Þjóðviljinn - 01.03.1973, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 1. marz. 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
HRAFNINN
SAKAMÁLASAGA EFTIR STEN WILDING
En ég gat ekki slakað á, svo að ég
fékk mér annaö konjaksglas und-
ir svefninn.
Mig dreymdi hrafn með fölt
andlit og svört hornspangargler-
augu og rauðan fjaðraskúf á höfð-
inu. Hann kafaði eftir geddum i
tjörn,en náði i staðinn upp liki á
grannvaxinni konu i siöbuxum;
hún fullyrti að hún hefði fengið
kvef og höfuðverk niðri i vatninu
en ætlaði samt að snæða með mér
náttverð i strandkofanum. En um
leið og viö komum inn, ók lest á
húsið og ég vaknaöi meö óp á vör-
unum, rennvotur af svita.
Ég kveikti ljós og horfði um
stund I kringum mig i stofunni.
Svo slökkti ég aftur og svaf vært
það sem eftir var nætur.
Ég vaknaði á geislandi, sólrik-
um morgni, og aldrei þessu vant
var ég hress og sprækur um leið
og ég steig fram úr. Ég steikti
flesk og egg, hellti úpp á sterkt
kaffi og bar allt saman út fyrir
dyr. Smáfuglar I björkunum um-
hverfis sáu um undirleikinn, sólin
vermdi á mér hnakkann,og þegar
ég kveikti i fyrstu sigarettu dags-
ins með kaffinu, var ég býsna
ánægður með tilveruna. betta var
nú lif i lagi.
Blistrandi bar ég leirtauið inn i
eldhúsið og fór að þvo upp. begar
ég teygöi mig eftir þurrku, kom
ég öldungis óvænt auga á andlit
fyrir utan gluggann. bað var Ásta
Thorén sem stóð þar og starði á
mig.
Svo hvarf hún allt i einu úr
skugganum. Andartaki siðar opn-
uðust útidyrnar eftir að hún hafði
barið til málamynda, og hún steig
einbeittum skrefum inn i stofuna.
— Góðan daginn, sagði ég án
þess að hún tæki undir.
— Er hún dóttir min hér? sagöi
hún hvössum rómi.
— Ekki svo ég viti.
Hnýsin augu rýndu út i alla
króka og kima I herberginu og
virtust hafa sérlegan áhuga á ó-
umbúnu rúminu.
Hvar er hún þá? sagði hún.
— bað veit ég ekki, ég hef ekki
séð hana siðan i gærkvöldi, sagði
ég og hefði um leið viljað bita af
mér tunguna. En til allrar ham-
ingju spurði Asta Thorén ekki
hvar ég hefði séð hana.
— Nú, þá hef ég ekkert hér að
gera, sagði hún ólundarlega og
hvarf út úr húsinu jafnsnögglega
og hún hafði komiö.
Ég stóð eftir með diskaþurrk-
una milli handanna, undrandi og
dálitið órólegur. Var Súsanna
horfin? Auðvitað ekki, þetta voru
bara grillur úr kerlingunni, sem
þurfti að vita það hverja stund
hvað dóttirin var að sýsla. betta
stöðuga eftirlit hennar með
Súsönnu var varla einleikið, en ef
til vill ekki óvenjulegt. Súsanna
var sennilega einkabarn og Asta
Thorén einmana — einmana og
geysilega siðavönd.
begar ég var búin að ljúka hús-
verkunum, gekk ég niður að
Bergi og gekk þar i flasið á
lögregluþjóni. Koch sást hvergi.
— Við þurfum að fá undirskrift
yðar undir nokkur skjöl.
Ég gekk á eftir honum inn á
skrifstofuna og fékk i hendur afrit
af vitnisburði minum. bar stóð að
P. Koch hefði framkvæmt yfir-
heyrsluna. Ég gat ekki á mér
setið.
— Hvað táknar P-ið? sagði ég
Ég á við, hvað heitir Koch
lögreglufulltrúi fullu nafni?
— Pontus sagði lögregluþjónn-
inn þungbúinn. — En ef þér
minniðhann á það, þá eignizt þér
óvin til frambúðar.
Ég las skýrsluna og skrifaði
undir.
begar ég kom út á grasflötina
rakst ég á Anders Uvmark, sem
hélt á fullum kaffibolla.
— Góðan daginn, sagði hann. —
Ætlið þér að drekka kaffibolla
mér til samlætis?
— bakk fyrir, ég er búinn að
drekka kaffi, en ég skal vera yður
til samlætis.
Við settumst i garðstólana og
ég virti hann fyrir mér meðan
hann hrærði i bollanum. Ég velti
fyrir mér hvort hann vissi, að
hann lægi undir sterkum grun um
morðið á Gösta Frisén. Ef til vill
vissi hann það; andlitið virtist
tekið og þreytulegt, og hann var
ekki sérlega ræðinn. En augun
voru blá og heiðarleg, og mér
fannst vafasamt að þessi maður
gæti ráðið nokkrum bana.
— Hvaða niðurstöðu skyldi lög-
reglan eiginlegakomastað?sagði
hann lágri röddu eins og hann
hefði lesið hugsanir minar.
Meðan hann var að kveikja i pipu
sinni, spurði ég sjálfan mig hvort
hann væri að reyna að hafa ein-
hverjar upplýsingar uppúr mér.
— bað veit vist enginn, sagði
ég aðeins.
Hann horfði út yfir vatnið.
— Stundum finnst mér eins
og...
Ég fékk ekki að vita hvaö hon-
um fannst, þvi að hann kom auga
á Súsönnu og Ingvar sem komu
gangandi neöan frá vatninu með
baðföt I höndunum. Höfðu þau i
raun og veru verið saman alla
nóttina? Nei, svo ósvifin gat hún
tæplega verið. En svipurinn á
Anders var orðinn talsvert
skuggalegri þegar þau komu að
borðinu og settust niður eins og
ekkert væri.
24
— Dýrðlegt baðveður i dag,
sagði Ingvar fleðulega.
— bú ættir að taka þér smáfri
sagði Susanna. — bú hefðir gott
af þvi að slæpast á ströndinni
smástund.
— Og gleyma sorgum og sút,
hélt Ingvar áfram.
Anders beit fast um pipulegg-
inn.
— Má ég minna ykkur á það,
sagði hann með hægð, að það eru
ekki nema þrjátiu og sex klukku-
timar síðan maður var myrtur
hér i grenndinni — myrtur af
ásettu ráði af einhverjum hér á
bæ.
— Hvernig vitum við að það
var einhver hér á bænum? spurði
Ingvar.
Anders hirti ekki um að svara.
— bað er lögreglunnar að ráða
fram úr þvi, sagði Súsanna.
— Auk þess, Súsanna, hélt
Anders áfram, — var fórnar-
lambið úr hópi allra beztu vina
þinna.
Ég velti fyrir mér hvort þetta
væri saklaus staðhæfing eða
hvort eitthvað byggi undir. Hvað
sem þvi leið, þá leit Súsanna
undan, og andrúmsloftiö viö
borðið hafði breytzt
— Og hver gæti þá verið morð-
inginn? sagði Ingvar út i bláinn.
Anders svaraði ekki. Hann
tottaði pipu sina og lyfti andlitinu
og horfði upp i bláan himininn.
Fáeinar svölur voru á flögri hátt
uppi. — þær voru einu fuglarnir
sem sáust þessa stundina.
— Vitið þér eitthvað um fugla,
Linder læknir? sagði hann og
sneri sér að mér.
— Nei sáralitið, þvi miður.
Hann horföi ihugandi á mig.
— Ég hef haft tækifæri til að
kynna mér atferli þeirra talsvert
um dagana. Og ég hef heyrt að
þér hafið orðið var við hrafn i
hvert skipti sem lik var einhvers-
staðar nálægt. begar fulltrúinn
yfirheyrði mig, rifjaðist upp fyrir
mér að sami hrafninn — þetta er
nefnilega sjaldgæfur fugl, ég hef
aldrei séð neinn annan hér um
slóðir — sýndi sig þegar ég fann
likið af Bolin á brautarteinunum.
betta er sannarlega furðulegt.
— Hrafninn er vist hræfugl...
hann finnur vist þefinn af dauðum
dýrum — og mönnum.
Hann sló úr pipunni með hægö.
— begar hrafninn sýndi sig
fyrst, hellirigndi á lik Svens
Bolin. Næst lá likið langt niðri i
tjörn. 1 þriðja sinn lá það i lokuðu
jarðhúsi. Og i fjórða skiptiö var
likami Gösta Friséns klemmdur
inni i bilflaki og sægur af fólki
umhverfis.
— Og nú biðum við eftir
fimmta skiptinu, sagði Ingvar.
— Uss, segðu þetta ekki, hróp-
aði Súsanna. — Mér finnst þetta
óhugnanlegt og næstum yfir-
náttúrulegt... þessi hræðilegi
fugl...
Ingvar greip fram i fyrir henni.
Fimmtudagur i. marz.
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Edda Scheving les tvö
ævintýri i þýðingu Ingi-
bjargar Jónsdóttur: ,,Snjó-
disin” og „Riddararnir
tveir”. Tilkynningar kl.
9.30. bingfréttir kl. 9.45.
Létt lög á milli liða.
Heilnæmir lifshættir kl.
10:25: Björn L. Jónsson
læknir talar um þjóðar-
drykk Islendinga. Morgun-
poppkl. 10.45: Jimi Hendrix
leikur og syngur. Fréttir kl.
11.00. Hljómplötusafniö
(endurt. þáttur G.G.).
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
13.00 Á frívaktinni. Margrét
Guömundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna
14.15 Við sjóinn.
(endurt.þáttur) Ingólfur
Stefánsson ræðir við Pál
Pétursson niöursuðufræðing
um lagmetisiðnaðinn.
14.30 Eldgos og jarðskjálfar á
IsIandi.Lárus Salómonsson
flytur erindi.
15.00 Miðdegistónleikar:
Gömul tónlist. Kammer-
sveitin I Slóvakiu leikur
Concerto grosso op. 6 nr. 5
eftir Corelli; Bohdan
Warchal stj. Ida HSndel og
Alfred Holecek leika saman
á fiðlu og pianó „Djöfla-
trillusónötuna ” eftir
Tartini. Sherman Walt og
Zimbler-sinfóniuhljóm-
sveitin leika Fagóttkonsert
nr. 8 I F-dúr eftir Vivaldi.
Filharmóniusveitin i Berlin
leikur Brandenborgar-
konsert nr. 6 I F-dúr eftir
Bach; Herbert von Karajan
stj.
16.00 Fréttir.
16.15 Veöurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphornið.
17.10 Barnatfmi: Eirikur
Stefánsson stjórnar.a.,, Mús
og kisa” eftir Orn Snorrason.
Börn úr Langholtsskóla
flytja siðari hluta sögunnar.
b. Kvæðalestur söngur og
spjall.c. tJtvarpssaga barn-
anna: „Yfir kaldan Kjöl”
eftir Hauk Agústsson.
Höfundur les (11).
18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mál. Indriöi
Gislason lektor flytur þátt-
inn.
19.25 Glugginn. Umsjónar-
menn: Guðrún Helgadóttir,
Gylfi Gislason og Sigrún
Björnsdóttir.
20.05 Samleikur i útvarpssal.
Manuela Wiesler og Halldór
Haraldsson leika á flautu og
pianó sónötur eftir Francis
Poulenc og Johann
Sebastian Bach.
20.30 Leikrit: „Gunna” eftir
Asu Sólveigu. Leikstjóri:
Brynja Benediktsdóttir.
Persónur og leikendur:
Gunna , bórunn Sigurðar-
dóttir.Villi, Sigurður Skúla-
son. Eirikur, bórhallur
Sigurðsson. Magga, Ingunn
Jensdóttir. Mamma , Auöur
Guðmundsdóttir. Maöur frá
borgarlækni , Jón Aöils.
Húseigandi , Valdimar
Helgason. Bileigandi ,
Bjarni Steingrimsson.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (10).
22.25 Reykjavlkurpistill i
umsjá Páls Heiöars Jóns-
sonar.
22.55 Manstu eftir þessu?
Tónlistarþáttur i umsjá
Guðmundar Jónssonar
pianóleikara.
23.40 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Prentsmið j a
Þjóðviljans
tekur að sér alls konar setningu og prentun.
Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Skóla vörðustí g 19
Sími 17505
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32.
LJÓSASTILLINGAR
HJOLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR
LátiS stilla i tíma.
Fljót og örugg þjónusta.
13-10 0
Blikksmiðjan
Glófaxi
auglýsir
Óskum eftir að ráða nokkra járniðnaðar-
menn og aðstoðarmenn.
Glófaxi h/f