Þjóðviljinn - 01.03.1973, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. marz. 1973.
)§) ÚTBOÐ
Tilboð óskast um sölu á 10 borholudælum
fyrir Hitaveitu Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 27. marz n.k. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Almannatryggingar
í Gullbringu-
og Kjósarsýslu
Bótagreiðslur almannatrygginga i Gull-
bringu- og Kjósarsýslu fara fram sem hér
segir:
í Seltj.neshr. föstud. 2. marz
í Mosfellshr. mánud. 5. marz
í Kjalarneshr. mánud. 5. mai
í Kjósarhr. mánud. 5. marz
í Grindav.hr. þriðjud. 6. marz kl. 1-5
í Njarðv.hr. miðvikud. 7. marz kl. 1-5
í Gerðahr. fimmtud. 8. marz
i Miðneshr. fimmtud. 8. marz kl. 2-5
í Vatnsl.str.hr. föstud. 9. marz kl. 2-3
Sýsluinaöuniin i
Gullbringu- og Kjósarsýslu.
kl. 10-12
og CO o 1 yt
kl. 1-3
kl. 3.30-4.30
kl. 5-6
kl. 1-5
kl. 1-5
kl. 10-12
kl. 2-5
kl. 2-3
Pípulagnir
Getum bætt við okkur verkefnum i pipu-
lögnum. Nýlagnir. Breytingar. Viðgerðir.
Tenging tækja.
Svarað i sima eftir kl. 6.
Simi: :M»929, II.J.
mí&tSjn'w h.l.
<1/ INDVKItSK UNDKAVEKÓLI) * Ul|l
m
Nýtl og mjög fjölbrcvtt úrval 'austurlenzkra
skrautmuna til tækifærisgjafa
TIIAl — SILKI i úrvali.
Kinnig reykelsi og reykelsisker. f“
Ojöfina scm vcitir varanlega ánægju fáið þér i
Wr
é
éfáIftARÍ
JASiVl ÍN
við lllemintorg (l.augavegi 133)
SÓLÓ-
eldavélar
Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerð-
um. —einku n liagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaði
og bát a.
— Varahlutaþjónusta —
Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla
fyrir smærri báta og litla sumarbústaði.
kldavklaverkstæði
JÓIIANNS FR. KRISTJÁNSSONAR H.F.
KLEPPSVEGI 62. — SÍMI33069.
Hugvitsmaður kemur
í heimsókn
til þáttarins
Nýlega kom að máli viö mig
hugvitsmaðurinn Asgeir Asgeirs-
son, sonarsonur hins mikla braut-
ryðjanda i Islenzkum landbúnaði,
Torfa i Ólafsdal. Asgeir stundaði
nám i landbúnaðarfræðum i
Noregi, en hefur lengst af unniö
aö ýmiss konar tæknimálum.
A siðustu árum okkar slldar-
ævintýris, þegar sildin var sótt á
Bjarnareyjarmiö, kom Asgeir
fram með þá hugmynd að flytja
sild af miöum til lands I flot-
geymum úr gúmmi eða gerviefni,
sem skipiö hefði i eftirdragi, og á
þernan hátt auka aflamagniö.
Með styrk frá Fiskimálasjóöi
lét Asgeir siðan gera slikan
geymi i Bretlandi, sem tók um 50
tonn. Þessi geymir var slðan
reyndur i drætti, vantsfylltur, og
gekk það vel. En áður en til þess
kæmi, að reyna að flytja sild i
honum af miöum, þá var hún
horfin af hinum fjarlægu miöum,
án þess að tilraun með flutninga i
geyminum hefði veriö reynd.
Siðan gerðist þaö, aö geymirinn
fórst I eldi, þegar stórbruninn
varö i Aðalstræti fyrir nokkrum
árum, en þar var þessi tilrauna-
geymir geymdur.
A sinum tima var GIsli heitinn
Halldórsson verkfræðingur með
lika hugmynd um flutninga á sild,
en hann var mikill hugvitsmaður
eins og þeir vita sem hann
þekktu. Þá er rétt aðgeta þess, að
i lok sildarævintýrisins reyndu
Norðmenn að flytja sild i slikum
geymi af miðum og tókst það
ágætlega. Þá er rétt að geta þess,
að algengt er nú að flytja oliu I
geymum úr gúmmi eða gerviefni,
og eru þeir t.d. talsvert notaðir
viö flutning á oliu upp eftir ám.
Þessir geymar eru að formi til
oftast langir sivalningar, sem
dráttarbátar draga.
Erindi Asgeirs Asgeirssonar á
minn fund var, að hann vildi að
þráðurinn um flutninga á loðnu i
stað sildar áður yrði upp tekinn
og rannsakaður gaumgæfilega út
frá hagkvæmnissjónarmiöi. As-
fiskimál
^eftir Jóhann J. E. Kúld^
geir telur að slika geyma mætti
nota ekki bara til flutninga á
loðnu, heldur lika til geymslu á
henni, bæði i sjó og á landi, þegar
svo mikið berst að, að verksmiðj-
ur hafa ekki undan, en þrær og
stálgeymar sem fyrir eru geta
ekki lengur tekið á móti. Asgeir
telur að slika lausn á geymslu-
vandamálum sildarverksmiðja
okkar þurfi að rannsaka og at-
huga vel, áður en henni væri
hafnað.
Nú er komið á markaöinn, og
fariö að nota i flutningageyma
oliufélaganna erlendis, svonefnt
Butelgúmmi, sem er geysilega
sterkt efni, segir Asgeir. Þáttur-
inn „Fiskimál” sem hér hefur
litillega reifað þetta áhugamál
Ásgeirs Asgeirssonar beinir nú
málinu til eigenda islenzkra sild-
arverksmiöja, svo og loðnuveiði-
sjómanna og útgeröarmanna,
sem þarna hafa mikilla hags-
muna að gæta.
Þá telur þátturinn eölilegt, að
opinberir aðilar sjávarútvegs láti
sig þetta mál varöa og hafi for-
ustu um, að rannsókn verði á þvi
gerð hvort hagkvæmt sé að nota
slika geyma við flutninga og
geymslu á loðnu eins og Asgeir
talar um.
Ef menn vilja fræðast betur um
þetta mál, geta þeir haft sam-
band við hugvitsmanninn með þvi
að skrifa honum og merkja bréfið
pósthólfi 5213, Reykjavik.
F iskv öruútflutningur
Norðmanna á s.l. ári
Nýlega barst mér i hendur yfir-
lit yfir fiskvöruútflutning Norö-
manna á s.l. ári, og birti ég hér á
eftir tölur um þann útflutning
eins og þær eru i riti norsku fiski-
málastjórnarinnar, „Fiskets
Gang”, svo og byggi ég á fleiri
heimildum.
Af nýjum fiski, isvörðum i köss-
um, voru flutt út samtals 17,663
tonn. Hér er um að ræða 18 teg-
undir og margar af þeim mjög
verðmætar. Þessu til viðbótar
voru flutt úr 966 tonn af niður-
kældum fiskflökum. Útflutningur
á frosinni sild og brislingi var
6,316 tonn. Annar heilfrystur fisk-
ur var 19,795 tonn. Þá voru flutt út
91,807 tonn af hraðfrystum fisk-
flökum i misjafnlega unnu
ástandi, eða allt frá fullunnum
fiskréttum I neytendaumbúðum
til óunninna fiskblokka fyrir
endurvinnslu erlendis. Af saltaðri
sild voru flutt út 6,473 tonn. Út-
flutningur á óverkuðum saltfiski
var 40,781 tonn. Útflutningur full-
verkaös saltfisks var 57,752 tonn.
Skreiðarútflutningur varð 14,035
tonn á árinu 1972. Útflutningur á
fullkomnum niðursuðuvörum úr
fiski og sild 26,690 tonn. Þá koma
niðurlagðar fiskafuröir, ósundur-
greindar, 13,007 tonn og sérverk-
uð unnin sild 4,782 tonn, sykur-
söltuð unnin sild 1989 tonn, niöur-
soðin skeldýr 401 tonn. Þá voru
flutt út 633 tonn af reykstri slld,
198 tonn af humar (ótilgreint i
hvaða ástandi) og 4,332 tonn af
rækju (ekki skilgreint i hvaða
ástandi). Útflutningur á lifrarlýsi
29,688 tonn og þar af meðalalýsi
2,006 tonn. Síldar- og fiskilýsi
68,014 tonn, unnið i mjölvinnslu-
verksmiðjunum. Þá er útflutn-
ingur á sildarloðnu- og öðru fiski-
mjöli 385,796 tonn. Sykursöltuð og
á annan hátt söltuð hrogn til
manneldis 1,989 tonn, iðnaðar-
hrogn 35 tonn, þang- og þaramjöl
8,433 tonn og óverkuð selskinn 177
tonn.
Hér hefur verið stiklað á stóru
og allri sundurgreiningu sleppt
innan hvers vöruflokks, en þó ætti
þetta yfirlit að geta gefið nokkra
innsýn i hvernig Norðmenn verka
sjávarafla sinn til útflutnings.
Sundurgreining á salt-
fiskútflutningi Norð-
manna 1972.
Stærstu kaupendur að óverkuð-
um norskum saltfiski árið 1972
voru Spánverjar, með 16,000 tonn,
Frakkar með 11,700 tonn, Italir
með 6000 tonn, Portúgalir með
3,500 tonn, Grikkirmeð 1,620 tonn,
og svo ýmsar þjóðir með minna
magn. Óverkaði saltfiskurinn
skiptist þannig niður eftir tegund-
um: Tæp 38,000 tonn þorskur,
1,446 tonn ufsi, 1,225 tonn langa og
88 tonn keila. Af heildarmagninu
voru flök 4000 tonn.
Útflutningur á
fullverkuðum saltfiski.
Eins og að framan segir varð
saltfiskútflutningur Norðmanna I
fullverkuðu ástandi 57,752 tonn á
s.l. ári. Af þeim saltfiski voru
42,000 tonn verkuð i Álasundi svo
og öörum stöðum á Sunnmæri.
Þetta er nálægt 72,5% af heild-
arútflutningnum á fullverkuðum
saltfiski frá Noregi árið 1972. Þeir
staðir sem næstir komust voru
Kristianssund með 11,721 tonn,
Bodo með 1,353 tonn og Björgvin
með 2,714 tonn. Fullverkaði salt-
fiskurinn skiptist þannig á milli
landa i útflutningi: Brasilia
keypti 19,544 tonn, Portúgal 11,687
tonn, Dominikanska lýðveldið
4,252 tonn, Zaire 3,710 tonn,
Jamaica 2,674 tonn, og til annarra
staöa i Vestur-Indium fóru 2,269
tonn. Portúgalska Afrika keypti
2,168 tonn, Italia 4,452 tonn og
Vestur-Þýzkaland 1,077 tonn.
Eins og sést á þessu yfirliti um
saltfiskmarkaöi Norðmanna
standa þeir nú traustum fótum á
öiium saltfiskmörkuðum heims,
bæði fyrir blautan og fullverkað-
an saltfisk.
Samkvæmt fréttum frá norska
útflutningsráðinu varð heild-
arútflutningur á norskum vör-
um áriö 1972,18,1 miljarður n. kr.
Þetta er aukning frá árinu 1971,
sem nemur 12,1%. Útflutningur á
vörum frá verkstæöum sem
býggja á tæknikunnáttu óx um
17% frá þvi árinu áður, og var það
mesta aukning sem varð i nokkr-
um vöruflokki I norskum útflutn-
ingi.
Verð á ýmsum útfluttum norsk-
um iönaðarvörum varð hlutfalls-
lega iakara en árið áður. Þó er
um hækkað verö að ræða á flest-
um eða öllum tegundum fiskiðn-
aðarvara, svo og I sumum öðrum
greinum norsks iönaðar.
Þær vörur sem staöiö hafa I
stað að magni til I útflutningi frá
þvi árinu áöur eru frosin fiskflök,
pappír og trjákvoða. Það hefur
verið einkennandi fyrir norska
verzlunarmálastefnu I útflutningi
um langt árabil, að vöruútflutn-
ingi hefur verið dreift á sem
flesta markaði heimsins. Góð
spegilmynd af þessari útflutn-
ingsstefnu kemur fram I saltfisk-
sölu Norðmanna, eins og hún birt-
ist hér að framan. A likan hátt
hafa þeir byggt upp markaði sina
fyrir frosnar fiskafurðir. Enginn
markaður þeirra er svo stór eða
þýðingarmikill að hann geti koll-
varpað framleiðslukerfi þeirra,
þó gjaldeyriskreppa herji eitt-
.hvert markaöslandiö.
Kostir þessarar verzlunar-
stefnu hafa oft komið greinilega i
ljós og nú siöast við lækkun á
Bandarikjadollar. Þessi stefna
hefur án efa hjálpað til þess með
ööru, að halda uppi gengi norskr-
ar krónu i gegnum árin.