Þjóðviljinn - 01.03.1973, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 1. marz. 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Ítalía
Framhald af bls. 7.
Einnig voru i för með þeim tveir
stúdentar sem eru félagar i MSI.
Þeir bentu lögreglunni á ákveðna
stúdenta. Næsta dag voru tveir
stúdentar handteknir að heimil-
um sinum ákærðir fyrir ofbeldi,
misþyrmingar og eyðileggingu
bifreiðar.
Lotta Continua 19/11 1972. 1
fyrrinótt óku tveir bilar upp að
bækistöðvum stúdentahreyfing-
arinnar i Cinisello i Milanó. Þeg-
ar félagar úr hreyfingunni voru á
leið út úr húsinu hófu mennirnir i
bllunum skothrið. Af einskærri
heppni særöist enginn^en á göt-
unni fundust á eftir skothylki og
skotgöt sáust á nálægum múr-
veggjum og bilum. Upphafsmenn
morðtilræðisins eru þekktir i
Cinisello. Þetta er hópur tengdur
MSI sem er sérþjálfaður i refsi-
aðgerðum. 1 rúma viku hefur
hópur þessi haldið uppi ögrunum
við félaga i stúdentahreyfingunni.
Sömu nótt fasistarnir inn á bar
þar sem stúdentar sátu. Þeir
komu af slagsmálum og nokkrir
stúdentar voru illa leiknir eftir.
Að lokum skal tilfærður atburð-
ur sem átti sér stað i sveitastjórn-
arkosningunum i nóvember 1972.
Um það segir i L’Unita 28/11: Á
laugardagskvöld heimsóttu tveir
menn 61 árs gamlan bónda i
hreppnum Conflienti. Réðu þeir
bóndanum sem hét Fiore Mete að
kjósa MSI og sjá til þess að fjöl-
skylda hans gerði slikt hið sama.
Fiore Mete bauð mönnunum inn
upp á glas til að fræðast betur um
boðskap mannanna. 1 umræðum
sem stóðu timunum saman út-
skýrði Mete fyrir mönnunum
tveim hvers vegna hann hyggðist
ekki kjósa MSI. Þegar mennirnir
bjuggust til brottferðar fylgdi
Mete þeim til dyra.en þar drápu
þeir hann með hnifstungu i háls-
inn. Astæðan fyrir morðinu var sú
að Fiore Mete sem var höfuð
stórrar fjölskyldu og mikilsvirtur
bóndi sem hlustað var á hafði
tekið þátt i uppstillingu lýðræðis-
sinnaðs lista i sveitarfélagi þar
sem fasistarnir höfðu lengi verið
einráðir. Morðingjarnir tveir
hafa verið handteknir. Þeir eru
báðir félagar i MSI og i nánum
tengslum við stjórn sveitarfé-
lagsins. Ofbeldið heldur áfram.og
dag hvern má lesa i itölskum
blöðum fersk dæmi um ofbeldis-
aðgerðir fasistanna.
Vald lögreglunnar
og italskt réttarfar.
Árið 1969 voru 20.000 verka-
menn og stúdentar handteknir af
stjórnmálaástæðum. En þar sem
hvorki lögreglan né dómstólarnir
fengu valdið þessu gifurlega
vinnuálagi var i ársbyrjun veitt
almenn náðun. En réttvisin lét
slikt ekki stöðva sig. 1 öllum
itölskum fangelsum situr fjöldi
fólks (jafnt sekt sem saklaust af
þeim sökum sem það hefur verið
borið) og biður þess að réttar-
höldin yfir þeim hefjist. Það hefur
beðið i mörg ár. Sumir hafa feng-
ið sjúkdóma sem þeir hafa aldrei
fundið fyrir áður. Aðrir biða ekki
lengur — þeir eru dauðir.
Valpreda og tveir anarkistar til
hafa setið i fangelsi i þrjú ár
ákærðir fyrir blóðbaðið sem varð
Milanó 12. desember 1969. (Nú
hafa þrir fasistar verið handtekn-
ir og ákærðir fyrir að hafa átt
upptökin að og skipulagt
sprengjutilræðin). Um langt
skeið hefur öll vinstrihreyfingin
barizt fyrir að fá Valpreda látinn
lausan. Meðal annars var hann
boðinn fram til þings s.l. vor af II
Manifesto þvi að ef hann hefði
verið kjörinn hefði lögreglan
neyðzt til að sleppa honum strax.
Hann náði ekki kjöri vegna klofn-
ings á vinstrivængnum. Og sama
haust sameinaðist öll vinstri-
hreyfingin og PCI (kommúnista-
flokkurinn) I baráttu fyrir þvi að
fá Valpreda og félaga hans tvo
látna lausa. Krafan frá vinstri um
afgreiðslu málsins (allir vita að
Valpreda er saklaus af ákærunni)
leiddi til þess að rlkisstjórn
Andreottis hugleiddi að setja lög
þess efnis að hámarksvarðhald
skyldi vera 3 ár (slik lög hefðu
þýtt að Valpreda hefði strax verið
látinn laus). Menn vonuðu að
stjórnin myndi gripa tækifærið til
að sýna af sér „góðan vilja”. En
16. nóvember hermdu blöðin að
rikisráðið hefði ákveðið að
Valpreda skyldi sitja áfram i
fangelsi. Þar með var málið salt-
að um sinn. En þá var það að 12.
desember þegar ár var liðið frá
sprengjutilræðunum voru miklar
óeirðir i fjölda italskra borga.svo
miklar að kristilegir demókratar
urðu hræddir og keyrðu lögin
gegnum þingið á örfáum dögum
(MSI var eitt á móti). Nú er Val-
preda frjáls maður, en hann er
sjúkur maður og niðurbrotinn af
þriggja ára fangelsisdvöl þar sem
hann „aflaði sér” blóðkrabba.
Fasísk lög endurvakin
Menn skulu varast að halda að
það litla frjálsræði sem gildistaka
Valpreda-laganna táknar sé ein-
hver almenn tilhneiging til frjáls-
ræðis. 1 yfirstandandi endurskoð-
un réttarlaganna njóta kristilegir
demókratar stuðnings MSI i áætl-
un sinni um að koma á „lögum og
reglu”. T.d. ákvað rikisráðið
þann 17. nóvember að endurvekja
fasisk lög sem nefnast Fermo di
Poliza, en þau voru fyrir 2 ár-
um úrskurðuð fara i bága við
stjórnarskrána. Þessi lög eru i
reynd stórt skref i átt til raun-
verulegs lögregluriki. 1 texta lag-
anna segir: ,,. . . allir þeir sem á
grundvelli hegðunar sinnar og
með tilliti til staðar og tima geta
vakið grunsemdir um að þeir
hyggist brjóta lög geta sætt hand-
töku lögreglunnar”. Með öðrum
orðum: hvern þann sem mætir
lögreglunni og er þannig i framan
að lögreglumanninum finnst
grunsamlegt má færa til lög-
reglustöðvar og yfirheyra i fjóra
daga (án þess að hann hafi rétt til
að ráðfæra sig við lögfræðing eða
dómara) þangað til lögreglan
hefur fundið út hvað það var sem
hann ætlaði að gera en gerði ekki.
Samkvæmt þessum lögum getur
hver sem er lent i fangelsi án þess
að hafa gert nokkurn skapaðan
hlut. Það nægir að i höfði lög-
reglumannsins fæðist grunur um
að viðkomandi hafi i hyggju að
brjóta lög. Lögin veita lögregl-
unni einnig rétt til að framkvæma
húsrannsóknir án dómsúrskurðar
ef hún hefur minnsta grun um að I
húsinu finnist eitthvað ólöglegt
eins og ólögleg vopn eða „varnar-
tæki” (ef „pólitiskt virkur”
maður á I hlut nægir búrhnifur til
að vekja grunsemdir lögreglunn-
ar um að viðkomandi aðili hafi i
hyggju að fremja ólöglegt at-
hæfi).
Lögin hafa einnig að geyma
nýjarregluriumfrásagnir af gangi
réttarhalda. „Við getum ekki tek-
ið þá áhættu að stefna heiðri
vissra borgara I voða með slikum
frásögnum”, sagði dómsmála-
ráðherrann við blaðamenn. Vafa-
laust hefur hann haft i huga ákær-
urnar á hendur þeim Provenza
(yfirmaður pólitiskrar deildar
lögreglunnar i Róm), Allegra
(gegnir sömu stöðu i Milanó) og
Catenacci (áður yfirmaður þeirr-
ar deildar innanrikisráðuneytis-
ins sem sér um „sérstök málefni”,
nú aðstoðarlögreglustjóri). Þeir
eru ákærðir fyrir að hafa komið
sönnunum um ábyrgð faistanna i
sprengjutilræðunum i Milanó og
Róm 12. desember 1969 fyrir
kattarnef.
Rikisstjórnin hyggst með þess-
um nýju lögum koma á „lögum og
reglu” fyrir borgarana. Svo getur
virzt að meö þvi að leggja svo
mikið vald i hendur almennra
lögreglumanna sé unnt að
stemma stigu við þjófnuðum,
ránum og vændi og öðrum þess
háttar afbrotum og þannig eflt
„opinbert siðgæði”. En það er
augljóst að Fermo di Polizia
hefur fyrst og fremst þau áhrif að
það verður mun auðveldara aö
hamla gegn stjórnarandstöðunni.
1 þvi sambandi er mikilvægt að
hafa I huga að lögin voru i upphafi
sett af Mússólini i þvi markmiði
að berja niður pólitiska andstæð-
inga. Þá voru menn blátt áfram
lokaðir inni þar til lögreglunni
þótti óhætt að hleypa þeim út.
Pólitiskar handtökur voru stund-
aðar án afláts. Nú hefur italska
stjórnin skapað grundvöll fyrir
sams konar ástand.
(ÞH þýddi úr Politisk Revy)
Húsnæðismál
Framhald af bls. 4.
launagreiðslum i landinu til lif-
eyrissjóðanna og ótal smákóngar
i lifeyrissjóðunum lána megin-
hlutann af þvi fé út til almennings
i eyðslulán, þá verða efnahags-
málin erfið úrlausnar fyrir hvern
| sem stjórnar þessu þjóðfélagi.
— Allt lánakerfi húsnæðis-
málastjórnar miðast við það að
lána þeim sem eru að byggja ibúö
eða kaupa íbúð, en hvað gerir
þessi stofnun fyrir þá sem ekki
geta keypt ibúð en þurfa þó hús-
næði?
— Þaðer rétt, að veðlánakerfið
er fyrst og fremst miðað við þarf-
ir þeirra sem eru að eignast eigin
ibúð, enda er það yfir 80% af fjöl-
skyldum sem búa i eigin húsnæði.
Hitt er rétt að nokkur hluti fólks
hefur enga möguleika á þvi að
eignast eigin ibúð, eins og ég
benti á hér i blaðinu nýlega. Það
er að minum dómi staðreund,
sem ber að viðurkenna að 10 til
15% af þeim fjölskyldum sem
þurfa húsnæði á hverjum tima,
hafa enga möguleika á þvi að
kaupa ibúð á markaðsverði. Þvi
er það félagslegt vandamál, sem
viðkomandi stjórnvöld verða að
leysa með þvi að býggja leigu-
ibúðir til þess að greiða úr tima-
bundnum vandamálum þessa
fólks. Bæjar- og sveitarstjórnir
eru að minum dómi réttur aðili til
þess að kanna vandann, hver i
sinu umdæmi, og gera ráðstafan-
ir til þess, með aðstoð rikisvalds-
ins, að leysa hann hver i sinu
sveitarfélagi.
Ef þjóðfélagið getur bundið
verulegt fjármagn i þvi að lána
þeim sem eru að eignast ibúðir,
hlýtur það að vera ennþá rikari
skylda rikisins og sveitarfélaga
að aðstoða þá sem eru húsnæðis-
lausir, en geta með engu móti
keypt ibúð á svonefndu markaðs-
verði.
Niðurstaða min eftir þessar
hugleiðingar um húsnæðismál er
þvi sú að tryggja verði, ,með lög-
boðnum sparnaði i einhverju
formi, Byggingasjóði rikisins
trausta tekjustofna svo að hann
geti gegnt sinu hlutverki.
Ef vel verður á þvi fjármagni
haldið og skipulagi og verkkunn-
áttu beitt, verður á skömmum
tima unnt að fullnægja eftir-
spurninni eftir hóflegum ibúðum
og skapa þannig jafnvægi á bygg-
ingamarkaðnum.
Jafnframt þarf að gera vel
skipulagt átak sveitarfélaga og
rikisins til þess að byggja leigu-
ibúðir fyrir þá sem verst eru sett-
ir I þjóðfélaginu.
Þröstur
Framhald af bls. 16.
skeið unnið sem sérfræðingur i
efnahagsmálum á vegum iðn-
aðarráðuneytisins, en áður vann
hann að launamálum, bæði hjá
opinberum starfsmönnum og hjá
Dagsbrún. Hann átti sæti i „val-
kostanefnd” þeirri sem skilaði
tillögum til rikisstjórnarinnar um
leiðir i efnahagsmálum sl. haust.
Grunnskóla-
frumvarp
. Framhald af bls. 1.
Hann minntistað lokum þeirrar
kynningar, sem að undanförnu
hefur farið fram á frumvörpun-
um um allt land, með henni hefði
verið stofnað til virkrar þátttöku
almennings við undirbúning laga-
setningar.
Kynntu einstaka þætti
Þeir grunnskólanefndarmenn
höfðu siðan allir framsögu um
einstaka þætti frumvarpanna um
skólakerfi og um grunnskóla.
Birgir Thorlacius ræddi einkum
skólakerfisfrumvarpið, Páll
Lindal stjórnun grunnskólans,
fræðsluráðin og um skólahúsnæði
og Ingólfur Þorkelsson ræddi
stöðu kennara og einkum nem-
enda i grunnskólafrumvarpinu.
Andri ísaksson ræddi námstima,
kennsluskipan, námsefni, náms-
mat, sálfræðiþjónustu og skóla-
rannsóknir og drap ennfremur á
nauðsyn endurskipulagningar
framhaldsskólastigsins. Kristján
Ingólfsson talaði um aðstöðujöfn-
un og þau atriði frv. sem einkum
snúast að strjálbýlinu, svo sem
heimavistir, heimanakstur og
útibú skóla og Indriði Þorláksson
fulltrúi menntamálaráðuneytis-
ins, sem starfað hefur með nefnd-
inni, ræddi fjármálahliðar frum-
varpsins.
Þar sem öll aðalátriði frum-
varpanna hafa verið allrækilega
rakin I Þjóðviljanum áður, verða
framsöguræður ekki raktar hér,
en fjörugar umræður urðu á ráð-
stefnunni aö þeim loknum og var
ýmsum fyrirspurnum beint til
grunnskólanefndarinnar og nokk-
ur atriði gagnrýnd, einkum
ákvæði um lengingu skólaskyld-
unnar, sem flestir reyndust and-
vigir.
Heykögglaverksmiðja
Hörðust gagnrýni kom frá
Kristjáni Friðrikssyni varaborg-
arfltr. Reykjavik, sem mótmælti
tilhögun ráöstefnunnar og taldi
hana ekki kynningu, heldur áróð-
ur fyrir frv. Jákvætt i frv. fannst
honum, að það væri vel unnið i
smáframkvæmdaatriðum, byði
upp á nærfærnari aðstoð við af-
brigðilega nemendur, fækkun
yrði i bekkjardeildum og prófað-
ferðir gætu gefið möguleika til
umbóta. ,
En þar með væri hið jakvæða
upptalið, sagði hann.og margt
væri neikvætt, t.d. væri höfuð-
stefnan röng, lenging skólaskyld-
unnar væri byggð á röngum, úr-
eltum forsendum. Allt væri miðað
við kennslumagn, en að hans áliti
gæti námsmagnið sjálft jafnvel
orðið meira i styttri skólum.
Meöal þess, sem mælti gegn þvi
fyrirkomulagi sem nú rikti og
yröi áfram skv. frv. nefndi hann
m.a. meðferð barnsins, þetta
væri 9 ára dómur um að gera eins
og þvi væri sagt og dræpi niður
persónulegt framtak nemandans.
Barnið kynntist ekki fullorðnu
fólki, það væri uppgefið og þreytt
þegar úr skólanum kæmi,
ákvörðunarhæfni þess væri skert
og námsleiði væri áberandi, þessi
viðbjóður á þekkingaratriðum.
Barnið væri einangrað frá lifi
þjóðarinnar almennt, lærði ekki
að vinna á þeim tima ævinnar,
sem þvi væri það eðlilegt, en æfð-
ist I slæpingshætti. Kynslóöagjáin
yrði æ dýpri og væri nú svo kom-
ið, að nemendur gætu varla
skemmt sér nema i mesta lagi 2-3
árgangar saman.
Sagðist Kristján krefjast þess
af grunnskóla, aö hann kenndi
fyrst og fremst færnisatriði og
aðeins fá, valin þekkingaratriði
og likti skólunum nú við hey-
kögglaverksmiðju, þaðan sem
allir kæmu út mótaöir i sama far-
.inu. Þá réðst hann á sálfræðina,
sem hann taldi ófullkomna,
óþroska fræðigrein, sem stór-
hættulegt væri að beina á heil-
brigð ungmenni.
Móti lengingu
Flestir annarra, sem til máls
tóku.lýstu sig andviga lengingu
skólaskyldunnar, þ.á.m. Björn
Haraldsson sýslum. Kelduneshr.,
sem var lika á móti lengingu ár-
legs skólatima og áleit að 7 mán-
aða kennsla I heimavistarskóla
væri á við 9 mánuði i heiman-
gönguskóla. Salóme Þorkelsdótt-
ir hreppsfltr. Mosfellshr. vildi
fremur fræðsluskyldu og áleit
vissan hóp betur kominn á vinnu-
markaðnum en þvingaðan I skóla.
Einnig var Sverrir Pálsson skóla-
stjóri á Akureyri á móti lengingu
og vitnaði i skoðanakönnun meðal
foreldra á Akureyri, þar sem
sami vilji kom fram. Taldi hann
fræðsluskyldu mannúðlegri.
Hrólfur Ingólfsson sveitarstj.
Mosfellshrepps, Oddur Sigurjóns-
son skólastj. Kópavogi, Alfreð
Alfreðsson og Hjalti Haraldsson
oddviti Svarfaðardal lýstu einnig
allir yfir andstöðu við lengingu
skólaskyldunnar.
Vinnuálag of mikið
Hrólfur varpaöi jafnframt fram
spurningu um, hvar taka ætti
kennara til kennslu á grunnskóla-
stiginu eftir að Kennaraháskólinn
kom til, hefði það verið nógu erfitt
fyrir. Oddur Sigurjónsson var
eindregiö á móti auknum áhrifum
kennara I skólanefndum og skóla-
stjórn á móts við skólastjóra.
Alfreð Alfreðssyni fannst at-
vinnuvegirnir sniðgengnir m.a. i
sambandi við skólatima og einnig
einkennilegt, að grunnskóla-
nefndin væri einögngu skipuð
skólamönnum. Hjalti Haraldsson
gerði m.a. vinnuálag nemenda að
umtalsefni og fannst þeim mjög
ofþyngt og i þann sama streng tók
iAsgeir Guðmundsson forstöðu-
maður kennslufræðideildar Rvik-
ur, sem sagöi, að áætlað vinnu-
álag miðaö við kennslutima I
skólanum og heimavinnu 10-11
ára barna væri langt yfir lög-
boðna 40 stunda vinnuviku.
Jón Gauti Jónsson sveitarstj.
Búðahrepps var andvigur þvi, að
ráðherra skipaði fræðslustjóra og
sama viðhorf haföi Páll Lindal;
einnig spurði Jón, hvort stöðvað-
ar yrðu nýbyrjaðar byggingar, til
að hægt væri að endurbæta þær til
samræmis við framkvæmd frv.
Andrési Kristjánssyni fannst
vanta framsögu af hálfu sveitar-
stjórnarmanna og gagnrýndi, að i
frv. væri lögboöið gamla, úrelta
bekkjarfyrirkomulagið, fannst að
miða ætti við þroska, en ekki ald-
ur. Honum fannst nefndarmenn
hafa gleymt námi 6 ára barna.
Minnzt var á ráðningu kennara
og skólastjóra og fannst Salóme
Þorkelsdóttur þurfa tryggt betra
samband skólanefnda og ráð-
herra, þegar ágreiningur yrði og
Hjalta Haraldssyni fannst, að
ekki ætti að ráða nema til 5-10
ára, svo hægt væri að losna aftur
við menn, sem heimamönnum
likaði ekki.
Drepið var á fjölda mörg fleiri
atriði, sem ekki er unnt að rekja
hér og grunnskólanefndarmenn
svöruðu ýmsum fyrirspyrnum og
útskýrðu nánar einstök atriði.
Siðan var þátttakendum skipt
niður i umræðuhópa, sem skila
munu áliti I dag og verða siðan al-
mennar umræður um álit um-
ræðuhópanna. Umræðuhóparnir
verða fjórir og fjalla um eftirfar-
andi verkefni: Stjórnun grunn-
skóla, kennslufræðilegar og upp-
eldislegar hliðar grunnskóla-
frumvarpsins, grunnskólafrv. og
strjálbýlið og fjármálahlið
grunnskólafrumvarpsins. — vh.
1 x 2 — 1 x 2
8. leikvika — leikir 24. feb. 1973.
Urslitarööin: 211—1X1—Xll—111
1. vinningur: 12 réttir — kr. 113.000.00
nr. 1207 nr. 25538 nr. 67756
2. vinningur: 11 réttir — kr. 2.000.00
249
1629
2051
2818
3658
7642
7696
10067
11101
14180
16149
17464
17562
18812
19034
20460
22009
22951
23329
23889
25118 +
28930
29153 +
29417
32333
32661
32954
33879
33904 +
33954
+ —
34265
34793
34988
35024
35727
35911
36270 +
36819
38349
38683
39554 +
39807
41233
41271
42827
43326 +
44120 +
44509
45812
47255
47862
47873
48008
61939
61954
63205
65278
65393
— 67587
— 68565
— 68711
— 69390 +
— 69683
— 70086
— 70525
— 70813
— 74665 +
— 74904
— 75349 +
— 78041
— 79164 +
— 80534 +
+ nafnlaus
+
+
Kærufrestur er til 19. marz. Kærur skulu vera skrifleg-
ar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og aöalskrif-
stofunni. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa
teknar til greina. Vinningar fyrir 8. leikviku veröa póst-
lagöir eftir 20. marz.
Handhafar nafnlausra seöla veröa aö framvisa stofni
eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga.
GETRAUNIR — lþróttamiöstööin — REYKJAVtK