha. vél, á flutningaskipi með 1500 ha. vél og á farþegaskipi með 1200 ha. vél. 4. stig. Inntökuskilyrði: 3. stigs próf meö framhaldseinkunn og a.m.k. 6 mánaða starf við vél- gæzlu disilmótors, 400 ha. eöa stærri. 4. stigs próf veitir ótak- mörkuð réttindi til vélstjórnunar að loknu sveinsprófi I vélvirkjun. Full réttindi i öllum stigum eru háð skilyrðum um siglingatlma. Kennslugreinar Vélskóla Is- lands á öllum stigum eru þessar: 1. stig: Vélfræði (bókleg og verkleg), rafmagnsfræði (bókleg og verkleg), rafeindatækni (til sögn i meöferö og umhirðu tal- stöðva, dýptarmæla, ratsjár- tækja, miðunarstöðva og fiskileit- artækja), smiöar, logsuöa, raf- suða, stærðfræöi, eðlisfræði, is- lenzka, danska, enska, kælitækni, stýritækni, skyndihjálp, eldvarn- ir og flatarteikning. 2. stig: Vélfræði (bókleg og verkleg), rafmagnsfræöi (bókleg og verkleg), rafeindatækni (til- sögn I meöferð og umhirðu tal- stöðva, dýptarmæla, ratsjár- tækja, miöunarstöðva og fiskileit- artækja), smiöar, málmsuða, stærðfræði, eðlisfræöi, islenzka, danska, enska, kælitækni, stýri- tækni, efnafræði og rúmteikning. 3. stig: Vélfræði (bókleg og verkleg), rafmagnsfræði (bókleg og verkleg) burðarþolsfræði, kælitækni, smiðar, stærðfræði, eðlisfræði, islenzka, enska, þýzka, stýritækni, efnafræði, bók- færsla, og iönteikning. 4. stig: Vélfræði (bókleg og verkleg), rafmagnsfræði (bókleg og verkleg), burðarþolsfræði, kælitækni, stýritækni, vatnsvéla- fræöi, smiðar, stærðfræði, eðlis- fræði, enska, þýzka, efnafræði og fagteikning.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.