Þjóðviljinn - 29.04.1973, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. aprll 1973.
UOÐVIUINN
MALGAGN SÓSIALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkværndastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur).
Askriftarverö kr. 300.00 á mánuði.
Lausasöluverö kr. 18.00.
Prentun: Blaöaprent h.f.
LOKSINS STÆKKAR KRÓNAN
Það hefur sjálfsagt margur maðurinn
orðið hissa, þegar frá þvi var skýrt i
fyrradag, að ákveðið hefði verið að hækka
gengi islenzku krónunnar um 6%.
Flestir hafa vist verið komnir á þá skoð-
un að það væru eins konar örlög okkar
vesælu krónu að minnka stöðugt að verð-
gildi, enda menn þvi vanastir, að ein
gengislækkunin byði annarri heim.
En sjáum til, — loksins er krónan farina
að risa. Á sama hátt og sérhver gengis-
lækkun hefur i för með sér vaxandi verð-
bólgu, hækkun á öllu almennu vöruverði,
þá er hækkun á gengi krónunnar aftur á
móti ákveðin sem ráðstöfun til að hamla
gegn verðbólgunni.
Það, sem þvi veldur að einmitt nú er á-
kveðið að hækka gengið, er annars vegar
ákveðinn vilji stjórnvalda til að ráðast
gegn verðbólguvandanum, og hins vegar
sú staðreynd að undanfarið hefur verðlag
á útflutningsvörum okkar hækkað meira
en reiknað hafði verið með, þegar gengið
var siðast skráð.
Talið er að meðaltalshækkun útflutn-
ingsverðs frystra fiskafurða á þeim fáu
mánuðum, sem liðnir eru frá vertiðar-
byrjun, sé um 10%, en enn meiri hefur
hækkunin orðið á saltfiski. Þessar hækk-
anir breyta mestu frá fyrri áætlunum, og
það þrátt fyrir að þorskafli hefur orðið
nokkru minni en reiknað hafði verið með.
Þá hafa loðnuafurðir, einkum mjöl, hækk-
að mjög mikið og eru nú i hærra verði en
áður hefur þekkzt.
Staða sjávarútvegsins hefur þvi farið
batnandi og fé streymt i Verðjöfnunar-
sjóð, sem Morgunblaðið býsnaðist mest
yfir i haust að rikisstjórnin væri að gera
að engu. Sérfræðingar eru þvi þeirrar
skoðunar, að hagur sjávarútvegsins eigi
þrátt fyrir gengishækkunina að verða
betri en gert var ráð fyrir, fyrir nokkrum
mánuðum, og hann þvi færari um að
tryggja sjómönnum batnandi launakjör.
En það er reyndar ekki bara útflutn-
ingsverð á afurðum okkar, sem hefur
stórhækkað að undanförnu. Innflutnings-
verð á vörum, sem við kaupum erlendis,
hefur einnig farið stórhækkandi, og t.d.
hækkaði verð á innfluttum neyzluvörum
kringum 9% til jafnaðar á siðasta ári frá
meðaltali næsta árs á undan. Þessu veldur
langtum örari verðbólga i flestum við-
skiptalöndum okkar en þar hefur áður
þekkzt.
Það er þessi verðbólguþróun i öðrum
löndum, sem hvað mestu hefur valdið um
verðbólguna hér upp á siðkastið.
Hér á íslandi hefur mikil verðbólga ver-
ið eitt megineinkenni þjóðfélagsástands-
ins um áratugaskeið. Þessi mikla verð-
bólga hefur ýtt undir hvers konar brask og
spákaupmennsku. Helzti gróðavegurinn
hefur verið margvisleg fjárfesting i þvi
skyni að hagnast á hinni öru verðbólgu-
þróun. Þeir sem óprúttnastir hafa verið að
ná til sin fé úr margvislegum lánastofnun-
um þjóðarinnar til að spila með i verð-
bólgunni hafa safnað auði með takmark-
aðri fyrirhöfn en hinir sem safnað höfðu
sparifé til elliáranna af takmörkuðum
launum hafa jafnan séð það brenna upp á
báli verðbólgunnar.
Það hafa margir talað um nauðsyn þess
að draga úr eða stöðva verðbólguna, en
sjaldan hefur mikið verið aðhafzt nema
verðstöðvunum komið á um takmarkaðan
tima.
Núverandi rikisstjórn setti sér i upphafi
að reyna að halda verðbólgunni innan
þeirra marka, að hún yrði hér ekki örari
en i helztu viðskiptalöndum okkar.
Gengishækkunin nú, sem lækkar erlend-
an gjaldeyri i verði um 5,7%, og ætti að
hafa i för með sér allt að þvi samsvarandi
lækkun á verðlagi innfluttrar vöru til
neytenda hér, er alvarlegt skref til að
standa við þetta heit.
Það er leið verðjöfnunar, sem nú er val-
in til að draga úr sjálfvirkum vixlhækkun-
um kaupgjalds og verðlags, sem engum
geta verið til góðs nema verðbólgubrösk-
urunum.
Vert er að minna á það hér, að þegar
gengið var lækkað i desembermánuði s.l.
var það ekki gert að vilja Alþýðubanda-
lagsins, sem lagt hafði til aðrar leiðir. Al-
þýðubandalagið taldi þó ekki rétt, að láta
lækkun krónunnar þá varða stjórnarslit-
um, þar sem gengisbreytingin var ekki
veruleg.
Verkalýðssamtökin hafa löngum haft
stöðvun verðbólgunnar að stefnumáli og
hvatt til þess, að rikisvaldið gerði ráðstaf-
anir til að hindra sifelldar verðhækkanir.
T.d. liggja i þessum efnum fyrir margar
samþykktir Alþýðusambandsþinga á liðn-
um árum.
Staðreyndin er líka sú, að verðbólgan
hefur löngum verið helzta tæki fjandsam-
legs rikisvalds til að skerða stórlega
árangur fórnfrekrar kjarabaráttu verka-
lýðssamtakanna og snúa henni upp i
varnarbaráttu.
Það er fyrst með tilkomu núverandi
rikisstjórnar, sem tekizt hefur að verja að
mestu árangur gerðra kjarasamninga
þrátt fyrir allmikla verðbólgu. En til þess
að það megi takast til frambúðar verður
að ráðast beint til atlögu við verðbólgu-
drauginn, og er gengishækkunin fyrsti á-
fangi á þeirri leið.
Fjórðungssamband Vestfirðinga segir:
Gerð verði 5 ára áætlun um
húsnæðismál Vestfirðinga
Miðvikudaginn 25. april 1973
varhaldin ráðstefna á ísafirði um
húsnæðismál á Vestfjörðum, að
tilhlutan Fjórðungssambands
Vestfiröinga og Húsnæöismála-
stofnunar rikisins.
Til ráðstefnunnar var boðið
sveitarstjórnum, byggingafull-
trúum, byggingameisturum
ásamt fulltrúum byggingafyrir-
tækja, stéttarfélaga, atvinnufyr-
irtækja, banka, sparisjóða og lif-
eyrissjóða ásamt þingmönnum
Vestfirðinga.
A ráðstefnunni voru flutt fimm
framsöguerindi:
Sigurður E. Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Húsnæðis-
málastofnunar ríkisins, flutti er-
indi um starfsemi stofnunarinn-
ar, lánasjóði þá, sem veita lán til
ibúöabygginga, gerði grein fyrir
lánveitingum þessara sjóða, sér-
staklega til Vestfirðinga. Einnig
rakti hann tekjustofna þessara
sjóða og hverjir möguleikar eru
til lánveitinga á næstunni.
Magnús Ingi Ingvarsson, bygg-
ingafræðingur Húsnæðismála-
stofnunarinnar, flutti erindi um
tæknileg atriði við húsbyggingar
og ýmis kostnaðarleg atriði þar
að lútandi.
Óttar P. Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarstofn-
unar byggingariðnaðarins, flutti
erindi um þá stofnun. Rakti hann
þau margvíslegu verkefni, sem
stofnunin annast, en þau spanna
yfir miklum mun viðtækara svið
en húsbyggingar. Taldi óttar lik-
legt, að grundvöllur væri fyrir að
reka útibú frá Rannsóknarstofn-
un byggingariðnaðarins i stærstu
byggðakjörnum landsfjórðung-
anna i samvinnu við aðra aðila.
Bolli Kjartansson, bæjarstjóri á
Isafirði, flutti erindi um hin ýmsu
viðhorf sveitarstjórnarmanna til
ibúðarhúsabygginga.
Jóhann T. Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga, gerði grein
fyrir stöðu húsnæðismála á Vest-
fjörðum og lagði áherzlu á þörf-
ina fyrir byggingu nýs Ibúðarhús-
næðis á Vestfjörðum, bæði til end-
urnýjunar á eldra húsnæði og til
að geta flutt inn i byggðarlögin
nauðsynlegt vinnuafl, en skortur
er á vinnuafli i mörgum starfs-
greinum.
A ráðstefnunni urðu miklar
umræður um húsnæðismál á
Vestfjörðum og hvernig megi
bæta úr þeim alvarlega skorti á
ibúöarhúsnæði, sem hvarvetna er
i þéttbýli á Vestfjörðum.
Meðfylgjandi ályktun var gerð
á ráðstefnunni.
Ráðstefna um húsnæðismál,
sem haldin var á ísafirði, mið-
vikudaginn 25. april 1973, að til-
hlutan Fjórðungssambands Vest-
firðinga og Húsnæðismálastofn-
unar rikisins, telur, að framtiðar-
þróun byggðar i landinu sé eitt
aðal mál Islenzku þjóðarinnar i
dag. Mikilvægur þáttur slikrar
þróunar er, að bygging ibúöar-
húsnæðis sé með nægilega hröð-
um og eðlilegum hætti, svo hús-
næðisskortur hamli ekki búsetu
fólks út um landsbyggðina, og að
húsnæði þar sé hvað aldur og gæði
snertir ekki lakara en gerist á að-
al þéttbýlissvæði landsins.
Sýnt hefur verið fram á með
tölum, að þörf er á stór-átaki i
endurnýjun og aukningu ibúðar-
húsnæðis á Vestfjörðum. Telur
ráðstefnan, að ekki megi slá þvi á
frest að vinna markvisst að þvi
verkefni, og hefjast þurfi handa
nú þegar um eftirfarandi ráðstaf-
anir:
1. Að skipulagi þéttbýlissvæða
á Vestfjörðum verði komið hið
allra fyrsta I fullnægjandi horf, og
tryggt verði, að I hverju byggðar-
lagi séu fyrir hendi nægilega
margar byggingalóðir við hent-
ugar aöstæður, til að hægt sé að
byggja á tiltölulega stuttum tima
það ibúðarhúsnæði, sem þörf er
fyrir.
2. Að gerð verði heildaráætlun,
til a.m.k. 5 ára, um byggingu
ibúðarhúsnæðis á Vestfjörðum,
og i þeirri áætlun tengdir saman
starfskraftar stjórnvalda, hús-
næöismálastofnunar rikisins,
Rannsóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins, banka, sparisjóðá, lif-
eyrissjóða, verktaka og hverra
þeirra aðila, sem orðið geta virkir
aðilar við framkvæmd slikrar
áætlunar.
3. Aö leitaö verði samstarfs við
Húsnæðismálastofnun rikisins,
Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins, verktaka og fleiri að-
ila um uppbyggingu öflugs eða
öflugra verktaka fyrirtækja, sem
ráði yfir verktækni og vinnutækj-
um, sem leiði til meiri fram-
kvæmdahraða I húsbyggingamál-
um, en aðstaða hefur verið til að
viðhafa til þessa.I þvi sambandi
verði gerð vandleg athugun á
jarðvegsefnum til bygginga, á
hinum ýmsu stöðum á Vestfjörð-
um, og möguleikum á starfrækslu
steypustöðvar I þvi sambandi,
svo og hverjir möguleikar eru á
lenginu árlegs byggingatima frá
þvi, sem nú er.
Ráðstefnan telur nauðsynlegt,
að framangreind áætlun miðist
við að tryggja, á tiltölulega stuttu
árabili, öllu þvi fólki, sem þörf er
á til starfa og búa vill á Vestfjörð-
um, nútima ibúðarhúsnæði.
Uppistaða atvinnulifs i þéttbýli
á Vestfjörðum er sjávarútvegur
og fiskiðnaður, sem skilar þjóðar-
búinu með tiltölulega skjötum
hætti, mikilvægum, erlendum
gjaldeyri. Gjaldeyrigöflun Vest-
firðinga er i senn mjög drjúgur
hluti heildar gjaldeyristekna
þjóðarinnar og einnig ef reiknað
er til meðaltals á íbúa. Sá árang-
ur næst við mikið vinnuálag. Það
verður að telja þjóðhagslega
nauðsyn, að sem flestir vinni
áfram að þessum störfum, 'en
hverfi ekki til annara siður mikil-
vægra starfa. Skortur á ibúðar-
húsnæði hefur hins vegar leitt til
þess, að ekki hefir verið mögulegt
að flytja inn i vestfirzku byggðar-
lögin nægilegt vinnuafl til þessara
og annara mikilvægra starfa, þótt
i boði sé.
tJtgerðar- og fiskiðnaðarfyrir-
á Vestfj. hafa unnið mark-
visst að uppbyggingu atvinnu-
tækja sinna, og standa nú að þvi
leyti I fremstu röð fyrirtækja af
þvi tagi á íslandi. Fullyrða má
einnig, að vestfirzkir sjómenn og
aðrir starfskraftar eru úrvals
vinnuafl. Þetta mun sameigin-
lega skila þjóðarbúinu auknum
afköstum — aukinni framleiðni.
Að öllu samanlögðu verður að
telja þjóðhagslega mikilvægt, að
það fólk, sem á Vestfjörðum býr,
og það, sem þangað vill flytja,
geti unað ánægt við sinn hlut.
Nauðsynlegt atriði i þvi efni er, að
vel sé að þvi búið hvað ibúðarhús-
næði snertir, enda sanngjörn og
eðlileg krafa, að þeir, sem miklu
starfi skila i þjóðarbúið, geti notið
sem mestra þæginda og hvildar,
þegar tækifæri gefst til frá erfið-
um störfum.